Morgunblaðið - 26.01.2021, Síða 26

Morgunblaðið - 26.01.2021, Síða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 2021 Olísdeild karla Valur – Þór............................................ 30:27 Staðan: ÍBV 5 4 0 1 142:129 8 Valur 5 4 0 1 158:134 8 Afturelding 4 3 1 0 97:90 7 FH 5 3 0 2 137:121 6 Haukar 4 3 0 1 107:96 6 Selfoss 4 2 1 1 100:100 5 KA 4 1 2 1 96:95 4 Stjarnan 4 1 1 2 102:108 3 Fram 5 1 1 3 114:121 3 Þór Ak. 5 1 0 4 121:133 2 Grótta 5 0 2 3 108:121 2 ÍR 4 0 0 4 100:134 0 HM karla í Egyptalandi MILLIRIÐILL 1: Brasilía – Úrúgvæ ................................ 37:17 Spánn – Ungverjaland ......................... 36:28 Pólland – Þýskaland............................. 23:23 Lokastaðan: Spánn 5 4 1 0 162:134 9 Ungverjaland 5 4 0 1 160:131 8 Þýskaland 5 2 1 2 153:122 5 Pólland 5 2 1 2 138:119 5 Brasilía 5 1 1 3 136:139 3 Úrúgvæ 5 0 0 5 88:192 0 MILLIRIÐILL 2: Barein – Japan..................................... 25:29  Halldór J. Sigfússon þjálfar Barein og Dagur Sigurðsson þjálfar Japan. Argentína – Katar ................................ 25:26 Danmörk – Króatía .............................. 38:26 Lokastaðan: Danmörk 5 5 0 0 169:116 10 Katar 5 3 0 2 132:135 6 Argentína 5 3 0 2 120:121 6 Króatía 5 2 1 2 128:132 5 Japan 5 1 1 3 138:147 3 Barein 5 0 0 5 107:143 0 Í 8-liða úrslitum á morgun mætast: Spánn – Noregur Danmörk – Egyptaland Frakkland – Ungverjaland Svíþjóð – Katar Keppnin um Forsetabikarinn: Túnis – Angóla ...................................... 34:29 Kongó – Grænhöfðaeyjar ...................... 10:0  Dominos-deild karla Þór Þ. – ÍR .......................................... 105:58 Höttur – Tindastóll............................. 86:103 Þór Ak. – KR......................................... 88:92 Keflavík – Grindavík ............................ 94:67 Staðan: Keflavík 5 5 0 476:381 10 Stjarnan 5 4 1 466:436 8 Grindavík 5 4 1 463:460 8 Þór Þ. 5 3 2 500:464 6 KR 5 3 2 466:463 6 Valur 5 3 2 415:408 6 ÍR 5 3 2 445:461 6 Njarðvík 5 2 3 438:449 4 Tindastóll 5 2 3 468:459 4 Haukar 5 1 4 421:447 2 Þór Ak. 5 0 5 440:496 0 Höttur 5 0 5 445:519 0 1. deild karla Vestri – Sindri....................................... 82:98 Álftanes – Hamar ................................. 83:92 Breiðablik – Fjölnir............................ 106:89 Skallagrímur – Selfoss......................... 88:64 Staðan: Hamar 3 3 0 286:262 6 Sindri 4 2 2 366:362 4 Álftanes 4 2 2 367:355 4 Hrunamenn 3 2 1 263:272 4 Skallagrímur 4 2 2 371:336 4 Breiðablik 3 2 1 289:271 4 Vestri 4 1 3 354:389 2 Fjölnir 3 1 2 251:283 2 Selfoss 4 1 3 319:336 2  Knattspyrnukon- an Heiða Ragn- ey Viðarsdóttir er gengin til liðs við Stjörnuna í úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildinni. Heiða Ragney er 25 ára gömul miðjukona sem er uppalin hjá Þór/KA á Akureyri. Hún á að baki 77 leiki í efstu deild fyrir fé- lagið og þá á hún að baki fimm landsleiki fyrir yngri landslið Ís- lands. Heiða Ragney lék alla sex- tán leiki Þórs/KA í úrvalsdeild- inni, Pepsi Max-deildinni, á síðustu leiktíð og skoraði í þeim eitt mark þegar liðið hafnaði í sjöunda sæti deildarinnar eftir að keppni var hætt í lok október vegna kórónu- veirufaraldursins. Liðsstyrkur í Garðabæinn Heiða Ragney Viðarsdóttir KÖRFUBOLTINN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Dominykas Milka átti stórleik fyrir Keflavík þegar liðið fékk Grindavík í heimsókn í toppslag úrvalsdeildar karla í körfuknattleik, Dominos- deildarinnar, í Blue-höllina í Keflavík í fimmtu umferð deildarinnar í gær. Leiknum lauk með 94:67-stórsigri Keflavíkur en Milka skoraði 23 stig og tók tólf fráköst í liði Keflavíkur. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og leiddi Keflavík með fimm stigum í hálfleik, 43:38. Grindvíkingar skoruðu einungis 13 stig gegn 25 stig- um Keflvíkinga í þriðja leikhluta og Grindjánum tókst ekki að snúa leikn- um sér í vil í fjórða leikhluta. „Það var helst til kæruleysi heima- manna, ásamt fínni hittni Grindvík- inga, sem gerði það að verkum að munurinn var svo lítill í hálfleik. Grindvíkingurinn Joonas Jarvelai- nen fór hamförum í fyrri hálfleik og skoraði 16 stig en hann var sendur í sturtu í þriðja leikhluta þegar hann fékk tæknivillu fyrir munnsöfnuð. Reyndist það vendipunktur í leikn- um og var eftirleikurinn auðveldur fyrir Keflvíkinga,“ skrifaði Skúli B. Sigurðsson meðal annars í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is. Títtnefndur Jarvelainen var stiga- hæstur Grindvíkinga í leiknum með 21 stig og Ólafur Ólafsson átti einnig góðan leik fyrir Grindavík og skoraði 18 stig. Þetta var fyrsta tap Grindvíkinga í deildinni á tímabilinu en á sama tíma eru Keflvíkingar í efsta sæti deild- arinnar og eina liðið sem er án taps eft- ir fyrstu fimm umferðir tímabilsins.  Þá er Tindastóll kominn á beinu brautina í úrvalsdeild karla í körfu- knattleik, Dominos-deildinni, eftir 103:86-sigur gegn Hetti í MVA- höllinni á Egilsstöðum. Antanas Udras skoraði 23 stig og tók tíu fráköst fyrir Tindastól og Shawn Glover skoraði 22 stig fyrir Stólana. Michael Mallory var stigahæstur Hattarmanna með 23 stig en liðið er á botni deildarinnar án sigurs. Tindastóll, sem var án sigurs í síð- ustu tveimur leikum sínum fyrir leik gærkvöldsins, er í níunda sæti deild- arinnar með 4 stig.  Tyler Sabin fór enn og aftur á kostum fyrir KR þegar liðið vann nauman fjögurra stiga sigur gegn Þór frá Akureyri í Höllinni á Ak- ureyri. Sabin skoraði 32 stig og gaf átta stoðsendingar en leiknum lauk með 88:92-sigri Vesturbæinga. Sabin hefur skorað 35 stig að með- altali í fyrstu fjórum leikjum sínum fyrir KR á tímabilinu en Jakob Örn Sigurðarson skoraði 21 stig fyrir KR. Ivan Aurrecoechea var stiga- hæstur Þórsara með 30 stig og nítján fráköst og Srdan Stojanovic skoraði 22 stig og tók ellefu fráköst.  Þá var Ragnar Örn Bragason stigahæstur Þórs frá Þorlákshöfn þegar liðið valtaði yfir ÍR í Icelandic Glacial-höllinni í Þorlákshöfn. Leiknum lauk með 47 stiga sigri Þórsara, 105:58, en Ragnar Örn skoraði 18 stig. Collin Pryor var stigahæstur ÍR-inga með 18 stig en aðrir leikmenn liðsins náðu sér eng- an veginn á strik. Óstöðvandi Keflvíkingar  Tindastóll vann á Egilsstöðum Morgunblaðið/Skúli B. Sig. Sókn Dominykas Milka sækir að Kristni Pálssyni í Keflavík í gær. Tanguy Ndombele skoraði tvívegis fyrir Tottenham þegar liðið vann 4:1-útisigur gegn B-deildarliði Wy- combe Wanderers í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu í gær. Fred Onyedinma kom Wy- combe Wanderers yfir á 25. mínútu en Gareth Bale jafnaði metin fyrir Tottenham undir lok fyrri hálfleiks áður en þeir Harry Winks og Ndombele bættu við þremur mörk- um til viðbótar á lokamínútunum og þar við sat. Tottenham mætir Everton á Goodison Park í sextán liða úrslitum keppninnar. Ndombele hetja Tottenham AFP Sáttur José Mourinho, stjóri Tott- enham, var ánægður í leikslok. Enska knattspyrnufélagið Chelsea hefur sagt knattspyrnustjóranum Frank Lampard upp störfum eftir hálfs annars árs dvöl hjá félaginu. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér í gær en gengi Chelsea í undanförnum leikjum hefur verið langt undir væntingum. Þjóðverjinn Thomas Tuchel þykir líklegastur til þess að taka við enska úrvalsdeildarfélaginu en hann hefur verið án starfs síðan honum var sagt upp störfum í lok desember á síðasta ári hjá Frakk- landsmeisturum PSG. Chelsea leitar að knattspyrnustjóra AFP Rekinn Frank Lampard var sagt upp störfum hjá Chelsea í gær. Valur tyllti sér á toppinn í úrvals- deild karla í handknattleik, Olís- deildinni, þegar liðið fékk Þór frá Akureyri í heimsókn á Hlíðarenda í fimmtu umferð deildarinnar í gær. Leiknum lauk með þriggja marka sigri Vals, 30:27, en Þórs- arar voru með yfirhöndina nánast allan leikinn og var staðan 27:27 þegar fimm mínútur voru til leiks- loka. Róbert Aron Hostert var markahæstur Valsmanna með sjö mörk og Einar Baldvin Baldvins- son varði þrettán skot í markinu. Hjá Þórsurum voru Valþór Atli Guðrúnarson og Ihor Kopys- hynskyi markahæstir með sex mörk hvor. Valsmenn fara með sigrinum upp í efsta sæti deild- arinnar í 8 stig en Þórsarar eru í tíunda sætinu með 2 stig. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Drjúgur Þórsarar réðu illa við Róbert Aron Hostert sem skoraði sjö mörk. Valsmenn sterkari á lokamínútunum Katar fylgir Danmörku úr milliriðli tvö í átta liða úrslit á heimsmeist- aramótinu í handknattleik sem fram fer í Egyptalandi. Katar vann eins marks sigur gegn Argentínu í Kaíró í gær, 26:25, en fyrir leikinn hefði Argent- ínu dugað jafntefli til þess að kom- ast áfram í átta liða úrslitin. Danir, sem voru öruggir með efsta sæti riðilsins, unnu tólf marka stórsigur gegn Króatíu í Kaíró, 38:26, en með sigri hefðu Króatar tryggt sér sæti í átta liða úrslitum. Í staðinn sitja Króatar eftir með sárt ennið en þetta er í fyrsta sinn síðan 2002 sem Króatar komast ekki í átta liða úr- slit á stórmóti. Danir mæta Egypta- landi í átta liða úrslitum í Kaíró en Katar mætir Svíþjóð í Kaíró. Þá mætast Spánn og Noregur í Nýju höfuðborginni og Frakkar og Ung- verjaland mætast í Borg El Arab í hinum einvígum átta liða úr- slitanna. Íslensku þjálfararnir Alfreð Gíslason, Dagur Sigurðsson og Halldór Jóhann Sigfússon luku allir leik á heimsmeistaramótinu í gær en Alfreð og lærisveinar hans í Þýskalandi gerðu 23:23-jafntefli gegn Póllandi í Nýju höfuðborginni. Þýskaland endaði í þriðja sæti milliriðils eitt og lýkur keppni í 12. sæti HM sem er versti árangur Þýskalands á HM frá upphafi en versti árangur Þjóðverja, fyrir HM í Egyptalandi, var í Svíþjóð 2011 þegar liðið endaði í ellefta sæti. Dagur og lærisveinar hans í Jap- an lögðu Halldór Jóhann og læri- sveina hans í Barein í milliriðli tvö, 29:25. Japan lýkur keppni á mótinu í 19. sætinu en Barein í 21. sæti. Katar óvænt áfram í átta liða úrslitin AFP Gleði Frankis Marzo og Rafael Ca- pote fagna sigri gegn Argentínu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.