Morgunblaðið - 26.01.2021, Síða 32
Árdagar íslenskrar fornleifafræði – Rannsóknir á Hof-
stöðum í Mývatnssveit er yfirskrift fyrirlesturs og leið-
sagnar í Þjóðminjasafninu í hádeginu í dag kl. 12.
Hrönn Konráðsdóttir og Eva Kristín Dal, verkefna-
stjórar sýningarinnar „Saga úr jörðu – Hofstaðir í Mý-
vatnssveit“, munu fjalla um rannsóknir á Hofstöðum á
fyrri hluta 20. aldar og leiða gesti um sýninguna. Til að
hægt sé að halda nándarmörkum verður takmarkað
sætaframboð í fyrirlestrasal safnsins. Fyrirlestrinum
verður streymt á teams – hlekkur er á heimasíðu og
hann vistaður á youtuberás safnsins.
Rannsóknir á Hofstöðum kynntar
með fyrirlestri og leiðsögn í dag
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Mæðgurnar Marzibil Erlendsdóttir
og Aðalheiður Elfríð Heiðarsdóttir,
bændur á Dalatanga í Mjóafirði,
tengdust við umheiminn þegar ljós-
leiðari var lagður til þeirra í haust og
finnst þær hafa himin höndum tekið.
„Þetta var mikil bylting og ég er enn
í menningarsjokki,“ segir Marzibil,
sem hefur búið þar sem vegurinn
endar frá átta ára aldri, í um 53 ár að
frátöldum skólatímanum.
Úrkoman á Seyðisfirði, sem olli
aurflóðunum þar skömmu fyrir jól,
náði ekki í eins miklum mæli á Dala-
tanga og Marzibil segir að þær séu
ekki í hættu vegna aurflóða og
skriðufalla. „Hér getur rignt mjög
mikið í suðaustanátt og þá geta fallið
skriður eða orðið grjóthrun á leiðinni
í Brekkuþorp, en ekkert í líkingu við
það sem gerðist á Seyðisfirði.“ Veg-
urinn hafi lokast einu sinni vegna
snjóflóða fyrir jól, en auðvelt hafi
verið að opna aftur með gröfu og síð-
an hafi nær verið auð jörð nema hvað
byrjaði að snjóa fyrir helgi og í gær
var vegurinn ófær.
Gott líf í einangrun
Erlendur Magnússon og Elfrid
Pálsdóttir voru bændur og vitaverðir
í Siglunesi, en fluttu með sjö börn á
Dalatanga 1968. Marzibil byrjaði
ung að aðstoða foreldra sína og þeg-
ar þau fluttu á Egilsstaði 1994 tóku
hún og Heiðar Woodrow Jones, eig-
inmaður hennar sem lést 2014, við
búinu, veðurathugunum og vitavörsl-
unni. Aðalheiður fór að heiman í
skóla, hefur búið víða en kom oft á
annatíma og flutti alfarið á Dala-
tanga 2015. „Við erum með um 100
rollur, fjóra hesta, holdakanínur,
endur, kisu og eina eldgamla hænu,
eina litla terrier-tík og sex border
collie-hunda, sem ég rækta og þjálfa
auk þess sem ég tem líka fyrir aðra.“
Á Dalatanga eru tveir vitar, sá
eldri frá 1895 og hinn frá 1908, en
hann var endurbyggður 1918. Reglu-
bundnar veðurmælingar hafa verið
þarna frá 1938. Eftir að ljósleiðarinn
kom eru hitinn, loftvogin og vind-
styrkurinn mæld sjálfvirkt en þær
taka sjólag, skýjafar, skýjahæð,
snjódýpt, skyggni, veðrið og
úrkomumagn tvisvar á sólarhring.
„Nú er þetta bara veðurathugun og
vitagæsla, engin vinna í samanburði
við það sem áður var,“ segir Marzi-
bil. Halda þurfi vitanum við, skipta
um perur og setja ljósavélarnar í
gang fari rafmagnið auk þess sem
þær sýni ferðamönnum inn í vitann
vilji þeir það. Marzibil leggur áherslu
á að ljósleiðarinn skipti mestu máli í
sambandi við öryggismál á landi og
sjó og öryggið aukist enn eftir að
gsm-sambandi verði komið á í apríl.
Ljósleiðarinn hefur komið þeim
inn í 21. öldina. „Nú getum við gert
allt það sama og aðrir; unnið í tölvu,
aflað upplýsinga á netinu og horft á
sjónvarp án truflana,“ segir Marzi-
bil. Áður var netsamband í gegnum
gervihnattadisk en það var stopult
og stöðugt að detta út. „Við erum
reyndar ekki mikið í þessu drasli en
keyptum nýtt sjónvarp því ekki var
hægt að tengja gamla tækið við
myndlykilinn.“
Kórónuveirufaraldurinn hefur
ekki haft mikil áhrif á mæðgurnar.
Dalatangi er ekki beint í alfaraleið og
oft er ófært þangað á veturna. Ferja
gengur á milli Mjóafjarðar og Norð-
fjarðar tvisvar í viku á veturna og
þegar landleiðin er lokuð kemur
póstbáturinn frá Brekkuþorpi viku-
lega. Áhöfnin setur út gúmmíbát og
menn koma á honum upp að klöpp-
unum, þar sem þær taka á móti varn-
ingi. „Á þessum tíma í fyrra var alltaf
vont í sjóinn og nær ófært til okkar í
febrúar og mars.“
Þótt þær séu einangraðar eru þær
samt við öllu búnar. „Við fórum á
Egilsstaði áður en heiðin lokaðist í
haust og keyptum andlitsgrímur til
að nota þar. Við verðum líka að passa
okkur ef einhver sem gæti hugsan-
lega verið smitaður þvælist hingað,
en auðvitað kemur enginn og því
þurfum við ekki grímur.“
Á Dalatanga Aðalheiður Elfríð Heiðarsdóttir og Marzibil Erlendsdóttir.
Viðbúnar á Dalatanga
Marzibil í menningarsjokki eftir að ljósleiðarinn kom
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Í fjárhundakeppni Marzibil og Spænir reka rollurnar í fjárrétt á Eyrarlandi.
vinnuföt fást einnig í
HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík
S. 414 3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI
Hágæða
vinnuföt
Verkfæri og festingar
Mikið úrval af öryggisvörum
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
mikið úrval
ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 26. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Dominykas Milka átti stórleik fyrir Keflavík þegar liðið
fékk Grindavík í heimsókn í toppslag úrvalsdeildar
karla í körfuknattleik, Dominos-deildarinnar, í Blue-
höllina í Keflavík í fimmtu umferð deildarinnar í gær.
Leiknum lauk með 94:67-stórsigri Keflavíkur en
Milka skoraði 23 stig og tók tólf fráköst í liði Keflavíkur.
Þá er Tindastóll kominn á beinu brautina í deildinni
eftir sigur gegn Hetti á Egilssstöðum. KR vann Þór á
Akureyri og Þór burstaði ÍR í Þorlákshöfn. » 26
Ósigraðir Keflvíkingar einir á
toppnum eftir sigur gegn Grindavík
ÍÞRÓTTIR MENNING