Skessuhorn


Skessuhorn - 16.06.2021, Side 26

Skessuhorn - 16.06.2021, Side 26
MiðVikudaGuR 16. júNÍ 202126 Elín Huld Melsteð jóhannesdótt- ir er dalakona, dóttir Ásdísar kr. Melsteð og jóhannesar Hauksson- ar. Elín er í dag búsett í St. andrews í Skotlandi og stundar mastersnám í öryggisfræðum í Mið austurlönd- um, Mið asíu og kákasus við uni- versity of St. andrews. Elín lauk Ba gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og skrifaði lokaverkefni um al kaída og isis. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á stjórnmálum. Þeg- ar ég var 15 ára fór ég til Búdapest á ráðstefnu um flóttamannavandann í Evrópu. Ég kynntist þar tveim- ur strákum frá Sýrlandi og þeir sögðu mér frá lífinu í sínu heima- landi. Það vakti enn meiri áhuga hjá mér á þessu svæði,“ segir Elín þeg- ar blaðamaður Skessuhorns heyrði í henni og ræddi við hana um nám- ið og ástandið í Ísrael og Palestínu. Beðin um að skrifa grein fyrir netmiðil upphaflega kviknaði áhugi Elínar á Mið austurlöndum vegna þess hversu ólík Íslandi þau eru. „Ég held að það séu líka miklir for- dómar í okkar menningu gagn- vart þessu svæði, einfaldlega vegna þess að við skiljum ekki aðstæður þar. Mig langaði því að verða bet- ur upplýst um þeirra raunveru- leika, kannski smá til að losna líka við eigin fordóma. Mér finnst við nefnilega aldrei eiga að dæma án þess að þekkja,“ segir Elín. Hún tók á síðustu önn áfanga um Ísrael og Palestínu þar sem hún skrifaði ritgerð um pólitíska stöðu Hamas í Palestínu. Fyrir ritgerðina fékk hún framúrskarandi einkunn og í kjölfarið bað kennarinn hennar um leyfi til að deila verkefninu með öðrum kennurum innan deildar- innar. „Forseti deildarinnar hafði svo samband við mig og spurði hvort ég gæti skrifað grein út frá svipuðu efni því þetta er nákvæm- lega það sem hefur verið í gangi á þessu svæði núna. Greinin var svo birt á netmiðli á vegum deildarinn- ar. Þetta er miðill fyrir fræðimenn á þessu sviði í Bretlandi að birta greinar. Stundum fá líka nemend- ur sérstakt leyfi til að birta greinar þar, eða eru beðnir um það,“ segir Elín en miðillinn heitir MECaCS institute og fjallaði grein Elínar um komandi kosningar í Palest- ínu og stöðu Hamas, en kosningar voru síðast áætlaðar í maí en hefur verið frestað fram í júlí. Mikilvægt að þekkja báðar hliðar Mikið hefur verið fjallað um ástand- ið í Palestínu og Ísrael undanfar- ið en Elín segir mikilvægt að fólk kynni sér báðar hliðar málsins áður en það tekur afstöðu. En hverjar eru þessar hliðar? „akkúrat núna er mikið talað um að Ísraelsmenn séu að fremja þjóðernishreinsanir í Pal- estínu en það er bara önnur hliðin, sú sem kannski er meira fjallað um á Íslandi. Stór hópur vill meina að Ísraelar séu bara að verja sitt ríki og samkvæmt alþjóðalögum hafa þeir rétt á því. Það er vel hægt að rök- styðja báðar þessar hliðar,“ útskýrir Elín og bætir við að erfitt sé að út- skýra þetta mál með stuttum hætti. „Palestína er ekki viðurkennt ríki samkvæmt alþjóðasamfélaginu og það þýðir að þegar Palestína berst á móti er auðvelt að tala um það sem hryðjuverk. Palestínumenn hafa ekki lögmætt vald til að beita of- beldi,“ segir Elín. Palestínumenn vilja kjósa Elín segir átökin sem staðið hafa yfir síðustu áratugi megi rekja til þess þegar Bretland gaf Síanistum leyfi til að taka Palestínu sem þeirra ríki fyrir gyðinga. Þessi ákvörð- un Breta olli miklum deilum sem Bretar sáu ekki fram á að geta leyst, þessi ádeila eða vandamál var því sett í hendurnar á Sameinuðu þjóð- unum. Svo í nóvember 1947 gáfu Sameinuðu þjóðirnar út ályktun þar sem landsvæði Palestínu var skipt upp og meiri en helmingurinn var gefin til Síanista. „Átökin sjálf, sem virðist ekki vera hægt að leysa með friðsælum hætti, tengjast einnig því að árið 1948 tók Ísrael yfir land- svæði sem var ekki innan þess svæð- is sem þeim var úthlutað. Þá fóru Ísraelsmenn gegn sáttmála Samein- uðu þjóðanna. Palestínumenn fóru þá að berjast á móti. Fatah, annar af stóru stjórnmálaflokkum Palestínu, var stofnað árið 1964, til að reyna að ná stjórn á aðstæðunum í Pal- estínu og til að semja um frið við Ísrael svo það voru í raun Ísraels- menn sem samþykktu Fatah sem talsmenn Palestínu,“ útskýrir Elín og bætir við að nú vilji fólk í Pal- estínu fá lýðræðislegar kosningar. „En Fatah er búin að fresta kosn- ingum mörgum sinnum, það hafa ekki verið kosningar í Palestínu síð- an árið 2006. Hamas er því smám saman að verða vinsælli í Palestínu og Fatah vita að það verður erfitt fyrir þá að ná kjöri. Hamas hefur verið talinn líklegri til að fara í rót- tækar aðgerðir og berjast fyrir rétt- indum Palestínumanna, það er þó snúið þar sem að Bandaríkin, Ísra- el og fleiri þjóðir hafa útnefnt Ha- mas sem hryðjuverkasamtök,“ seg- ir Elín. Ísrael er að brjóta alþjóðalög Elín segist sjá báðar hliðar á þessu máli og skilja af hverju stríðsástand sé á svæðinu. En aftur á móti seg- ist hún aðeins hafa færst yfir á vagn Palestínu eftir að hafa lært að Ísra- elar eru að brjóta alþjóðalög með byggja upp þorp á landsvæði Pal- estínu. „Það er eitt af því sem Ísra- elar geta ekki réttlætt. Þeir geta sagst vera að verja sig fyrir hryðju- verkum og fært fyrir því góð rök, en það að þeir séu að byggja upp hús- næði fyrir gyðinga í Palestínu og taka þannig yfir landsvæði er ólög- legt. Það fellur ekki undir að berj- ast til baka eða að verja sig. Þetta er klárt brot á alþjóðalögum,“ útskýr- ir Elín og bætir við að nú sé hún að skoða þetta mál enn betur fyr- ir skrif sín á mastersritgerð næsta haust. „Ég ætla að skrifa um þjóð- ernishreinsanir á Palestínumönn- um og Róhingjum á Mjanmar og skoða það út frá lýðræðiskenningu. En þegar ríki eru að færast úr engu lýðræði yfir í lýðræði eru þjóðern- ishreinsanir líklegri. Breytingarnar virðast framkalla þjóðernishreins- anir. Mig langar líka að skoða þetta út frá því hvernig vestræn samfélög hafa horft á svona hreinsanir. Vest- ræn ríki virðast eiga erfitt með að viðurkenna þessar þjóðernishreins- anir, kannski vegna þess að um er að ræða ríki sem eru að færa sig í vestræna átt,“ segir Elín. Verðum að skoða samhengið Spurð út í þær aðferðir sem Ha- mas beitir í sinni baráttu við Ísra- el, eins og sjálfsmorðsárásum sem eru flokkaðar sem hryðjuverk, seg- ir hún mikilvægt að sjá samhengið til að skilja af hverju Hamas beit- ir þessum aðferðum. „Fyrir okk- ur er ofbeldi aldrei réttlætan- legt en við verðum að átta okkur á að við skiljum ekki þetta ástand og þá er mikilvægt að við skoð- um heildarmyndina. Ísraelar hafa vissulega drepið marga í Palestínu en það hefur ekki verið skilgreint sem hryðjuverk því þetta er rétt- mætt ofbeldi samkvæmt alþjóða- samfélaginu, Ísrael er að verja sig fyrir hryðjuverkum Hamas. Sjálfsmorðsárásir eru aftur á móti hvergi skilgreindar sem lögmætt ofbeldi. Við verðum þá að horfa til þess að Palestína hefur ekki aðgang að vopnum eins og Ísra- el. Bandaríkin borga um helming kostnaðar við rekstur Ísraelshers og er það stærsti her í Mið austur- löndum. Svo höfum við Palestínu, Hefur lengi haft áhuga á ástandinu í Ísrael og Palestínu Elín Huld segir mikilvægt að lesa fleira en fréttamiðla til að skilja stöðuna Elín Huld er búsett í St. Andrews í Skotlandi og stundar masternám í öryggisfræðum í Mið Austurlöndum, Mið Asíu og Kákasus við University Of St. Andrews. Ljósm. aðsend Drengur horfir yfir rústirnar á Gaza eftir árásir Ísraels. Ljósm. Getty Images

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.