Morgunblaðið - 26.01.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.01.2021, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 2021 ✝ GuðmundurMagnússon, kennari og leið- sögumaður, fædd- ist í Reykjavík 11. ágúst 1936. Hann andaðist á hjúkr- unarheimilinu Sel- tjörn á Seltjarn- arnesi 16. janúar 2021. Foreldrar Guð- mundar voru Magnús Guðmundsson vél- stjóri, f. 14.2. 1907, d. 12.9. 2001 og Björg Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 27.8. 1915, d. 13.9. 1999. Börn þeirra voru fjögur og var Guðmundur elst- ur. Systkini hans voru Sigur- jón, f. 10.7. 1941, d. 27.3. 1993, Friðjón, f. 2.12. 1945 og Ósk, f. 31.1. 1949. Eftirlifandi eiginkona Guðmundar er Gunnhildur Skaftadóttir landfræðingur, f. 2.6. 1956. Þau gengu í hjóna- band 26.3. 1994. Foreldrar Gunnhildar voru Skafti Frið- finnsson, f. 9.9. 1916, d. 29.5. 2007 og Sigríður Svava Run- ólfsdóttir, f. 5.7. 1920, d. 26.3. 2014. Guðmundur kvæntist 2. júní 1957 Herdísi Óskarsdóttur, f. 18.6. 1937, leiðir þeirra skildi 1987. Börn þeirra eru: 1) Hulda Guðmundsdóttir verk- fræðingur, f. 5.8. 1958, gift og varð húsasmíðameistari. Hann lærði arkitektúr í Dan- mörku í eitt ár en lauk síðan myndlistakennaraprófi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Árið 1992 lauk hann landafræðiprófi frá Háskóla Íslands. Guðmundur kenndi í Hagaskóla í tæplega 40 ár, fyrst sem myndlistakennari og síðar sem landafræði- kennari. Hann kenndi einnig við Fósturskólann, Æfinga- deild Kennaraskólans og var stundakennari við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Guðmundur var leiðsögu- maður hjá Úlfari Jacobsen í hálendisferðum, Ferðaskrif- stofunni Sunnu og Ferða- skrifstofu Samvinnuferða- Landsýnar. Guðmundur sá um einn af starfsvöllum Reykjavíkurborgar sem var á Meistaravöllum, fyrstu þrjú sumrin sem hann var starfræktur. Guðmundur var m.a. með- limur í Farfuglum, Flug- björgunarsveitinni og síðar Lávarðadeild þeirra, ásamt fjölda fræðslufélaga, s.s. Náttúrufræðifélaginu o.fl. Tók hann þátt í starfi þess- ara félaga um árabil. Útför Guðmundar fer fram frá Grensáskirkju í dag, 26. janúar 2021, kl. 15 og verður streymt frá at- höfninni á slóðinni: https://youtu.be/HKRrzAiGry0/. Einnig er hægt að nálgast streymið á vef Morgunblaðs- ins á https://www.mbl.is/andlat/. Hilmari Þór Sig- urðssyni bóka- safnsfræðingi, f. 8.7. 1955. Dóttir Huldu er Heiða Dögg Jónsdóttir, f. 1975, faðir hennar er Jón Bragi Gunn- laugsson við- skiptafræðingur, f. 28.6. 1958. 2) Magnús Guð- mundsson veðurathug- unarmaður, f. 24.11. 1962. Börn: Linda Sif, f. 1994, Guð- mundur Freyr, f. 1996, hann á tvö börn, og Herdís Ásta, f. 2002. Móðir þeirra er Eygló Kúld Eiríksdóttir skólaliði, f. 10.6. 1963. 3) Íris Guðmunds- dóttir Bowentæknir, f. 14.9. 1963, gift Ólafi Sigurðssyni sjómanni, f. 23.7. 1961. Börn: Helgi Már, f. 1984, hann á fjögur börn, og Birgir, f. 1986. Barnabarnabörn Guðmundar eru sex. Guðmundur bjó mestalla ævi á Seltjarnarnesi. Hann ólst upp á Sæbóli og bjó þar einnig með Herdísi fyrrver- andi konu sinni þar til þau fluttu yfir götuna á Sunnu- hvol. Hann bjó síðan á Látra- strönd 18 með eftirlifandi konu sinni, þar til hann flutt- ist á hjúkrunarheimili. Guðmundur lærði húsasmíði Faðir okkar var allt í senn, skemmtilegur, skapandi, uppá- tækjasamur, hvetjandi og góð fyrirmynd. Hann var alltaf að afla sér nýrrar þekkingar, ef ekki í skóla þá með lestri fræði- bóka og tímarita. Hann hafði svör við nánast öllu sem við spurðum hann um, var næstum eins og gangandi alfræðiorða- bók. Pabbi hvatti okkur systkinin til ýmissa verka og „ég get þetta ekki“ var ekki í orðabók- inni hans. Hann kenndi okkur að vera vakandi fyrir nátt- úrunni, skoða blómin og stein- ana. Hann var mjög hrifinn af hvönn og óx hún villt bakvið húsið hjá okkur. Hvönn og njóli voru ekki illgresi í hans augum. Við vorum ekki gömul systk- inin þegar við byrjuðum að ferðast, því pabba fannst mjög gaman að flækjast um fjöll og firnindi. Fyrir utan að vera far- arstjóri í skipulögðum ferðum þá fór hann með okkur fjöl- skylduna í ýmsa bíltúra út í náttúruna. Reykjanesið var í uppáhaldi hjá honum og fórum við oft þangað. Við fórum oft á Þingvelli, upp í Heiðmörk og í regluleg tjaldferðalög inn í Þórsmörk, jafnvel nokkrum sinnum á ári. Þegar hann var leiðsögumað- ur erlendis þá fórum við stund- um með honum í skemmtilegar ferðir. Við fórum m.a. til Dan- merkur, Þýskalands og Grikk- lands. Ferðalögin voru skemmtileg og viðburðarík enda var pabbi þar við stýrið og hafði svo gaman af að fræða alla af þeirri visku sem hann bjó yfir um fallegar náttúru- perlur og staði bæði innanlands og erlendis. Það fór honum vel að vera leiðsögumaður. Pabbi kenndi myndlist lengstan part starfsævinnar en fór svo í Háskólann til að verða landfræðingur og kenndi hann landafræði og náttúrufræði eft- ir það. Pabbi kenndi alveg ógrynni af nemendum, þekkti fólk um allan bæ og þegar hann hafði heilsað einhverjum sagði hann næstum alltaf, þetta var gamall nemandi. Síðustu ár pabba einkennd- ust af alzheimersjúkdómnum sem ágerðist með hverju árinu. Pabbi tók þetta með trompi og las sér til um allt sem viðkemur sjúkdómnum til að reyna að skilja og átta sig á hvað væri í vændum og einnig hvernig rannsóknum á sjúkdómnum fleytti fram. Uppáhaldslesefnið hans var síðan tímaritið Lifandi vísindi sem hann las upp til agna. Síðasta ár var okkur erfitt því í Covid-19-bylgjunum þrem- ur þá þurftum við að láta nægja að heimsækja pabba á gluggann á hjúkrunarheimilinu. Hann var alltaf að benda okkur á að koma inn því hann vildi faðma okkur og njóta meiri nándar. Við systkinin ásamt fjölskyldum kveðjum hann með söknuði og vonum að hann sé kominn á góðan stað í faðmi fjölskyldunnar hinum megin. Gunnhildi þökkum við þá um- hyggju og stuðning sem hún veitti föður okkar á erfiðum tímum. Hvíl í friði. Hulda, Magnús og Íris. Ég bjó ásamt mömmu hjá afa og ömmu á Sunnuhvoli þar til ég var 10 ára og ólst því upp með afa sem sterka fyrirmynd. Hann hafði skemmtilega sýn á lífið og var sniðugur. Það fannst mér a.m.k. og margt spilaði þar inn í. Afi horfði alltaf á styrkleika fólks en ekki veikleika og setti bæði nemendum sínum og af- komendum fyrir verkefni um leið og þeir höfðu þroska til. Mér, elsta barnabarninu, kenndi hann t.d. að skipta um kló á millistykki þegar ég var líklega um 8 ára gömul. Enda kom það fram í samtölum við hann síðar að hann horfði hvorki á aldur né kyn heldur mat hann alla að eigin verð- leikum. Hann sýslaði mikið úti í Hagaskóla alla tíð þar sem hann kenndi um áratuga skeið og eins var hann í útstillingum. Þegar ég hafði aldur til fékk ég oft að koma með í undirbún- ingsvinnuna. Skólinn var æv- intýraheimur og það var heldur ekki leiðinlegt fyrir bókaorminn mig að fá að vera í Bókabúð Ísafoldar eftir lokun að lesa Andrésblöð, glugga í bækur og skoða öll skemmtilegu ritföng- in. Mér er sérstaklega minnis- stætt eitt skiptið sem ég var með afa að kvöldi til úti í Haga- skóla. Það var nokkrum dögum eftir fimm ára afmælið mitt. Ég var að læra að lesa upp úr bók- inni Gagn og gaman og var föst á -hn- blaðsíðunni. Eitthvað vafðist þetta fyrir mér svo ég tönnlaðist á: „höhh-nn, höhh- nn“ og komst ekki lengra. Þá sagði afi: „Þetta er bara eins og þegar þú segir hnerra“ og þar með var ég orðin læs. Afi var mikill listamaður og handskrift hans bar vott um það. Hver einasta setning sem hann skrifaði var listaverk sama hvert innihaldið var. Hann hvatti fólk til sköpunar og kom gjarnan heim með fönd- urpappír og alls konar form. Eitt skiptið kenndi hann mér að skera út stimpla í kartöflur. Helgarbíltúrar fjölskyldunn- ar um Reykjanesið voru ófáir. Selatangar, Vigdísarvellir, Kleifarvatn, Krýsuvík, þetta eru allt staðir sem ég tengi við afa. Útilegu með Farfuglunum í Þórsmörk þegar ég var sex ára man ég sömuleiðis ennþá, mögulega út af ljósmyndunum sem eru til en ég man meira en bara þær. Ég man tilfinninguna sem ég fékk fyrir þessum stað sem er enn í dag uppáhalds- staðurinn minn á öllu landinu. Um tíma keyrði afi um á grárri Mözdu. Hún var oftar en ekki full af dóti, kennslugögn- um eða einhverju sem hann notaði við útstillingarnar. Það var stundum kúnst að koma elsta barnabarninu fyrir í aft- ursætinu þegar það var í pöss- un hjá afa. Á Mözdunni þvæld- ist hann einnig um landið og þá jafnvel inn á slóða sem voru frekar hugsaðir fyrir jeppa en fólksbíla. En hann kunni vel að keyra og það var í hans nátt- úrlega eðli að fylgja hæðum og lægðum landsins upp um fjöll og firnindi, hvort sem það var fótgangandi, hlaupandi eða á gráu Mözdunni. Það er sárt að kveðja afa í skugga farsóttar. Ég er þó svo lánsöm að hafa komist í heim- sókn til hans síðasta sumar en þá skoðuðum við saman ljós- myndabók frá hringferð minni um landið fyrir nokkrum árum og kvöddumst svo með löngu og innilegu faðmlagi. Mikið er ég þakklát fyrir þá stund, hún mun lifa með mér alla ævi. Takk fyrir allt, elsku afi. Heiða Dögg. Drengur góður, orðvar, glettinn, hugmyndaríkur,ódeig- ur að takast á við ný verkefni, þúsundþjalasmiður, lífskúnst- ner og kunni að lifa lífinu lif- andi. Stakur reglumaður. Guðmundur kenndi um langt árabil við Hagaskóla, lengst af myndmennt þar sem hann fór ekki troðnar slóðir. Hann hvatti nemendur sína til sjálf- stæðra vinnubragða og var þeim innan handar í einu og öllu. Hann viðaði stöðugt að sér efni sem hann safnaði saman í geymslum skólans og sótti svo í eftir þörfum. Til hans var leitað þegar settar voru upp sýningar um skólastarfið á merkisdögum því hann var með afbrigðum úrræðaóður og lausnamiðaður. Um miðjan aldur varð hann landfræðingur og gæddi kennsluna lífi með frábærum teikningum sem hann rissaði oft upp á töflu í þrívídd. Guðmundur var lengi leið- sögumaður innanlands og utan. Hann fór margar ævintýraferð- ir jafnvel á slóðir sem honum voru ókunnar en farþegar kunnu vel ð meta. Að leiðarlokum skulu honum færðar þakkir fyrir farsælt óeigingjarnt starf við Haga- skóla. Innilegar samúðarkveðjur til ástvina hans. Einar Magnússon, (fv. skólastjóri Hagaskóla). Guðmundur Magnússon ✝ Ásmundurfæddist í Engi- dal í Bárðardal 23. maí 1932. Hann lést 9. janúar 2021 á dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík. Foreldrar hans voru Valdemar Ásmundsson, bóndi á Halldórs- stöðum I, f. 17.5. 1899, d. 3.5. 2000, og Kristlaug Tryggvadóttir, ljósmóðir og húsmóðir á Hall- dórsstöðum I, f. 27.3. 1900, d. 7.9. 1981. Ásmundur var elstur fjög- urra systkina: Hulda Þórunn Reykjadal og í trésmíði við Iðnskólann á Akureyri. Hann hóf störf í brúarvinnuflokki Jónasar Snæbjörnssonar árið 1953 og vann hjá honum með- an flokkurinn starfaði. Síðan var Ásmundur hjá Gísla Gísla- syni þar til sá flokkur var lagður niður. Síðustu 12 árin sem brúarvinnuflokkur Gísla Gíslasonar starfaði vann Ás- mundur á Sauðárkróki á vet- urna við ýmis störf hjá Vega- gerðinni en síðan þrjú ár á Húsavík þar til hann hætti störfum í maí 2000. Útför Ásmundar fer fram frá Dalvíkurkirkju 26. janúar 2021 kl. 13.30. Streymt verður frá athöfninni á facebook- síðunni Jarðarfarir í Dalvík- urkirkju: https://tinyurl.com/ybyrjnmy Virkan hlekk á slóð má finna á: https://www.mbl.is/ andlat Valdemarsdóttir, f. 2.6. 1935, d. 16.12. 2018. Hún var gift Jóni Að- alsteini Her- mannssyni, f. 17.1. 1937, og áttu þau þrjú börn. María Valde- marsdóttir, f. 7.3. 1941, d. 3.4. 1968. Hún átti einn son. Tryggvi Valde- marsson, f. 25.8. 1942. Hann er kvæntur Svanhildi Sig- tryggsdóttur, f. 12.6. 1948. Þau eiga fimm börn. Ásmundur stundaði nám við smíðadeild Laugaskóla í Við Ásmundur frændi áttum góð samskipti en ekki mikil. Hann hafði hlýja nærveru og stutt var í húmorinn. Hann var 17 árum eldri en ég sem vissi þó alltaf af honum, brúarsmiðnum, og vissi líka að hann hlaut að vera góður maður - sonur Valda –sem var ein- stakur á allan hátt, og Krist- laugar (Laugu), móðursystur minnar, sem var ljósmóðir og tók á móti okkur systkinunum flestum. Var það að tilstuðlan Laugu frænku sem ég kynntist Ásmundi betur. Hún var fædd árið 1900 og um áramótin 1977- 1978 þurfti hún að fara í að- gerðir á sjúkrahúsi í Reykjavík. Hafði hún samband og spurði hvort þau Ásmundur gætu feng- ið inni hjá okkur hjónum. Það var auðvitað sjálfsagt. Settur var gangráður í Laugu fyrir jól- in og tjáðu læknarnir henni að þeir hefðu byrjað á að styrkja hjartað þar sem hin aðgerðin reyndi mikið á. Ásmundur fór daglega til móður sinnar. Þau mæðgin voru svo hjá okkur yfir hátíðina. Þegar synir okkar hjóna tveir höfðu opnað jóla- pakkana og spenningurinn var að mestu liðinn hjá skrapp Ás- mundur inn í herbergi sitt. Það- an kom hann með tvær fallegar bækur í stóru broti og rétti strákunum. Enginn pappír, bara „gjörðu svo vel“ en það var nóg, drengirnir urðu himinlif- andi. Lauga var svo skorin upp fljótlega eftir jólin og Ásmund- ur fór áfram til hennar hvern dag. Eiginmaður minn var um þetta leyti að búa jeppann okk- ar undir sprautun og fór Ás- mundur daglega út í bílskúrinn að hjálpa til, það þurfti ekki að ræða. Næstu árin leit hann oft- ast inn til okkar ef hann átti leið í bæinn. Það var notalegt. Ásmundur fæddist með fóta- galla, líklega of stuttar hásinar, og útlit var fyrir að hann gæti ekki gengið. Tómas, móðurbróðir hans, var í háskólanámi í Kaup- mannahöfn um þetta leyti og fann lækni sem treysti sér að gera aðgerð á fótum barnsins. Lauga fór því út með hann síðla árs 1934 – á skipi – og dreng- urinn var lagður inn á sjúkra- hús þar sem hann var nokkra mánuði. Á þessum árum var ekki mikið hugsað um andlega líðan fólks, hvað þá barna, og ákveðið að móðirin kæmi ekki á sjúkrahúsið til drengsins – hann grét jú þegar hún fór frá hon- um. Ásmundur var eflaust farinn að skilja mælt mál töluvert en þarna var hann skilinn eftir einn meðal ókunnugra sem töl- uðu tungumál sem hann skildi ekki, hvað þá að hann gæti tjáð sig. Ég man að það tók á Laugu frænku að segja frá þessu. En eftir aðgerðina gekk Ásmundur frændi á eigin fótum, aðeins innskeifur, en traustur, hlýr og æðrulaus. Ásmundur vann ávallt við brúarsmíði og svo lengi að hann tjáði mér eitt sinn að hann hefði uppgötvað að hann væri orðinn gamall þegar synir fyrstu vinnufélaganna voru farnir að vinna með honum. En mér fannst hann ekkert breytast. Í fríum var hann yfirleitt heima á Halldórsstöðum. Hann var lipur smiður og hjálpaði oft nágrönn- um. Seinna keypti hann sér íbúð á Húsavík en síðast var hann á hjúkrunarheimili á Dalvík. Ég minnist Ásmundar frænda með þakklæti og hlýju og sendi nánustu aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Guðrún Pálsdóttir. Ásmundur ValdemarssonElskuleg móðir mín, JÓHANNA DÓRA JÓHANNESDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Skjóli, áður Suðurhólum 22, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn 12. janúar. Minningarathöfn um hana fer fram frá Fella- og Hólakirkju miðvikudaginn 27. janúar klukkan 13. Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á Skjóli sem sinnt hefur henni af natni og hlýhug síðustu ár. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða einungis aðstandendur og nánir vinir viðstaddir útförina. Jarðarförin fer fram í Þórshöfn í Færeyjum í febrúar. Fyrir hönd vina og vandamanna, Jóhann Valbjörn Long Ólafsson Okkar elsku BLÆR Á.S. ÁSTRÁÐSSON (Ásdís Jenna Ástráðsdóttir), laganemi og táknmálsfræðingur, Breiðahvarfi 7, Kópavogi, lést laugardaginn 16. janúar. Útförin fer fram frá Seltjarnarneskirkju föstudaginn 29. janúar klukkan 13. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða eingöngu nánustu ættingjar og vinir viðstaddir. Til minningar er bent á Landssamtökin Þroskahjálp. Útförinni verður streymt á beint.is/streymi/blaerasdis. Kevin Kristofer Oliversson Adam Ástráður Kristófersson Ástráður B. Hreiðarsson Anna Ingibjörg Gunnarsdóttir Arnar Ástráðsson Þorsteinn H. Ástráðsson Berglind Þóra Árnadóttir Ása María Ástráðsdóttir Soffía Sóllilja Ástráðsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.