Skessuhorn - 16.06.2021, Síða 39
MiðVikudaGuR 16. júNÍ 2021 39
knattspyrnufélagið kári lék gegn
liði Fjarðabyggðar á laugardaginn
í akraneshöllinni í 2. deild karla
í knattspyrnu og endaði leikur-
inn með markalausu jafntefli. Lít-
ið markvert gerðist í fyrri hálf-
leik fyrir utan eitt gott færi kára-
manna og í seinni hálfleik var svip-
að upp á teningnum. kári var mun
betri aðilinn í seinni hálfleik en 15
mínútum fyrir leikslok urðu stymp-
ingar milli leikmanna sem endaði
með því að Marinó Máni atlason,
leikmaður Fjarðabyggðar, fékk sitt
annað gula spjald og var því rek-
inn af velli. Ekki náðu káramenn
að nýta sér liðsmuninn það sem eft-
ir lifði leiks þó mjóu hefði munað á
lokamínútu leiksins. Garðar Gunn-
laugsson fékk þá dauðafæri aleinn
á móti markmanni Fjarðabyggðar
en brást bogalistin. Gestirnir fengu
skyndisókn í kjölfarið sem endaði
með því að Páll Sindri Einarsson,
fyrirliði kára, fékk sitt annað gula
spjald þegar hann stöðvaði leik-
mann gestanna ólöglega. Lokastað-
an því markalaust jafntefli og sitja
káramenn því enn í neðsta sæti
deildarinnar með aðeins tvö stig
eftir sex umferðir.
jón Þór Hauksson sá um stjórn-
artaumana í leiknum hjá kára í fjar-
veru Ásmundar Haraldssonar sem
var fjarverandi vegna verkefna með
íslenska kvennalandsliðinu. Það
dugði þó ekki til en jón Þór fékk
annað tækifæri í leik á þriðjudag
þegar kári mætti ÍR úr Breiðholti í
akraneshöllinni. Leikurinn var ekki
hafinn þegar blaðið fór í prentun.
vaks
Víkingur Ólafsvík lék við lið Fjöln-
is úr Grafarvogi í Lengjudeild
karla í knattspyrnu á fimmtudag-
inn. Víkingur komst yfir rétt fyr-
ir hálfleik með marki Þorleifs úlf-
arssonar og í seinni hálfleik varð-
ist Víkingur frábærlega og var
grátlega nálægt sínum fyrsta sigri
í deildinni í sumar. Það voru hins
vegar Fjölnismenn sem stálu sigr-
inum undir lok leiksins. Fyrst var
það Skagamaðurinn Ragnar Leós-
son sem jafnaði metin á fjórðu
mínútu í uppbótatíma fyrir Fjölni
og síðan skoraði Hilmir Rafn
Mikaelsson á sjöttu mínútu upp-
bótatíma og tryggði heimamönn-
um ótrúlegan sigur.
Í viðtali eftir leik sagði Gunn-
ar Einarsson, þjálfari Víkings, að
þetta væri ofboðslega súrt en engu
að síður væri stígandi í þessu hjá
Víkingi: „Heilt yfir áttum við
skilið meira út úr þessum leik en
mörk breyta leikjum og þeir gerðu
vel þarna í lokin.“ Víkingur situr
því enn á botni Lengjudeildarinn-
ar með eitt stig eftir sex umferðir.
Næsti leikur liðsins er gegn
Vestra frá Ísafirði laugardaginn
19. júní á Ólafsvíkurvelli og hefst
klukkan 14. vaks
kraftlyftingakonan alexandrea
Rán Guðnýjardóttir keppti á Ís-
landsmeistaramóti í kraftlyfting-
um í byrjun mánaðarins. Á mótinu
keppti hún í þrílyftu en hún hef-
ur ekki keppt í þrílyftu síðan árið
2019 vegna verkja. alexandrea
gerði góða hluti á mótinu og lyfti
mest 92,5 kg í hnébeygju, 92,5 kg
í bekkpressu og 95 kg í réttstöðu-
lyftu. Lyfti hún því alls 280 kg og
hafnaði önnur í -63 kg flokki, en
þetta er jafnframt í fyrsta skipti sem
hún keppir í þeim flokki. Með þess-
um lyftum náði alexandrea lands-
liðslágmarki í -63 kg flokki. Næst
ætlar hún að keppa á Íslandsmeist-
aramóti í bekkpressu í ágúst en eftir
það fer hún til Rússlands að keppa
á Evrópumeistaramóti í september.
Í október stefnir hún á að keppa
á Heimsmeistaramótinu í kazak-
hstan og svo á Norðurlandameist-
aramótinu í Finnlandi í nóvember.
arg
Skallagrímur lék gegn liði Smára á
gervigrasinu í Fagralundi í B-riðli í
4. deild karla í knattspyrnu síðasta
þriðjudag fyrir viku. Skallagrímur
komst yfir strax á annarri mínútu
leiksins með marki Mario Migu-
el Pascual en heimamenn náðu
að jafna eftir tæplega hálftíma leik
og var þar að verki Sverrir Hauk-
ur Gíslason. Samherji hans, Hlyn-
ur Þorsteinsson, varð svo fyrir því
óláni að skora sjálfsmark skömmu
eftir hálfleik og kom Skallagrími
aftur yfir í leiknum. Birkir Örn
Sigurðsson náði hins vegar að jafna
aftur fyrir lið Smára á 68. mín-
útu og það fór eitthvað í skapið á
Viktori inga jakobssyni, leikmanni
Skallagríms, því hann fékk beint
rautt spjald á lokamínútu leiks-
ins eftir að hafa tuðað í dómara
leiksins. Lokatölur 2-2 og Skalla-
grímur er nú í fjórða sæti í sínum
riðli með sjö stig eftir fjóra leiki og
næsti leikur liðsins var á dagskrá
gegn liði Gullfálkans í gærkvöldi
á Skallagrímsvelli. Leikurinn var
ekki hafinn þegar Skessuhorn var
sent í prentun.
vaks
Norðurálsmótið á akranesi verð-
ur haldið dagana 17.-20. júní. Mót-
ið er fyrir 7. flokk drengja sem
hefst föstudaginn 18. júní og lýk-
ur sunnudaginn 20. júní. Einn-
ig er mót fyrir 8. flokk drengja og
stúlkna sem fer fram á þjóðhátíð-
ardaginn 17. júní. Spilaður verð-
ur fimm manna bolti. Þátttaka á
mótinu er mikil en skráðir þátttak-
endur eru 1.650.
Hlini Baldursson er skrifstofu-
og verkefnastjóri knattspyrnu-
félags Ía og segir hann í samtali
við Skessuhorn að undirbúningur
vegna mótsins hafi gengið vel en
verið nokkuð snúinn vegna fjölda-
takmarkana sem þeir eru að búast
við þegar mótið hefst: „Við höfum
verið í startholunum með hvernig
síðasta útspil sóttvarnarreglna yrði.
Mótið verður með mjög svipuðu
sniði og var í fyrra nema að núna
þurfum við að skipta keppnissvæð-
inu í fjögur hólf í stað tveggja sem
var í fyrra.“
Í fyrra var Ía með í fyrsta skipti
aukadag fyrir 8. flokk drengja og
stúlkna. Hlini segir að það sé að
mælast vel fyrir hjá félögunum og
að það sé aukning í ár á þessu móti
frá því í fyrra. Varðandi mönnun
og vaktir á mótinu segir Hlini að
það séu gríðarlega mörg störf sem
koma að svona móti og það hafi
bara gengið þokkalega að manna
þetta: „En við búum svo vel hérna
á akranesi að aðildarfélög innan
Íþróttabandalagsins koma og hjálpa
okkur að manna þær vaktir. Staðan
er þannig að eingöngu mega vera
300 manns í hverju sóttvarnarhólfi
og þar af leiðandi skiptum við þessu
upp og má bara vera einn fullorðinn
á svæðinu með hverjum iðkanda.“
Hlini segir að lokum að mótið í ár
sé stærra en í fyrra. iðkendur verða
í kringum 1.250 í 7. flokks mótinu
og yfir 400 í 8. flokks mótinu. Við
þetta bætast um 200 þjálfarar og
liðsstjórar. Þá er töluverð aukning
í skráningu á tjaldsvæðunum sem
knattspyrnufélag Ía sér um. Það er
því ljóst að það verður fjör á akra-
nesi um næstu helgi á Norðuráls-
mótinu.
vaks
Reynir H. lék gegn liði Harðar frá
Ísafirði á Ólafsvíkurvelli á föstu-
dagskvöldið í C-riðli 4. deildar
karla í knattspyrnu. Heimir Þór
Ásgeirsson kom Reynismönnum
yfir strax á annarri mínútu leiksins
en Birkir Eydal svaraði með tveim-
ur mörkum fyrir Hörð og staðan
í hálfleik 1-2. Það voru síðan þeir
Guðmundur Páll Einarsson og jó-
hann Samuel Rendall sem gull-
tryggðu sigurinn fyrir Vestfirð-
ingana í seinni hálfleik áður en
anibal joao Costa minnkaði mun-
inn fyrir Reyni tólf mínútum fyr-
ir leikslok. Lokastaðan því 4-2 fyrir
Herði og Reynir er nú í næst neðsta
sæti í sínum riðli með aðeins þrjú
stig eftir fimm leiki. Næsti leikur
Reynis var gegn Álftanesi í gær en
var ekki hafinn þegar blaðið fór í
prentun. vaks
Norðurálsmótið fer fram um helgina á Akranesi.
Norðurálsmótið í knattspyrnu
verður um helgina
Alexandrea einbeitt fyrir hnébeygju. Ljósm. aðsend.
Góður árangur hjá Alexandreu
Jafntefli hjá Skallagrímsmönnum
Byrjunarlið Kára í leiknum gegn Fjarðabyggð
Eitt stig á
heimavelli hjá Kára
Grátlegt tap Ólsara
gegn Fjölni
Reynir Hellissandi
tapaði fyrir Herði