Morgunblaðið - 26.01.2021, Qupperneq 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 2021
Íslensk flugsaga er
rúmlega aldar gömul
og að mörgu leyti
merkileg. Smá og af-
skekkt þjóð lét sig
ekki vanta við borð
frumherja þegar stofn-
sáttmáli Alþjóðaflug-
málastofnunarinnar
(ICAO) var undirrit-
aður árið 1944 í Chi-
cago, afrakstur ráð-
stefnu sem var undirritaður af
fulltrúum 52 ríkja. Strax í árdaga
var íslenska þjóðin staðráðin í að
ná tökum á fluginu og hefur fjöl-
breyttur flugrekstur vaxið á Íslandi
sem er orðinn að þýðingarmikilli
atvinnugrein. Það má teljast sér-
kenni flugrekstrar að hann skapar
bæði mörg og fjölbreytt störf. Stað-
setning landsins með tilliti til mik-
ilvægra stórbaugsleiða varð mönn-
um fljótt ljós og hefur
Keflavíkurflugvöllur um áratuga-
skeið þjónað sem hentug skiptistöð
á N-Atlantshafinu.
Ekki þarf að fjölyrða um þá sam-
félagslegu röskun sem heimsfarald-
urinn hefur valdið í okkar heims-
hluta. Ef horft er til tíðni þá er
millilandaflug á Íslandi líklega
komið aftur til ársins 1950. En
heimsfaraldurinn hefur þó komið
því til leiðar að stjórnvöld hafa
hrundið af stað uppbyggingarverk-
efnum á flugvöllum landsins. Vit-
undarvakning hefur
átt sér stað und-
anfarin ár á sviði
stjórnmálanna um
mikilvægi flugsins og
til marks um það gáfu
stjórnvöld út sérstaka
stefnu í flugmálum
sumarið 2020 samhliða
samgönguáætlun
2020-2034. Það var í
senn kærkomið og
tímabært skref.
Flugöryggi er
ósýnilegt, því við-
burðalaus dagur vekur ekki eft-
irtekt. Þeim fjölmörgu ein-
staklingum sem vinna í
flugiðnaðinum rennur blóðið til
skyldunnar er þeir sinna sínum
störfum, starfið krefst þess að því
sé sinnt af kunnáttu, aga, færni og
yfirvegun. En við getum þetta ekki
ein. Ástand flugvalla og innviða er
algerlega háð ákvörðunum stjórn-
mála- og embættismanna.
Samgöngustofa hefur eftirlit með
flugrekstri og annarri leyfisskyldri
starfsemi í flugiðnaðinum á Íslandi.
Þetta er í senn fjölbreytt og vanda-
samt viðfangsefni. Stofnunin gefur
út og starfar samkvæmt flugörygg-
isáætlun en rammi hennar er sam-
kvæmt forskrift í viðauka 19 við
stofnsáttmála Alþjóðaflug-
málastofnunarinnar, ICAO. Þá ber
flugrekendum, sem og öðrum að-
ilum í leyfisskyldum rekstri, að
starfrækja öryggisstjórnunarkerfi
og ekki nóg með það, þeim ber
skylda til að styðja og rækta já-
kvæða öryggismenningu.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa
starfar samkvæmt lögum nr. 18/
2013 um rannsókn samgönguslysa.
Markmið laganna og starfsemi
nefndarinnar er að fækka slysum
og auka öryggi, eingöngu með því
að leiða í ljós orsakir slysa, en ekki
að skipta sök eða ábyrgð, með það
að markmiði að draga úr hættu á
endurtekningu sams konar slysa.
Nefndin heyrir stjórnsýslulega
beint undir samgönguráðherra og
gegnir gríðarmikilvægu hlutverki í
samfélaginu.
Opinbera hlutafélagið Isavia ann-
ast rekstur flugumferðarþjónustu á
íslenska flugstjórnarsvæðinu og
rekstur flugvalla í eigu ríkisins. Ís-
lensk stjórnvöld sendu vaska menn
til Chicago haustið 1944 enda er ís-
lenska flugstjórnarsvæðið mun
stærra en þjóðin gæti gert tilkall til
landfræðilega. Flugumferðarþjón-
ustan er rekin á þeim forsendum að
gjöld standi undir kostnaðinum við
að veita þjónustuna, en er engu að
síður gríðarmikið hagsmunamál
fyrir smáa þjóð. Rekstur Keflavík-
urflugvallar sker sig úr, hann er
rekinn sem sjálfstæð rekstrarein-
ing en allir aðrir flugvellir eru háð-
ir framlögum á samgönguáætlun og
fjárlögum.
Öryggisnefnd Félags íslenskra
atvinnuflugmanna (ÖFÍA) hefur
starfað síðan 1964. Mikilvægasta
hlutverk nefndarinnar hefur frá
upphafi verið að berjast fyrir bætt-
um aðbúnaði á flugvöllum landsins
ásamt því að efla öryggismenningu
með hvaða hætti sem er. Und-
anfarin ár hefur ÖFÍA lagt sér-
staka áherslu á að vekja athygli
ráðamanna á aðbúnaði á vara-
flugvöllum landsins og þeim nauð-
synlegu endurbótum sem ráðast
þarf í, bæði í þágu flugöryggis og
skilvirkni í flugrekstri. Ástand flug-
valla landsins hefur farið versnandi
vegna vanfjárfestingar síðastliðin
ár, en merkja má viðsnúning á
þeirri óheillaþróun um þessar
mundir. Tvíþættur fortíðarvandi
Keflavíkurflugvallar er orðinn mjög
íþyngjandi og ef völlurinn á að eiga
framtíð fyrir sér sem sú mikilvæga
skiptistöð sem hann hefur burði til
að vera þarf að draga stórlega úr
þeim óþægindum sem farþegar
verða fyrir. Þá var völlurinn upp-
haflega hannaður og byggður sem
herflugvöllur, skref hafa verið tekin
í þá átt að breyta vellinum til að
mæta þörfum almannaflugs en
nokkur brýn verkefni eru í farvatn-
inu á næstu árum.
Á Akureyrarflugvelli eru lang-
þráðar framkvæmdir hafnar við
stækkun flughlaðsins sem mun
greiða fyrir daglegum rekstri vall-
arins og bæta tiltækileika hans sem
varaflugvallar. Innviðir og flug-
umferðarþjónusta á Egilsstaða-
flugvelli eru nú til skoðunar hjá
þýsku ráðgjafarfyrirtæki sem mun
skila niðurstöðum á fyrsta fjórð-
ungi þessa árs. Í kjölfarið verður
stjórnvöldum ekkert að vanbúnaði
að ráðast í markvissar fram-
kvæmdir og endurbætur. Flug hef-
ur skipt verulegu máli fyrir hag-
vöxt og atvinnusköpun landsins um
áratugaskeið. Það var líklega ekki
fyrr en árið 2012 er skýrsla Oxford
Economics um flugstarfsemi á Ís-
landi kom út að fólki á sviði stjórn-
málanna varð þetta fyllega ljóst.
Þar kom fram að flugrekstur hefur
veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf
og stóð þá undir 6,6% af landsfram-
leiðslu og 9.200 störfum á Íslandi.
Þá kom fram að meðalstarfsmaður
við flugsamgöngur skapaði 16 millj-
ónir króna í árlegri verðmæta-
sköpun, sem er um 1,7 sinnum
meðalframleiðni á Íslandi. Í eðli-
legu árferði stendur flugrekstur
undir um 12% af landsframleiðslu
en í nærlægum löndum liggur þetta
hlutfall í kringum 2-3%. Það má því
öllum vera ljóst að flugstarfsemi er
mikilvæg stoð í íslenska hagkerf-
inu.
Eftir Ingvar
Tryggvason » Í eðlilegu árferði
stendur flugrekstur
undir um 12% af
landsframleiðslu en
í nærlægum löndum
liggur þetta hlutfall
í kringum 2-3%.
Ingvar Tryggvason
Höfundur er formaður
öryggisnefndar FÍA.
Flugöryggi samtímans – Íslenskt samfélag
Stærðarmunur Flutningaskip af ýmsum stærðum og gerðum leggjast að bryggju hjá Faxaflóahöfnum. Þar getur stærðarmunur við farartæki eða fólk verið gríðarlegur eins og myndin sýnir.
Kristinn Magnússon