Morgunblaðið - 26.01.2021, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 6. J A N Ú A R 2 0 2 1
Stofnað 1913 21. tölublað 109. árgangur
KÖLT OG UND-
ARLEGAR
KVIKMYNDIR
ÖFLUGT
SKIP
ÞURFA AÐ
NÝTA STERK-
AR KYNSLÓÐIR
SKANDI ACERCY 10 HANDBOLTINN 27SÆLUTILFINNING 28
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Bannað verður að nýta vindorku á
nokkuð stórum hluta landsins, ef
drög umhverfisráðherra að frum-
varpi að breytingum á lögum um
rammaáætlun og samhliða þings-
ályktunartillagu um stefnumörkun
um flokkun landsvæða ná fram að
ganga. Nær fyrirhugað bannsvæði
yfir nokkuð á annað hundrað frið-
lýst svæði og svæði sem á að frið-
lýsa á næstunni, auk Vatnajökuls-
þjóðgarðs og óbyggðra víðerna á
miðhálendinu.
Á öðrum viðkvæmum svæðum,
til dæmis svæði innan 10 kílómetra
frá friðlýstum svæðum og yfir 120
mikilvægum fuglasvæðum, er
mögulegt að virkja vindorku að
ákveðnum skilyrðum uppfylltum.
Koma þau mál til kasta verkefn-
isstjórnar um rammaáætlun og
umhverfisráðherra.
Sjálfkrafa vísað frá
Áformum um virkjanir á frið-
uðum svæðum verður aftur á móti
sjálfkrafa vísað frá í upphafi ferils
en verkefnisstjórn um rammaáætl-
un mun ekki hafa afskipti af
áformum á svæðum utan bann-
flokkanna. Þar reynir frekar á
skipulag sveitarfélaga og mat á
umhverfisáhrifum.
Kallað hefur verið eftir sérstök-
um reglum um nýtingu vindork-
unnar sem lýtur að mörgu leyti
öðrum lögmálum en vatnsafl og
jarðvarmi. Þeim kröfum er svarað
með þeim tillögum sem nú hafa
verið kynntar í samráðsgátt
stjórnvalda.
Mikil áform
Mikill áhugi er á nýtingu vind-
orkunnar. Þannig var tilkynnt um
34 vindorkuver til núverandi verk-
efnisstjórnar rammaáætlunar.
Samanlagt afl þessara virkjana er
3.200 megavött. Þar fyrir utan eru
Blöndulundur Landsvirkjunar sem
er í nýtingarflokki frá fyrri verk-
efnisstjórn og Búrfellslundur sama
fyrirtækis sem settur var í bið-
flokk en Landsvirkjun hefur nú
endurhannað. Þar fyrir utan er
vitað um eitt vindorkuver sem
komið er í umhverfismatsferli en
var ekki tilkynnt til rammaáætl-
unar.
Hluti landsins útilokaður
Bannað verður að reisa vindorkuver á friðlýstum svæðum, svæðum sem ætlunin
er að friðlýsa og á miðhálendinu Tillögur að sérstökum reglum um vindorku
MVindorkuver bönnuð ... »11
„Ég er búinn
að stefna leynt
og ljóst að því að
gera þessa mynd
í 25 ár þannig að
þetta er einhver
lengsta með-
ganga kvik-
myndar sem um
getur,“ segir
Hilmar Oddsson
kvikmyndaleik-
stjóri. Hilmar hefur fengið vilyrði
fyrir 110 milljóna framleiðslustyrk
frá Kvikmyndamiðstöð Íslands til
að gera kvikmyndina Á ferð með
mömmu og tökur hefjast í haust.
Með aðalhlutverk fara Þröstur Leó
Gunnarsson og Kristbjörg Kjeld
auk þess sem Hera Hilmarsdóttir,
dóttir leikstjórans, fer með stórt
hlutverk. »6
Stórskotalið í nýrri
vegamynd Hilmars
Hilmar
Oddsson
Konráð S. Guðjónsson, að-
stoðarframkvæmdastjóri
Viðskiptaráðs Íslands, segir
að erlend fjárfesting skipti
mjög miklu máli er kemur að
því að byggja upp nýjar og
gamlar atvinnugreinar og
geti stutt við flestan atvinnu-
rekstur. „Í þeirri stöðu sem
við erum í núna vantar sár-
lega fjárfestingu, enda mikið
atvinnuleysi. Það er til mikils
að vinna að laða erlent fjár-
magn til landsins,“ segir Konráð.
Hann segir að þegar rofi til í faraldrinum og
fé byrji aftur að flæða á milli landa, hljóti að
myndast tækifæri í þessum efnum.
Bein erlend fjárfesting hefur síðustu misseri
verið mjög lítil hér á landi sem hlutfall af lands-
framleiðslu og Ísland stendur nágrannalönd-
unum langt að baki, að sögn Konráðs.
Bein erlend fjárfesting í heiminum öllum
dróst saman um 42% á síðasta ári, samkvæmt
Ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um viðskipti og
þróun, UNCTAD. Bein erlend fjárfesting í
heiminum var 1,5 trilljónir Bandaríkjadala árið
2019, en var 859 ma. dala á síðasta ári. »12
Sárvantar
erlenda
fjárfestingu
Costco Dæmi um
beina erlenda fjár-
festingu.
Ísland langt að baki
nágrannalöndum
Nokkurrar bjartsýni gætti meðal útgerðar-
manna sem rætt var við í gær um að bætt yrði
við loðnukvótann. Meðal annars í ljósi þess að
rannsóknaskip voru í loðnu við hafísröndina
úti af Vestfjörðum þegar þau urðu frá að
hverfa. Einnig með það í huga að ungloðnu-
mæling haustið 2019 á árganginum sem á að
bera uppi veiðina í vetur gaf upphafskvóta
upp á 170 þúsund tonn. Sú ráðgjöf var dregin
til baka í haust.
Kraftur verður í loðnumælingum í vikunni.
Vonir standa til að með sjö skipum takist að
ná heildarmælingu á loðnugöngum og þá að
Vestfjarðasvæðinu og Grænlandssundi með-
töldu. »4
Bjartsýnir á meiri kvóta
Tvisvar á einum sólarhring var allt tiltækt lið
slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sent að
sama einbýlishúsi við Kaldasel í Breiðholti.
Fyrra útkallið barst um klukkan 6:40 í gær-
morgun og seinna útkallið barst klukkan
20:10 en þá hafði kviknað í þaki hússins að
nýju.
Að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höfuð-
borgarsvæðisins getur eldur blossað aftur
upp í brunarústum eftir stórbruna eins og
þennan. Slökkvistarfi lauk á ellefta tímanum
í gærkvöldi.
Einn var inni í húsinu þegar fyrst kviknaði
í en hann komst út af sjálfsdáðum þegar
slökkvilið bar að garði.
Húsið fékk nýlega nýja eigendur, að sögn
Gunnars Hilmarssonar, aðalvarðstjóra lög-
reglustöðvarinnar við Dalveg.
Tækni- og rannsóknardeild lögreglu vann
á vettvangi í gær en hennar vinnu þar er nú
lokið. Nú vinnur deildin úr þeim gögnum sem
aflað var í gær.
Myndin hér að ofan var tekin eftir að aftur
kviknaði í húsinu í gærkvöldi. »2
Eldur í einbýlishúsi við Kaldasel í Breiðholti
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kviknaði tvisvar í á einum sólarhring