Morgunblaðið - 26.01.2021, Side 4

Morgunblaðið - 26.01.2021, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 2021 Nýoggræn orkutækifæri Streymisfundur 27. janúar 2021 kl. 9–10 Tækifæri framtíðar, grænt eldsneyti, gagnaver, rafhlöður ogmatvæli Hlekkur á streymið á landsvirkjun.is Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Alls var 171 umsókn um hlutdeild- arlán samþykkt á árinu 2020. Samtals bárust 327 umsóknir á tímabilinu, en verkefnið fór af stað í byrjun nóvembermánaðar í fyrra. Þetta kemur fram í gögnum Hús- næðis- og mannvirkjastofnunar. Talsvert var um að umsækj- endur hættu við umsókn eða skil- uðu ekki inn gögnum. Það gerði það að verkum að vinnsla viðkom- andi umsóknar var stöðvuð. Þá var 34 umsóknum synjað auk þess sem 24 eru enn í vinnslu. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri stofnunarinnar, segir að umsóknafjöldinn það sem af er ári sé á svipuðu róli og í fyrra. Þannig hafi yfir 100 um- sóknir borist í janúar. Um er að ræða fyrstu úthlutun af sex á árinu 2021, en umsóknarfrestur er til 31. janúar nk. „Það eru 120 um- sóknir komnar í næstu úthlutun sem er fyrsta úthlutun af sex,“ segir Anna. Alls hafa borist 447 umsóknir um hlutdeildarlán frá því að verkefni fór af stað fyrir um þremur mánuðum. Aðspurð segir Anna að áhugi sé meðal verktaka. Þannig hafi um 120 byggingaraðilar skráð sig fyr- ir um 3.216 íbúðum. „Um 58% þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu eða 1.876 íbúðir og 42% á lands- byggðinni eða 1.340 íbúðir,“ segir Anna og bætir við að nú þegar sé búið að samþykkja 931 íbúð sem uppfylla skilyrði um hlutdeildar- lán. „Af þessari 931 íbúð er 361 íbúð á höfuðborgarsvæðinu eða um 39% og 570 á landsbyggðinni eða um 570 íbúðir. Flestar íbúðir sem hafa verið samþykktar eru í Reykjavík, Akureyri og Reykja- nesbæ.“ Til útskýringar þá þarf kaup- andi að leggja út 5% kaupverðs íbúðar vilji hann nýta úrræðið. Í kjölfarið tekur umræddur aðili 75% lán, en ríkið leggur til það sem upp á vantar, eða 20% kaup- verðs. 447 sóttu um hlutdeildarlán Morgunblaðið/Eggert Framkvæmdir Fjölmargar umsóknir um hlutdeildarlán hafa borist.  171 umsókn samþykkt í fyrra BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Kraftur verður í loðnumælingum í vikunni. Vonir standa til að með sjö skipum takist að ná heildar- mælingu á loðnugöngum og þá að Vestfjarðasvæðinu og Grænlands- sundi meðtöldu. Þar hamlaði hafís mælingum bæði í desember og byrjun janúar, en nú hefur ísinn aðeins hopað og er vonast eftir veðurglugga til mælinga út þessa viku. Nokkurrar bjartsýni gætti með- al útgerðarmanna, sem rætt var við í gær um að bætt verði við loðnukvótann. Meðal annars í ljósi þess að rannsóknaskip voru í loðnu við hafísröndina úti af Vestfjörðum þegar þau urðu frá að hverfa. Einnig með það í huga að ung- loðnumæling haustið 2019 á ár- ganginum sem á að bera uppi veið- ina í vetur gaf upphafskvóta upp á 170 þúsund tonn. Sú ráðgjöf var dregin til baka í haust. Rannsóknaskipin Árni Friðriks- son og Bjarni Sæmundsson taka þátt í mælingunni næstu daga, einnig uppsjávarskipin Ásgrímur Halldórsson SF, Aðalsteinn Jóns- son SU og Börkur NK. Bjarni Ólafsson AK og Hákon ÞH taka þátt í verkefninu og verður þeirra hlutverk að afmarka dreifingu loðnunnar. Vel verður fylgst með Útgerðarmenn sem rætt var við í gær sögðu að vel yrði fylgst með framvindunni á næstunni. Bæði úr loðnuleiðangrinum, en einnig upp- lýsingum frá veiðiskipum. Þannig var grænlenska skipið Polar Am- araoq komið til veiða úti af Aust- fjörðum í gær. Þá er ekki ólíklegt að norsk veiðiskip birtist á Ís- landsmiðum um eða upp úr helgi, en á vertíðinni 2016 komu yfir 60 norsk skip til loðnuveiða á Íslands- miðum. Í Noregi hafa verið um- ræður um að sameina loðnukvóta á skip til að gera veiðarnar hag- kvæmari. Miðað við útgefna ráðgjöf Haf- rannsóknastofnunar upp á 61 þús- und tonn og samninga við aðrar þjóðir koma alls rúmlega 20 þús- und tonn í hlut íslenskra veiði- skipa. Það er ekki mikið í sögulegu samhengi, en samt betra heldur en í fyrra og hitteðfyrra þegar loðnu- brestur var. Ekki liggur fyrir hvenær ís- lensku skipin hefja veiðar, en spurn er eftir loðnuafurðum á markaði. Eftir því sem líður á eykst hrognafylling í loðnunni, sem gerir hana verðmætari. 16 þúsund tonn af kolmunna Fyrstu vikur ársins stundaði hluti uppsjávarskipanna kol- munnaveiðar fyrir sunan Færeyj- ar. Algengt er að dragi úr afla er líður á janúar, en kolmunninn er á suðurleið. Veiði hefst svo gjarnan djúpt vestur af Írlandi undir miðj- an febrúar. Alls er kolmunnaafli ársins orð- inn 16.288 tonn, samkvæmt yfirliti á heimasíðu Fiskistofu. Átta skip hafa landað afla eftir einn túr og kom Beitir með rúmlega þrjú þús- und tonn af Færeyjamiðum. Af íslensku skipinum var aðeins Hoffell SU á Færeyjamiðum í gær, í sínum öðrum túr í ár. Sam- kvæmt upplýsingum frá Loðnu- vinnslunni á Fáskrúðsfirði var ró- legt yfir aflabrögðum, en þokkalegt veður. Skipið var komið með tæp 1.100 tonn. Kraftur í loðnumælingum næstu daga  Sjö skip taka þátt í verkefninu  Bjartsýni meðal útgerðarmanna um að ráðgjöf verði hækkuð Heildarloðnuafl i fi skveiðiárin 1980/81 til 2019/20 80/81 85/86 90/91 95/96 00/01 05/06 10/11 15/16 19/20 Þús. tonn 1.000 1.250 750 500 250 0 Júní-september Október-desember Janúar-mars Heimild: Hafrannsóknastofnun Engar loðnuveiðar voru stundaðar fi skveiðiárin '18/'19 og '19/'20 61 þúsund tonnRáðgjöf þessa árs er Morgunblaðið/Börkur Kjartansson Loðnan Ásgrímur Halldórsson SF frá Hornafirði er eitt skipanna sem taka þátt í mælingunum í samvinnu Hafrannsóknastofnunar og útgerðanna. Guðni Einarsson Jóhann Ólafsson Alls hafa 43 greinst með B.1.1.7, hið svokallaða „breska afbrigði“ kórón- uveirunnar, þar af sjö innanlands. Einn greindist með Covid-19 innan- lands í fyrradag. Tveir greindust með virkt smit í seinni skimun á landamærunum í fyrradag. Einn beið niðurstöðu mótefnamælingar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sá ekki ástæðu til að slaka frekar á sóttvarnaaðgerðum innanlands eins og er. Þetta kom fram á upplýsinga- fundi almannavarna í gær. Bólusetning ekki afþökkuð Þess hefur ekki orðið vart hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) að fólk afþakki bólusetningu gegn Covid-19 eða mæti ekki þegar það er boðað til bólusetningar. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá HH, sagði að ýmsar ástæður geti verið fyrir því að fólk komist ekki. „Við bólusetjum ekki fólk til dæmis ef fólk er veikt eða eitthvað svoleiðis. En við höfum ekki orðið vör við að fólk afþakki bóluefnið eða vilji það ekki. Það er frekar í hina áttina, fleiri sem vilja fá bóluefni en hægt er að bólusetja hverju sinni,“ sagði Ragnheiður. Bóluefni frá Pfizer er blandað og sett í sprautur sem verður að nota innan ákveðins tíma. Hvað er gert við bóluefni ef eitthvað er eftir þegar búið er að bólusetja tiltekinn hóp? „Á föstudaginn fórum við á dag- dvalir og aðra staði til að bólusetja. Sumir höfðu ekki mætt á dagdvöl vegna veikinda og annars svo það komu sprautur til baka. Við söfnuð- um þeim saman og fórum í íbúða- kjarna á Norðurbrún þar sem eru þjónustuíbúðir fyrir fólk yfir sjötugu og kláruðum bóluefnið þar. Við erum alltaf með áætlun um hvar við ætlum að klára skammt hvers dags,“ sagði Ragnheiður. Ekki enn ástæða til að slaka á  Gæta þess að bóluefnið nýtist allt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.