Mosfellingur - 14.01.2021, Qupperneq 24

Mosfellingur - 14.01.2021, Qupperneq 24
 - Aðsendar greinar24 Takk fyrir sTuðninginn 30 X 50 CM Félagar í Björgunarsveit- inni Kyndli þakka bæjar- búum fyrir stuðninginn á árinu sem var að líða og óska þeim velfarnaðar á nýju ári.  -Kveðja  félagaríKyndli Kæru Mosfellingar, gleðilegt ár og takk fyrir það gamla. Þetta eru skrítnir tíma svo ekki sé annað sagt, til dæmis ekkert þorrablót fram undan! Þorrablót Aftureldingar hefur skapað sér fastan sess sem einn af aðalvið- burðum bæjarins ár hvert, ef ekki aðalviðburðurinn. En út af dottlu verðum við að fá okkur þorramatinn heima og rifja upp góðar minningar, sem auðvitað eru margar. Vonandi getum við haldið skemmtilegan viðburð á vormánuðum þó að ekkert komi í staðin fyrir blótið sjálft, en nauðsynlegt að vita að fram undan eru bjartari tímar. Það eru góðar fréttir sem við heyrum þessa dagana að bóluefni sé farið að berast okkur og innan tíðar getum við farið að lifa hömlulausara lífi. Það er mikið fagnaðar- efni að unga fólkið okkar megi loksins fara að æfa sínar greinar óheft og keppni er að fara í gang. Ég vona bara svo innilega að allir fari varlega og eftir þeim reglum sem gilda hverju sinni og þá á þetta allt eftir að ganga vel hjá okkur. Á gamlársdag verðlaunuðum við það íþróttafólk hjá okkur sem þótti hafa skarað fram úr á árinu. Sesselja Líf Valgeirsdóttir knattspyrnukona var íþróttakona Aftur- eldingar og Guðmundur Árni Ólafsson handboltamaður var íþróttamaður Aftur- eldingar, einnig var valinn þjálfari ársins og kom hann úr fimleikadeildinni, Alexander Sigurðsson. Öll eru þau frábærar fyrirmyndir fyrir annað íþróttafólk í félaginu. Það er sann- arlega tilefni til bjartsýni hjá okkur, í öllum greinum eru iðkendur og þjálfarar sem blómstra og í raun ótrúlegt hvað flestir hafa verið duglegir að halda sér við efnið í þess- um löngu pásum sem hafa komið, ég tek virkilega ofan fyrir ykkur. Þetta er eitt af því skemmtilegasta sem við gerum á ári hverju, að verðlauna fyrir uppskeruna, og óska ég ykkur öllum innilega til hamingju. Við erum svo heppin í Aftureld- ingu að eiga marga góða styrktar- aðila og velunnara. Að þessu sinni veittum við einu fyrirtæki þakkir fyrir að standa fast við bakið á okkur á þessu erfiða ári og var það Barion. Barion hefur verið óþreytandi við að aðstoða okkur og hugsa með okkur í lausnum þegar kem- ur að ýmsum fjáröflunum. Takk fyrir okkur Barion og þið öll sem standið með okkur, þið eruð öll starfinu okkar ómetanleg. Ekki síst Mosfellingur sem alltaf er mættur og tilbúinn að aðstoða okkur. Eitt af því sem veldur mér áhyggjum núna þegar við erum farin að sjá fyrir horn með COVID-19 er brottfall iðkenda, ég vona svo innilega að við náum að halda öllum okkar iðkendum og gott betur. Milli jóla og nýárs fengum við í íþrótta- hreyfingunni kynningu frá félagsmálaráð- herra og ÍSÍ á úrræðum ríkisstjórnarinnar fyrir íþróttahreyfinguna og hljóma þau mjög vel fyrir okkur og ættu að hjálpa til í þeirri vinnu að byggja á því sem við höfum fyrir, útfærslur eiga að vera tilbúnar í kring- um miðjan janúar. Vonandi verður almenn vitundarvakning hjá allri þjóðinni um frekari hreyfingu og íþróttastarf. Við í Aftureldingu höfum lengi verið stolt af forvarnargildi okkar starfs og höfum metnað til að bæta það enn frekar. Áfram Afturelding! BirnaKristínJónsdóttir, formaðurAftureldingar. Bjartsýn á nýju ári TAKK FYRIR ÁRIÐ Tökum nýju ári fagnandi! Þakkir til þeirra sem koma að blaðinu. Á myndunum má sjá nokkra Mosfellinga sem leggja sitt af mörkum: Inga Vals, Raggi Óla og Anna Ólöf, Ruth Örnólfs, Helga Dögg, Birgir Sveins, Hilmar Gunnars og Oddný Þóra. mosfellingur@mosfellingur.is

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.