Skessuhorn - 16.06.2021, Side 38
MiðVikudaGuR 16. júNÍ 202138
Hvað myndir þú gera ef þú
ynnir 1,2 milljarða í lottóinu?
Spurning
vikunnar
(Spurt á Akranesi)
Jósef Halldór Þorgeirsson
„Ég myndi ráðstafa einhverj-
um hluta fyrir mig og kærustuna
til að geta lifað frábæru lífi og
einnig gefa vinum og ættingjum
fullt af peningum. Svo myndi ég
hjálpa til við að gera heiminn
betri og rest færi í hlutabréf.“
Sindri Andreas Bjarnason
„Ég myndi gefa Eyrúnu helm-
inginn og síðan gefa Brynjari
vallarverði 100 milljónir til að
geta sest í helgan stein.“
Eyrún Sigþórsdóttir
„Ég myndi kaupa fasteignir út
um allan heim og ferðast með
Sindra.“
Anna Magný Ellertsdóttir
„Ég myndi gefa fjölskyldunni
minni fullt af peningum, leggja
góðan hluta til hliðar og styrkja
fátæk börn í afríku.“
„Þetta stefnir allt í rétta átt hjá
okkur. Við notuðum landsleikja-
hléið m.a. til þess að hlúa betur að
mönnum sem hafa átt við meiðsli
að stríða og það er stutt í það að
lykilleikmenn snúi til baka. Árni
Snær Ólafsson fór í aðgerð eftir að
hásinin slitnaði hjá honum í leikn-
um gegn FH fyrr í sumar. aðgerðin
tókst mjög vel og er endurhæfing-
in hafin hjá honum en hann verð-
ur ekkert með okkur í sumar eins
og fram hefur komið. Það eru um
það bil tvær vikur í að Sindri Snær
Magnússon og Elias Tamburini
komi til baka eftir meiðsli. Sindri
Snær mun byrja æfingar í vikunni
eftir að hann brákaði rifbein í leikn-
um gegn FH og Elias Tamburini
byrjar einnig æfingar í vikunni.
Hann meiddist á ökkla og við ótt-
uðumst að hann þyrfti að fara í að-
gerð en þess í stað hefur hann farið
í sprautumeðferð sem hefur heppn-
ast vel,“ segir jóhannes karl.
Hann segir að það yrði mikill
styrkur fyrir liðið að fá þessa leik-
menn til baka. Þá segir hann að
alexander davey væri að ná sér
eftir hnémeiðsli sem hann hlaut í
leiknum á móti Breiðabliki. „Þótt
hann hefði leikið með liðinu eft-
ir það þá var hann ekki alveg heill.
Sömu sögu er að segja af arnari Má
Guðjónssyni. Hann hefur verið að
koma rólega til baka eftir langvar-
andi meiðsli og náð að taka þátt að
hluta í nokkrum leikjanna fram að
þessu.“
að loknum sjö umferðum sitja
Skagamenn í tíunda sæti með fimm
stig. Við spurðum jóhannes karl
aðeins út í stöðuna í dag. „Ég er á
því að stigin hefðu átt að vera fleiri
miðað við frammistöðu liðsins. Við
höfum í nokkur skipti því miður
hent frá okkur vænlegri stöðu bæði
fyrir klaufaskap og einnig óheppni.
Við vorum óheppnir að mínu mati
að vinna ekki bæði Víking og Stjörn-
una hérna heima í stað þess að gera
jafntefli. Í báðum þessum leikjum
komu markmenn liðanna í veg fyrir
sigur okkar með góðri markvörslu.
Í síðasta leik okkar gegn kR vor-
um við að herja á þá og vorum að
reyna ná inn jöfnunarmarki eftir að
við byrjuðum leikinn illa en þá ger-
um við mistök og þeir ná inn mark-
inu sem gerði út um leikinn. Við
töpum leiknum gegn Breiðabliki á
kláru rangstöðumarki. En svona er
þetta í fótboltanum, stundum fellur
þetta með þér og stundum ekki. En
sigurinn gegn Hk var síðan mjög
mikilvægur á erfiðum útivelli í
kórnum. Við erum alveg óhræddir
og ætlum okkur ofar í stigatöfluna
og stefnum á sigur gegn ka í leik
sem fram fer á akranesvelli 16. júní
(í dag).“ segir jóhannes karl Guð-
jónsson þjálfari Skagamanna.
se
Á síðustu dögum hefur rignt nokk-
uð á landinu og því er nú nóg vatn
í ánum. Áfram er spáð rigningu
í vikunni, að minnsta kosti suma
dagana. „Ég held að þetta verði
gott sumar,“ sagði Þorsteinn Stef-
ánsson sem hefur verið við veiðar í
Norðurá milli þess sem hann leið-
segir öðrum veiðimönnum við ána.
„Smálaxinn er að mæta þessa dag-
ana. Ég og Hafrún Tryggvadótt-
ir fengum fína veiði, flotta laxa. Ég
spái því að Norðurá eigi eftir að
enda í 2500 löxum, sumarið verður
gott,“ sagði Þorsteinn bjartsýnn að
vanda. Í kjarará hafa nú veiðst yfir
20 laxar. Meðal þeirra sem hafa ver-
ið þar við veiðar má nefna Þórarinn
Sigþórsson og jón Þór júlíusson.
jón Þór var auk þess fyrir nokkrum
dögum að skrifa undir nýjan samn-
ing um Grímsá fyrir hönd Hregg-
nasa.
Veiðin hefur oft byrjað snarpar
en í ár, þrátt fyrir að nóg sé af vatni
og skilyrði fín. Líklega er frem-
ur köldu veðri um að kenna. Árn-
ar verða nú opnaðar ein af annarri.
Meðal annars Laxá í Leirársveit,
Grímsá, Langá, Haffjarðará og
Flókadalsá.
Hlakkar til að
opna Langána
„Ég er búinn að veiða aðeins núna,
fór í sjóbirting í Laxá í kjós í vor
með adda Fannari vini mínum og
fengum við tvo flotta birtinga,“
sagði jógvan Hansen er við heyrð-
um í honum hljóðið. Hann er þessa
dagana að undirbúa söngferða-
lag með Friðrik Ómari um landið
og fíflast í sjálfum sér og landan-
um, eins og hann segir. „Við opn-
um svo Langá á Mýrum 20. júní og
það er alltaf gaman með góðu liði
þar. Yfirleitt hefur okkur gengið
vel og alltaf veiðast einhverjir lax-
ar, í fyrra gekk frábærlega. Svo fer
maður eitthvað annað líka; meðal
annars í Selá í Vopnafirði og Veiði-
vötn í árlegan veiðitúr. Síðan eft-
ir veiðitúrinn erum við að leggja í
ferð eins og í fyrra kringum land-
ið, ég og Friðrik Ómar, en hann
veiðir lítið kallinn, eiginlega ekk-
ert. En hann er samt skemmtilegur
og góður félagi. Við byrjum söng-
ferðina á Höfn í Hornafirði 24.
júní og síðan Neskaupstaður 25.
júní og svo á 26 öðrum stöðum,“
sagði jógvan í lokin.
gb
Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari. Ljósm. úr safni/gbh.
Meiðslalistinn fer að styttast
Farið yfir stöðu mála með Jóhannesi Karli þjálfara Skagamanna
Hafrún Tryggvadóttir með flottan lax
úr Norðurá. Ljósm. gb.
Fallegur fiskur en dræm veiði í kuldatíð
Andri Freyr Björnsson með flottan lax úr Norðurá í Borgarfirði í gærkveldi.
Ljósm. ab
Jógvan Hansen með fyrsta laxinn í
Langá á Mýrum síðasta sumar.
Ljósm. gb.
Maren Lind Steinþórsdóttir
„Ég myndi gefa fjölskyldunni
hluta af vinningnum, ferðast og
hjálpa öðrum.“