Skessuhorn


Skessuhorn - 16.06.2021, Side 24

Skessuhorn - 16.06.2021, Side 24
MiðVikudaGuR 16. júNÍ 202124 alþingi samþykkti nýverið lög um breytingu á lögum um grunn- og framhaldsskóla sem miða að því að styrkja lagastoð og heimildir fag- ráðs eineltismála. Fagráð eineltis- mála starfar nú bæði fyrir grunn- og framhaldsskóla en vísa má ein- eltismálum til ráðsins þegar ekki finnst fullnægjandi lausn á þeim innan skóla eða sveitarfélags. Ráðið veitir álit sín á grundvelli gagna og upplýsinga sem því berast. Slík álit hafa meðal annars að geyma leið- beiningar til aðila skólasamfélagins, svo sem foreldra, um hvernig vinna megi að úrlausn mála með hags- muni barna að leiðarljósi. Í lögunum er meðal annars kveð- ið á um skýrari heimildir ráðsins til þess að vinna með persónuupp- lýsingar og heimild til að takmarka aðgang aðila að gögnum ef talið er að slíkt geti skaðað hagsmuni barns, til samræmis við ákvæði barnaverndarlaga. aukinheldur er fjallað um skipan ráðsins og hæfnis- kröfur sem gerðar eru til þeirra sem þar eiga sæti. Fagráð eineltismála er ekki stjórnvald í skilningi stjórnsýslu- laga þar sem álit þess eru ráðgef- andi. Niðurstöður þess eru því ekki skuldbindandi fyrir aðila máls gagnvart öðrum úrræðum sem lög og reglur kunna að bjóða upp á. mm uppbygging gönguleiða á vegum hins nýstofnaða Ferðafélags Borg- arfjarðarhéraðs hófst með látum fyrir helgi þegar sjálfboðaliðar á vegum félagsins tóku til hendinni í hlíðum Hafnarfjalls. Níu manns, nefndarfólk í Stikunefnd og fleiri félagsmenn, mættu í fjallið með naglbíta og sleggjur. Verkefni dags- ins var að rífa niður girðingu sem var búin að ganga frá starfsloka- samningi fyrir nokkru. Einnig stóð til að hefja stikun leiðarinnar upp á topp. Það er skemmst frá því að segja að sjálfboðaliðarnir voru í þvílíku stuði að þeir fóru langt með að klára niðurrif girðingarinnar og búið er að stika leiðina frá upphafspunkti, um gilið, og langleiðina upp á topp. Sömuleiðis var leiðin gegnum skriðuna ofan við stífluna lagfærð lítillega. Þetta var langt fram úr öll- um væntingum og framkvæmda- áætlunum, enda sagði Bjarki Þor- steinsson, formaður Stikunefndar, að leita hafi þurft lengi að lífsmörk- um hjá einstaka miðaldra Stiku- nefndarmönnum! Þess ber að geta að áður en fram- kvæmdir í Hafnarfjalli hófust voru stikurnar sagaðar í réttar lengd- ir og þær málaðar rauðar á vinnu- stofu Brákarhlíðar í Borgarnesi. Það sem eftir er að gera er að fjar- lægja restina af girðingarstaurun- um og að setja síðustu stikurnar á toppinn. Einnig er ætlunin að stika „brattari leiðina“ upp að Steini. Þá er eftir að setja upp skilti sem sýnir hvar gönguleiðin beygir út af gamla þjóðveginum. Það skilti er til hjá uMSB. Þessu verður lokið einhvern tímann á næstu vikum. Þá er það draumur FFB að setja upp upp- lýsingaskilti um Hafnarfjall og nágrenni á bílastæði við upphaf gönguleiðarinnar, ef fjármagn fæst til þess. Þetta verkefni var styrkt af Hvalfjarðarsveit og kaupfélagi Borgfirðinga og þakkar FFB kær- lega fyrir stuðninginn. Þeir sem ekki komust í fjallið í síðustu viku þurfa ekki að örvænta því á næstu dögum verður farið í að ljúka verk- inu auk þess sem fleiri spennandi verkefni eru framundan. frg Skýrari umgjörð um eineltismál Vegabætur í Hafnarfjalli Glöggir vegfarendur við Brákar- sund í Borgarnesi hafa eflaust rek- ið augun í nýtt hús sem verið er að reisa á undirstöðum sem voru þegar til staðar á lóðinni. um er að ræða fjölbýlishús á tveimur hæðum við Brákarsund 5. Í húsinu verða fjór- ar íbúðir, hver um sig 90 fermetr- ar að stærð. Borgarskjól ehf. sér um framkvæmdir en húsið er byggt úr timbureiningum frá Noregi. Stefnt er á að ljúka framkvæmdum síðar á þessu ári en allar íbúðirnar verða leiguíbúðir. glh Fjölbýlishús úr norskum timbureiningum. Framkvæmdir við Brákarsund í Borgarnesi

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.