Skessuhorn


Skessuhorn - 16.06.2021, Side 22

Skessuhorn - 16.06.2021, Side 22
MiðVikudaGuR 16. júNÍ 202122 Fyrir um þremur vikum birti Skessu- horn frétt um illa merktar gang- brautir á akranesi. Það hefur lítið breyst á þessum tíma og enn þá er það þannig að á ansi mörgum stöð- um við helstu umferðargötur bæj- arins eru gangbrautamerkingar lítt sýnilegar. Þegar rætt var við jón Brynjólf Ólafsson, verkefnastjóra akraneskaupstaðar, um miðjan maí sagði hann að yfirleitt væri það fyrsta af vorverkum sumarsins að mála gangbrautirnar og ætti þeirri vinnu að ljúka á næstu vikum. Ekki náðist í jón við vinnslu fréttarinnar. vaks Sirkushópurinn Hringleikur legg- ur nú land undir fót og sýnir allra veðra von utandyra um allt land í sumar. Sýningin var sýnd í Tjarn- arbíói í vor og hlaut góðar viðtökur áhorfenda á öllum aldri. allra veðra von hlaut á dögunum Grímuverð- launin fyrir dans- og sviðshreyf- ingar ársins 2021. Sýningin hér á Vesturlandi verður sýnd á akra- nesi, á Varmalandi, Stykkishólmi auk náttúrusýningar á Snæfells- nesi og sirkus námskeiði fyrir börn á aldrinum 8-16 ára í Frystiklefan- um á Rifi. allra veðra von er ný sirkussýn- ing þar sem sirkuslistin er notuð til að skoða tengsl mannsins við veðr- ið. Tungumál sirkuslistarinnar er myndrænt og hrífandi form sem nær til áhorfanda á breiðum aldri, gjarnan óháð tungumáli. akróba- tík, áhætta, grín og glens, ljóðrænar myndir og loftfimleikar flétta sam- an sögur af mönnum og veðri. Mikil gróska er í sirkusstarfi á Ís- landi með vaxandi hópi atvinnusirk- uslistafólks á landinu. „Okkur lang- ar að kynna fjölbreytni sirkuslistar fyrir fólki um allt land og sérstak- lega sýna börnum og ungmennum að það er hægt að vinna sem sirkus- listafólk á Íslandi. Sirkuslistaform- ið er fjölbreytt og reynir á samhæf- ingu, samvinnu og sköpun,“ segir Eyrún Ævarsdóttir, einn af höfund- um og leikendum allra veðra von í samtali við Skessuhorn. Gera má ráð fyrir að hið íslenska ófyrirsjáanlega veðurfar hafi tölu- verð áhrif á sýninguna: „Við leggj- um upp með að sýna í, svo gott sem, hvaða veðri sem er. Til þess er leikurinn gerður! Sýningin á akra- nesi verður frumraun okkar að sýna utandyra og það verður áhugavert að vita hvernig veðrið ætlar að leika við okkur þar,“ segir Eyrún að lok- um. Sýningin er unnin í samstarfi við leikhópinn Miðnætti sem sér um leikstjórn, tónlist, búninga og leikmynd. Miðnætti hefur meðal annars gefið okkur sögurnar um tröllastrákinn Þorra og álfastelp- una Þuru. Sýningarferðin um Vest- urland er styrkt af Sóknaráætlun Vesturlands og unnin í samstarfi við Snæfellsbæ, Svæðisgarðinn Snæfellsnes, Frystiklefann á Rifi, akraneskaupstað, Borgarbyggð og Tjaldsvæðið á Varmalandi. Áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með Hringleik á Facebook og instagram sem er helsta upplýs- ingaveitan um sirkusferðalagið. Sýningaráætlun & Námskeið ALLRA VEÐRA VON: 18. júní - akranes 19. júní - Varmaland 10. júlí - Stykkishólmur 11. júlí - Náttúrusýning á Snæ- fellsnesi í boði Sóknaráætlunar Vesturlands Miðasala og nánari upplýsingar á tix.is Loks verður boðið upp á sirkus- námskeið í Frystiklefanum á Rifi í samstarfi við Snæfellsbæ 12.-13. júlí (8-16 ára). Skráning og nánari upplýsingar á tix.is mm Á heimasíðu Lyfjastofnunar hefur verið birt sundurliðun á tilkynn- ingum vegna gruns um alvarleg- ar aukaverkanir í kjölfar bólusetn- ingar við Covid-19. Samkvæmt þeim gögnum sem stofnunin birti þriðjudaginn 8. júní höfðu þá 100 tilkynningar vegna gruns um al- varlegar aukaverkanir borist Lyfja- stofnun. alls hafa 23 tilkynningar borist um dauðsföll í kjölfar bólu- setningar en flestar þeirra bárust í janúar, þegar elsti og hrumasti hóp- urinn var bólusettur. 45 alvarlegar tilkynningar hafa borist vegna bóluefnis Pfizer, 20 varðandi andlát, þar af 16 and- lát einstaklinga 75 ára eða eldri og voru 13 þeirra með undirliggj- andi sjúkdóma. Þrjú andlát voru hjá fólki á aldrinum 65-74 ára og voru tveir þeirra með undirliggjandi sjúkdóma. Þá barst ein tilkynning um andlát einstaklings á aldrinum 60-64 ára sem var með undirliggj- andi sjúkdóm. 17 tilkynningar bár- ust um sjúkrahúsvist í kjölfar bólu- setningar og þar af voru fimm til- felli um lífshættulegt ástand. Átta tilkynningar sem metnar voru sem klínískt mikilvægar en ekki kom til innlagnar á sjúkrahúsi. Tólf tilkynningar hafa borist vegna Moderna bóluefnisins en engin vegna andláts. Tíu þeirra voru vegna einstaklinga sem þurftu að leggjast inn á sjúkrahús og þar af var ein tilkynningin um lífshættu- legt ástand. Ein tilkynning barst varðandi lífshættulegt ástand og ein sem flokkast sem klínískt mikilvægt tilfelli sem þó kom ekki til innlagn- ar á sjúkrahúsi. Vegna astraZeneca bóluefnis- ins hafa borist 42 alvarlegar til- kynningar. Þrjár hafa tengst andláti og þar af tvær hjá einstaklingum á aldrinum 65-74 ára sem voru með undirliggjandi sjúkdóma og ein til- kynning um einstakling á aldrin- um 60-64 ára. 32 tilkynningar hafa borist um sjúkrahúsvist vegna bólu- efnisins og þar af tíu tilfelli af lífs- hættulegu ástandi. Sex tilkynning- ar töldust klínískt mikilvægar en þó kom ekki til innlagnar á sjúkrahúsi. Ein tilkynning var vegna tímabund- innar lömunar í útlim ásamt öðrum tímabundnum einkennum. aðeins ein alvarleg tilkynning hefur borist vegna janssen bólu- efnisins og það var vegna sjúkra- húsvistar. Lyfjastofnun bendir á að ekki sé hægt að benda á orsakasamband milli tilkynntra andláta og bólu- setninga. Ólíkt samsettir hópar hafa fengið mismunandi bóluefni og því ekki hægt að gera beinan samanburð. Fyrst voru bólusettir hópar eins og t.d. heilbrigðisstarfs- fólk sem ber skylda til þess að til- kynna um aukaverkanir og gæti það haft áhrif á fjölda tilkynninga á þeim tíma. En auk þeirra voru aldr- aðir í hópi þeirra sem fengu fyrst bólusetningu og hafa margir þeirra undirliggjandi sjúkdóma. Þar má því búast við fleiri tilkynningum en það þarf ekki að vera orsakasam- band þar á milli. arg Við Kirkjubraut. Hringleikur ferðast um Vesturland Tilkynningar um aukaverkanir Ennþá illa merktar gangbrautir víða á Akranesi Við Garðabraut. Þjóðbraut. Hraðahindrun við Garðagrund.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.