Skessuhorn


Skessuhorn - 16.06.2021, Page 35

Skessuhorn - 16.06.2021, Page 35
35MiðVikudaGuR 26. MaÍ 2021 Pennagrein Vísnahorn Fyrir stuttu kom út bókin „Ekki var það illa meint“ með vísum Hjálmars Freysteinssonar og væri ýmislegt hægt að gera vitlausara en að glugga aðeins í þau fræði því Hjálmar orti um allt mögulegt og ómögulegt í sínum sérstaka gamansama tón og um breyt- ingar á verðbréfamarkaðnum kvað hann: Margt er það sem miður fer. Mér finnst ekki gaman að markaðsvirði Icelandair er að skreppa saman. um Pétur Pétursson lækni sem stundum er kenndur við stera orti Hjálmar þegar Pétur fékk skilorðsbundinn dóm fyrir meiðyrði: Svo Pétur hætti að hrella menn hentug leið var fundin, þó hann sé til í tuskið enn er tungan skilorðsbundin. Og önnur um Pétur: Einsta- virðist alveg –kur yr- hann dýrar bögur –kir. Pé- vill spara pillur –tur pæ- hann mest í þessu -lir Svokallað Lúkasarmál varð allfrægt um tíma og um þá hluti kvað Hjálmar: Á Akureyri er ögurstund og ógurlegur voði. Íbúarnir harma hund og huggun ekki í boði. Mynd hans er í minnið fest, miklum veldur harmi, hvar sem dindill dilla sést drjúpa tár af hvarmi. Merkilega margir fá martröð allar nætur, heyra í fjarska hundsins gá og hrökklast þá á fætur. Ástum slegið er á frest þó úti sólin skíni því sérhver snerting minnir mest á mjúkt og loðið trýni. Alla jaxla á ég bít, ekkann helst það stansar. Hverja hrúgu af hundaskít hylja blóm og kransar. Eflaust fegin þykist þið en þyngir mína byrði að nú er Lúkas lifnaður við og ljóðið einskis virði. Eigum við ekki að telja það jákvætt að Lúk- as greyið kom lifandi fram en ekki þar með sagt að öll umræða kringum þessa atburði hafi verið mjög jákvæð. Væri ekki rétt að líta að- eins á jákvæðari nótur og rifja upp vísu Sigur- jóns á Syðstu Grund: Oftast finnst mér lífið létt, löngum gleymist varinn. Sjái ég einhvern sólskinsblett svo er ég þangað farinn. Þá er nú spurningin í hverju sólskinsblett- irnir felast. Hvað veitir okkur mesta ánægju? Eru það meiri og digrari innistæður í bönk- unum eða meira og dýrara áfengi eða bara meiri og dýrari matur? Sigurjón Gíslason hafði allavega þetta um málið að segja: Brögnum hlýnar best við skál. Bræðir vínið freðann. Inn í mína svörtu sál sólin skín á meðan. Bjarni Gíslason hafði hinsvegar þessa sýn á málin: Öls við neyslu áður var aðal veislu bjarminn meðan geislar gleðinnar gátu beislað harminn. Og Rósberg Snædal hafði þessi orð um áfengisvandamálið og fleira því tengt: Sá er gín við fölskum feng frelsi sínu tapar, bölvað svín úr besta dreng brennivínið skapar. Einhverjum sómamanni lýsti Rósberg með þessum orðum: Skortir jafnan björg í bú, birgðum safnar vínsins, ekki kafna ætlar þú undir nafni – svínsins. „aldrei finnur maður það eins vel ófullur eins og fullur hvað það er gott að koma ófull- ur heim til konunnar,“ sagði einhver góð- ur maður þegar hann kom heim eitt kvöld- ið ásamt vini sínum en fékk eitthvað óblíðari viðtökur en hann hafði búist við eða vonast eftir. Hugsanlega hefur einhver kvíði læðst að Rósberg þegar hann orti: Herðalotinn, haldinn geig, heim í kotið fer ég. Nú er þrotin nautnaveig, niðurbrotinn er ég. Vissulega taka skáld og hagyrðingar sig misalvarlega en ekki er þó því að treysta að þeir sem yrkja hátíðlegast njóti alltaf mestra vinsælda hjá hinum venjulega meðaljóni en kristján Eldjárn orti um sínar yrkingar: Öll mín kvæði eru fikt eintóm skrípalæti. Aðeins reykur eða lykt af því sem ég gæti. Veðurfarið hér á landi er nú jafnan svona „með sínu lagi“ og menn svolítið missammála veðurguðunum enda svo sem óþarfi að all- ir séu sammála um allt. Á óþurrkasumri orti Einar í Holtakotum: Regnið æðir, rekkum blæðir, rýrna gæði töðunnar, vatnið flæðir, voðinn hræðir, vosbúð mæðir stúlkurnar. Kvelur mengi, kæfir engi kreppa að þrengir búandlýð, Skyldi lengi, láðs um vengi leika á strengi þessi tíð. Rosinn þreytir lýði lands lítil von hann batni. Eg óska honum til andskotans með öllu sínu vatni. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Hvar sem dindill dilla sést - drjúpa tár af hvarmi Ég óska eftir stuðningi Sjálfstæð- ismanna í að leiða áfram framboð Sjálfstæðisflokksins í Norðvestur- kjördæmi. undanfarin ár hef ég verið 1. þingmaður kjördæmisins og gert mér far um að vera leiðandi í þingmannahópnum þannig að við séum samstillt í að tala fyrir hags- munum íbúanna þar. Í nánu sam- starfi við íbúa og ekki síst við sveit- arstjórnarfólk höfum við áorkað mörgum og mikilvægum verkefn- um. Til hagsbóta fyrir fólkið, fyrir byggðina og landið allt. Það er freistandi að telja upp verk og áfanga sem náðst hafa en pólitíkin er líka kraftur liðsheildar og samvinnu. Enginn vinnur allt einn, enginn einn getur þakkað sér allt. Til að þoka áfram málum þarf að gera málamiðlanir og afla sjón- armiðum stuðnings. Það er kúnst hins mögulega sem ég sannarlega er tilbúinn að glíma við áfram. Á tíma mínum á alþingi, allt frá 2013, get ég ánægður og þakklátur litið til baka og sagt – þessu hef ég áorkað og barist fyrir. Á þessu kjörtímabili hef ég leitt nokkur verkefni sem endurspegla áherslur mínar. Ef tel aðeins nokk- ur þeirra vil ég nefna; Vinnu vegna jöfnunar dreifikostnaðar raforku á milli sveita og þéttbýlis. Hraðaði uppbyggingu á 3ja fasa rafmagni. Sem fyrr hef ég leitt mesta byggðamál seinni tíma, sem er ljós- leiðarvæðing fjarskipta í sveitum. Verkefni sem skilaði meiri atvinnu- möguleikum í dreifðari byggðum og betri búsetuskilyrðum, meiri lífsgæðum og hærri ráðstöfunar- tekjum íbúa dreifðra byggða. Þetta er staðfest í könnun sem Fjarskipta- sjóður gerði á verkefninu „Ísland ljóstengt“. Ég leiddi vinnu sem mótar nú nýja nálgun að umræðu um framtíð landbúnaðar á Íslandi og beitti mér fyrir lagabreytingum um skattlagn- ingu á sölu bújarða til að auðvelda kynslóðaskipti. Ég lagði grunn að næsta stór- verkefni í fjarskiptum á Íslandi – með það verkefni í sjónmáli að ráð- ast næst í sókn til bættra fjarskipta í byggðakjörnum sem ekki hafa enn fengið endurnýjaða fjarskiptainn- viði. Því verki vil ég vinna að. Ég hafði jafnframt forystu um að styðja við sókn til meiri fjölbreytni og efla Grundartangasvæðið. Það hefur verið rauður þráður að tryggja að framkvæmdir við Sunda- braut séu alltaf hluti af öllum að- gerðum í samgöngumálum. Því hef ég fylgt eftir við afgreiðslu þings- ins, m.a. við gerð höfuðborgarsátt- mála og stofnun samgöngufélags. Ég hef lagt ríka áherslu á að þjón- usta og rekstur hjúkrunarheimila sé í því horfi að sómi sé að og lagt alla áherslu á í ríkisfjármálum að áætlanagerð og nýting fjármuna sé markviss og uppbyggileg. Þessi upptalning er ekki tæmandi – en er þráðurinn í pólitík sem ég vil standa fyrir. Þessi verk voru ekki unnin af mér einum – heldur með því að leiða saman fólk til verka. Þegar ég horfi til næsta kjörtíma- bils verður reynsla mín mesta aflið. aflið sem þarf til að gera enn bet- ur. Fyrir mér er grundvallarmál að aðgengi að menntun og heilbrigðis- þjónustu sé sett í forgang í dreifð- um byggðum landsins. Glíman við festu í að manna heilsugæslustöðvar er þar lífsgæða- mál. Festan í að eiga aðgengi að lækni sem þekkir til – hefur því miður gefið eftir. að allir framhalds- og háskólar landsins eigi að vera aðgengileg- ir fólki hvar sem það býr. Ekki síst Háskóli Íslands. Á Covid tímum hefur á því sviði margt verið gert sem mun fylgja okkur lengi og ver- ið til framfara, ekki síst með leiftur- sókn í notkun fjarfundatækni. Vegagerð er alltaf stórmál í kjör- dæmi eins og NV-kjördæmi. Einn angi vegagerðar eru tengivegir sveitanna. af miklum umræðum um Borgarlínu, samstilltu sam- gönguverkefni ríkis og sveitarfé- laga höfuðborgarsvæðisins, vil ég draga fram umræðu um „Sveita- línu“. Sveitalínan er af sama meiði. Er ekki rétt að Sveitalínan verði nýsköpun í átaki um endurbætur á fáfarnari tengivegum sveitanna? Sveitalínan er verkefnið að sækja hratt fram í klæðningu vega sem íbúar sveitanna nýta daglega til að sækja nám og stunda vinnu. Sveital- ínan krefst nýrrar nálgunar í vega- gerð og fjármögnun hennar. Með reynslu og ekki síst því að hafa sýnt getu til að náð árangri, klárað verkefni sem máli skipta – sæki ég um umboð ykkar til áfram- haldandi vinnu sem leiðtogi listans. Ég hef verið oddviti lista Sjálf- stæðisflokksins með skýrt umboð eftir prófkjör 2016. Leitt listann í tvennum kosningum og oddviti þingmanna kjördæmisins, sem 1. þingmaður þess. Það sæti vil ég verja. Takist það ekki er ómögulegt að nýr oddviti hafi fyrrverandi odd- vita i neðri sætum listans. Haraldur Benediktsson Höfundur er 1. þingmaður Norð- vesturkjördæmis og óskar eftir stuðn- ingi til þess áfram. Endurnýjað umboð Sumarlandinn, sem er nokkurs konar sumarútgáfa Landans, var á dagskrá RuV í fyrrasumar og fékk góðar viðtökur að sögn Gísla Ein- arssonar þáttarstjórnanda. Hann upplýsir að þátturinn verður aftur á dagskrá frá 20. júní í sumar. Tón- listarmaðurinn kk var með í för í Sumarlandanum í fyrra og lag hans „Þetta lag er um þig,“ sem frumflutt var í Sumarlandanum, var nokkrar vikur á toppi vinsældalista Rásar 2. Í sumar verður það tónlistarkonan Soffía Björg Óðinsdóttir í Einars- nesi sem ferðast með Sumarlandan- um. „Önnur breyting á áhöfn Sum- arlandans er að ég verð bara bak við myndavélina í þetta sinn, í ritstjórn og framleiðslu en í staðinn kemur Þórhildur Þorkelsdóttir sem einn umsjónarmanna,“ segir Gísli. mm Soffía með Sumar- landanum

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.