Morgunblaðið - 26.01.2021, Síða 28

Morgunblaðið - 26.01.2021, Síða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 2021 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Myndlistar- og tónlistarmaðurinn Sigtryggur Berg Sigmarsson, sem býr og starfar í Hannover í Þýska- landi, er mikill áhugamaður um kvikmyndir og þá sérstaklega gríð- arlega undarlegar kvikmyndir. Sigtryggur heldur úti facebooksíðu sem helguð er slíkum myndum sem og költmyndum svonefndum, Költ og gríðarlega undarlegar kvik- myndir. Eru fylgjendur þeirrar síðu um 2.300 talsins enda af nógu að taka þegar kemur að gríðarlega undarlegum kvikmyndum í kvikmyndasög- unni. Sigtryggur áréttar strax í upphafi spjalls við blaðamann að heiti síðunnar sé ekki frá honum komið. „Heitið og allt þetta kemur ekkert frá mér, það var annar náungi sem startaði þessu öllu en hann bað mig að taka við, hann hafði ekki tíma í þetta. Það eru einhver ár síðan en titillinn kemur frá Incredibly Strange Films sem var hálfgerð biblía og opnaði mjög margar dyr fyrir mjög mörgum. Þetta var Research-bók sem kom út, minnir mig, ’86 eða ’7,“ segir Sigtryggur en bókin kom ein- mitt út árið 1986. „Það var verið að selja Research-bækurnar í Bóksölu stúdenta og þessar bækur opnuðu mjög mikið fyrir mörgum, þetta er var svona „holy grail“,“ bætir Sig- tryggur við en áhugasömum má benda á vefsíðu téðrar útgáfu, researchpubs.com. Frábær og furðuleg Sigtryggur segist muna eftir því, þegar hann var á barnsaldri, að Fellini hafi þótt furðulegi leikstjór- inn en þó mikils metinn. Kvikmynd hans 8½ hafi mörgum þótt besta kvikmynd allra tíma án þess þó að átta sig almennilega á því um hvað hún væri. Sigtryggur hlær að þessu enda kvikmynd Fellinis flokkuð sem súrrealískt gamandrama. „Ef ég er að horfa á kvikmynd og ekki alveg búinn að ná utan um myndina eftir korter og fæ þessar spurn- ingar upp í kollinn: fyrir hvern er þessi mynd, af hverju var þessi mynd gerð, hver setti peninga í þessa mynd […] ef svona spurn- ingar koma upp á ég von á mjög góðu,“ segir Sigtryggur sposkur um áhuga sinn á gríðarlega und- arlegum kvikmyndum. – Er það þá sælutilfinning? „Algjörlega,“ svarar Sigtryggur að bragði og segist mikið hafa farið í bíó sem barn og séð alls konar bíómyndir, misjafnar að gæðum. „Ég man að ég var orðinn svo þreyttur á því að yfirleitt eftir kort- er eða tuttugu mínútur vissi maður nokkurn veginn hvernig myndin myndi fara, þetta var rútína og truflaði mig mjög mikið. Ég man ekkert alveg hver var allra fyrsta furðulega myndin sem ég sá en ég man eftir því að ég sá Ken Russell- myndir í æsku, áður en ég kynntist myndum Davids Lynch. Ég sá Neil Jordan líka og Peter Greenaway og þannig dót,“ segir Sigtryggur. Hann hafi hangið með vinum sínum á vídeóleigu í hverfinu og stelpurn- ar sem voru að afgreiða oft orðið svo þreyttar á þeim að þær hafi lánað þeim spólu til að losna við þá. Sagt þeim að fara heim að horfa á myndina og koma svo aftur og skila henni. „Við reyndum alltaf að finna eitthvert stöff til að taka með heim áður en foreldrarnir kæmu,“ rifjar Sigtryggur upp og að þeir vinirnir hafi bæði horft á hryllingsmyndir og furðumyndir. „Þær gerðu mikið fyrir mann þegar maður var ung- ur,“ segir hann. Ástríðufullur Franco – Það má flokka þessar myndir eftir því hvort þær eru „artí“ og skrítnar eða lélegar og skrítn- ar, er það ekki? Það eru nokkrir flokkar til af stórkost- lega undarlegum myndum, er það ekki? „Jú … ég fíla alveg myndir sem eru „full on“ furðulegar en finnst alltaf best þegar það er eitthvað sem heldur manni gangandi, það er list að geta náð þeirri stemningu,“ svarar Sigtryggur. Auðvelt sé að gera kvikmynd sem sé bara undarleg og ekk- ert umfram það en erf- iðara að hafa sögu með sem dragi áhorfandann inn í myndina. Sigtryggur bendir á kvikmyndir spænska leikstjórans Jesús „Jess“ Francos sem dæmi um und- arlegar myndir gerðar af augljósri og mikilli ástríðu. „Hann gerði kvikmyndir af því hann varð að gera það, alveg eins og Char- les Bukowski varð að skrifa,“ bendir Sigtryggur á. „Hann þurfti að vera með þrjár eða fjórar myndir í gangi, var kannski að skrifa handrit að næstu mynd á meðan hann var að gera mynd og var kannski ekki bú- inn með hand- ritið að henni,“ segir Sig- tryggur kim- inn. Franco hafi líklega gert allar gerð- ir kvikmynda; gaman, hrylling, drama, í raun hvað sem er. Sigtryggur bend- ir á að hefði Franco náð að einbeita sér að einni mynd hefði hann mögu- lega gert meist- araverk. „Í mínum augum var hann algjör snillingur þessi gaur og sjarminn við þessar myndir hans er að þær eru svo „random“, eins og það sé eitthvert mjög undarlegt „touch“ í gangi.“ Nokkrar undarlegar Sigtryggur segist stundum taka sér hlé frá furðulegum myndum og horfa á Hollywood-myndir. „En þá er ég strax kominn í símann og far- inn að tékka á tölvupósti, Facebook og svona. Ég er ekki að fá mitt,“ útskýrir hann. Hann geti farið á klósettið í miðri Hollywood-mynd án þess að missa af neinu mikil- vægu. Sigtryggur er spurður að því hvort hann eigi sér uppáhalds- furðumynd. Hann segist hafa skrif- að nokkrar á blað fyrir samtalið (sem heyra má í heild sem hlað- varpsþátt á mbl.is á slóðinni www.mbl.is/folk/frettir/2021/01/21/ dasamlega_undarlegar/) og nefnir The World Greatest Sinner eftir Timothy Carey frá árinu 1962, To Kill a Clown eftir George Bloom- field frá 1972, Bloody New Year eftir Norman J. Warren frá 1987, Buddha’s Palm og The Boxers Omen sem framleiddar eru af Shaw-bræðrum og Scream for Help eftir Michael Winner frá 1984. Blaðamaður kannast ekki við neina þessara mynda og nefnir Sig- tryggur þá eina sem margir þekkja, Zardoz eftir John Boorman frá árinu 1974, þar sem Sean Connery heitinn er með sítt fléttað hár og klæddur háum stígvélum og stór- furðulegri rauðri brók með rauð axlabönd (sjá mynd hér til hliðar). Til gamans má geta að Zardoz er með meðaleinkunnina 46 á Meta- critic sem er býsna gott fyrir gríð- arlega undarlega kvikmynd. Eða vont, eftir því hvernig á það er litið. En hvar er best að leita að gríðarlega undarlegum kvikmynd- um? Sigtryggur nefnir Amazon Prime-streymisveituna, þar megi finna margar góðar myndir í þess- um flokki. „Svo er það YouTube, það er hafsjór af góðu stöffi á You- Tube,“ bendir Sigtryggur á. Þar megi finna myndir í fullri lengd og önnur streymisveita, Mubi, sé líka nokkuð gjöful. Síðast en ekki síst er það svo fésbókarsíðan fyrrnefnda því á henni má finna ábendingar um furðumyndir og umræður um slíkar myndir. Gríðarlega undarleg sæla  Sigtryggur Berg er sérlegur áhugamaður um gríðarlega undarlegar kvikmyndir  Hann segir von á góðu ef vissar spurningar vakna eftir korters áhorf  Heillaðist ungur af slíkum myndum Lófi Búdda Úr hinni gríðarlega undarlegu Buddha’s Palm sem er ein þeirra sem Sigtryggur hefur dálæti á. Sigtryggur Berg Sigmarsson Á brókinni Sean Connery í Zardoz. Þau bíóhús sem opin eru geta aðeins selt í hluta sæta sinna vegna Covid-19 og framboðið hefur verið heldur lítið af kvikmyndum til sýninga í tæpt ár vegna farsótt- arinnar. Þegar hefur verið tilkynnt um fjölda frestana á frumsýningum á árinu og á vefnum Vulture hafa þær verið teknar saman í stafrófsröð. Og enn munu eflaust einhverjar bætast við. Af þeim sem frestað hefur verið má nefna Avatar 2 (frestað frá des. 2021 til des. 2022), The Batman (frá 25. júní til 1. okt. 2021), Bios (frá 16. apríl til 13. ágúst 2021), F9 (frá 2. apríl til 28. maí), The French Dispatch (frestað um óákveðinn tíma), Ghost- busters: Afterlife (frá 5. mars til 11. júní 2021), The King’s Man (frá 12. mars til 20. ágúst 2021), Mission: Impossible 7 (frá 23. júlí til 19. nóv. 2021) og síðast en ekki síst Bond-myndin No Time To Die, frá 2. apríl til 8. okt. 2021. AFP Tómlegt Gestur kvikmyndahússins Renoir í Madrid á Spáni var á dögunum aleinn í salnum en þó með grímu. Fjölda frumsýninga frestað Hið 22 ára gamla skáld, Amanda Gorman, skaust á stjörunhimin bandarískra bókmennta með áhrifaríkum flutningi á ljóði henn- ar, „The Hill We Climb“, við inn- setningarathöfn Joe Bidens Banda- ríkjaforseta og Kamölu Harris varaforseta í liðinni viku. Þrjár væntanlegar bækur Gorm- an stukku báðar efst á listann yfir pantaðar bækur á Amazon-vefnum – þótt tvær þeirra komi ekki út fyrr en í september. Penguin-útgáfan tilkynnti að ljóðið „The Hill We Climb“ muni fyrst koma út eitt og stakt í harð- spjaldaútgáfu í vor en fyrsta ljóðabók skálds- ins, sem mun bera sama heiti, kemur út í sept- ember og verður fyrsta upplag 150.000 eintök, sem er einstakt þegar ljóð ung- skálds eiga í hlut. Sama dag kemur út myndskreyttur ljóðabálkur Gorman fyrir börn, Change Sings. Óútgefnar bækur Gorman efstar á lista Amanda Gorman Ítalski kvikmyndaframleiðandinn Alberto Grimaldi er látinn, 95 ára að aldri. Grimaldi fæddist í Napolí árið 1925 og nam lögfræði áður en hann sneri sér að kvikmyndafram- leiðslu. Hann stofnaði eigið fyrir- tæki, Produzioni Europee Associati eða P.E.A. árið 1961 og fyrsta kvik- myndin sem hann framleiddi var spænski vestrinn Cabalgando hacia la muerte. Fyrsti spagettívestrinn sem hann framleiddi var I due vio- lenti frá árinu 1964 en þekktasti vestrinn var þó The Good, the Bad and the Ugly með Clint Eastwood í aðalhlutverki. P.E.A. varð þekkt af því að framleiða hasar- myndir fyrir lítið fé en af dýrari myndum sem Grimaldi fram- leiddi má nefna The Gangs of New York eftir Martin Scorsese. Ferill Grimaldi spannar 40 ár og framleiddi hann yfir 80 kvikmyndir í Evrópu og Bandaríkjunum. Framleiðandinn Alberto Grimaldi látinn Alberto Grimaldi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.