Morgunblaðið - 26.01.2021, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.01.2021, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 2021 ✝ Arndís Stein-grímsdóttir fæddist 24. sept- ember 1933 í Reykjavík. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Ísafold, Garðabæ 13. janúar 2021. Foreldrar hennar voru Stein- grímur Jónsson, rafmagnsstjóri Reykjavíkur, f. 18. júní 1890, d. 21. janúar 1975, og Lára Árnadóttir húsmóðir, f. 13. október 1892, d. 19. júlí 1973. Systkini Arndísar voru Guðrún Sigríður, f. 1920, d. 2006, Sig- ríður Ólöf, f. 1922, d. 2004, Þóra, f. 1924, d. 2014, og Jón, f. 1928, d. 2011. Arndís var ógift og barnlaus. Börn systkina hennar eru Óttar Birgir Ellingsen, Steingrímur Ólafur Ellingsen, Lára María Ellingsen, Björg Ellingsen, Lára skóla Reykjavíkur 1960-1970 og kennari við sama skóla frá 1971- 1990. Eftir það starfaði hún við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar fram að starfslokum. Arndís var formaður Félags tónlistarkenn- ara 1976-1977. Hún var einnig stofnfélagi í Gigtarfélagi Ís- lands. Arndís tók að sér einka- kennslu í píanóleik alla starfs- ævina. Arndís fékk heiðursverð- laun Evrópusambands píanókennara á 40 ára afmæli sambandsins 2019. Arndís ólst upp á Laufásvegi 73 í Reykjavík. Bjó mestalla æv- ina miðsvæðis í Reykjavík, en flutti á Strikið 8 í Garðabæ 2007. Frá ársbyrjun 2018 bjó hún á hjúkrunarheimilinu Ísa- fold í Garðabæ, þar sem hún lést. Arndís verður jarðsungin frá Áskirkju í dag, 26. janúar 2021, og hefst athöfnin klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni: https://www.sonik.is/arndis Aðeins nánustu aðstandendur og vinir verða viðstaddir at- höfnina. Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andat Margrét Sigurð- ardóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Katrín Sigurð- ardóttir, Stein- grímur Jónsson, Þóra Jónsdóttir og Vigdís Löve Jóns- dóttir. Arndís lauk prófi frá Gagnfræða- skóla Vesturbæjar 1950. Var við nám í píanóleik við Tónlistarskóla Reykjavíkur 1950-1956. Fór síð- an í áframhaldandi píanónám í Vínarborg 1956-1958. Var einn- ig við nám við Royal Academy of Music í London 1962-1963, en varð heim að hverfa vegna gigt- arsjúkdóms, sem háði henni alla fullorðinsævina. Arndís sótti einnig tónlistarnámskeið í Sviss, Ítalíu og Austurríki auk margra námskeiða á Íslandi. Arndís var stundakennari við Tónlistar- „Adda er dáin.“ Svona hljómaði símtalið sem ég fékk. Þrátt fyrir háan aldur var það óvænt. Adda frænka hefur verið hluti af mínu lífi svo lengi sem ég man. Hún er móðursystir mín og al- gengur gestur á æskuheimilinu og þátttakandi í mörgum hefðum sem þar tíðkuðust. Árlega voru til dæmis tínd rifsber og sultuð og fyrir jólin bakaðar smákökur. Þá var mikið fjör hjá systrunum en ég man mig sem áhorfanda sem naut góðs af og fékk að smakka, en í þá daga voru smákökurnar heilagar og ekki borðaðar fyrr en á jólum. Adda var alltaf góð við barnið, spjallaði og gerði grín. Lengi grín- aðist hún með aldurinn en hún var 29 ára í ótrúlega mörg ár. Lengi vel trúði ég því en svo kom að því að brandarinn virkaði ekki lengur og annað tók við. Adda var menntuð í píanóleik og ævistarfið píanókennsla. Ég var 7 ára þegar ég var sett í píanó- tíma til hennar en það var líklega erfiðara fyrir hana en mig því ég hafði engan áhuga á píanóæfing- um, vildi bara spila lög sem ég þekkti. Á endanum var þessum til- raunum til píanókennslu hætt en ég bý alltaf að þessu því ég lærði að lesa nótur og get enn í dag spil- að og sungið eftir þeim. Adda þjáðist af liðagigt frá því fyrir tvítugt og litaðist líf hennar af því. Mótlætið af þeim sökum var mikið en samt aldrei látið trufla meira en þurfti. Sem dæmi þá gat hún, píanókennarinn, ekki spilað á píanóið vegna gigtarinn- ar. Adda fann út úr því þannig að hún gat haldið áfram að kenna þrátt fyrir það. Hún var á undan sinni samtíð í því að huga að mat- aræði til að bæta heilsuna. Hún vissi hvað hreyfing og þjálfum var mikilvæg til að vinna gegn gigt- inni og sagði að æfingar væru mikilvægastar þegar hún væri mjög slæm. Hún var dugleg að rækta sjálfa sig þannig að hún gæti lifað sem eðlilegustu og bestu lífi, án utan að komandi hjálpar. Hún hafið gaman af að ferðast og á árum áður fór hún til ýmissa landa. Stærsta ferðalag hennar var þó án efa þegar hún fór til Kína en það voru ekki margir sem ferðuðust þangað á þeim árum. Það var auðvitað ógleymanleg upplifun en ég man að ég var fegin þegar hún var komin til baka því mér stóð alls ekki á sama um að hún færi á svo fjarlægar slóðir. Þegar ég var orðin fullorðin urðum við trúnaðarvinkonur og var hún mér mikill stuðningur þegar ég lenti í hremmingum í mínu lífi. Eitt sinn barst það í tal að mér fannst ég vera orðin það gömul að það yrði erfitt að snúa hlutunum mér í hag. Ég veit ekki hvert Adda ætlaði þegar hún heyrði þetta en ég var um fimm- tugt og hún um áttrætt. Svar hennar var “þú gömul, talaðu við mig þegar þú ferð að nálgast átt- rætt’’. Þetta hristi upp í mér og hef ég oft rifjað upp þessa setn- ingu þegar ég dett í einhverjar slíkar hugsanir. Ég get með sanni sagt að þó Öddu hafi ekki tekist að kenna mér á píanóið þá kenndi hún mér margt annað og dýrmætara. Hún stappaði í mig stálinu þegar illa stóð á og var lifandi fyrirmynd í að gefast ekki upp þó á móti blási. Dugnaður hennar var aðdáunar- verður. Nú kveð ég þig frænka mín í þeirri trú að nú sé allt betra. Blessuð sé minning þín og hvíl í friði. Katrín Sigurðardóttir (Kata). Kynslóðir koma, kynslóðir fara. Slík spakmæli verða öllum ljós þegar einhver sem alltaf hefur verið til kveður jarðlífið. Við frá- fall Arndísar Steingrímsdóttur, Öddu föðursystur minnar, verða þessi vísdómsorð skáldsins enn áþreifanlegri því þar með er horf- in öll kynslóð barnabarna langafa míns Árna Sveinssonar kaup- manns á Ísafirði og langömmu minnar Guðrúnar Brynjúlfsdóttur frá Mýrum í Dýrafirði, með þeirri undantekningu einni að enn er á lífi sonardóttir þeirra, Olivia Ol- son í Winnipeg í Kanada, 91 árs. Fyrst hitti ég Öddu þegar ég tæplega eins árs gamall kom til Íslands með foreldrum mínum frá Ameríku sumarið 1952. Eins og gefur að skilja man ég ekkert eftir fyrstu fundum okkar. Og ekki heldur þegar hún tveimur árum síðar heimsótti okkur á austur- strönd Bandaríkjanna. Við fórum meðal annars til New York, en hvorki man ég Öddu né New York. Þegar við fluttumst heim haustið 1954 varð Adda samferða mér og mömmu í flugvél Loftleiða en pabbi fór með búslóð og bíl með Tröllafossi Eimskipafélagsins. Á uppvaxtarárunum eru flestar minningarnar tengdar fjölskyldu- boðum á Laufásveginum en Adda bjó í foreldrahúsum meðan hún stundaði píanónám í Reykjavík og síðar í Austurríki og Englandi. Minnisstæð er líka ferð foreldra minna og yngstu systur norður í Hörgárdal til að sækja mig eftir mánaðardvöl í sveit, en Adda slóst í förina. Adda bauðst til að kenna mér á píanó. Ég var þá farinn að hlusta á Rolling Stones og vissi að í hljóm- sveitinni var píanóleikari sem vegna útlits fékk ekki að vera með opinberlega. Var ekki nægilega dapurlegur á svipinn og kinnfiska- soginn, og skemmdi því ímynd hljómsveitarinnar. Mér leist því vel á að læra á píanó. Það sem Adda ætlaði að kenna mér var þó víðs fjarri rokkmúsíkinni. Ég var því fljótur að draga í land og hætti eftir bara tvo eða þrjá tíma. Fleiri æskuminningar koma upp í hug- ann en verða ekki tíundaðar hér. Hin síðari ár þegar ég fór að velta fyrir mér ýmsu sem tengdist fjölskyldunni og gerst hafði áður en ég fæddist eða mundi eftir mér var gott að leita til Öddu með spurningar, einkum þegar hún var orðin ein eftir systkina sinna. Adda var ótrúlega minnug, og sumt gat ég sannreynt með því að leita uppi heimildir sem staðfestu það sem hún sagði mér. Mörg sím- töl héðan frá Svíþjóð snerust um eitthvað sem mig langaði allt í einu til að vita og ég hafði engan annan til að spyrja. Öddu tókst yf- irleitt að leysa úr spurningum mínum. Ég gat svo stundum fund- ið eitthvað sem fyllti í frásögnina og gat þannig frætt Öddu um eitt- hvað sem henni fannst gaman að fá að vita. Það verður skrýtið að geta ekki lengur hringt í Öddu og spurt um eitthvað sem upp kemur í hugann. En ég er þakklátur fyrir allt sem okkur fór á milli og fyrir allt sem hún sagði mér og gerði fyrir mig. Blessuð sé minning Arndísar Steingrímsdóttur. Steingrímur Jónsson. Arndís, sem alltaf var kölluð Adda, var afskaplega sæt stelpa, spengileg á velli, með rautt, eig- inlega kastaníubrúnt hár. Við bjuggum í sama hverfi í Reykja- vík, hún við austurenda Laufás- vegar, þ.e. nr. 73, en ég við austur- enda Bergstaðastrætis, nr. 76. Adda var árinu eldri en ég, en það breytti því ekki að við urðum góð- ar vinkonur og entist það ævi hennar út. Þegar Adda hóf skóla- göngu, sem samkvæmt lögum þess tíma hófst við 7 ára aldur, þ.e. ári á undan mér, urðu bekkjar- félagarnir hennar helstu vinir og félagar eins og eðlilegt má telja. Adda var skemmtileg og ein- staklega gaman sækja hana heim. Hún bjó við þau forréttindi að eiga margar og óvenjufallegar dúkkur, sem allar komu frá ævintýraland- inu Bandaríkjunum. Faðir Öddu, Steingrímur Jónsson rafmagns- stjóri, fór oft til Bandaríkjanna, sem við kölluðum Ameríku, í emb- ættiserindum og kom færandi hendi með dúkkurnar. Þær áttu fullt af fallegum fötum og var al- veg einstakt að fá að klæða þær í fötin sín. Auk þess átti Adda dúkkuvagn en skerminn á honum var hægt að spenna upp og niður eins og á alvöru barnavagni, en við stelpurnar í hverfinu áttum flest- ar dúkkuvagn úr tré, sem var mál- aður fallegum litum. Adda var gædd góðum tónlist- arhæfileikum og fór snemma að læra á píanó, sem leiddi til þess að hún varð píanókennari að ævi- starfi. En ekki fer alltaf saman „gæfa og gjörvileiki“ eins og dæmin sanna. Það ólán, svo að ég segi ekki ógæfa, henti Öddu að liðagigt tók að herja á hana á ung- lingsaldri, ekki síst fingurliði. Þarf ekki að fara mörgum orðum um það, hvílíkt högg það var að þessi vágestur skyldi einmitt taka sér bólfestu í fingrum, en það sem veitti henni mestu ánægjustund- irnar var jafnframt hennar lífsvið- urværi. En því fór fjarri að Adda léti bugast, ótrauð hélt hún áfram og nú var ferðinni heitið til Vín- arborgar og þar dvaldist hún við nám í píanóleik. Þar var fjölmenn Íslendinganý- lenda við nám og störf á þessum árum, þar á meðal margir vinir mínir. Þegar heim var komið mynduðu margir þeirra hóp sem hittist reglulega og úr þeim hópi þróaðist síðar fimm manna hópur, réttara sagt kvenna, sem hittist alltaf á gamlársdag – af öllum dögum. Ég var svo lánsöm að fá að vera með í þessum hópi, þótt ekki hefði ég verið Vínarbúi. Fyrstu ár- in hittumst við heima hjá Öddu, sem bjó á bernskuheimili sínu við Laufásveg, en með tímanum fór- um við að hittast til skiptis, hver hjá annarri. Hef ég á ekki tölu á, hve mörg ár þetta varði. En enginn má sköpum renna og þær kallaðar til æðri heima með árunum. Lengi vorum við Adda einar eftir af hópnum, þar til hún fékk kallið 13. janúar sl. Það var gott og gefandi að eiga vináttu Öddu og umfram allt skemmtilegt. Ættingjum og vinum sendi ég einlægar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Arndísar Steingrímsdóttur. Bergljót Líndal. Í síðasta símtali mínu við Öddu föðursystur mína lýsti hún ánægju yfir því að hafa fengið langþráða sprautu við Covid-19. Við það tækifæri var tekin mynd, sem birtist á heimasíðu Hrafn- istuheimilanna og sagðist hún vera orðin „fótómódel“. Það var einstök stund fyrir hana, sem gaf henni von um að nú þyrfti hún bráðum ekki að hafa áhyggjur af því að smitast af veirunni vondu og gæti bæði farið að taka á móti fólki í heimsókn til sín og farið út í þjóðfélagið. Hana langaði sérstak- lega að sjá breytinguna, sem orðið hefur á miðbæ Reykjavíkur. Við höfðum keyrt um götur Þingholts- ins fyrir nokkrum árum þar sem hún sagði mér sögur af fólkinu sem bjó í húsunum og gaf mér mynd af mannlífinu frá uppvaxt- arárum hennar. Adda þekkti Þingholtin, enda ólst hún upp í húsinu við Laufásveg 73, sem afi minn og amma byggðu á sínum tíma. Adda var yngst af fimm systk- inum og „grínið“ hjá systkinum hennar, þegar spurt var um hvað þau væru mörg, var svarið að þau væru fjögur og svo var Adda, en hún var fimm árum yngri en næsta systkini fyrir ofan, sem voru fædd á árunum 1920-1928. Allar systur pabba míns voru flottar og skemmtilegar, en í mín- um huga var Adda langfallegust þeirra. Það var því ekki leiðinlegt að heyra mömmu mína segja að sér fyndist ég líkjast Öddu í útliti. Adda heimsótti okkur oft þegar við systkinin vorum ung og bjugg- um í Rafstöðinni og hún tók líka að sér að koma og gefa kisunni okkar þegar við fórum í ferðalög, sem henni fannst kannski ekki al- veg eins skemmtilegt og mér fannst öruggt vitandi af að Adda hugsaði um kisu á meðan. Adda bauðst til að kenna okkur systk- inum á píanó, sem varð til þess að ég fór síðan í Tónlistarskóla Reykjavíkur, með stuðningi og hvatningu frá henni. Tónlistar- áhuga minn á ég að mörgu leyti Öddu að þakka, ásamt Láru ömmu og pabba, og það gladdi mig mikið að sjá Öddu gefa sér tíma í að fylgjast með börnum mínum í þeirra tónlistarnámi. Adda flutti á hjúkrunarheimilið fyrir þremur árum þegar hún gat ekki lengur búið ein. Samskiptin héldu áfram, annað hvort með heimsóknum eða símhringingum. Adda fylgdist með því sem gerðist í fjölskyldunni og þjóðlífinu; hún mundi afmælisdaga okkar og hafði samband til að óska okkur til hamingju með daginn. Kveðjustund frænku minnar úr þessu jarðlífi bar brátt að. Bólu- setning við Covid-19 gaf von um betra líf á nýju ári, en önnur veik- indi komu í veg fyrir það. Adda föðursystir mín dó skyndilega og það er bæði með sorg og söknuði, en um leið þakklæti fyrir líf okkar saman, sem ég kveð frænku mína yfir í næsta tilverustig, sem hún trúði að væri til. Adda var einstök. Hún var bæði skapmikil og blíð. Hún var dugleg að láta skoðun sína í ljós og stóð á sínu, en gat líka oft séð kómísku hliðina þegar svo bar við, eins og þegar hún sagðist hafa „tekið Kára á þetta“ eftir ákveðin samskipti, sem voru henni erfið. Megi Guð og góðar vættir fylgja frænku minni. Frændfólk okkar, afkomendur Vestur-Íslendinga, sem við höld- um enn sambandi við senda sam- úðarkveðjur vegna fráfalls Arn- dísar Steingrímsdóttur. Vigdís Löve Jónsdóttir. Arndís Steingrímsdóttir Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, SÆVAR ÞÓR HILMARSSON, Haugesund, Noregi, lést á heimili sínu 15. október. Minningarathöfn fer fram síðar á Íslandi. Hilmar Kristensson Sigrún Halldórsdóttir Helga M. Gestsd. Sørtveit John Sørtveit Jón Gestur Sørtveit Áslaug Jónsdóttir Kristinn Adolf Hilmarsson Hafdís Ármannsdóttir og frændsystkini Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR ÞÓRÐARSON frá Brekku í Norðurárdal, Bólstaðarhlíð 52, lést á Landspítalanum 20. janúar. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Æsa Jóhannesdóttir Sigríður Arna Ólafsdóttir Sævar Þór Gylfason Ólafur Albert Sævarsson Þóra Björk Þorgeirsdóttir Maríus Sævarsson Trausti Sævarsson Ragnheiður Rut Ólafsdóttir Möller BIRGIR GRÉTAR SIGURPÁLSSON frá Vík, Fáskrúðsfirði, lést á sjúkrahúsi Neskaupstaðar 23. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ættingjar og vinir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, JÓN BREIÐFJÖRÐ HÖSKULDSSON, Litlabæjarvör 15, Álftanesi, andaðist laugardaginn 23. janúar á Vífilsstöðum í faðmi fjölskyldunnar. Útförin verður auglýst síðar. Elín Jóhannsdóttir Margrét Jónsdóttir Einar S. Helgason Kristinn G. Jónsson Teresita Jónsson Jóhann Jónsson Jóna Konráðsdóttir barnabörn og langafabörn Dagbjört Höskuldsdóttir Elskulegur sonur okkar, faðir og bróðir, PÉTUR KARL PÉTURSSON, lést sunnudaginn 10. janúar. Útförin mun fara fram í kyrrþey. Sigríður Kristín Steinarsdóttir Pétur Pétursson Adrian Máni Pétursson Pétur Ómar Pétursson G. Lúkas Leo Pétursson Guðrún Sif Pétursson Birgitta Ósk Pétursdóttir Viktor Ingi Pétursson Gabríel Blær Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.