Morgunblaðið - 26.01.2021, Blaðsíða 14
Skoski þjóðarflokkurinn 63
Græningjar 6
Verkamannaflokkurinn 24
Frjálslyndir demókratar 5
Íhaldsflokkurinn 31
Skoska þingið í Holyrood
129 sæti
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Skoski þjóð-arflokk-urinn er í
sérkennilegri
stöðu. Hann er líkt
og flokkssystur
hans, Samfylking
og Viðreisn, dæmi-
gerður eins máls
flokkur og stendur ekki fyrir
neitt annað en það. Skoski
flokkurinn hefur barist fyrir
sjálfstæði frá öðrum Bretum.
En þeir eru þó ekki sjálfstæð-
ari en það, að í sömu andrá og
flokksforystan ber bumbur
fyrir nýafgreiddu máli, lætur
forysta hans eins og hún vilji,
strax eftir að hún sé laus við
Breta, ganga lóðbeint í Evr-
ópusambandið! Fara sem sagt
í sjálfstæðisefnum undir miklu
fjarlægara vald sem ekki
þekkir haus eða sporð á
skoskri sögu og telur ekki þess
virði að kynna sér hana. Kjör-
orðið gæti verið: „Úr ösku í
eld“.
En málflutningurinn um það
atriði er þó í skötulíki, hvernig
sem til hans er horft. Evrópu-
sambandið hefur raunar aldrei
tekið í fullri alvöru undir þetta
óráðshjal. Forystumenn á
þeim bæ hafa svo sem ekkert á
móti því að stjórnvöld í Lond-
on, sem hafa nóg á sinni
könnu, séu trufluð dálítið með
óskiljanlegum uppákomum í
tengslum við mál sem var af-
greitt til áratuga fyrir stuttu.
En þeir sömu leyna því lítt við
aðra að á slíka inngöngubeiðni
yrði aldrei litið í neinni alvöru.
Leyfðu búrókratar í Brussel
sér eitthvað í þá áttina væru
þeir sjálfir komnir í ógöngur
sem þeir sæju ekki út úr. Belg-
ar, Spánverjar, Frakkar og
reyndar fleiri myndu ekki
kunna þeim þakkir, svo vægt
sé til orða tekið. Og þar eru
a.m.k. tvær þjóðir af þremur
sem búrókratar yrðu að taka
nokkurt tillit til, sem aldrei er
gert gagnvart smáþjóðum í
Brussel.
Enda myndi slíkt fikt, óá-
byrgt og heimskulegt, draga
dilk á eftir sér, og fleiri en
einn. Þar með yrði til að
mynda kippt endanlega öllum
stoðum undan aldagömlum ill-
indum og kröfum Spánverja
um að fá Gíbraltar til baka. Því
ekki fer á milli mála að íbúar
við klettinn mikla vilja ekki
fyrir nokkurn mun falla undir
forræði stjórnarinnar í Ma-
drid. Ef það fordæmi yrði sett
sem meginregla skrifræðis-
báknsins í Bussel væri Gí-
braltarmálið endanlega dautt.
Þess utan gæti Hæstiréttur
Spánar ekki með góðu móti
fangelsað sjálfur þá sem tala
fyrir sjálfstæði í
Katalóníu, með
óáfrýjanlegum úr-
skurðum á fyrsta
dómstigi, eftir að
hafa haldið mönn-
um föngnum um
langa hríð, einnig
án þess að slíkum
úrskurðum verði áfrýjað.
Og áðurnefndar þjóðir og
fleiri til kynnu Brussel litlar
þakkir fyrir.
En Evrópusambandið hefur
einnig bent á að forráðamenn
Skoska þjóðarflokksins séu
fjarri því að hafa sín mál á
hreinu. Í eintali sínu um
samningsgerð við ESB hafi
þeir sagst mundu halda áfram
með breska pundið, sem væri
áfram stýrt frá London, þótt
þeir sjálfir væru horfnir úr
stjórnskipulegu sambandi við
England. Sundurslitamenn
benda á að Bretar hafi getað
haldið sinni mynt þrátt fyrir
veruna í ESB. En það var þá.
Nýir innlimaðir ættu ekki
kost á slíku. Reglurnar eru nú
algjörlega skýrar í þeim efn-
um.
En þess utan yrðu Skotar í
allt annarri stöðu en Bretland.
Þeir hefðu ekki undanþágu til
að hafa eigin mynt sem sjálf-
stæður banki þeirra myndi
annast og ábyrgjast, sem er
ekki lengur heimilt. Þeir væru
að biðja um að fá að halda í
mynt annarrar þjóðar sem
væri horfin úr ESB!
Þess utan segjast Skotar
ekki mundu gefa fiskveiðirétt-
indi sín eftir við ESB færu
þeir inn! Réttindi sem Boris
Johnson er nýbúinn að
tryggja þeim nú. En raun-
veruleikinn segir allt aðra
sögu. Ef þessar ókræsilegu
trakteringar og fleiri myndu
fylgja með í spurningaleikjum
skoðanamælinga er hætt við
að niðurstaða þeirra yrði allt
önnur og lakari.
En svo er hitt. Þegar loks
var látið eftir nuddi og nöldri
um atkvæðagreiðslu um skiln-
að Skota þá var ítrekað og
enginn ágreiningur gerður um
það, að þetta væri einstök
ákvörðun og yrði ekki end-
urtekin í núlifandi manna
minnum. Og það sem meira
var, sú staðreynd varð helsta
svipan sem áhugamenn um út-
göngu notuðu í sinni kosn-
ingabaráttu! „Þetta verður
eina tækifærið sem þið fáið til
að ákveða sjálfstæði í margar
kynslóðir,“ sögðu talsmenn
Skoska þjóðarflokksins. Og
reyndar var sú brýning talin
þeirra alöflugasta vopn í kosn-
ingabaráttunni. En dugði ekki
til.
Það er eftirtektar-
vert fyrir Íslendinga
að fylgjast með
málavafstri Skota
um skilnað og ný
bönd í sömu andrá}
Skrítinn en ekki
skondinn málflutningur
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Skotar ganga til þingkosn-inga hinn 6. maí og flestirganga að því vísu að Skoskiþjóðarflokkurinn (SNP)
vinni þar enn einn kosningasigurinn
og endurheimti meirihluta á skoska
þinginu í Holyrood í Edinborg.
Nema eitthvað óvænt gerist.
SNP hefur unnið allar kosn-
ingar í Skotlandi frá árinu 2011, hef-
ur verið með örugga forystu í skoð-
anakönnunum undanfarið ár og
meira en 50% stuðning eins og
stendur. Yfirburðirnir eru slíkir að
grínast er með að Skotland sé síð-
asta einsflokksríki í Evrópu.
Sjálfstæðisbaráttan enn á ný
Þær kosningar munu þó ekki
aðeins snúast um hver hafi tögl og
hagldir í skoska þinginu, því um
helgina sagði Nicola Sturgeon, leið-
togi SNP og forsætisráðherra
skosku heimastjórnarinnar, að fengi
hún sigur myndi hún boða aftur til
þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálf-
stæði Skotlands, hvort sem Boris
Johnson, forsætisráðherra Bret-
lands, líkaði það betur eða verr.
Þetta vill Sturgeon þrátt fyrir
að hafa staglað á því fyrir sams kon-
ar þjóðaratkvæðagreiðslu 2014, að
þar yrði gert út um þau mál næsta
mannsaldur, það væri eina tækifær-
ið. Hún rökstyður það með því að nú
sé Brexit, útganga Breta úr Evrópu-
sambandinu, gengin í gegn, en
meirihluti Skota hafi verið andsnú-
inn henni. Fyrir vikið séu forsend-
urnar gerbreyttar, Skotar vilji úr
breska ríkjasambandinu og í evr-
ópska ríkjasambandið.
Góð plága hjá Sturgeon
Brexit skipti máli í hugum
margra Skota, líklegra má þó telja
að Sturgeon sé einfaldlega að nota
það tækifæri sem upp er komið, en
það má frekar rekja til heimsfarald-
ursins. Skotar eru flestir ánægðir
með snaggaralega frammistöðu
sinnar konu í baráttu við kórónu-
veiruna, en hún hefur verið daglegur
gestur á heimilum landsmanna í
beinni útsendingu BBC í Skotlandi.
Persónulegar vinsældir hennar hafa
aukist verulega við það, svo mjög
raunar að aðrir flokkar hafa kvartað
undan því að ríkissjónvarpinu hafi
þar verið pólitískt misbeitt. Það er
þeim örugglega enn sárara en ella
fyrir það, að Skotar hafa orðið nán-
ast jafnilla úti og Englendingar í
plágunni og þeim gengur miklu verr
við bólusetninguna. Þær staðreyndir
virðast hins vegar í engu hrófla við
ímynd landsmóðurinnar.
Á móti má kannski segja að það
ætti að vera SNP áhyggjuefni, að
hann mælist ekki hærra í skoðana-
könnum, Sturgeon er töluvert vin-
sælli en flokkurinn og stuðningur
við hana einnig meiri en við sjálf-
stæðið.
Vandræðin vegna Salmonds
Hins vegar er annað að valda
Sturgeon vanda, sem er mál Alex
Salmonds, fyrirrennara hennar.
Hann var sakaður um kynferðisbrot
á sínum tíma, sem hann var að öllu
leyti sýknaður af í fyrra, en stjórn-
málaferilinn samt í molum og hann
grunar Sturgeon og hennar fólk um
græsku í þeirri aðför.
Í ljós hefur komið að Sturgeon
hefur ekki sagt alveg satt frá því
hvað hún vissi og hvenær og Peter
Murrel, framkvæmdastjóri SNP,
sem er jafnframt eiginmaður henn-
ar, hefur verið sakaður um meinsæri
í málinu.
Þetta kann að skaða Sturgeon
er nær dregur kosningum. Samt
mun það varla hafa úrslitaáhrif, því
öll stjórnmál í Skotlandi eru tromp-
uð af sjálfstæðismálinu.
Sturgeon veðjar á
sjálfstæðið öðru sinni
Skotland Alex Salmond og Nicola Sturgeon meðan allt lék í lyndi. Samband
þeirra er baneitrað nú, en Salmond telur hana hafa bruggað sér launráð.
Skotland er um einn þriðji Bret-
lands, alls um en 78 þúsund
km², en Skotar eru um 5,5 millj-
ónir, rúm 8% af íbúum þess.
Skotar og Englendingar
gerðu með sér ríkjasamband ár-
ið 1707, en til þess að mæta
auknum sjálfstæðiskröfum
fengu Skotar nokkra heima-
stjórn árið 1998, þar á meðal
eigið þing og heimastjórn. Árið
2014 höfnuðu 55% Skota sjálf-
stæði í þjóðaratkvæðagreiðslu,
en þjóðin má enn heita klofin í
sjálfstæðismálunum.
Fámenn þjóð
og klofin
SKOTLAND
N
ý menntastefna leggur ríka
áherslu á hugrekki, sköpun og
gagnrýna hugsun – eiginleika
sem flutt hafa fjöll og skapað
margvísleg verðmæti fyrir
samfélög. Tungumálið okkar geymir mörg orð
yfir þá einstaklinga sem koma auga á nýja
möguleika og hrinda þeim í framkvæmd enda
er íslenskan „orða frjósöm móðir“ eins og
Bólu-Hjálmar kvað; brautryðjandi, forkólfur,
hvatamaður, frumkvöðull, frumherji, upphafs-
maður, nýsköpuður, forvígismaður og nú síð-
ast nýyrðið athafnaskáld. Og talandi um skáld.
Steingrímur Thorsteinsson var eitt af þjóð-
skáldunum okkar. Steingrímur kom víða við í
íslensku þjóðlífi á nítjándu öld. Hann þýddi
meðal annars ævintýri H.C. Andersen og Þús-
und og eina nótt og enn þykja snilldarþýðingar hans hent-
ugar tækifærisgjafir handa börnum. Steingrímur var
dyggur stuðningsmaður Jóns Sigurðssonar í þjóðfrelsis-
baráttunni og lengi rektor Lærða skólans í Reykjavík.
Tækifærið gríptu greitt,
giftu mun það skapa.
Járnið skaltu hamra heitt,
að hika er sama og tapa
Þessar línur eru úr einu af þekktari kvæðum Steingríms
og lýsa svo vel eldmóði þeirrar kynslóðar sem lagði grunn
að samfélaginu sem við búum við í dag. Kvæðið fangar vel
þá hugsun sem einkennir frumkvöðla og eiginleikana sem
þeir þurfa öðrum fremur að temja sér. Frumkvöðlastarf
snýst þó ekki eingöngu um hugarfar, heldur líka
um skipulag, verkferla, þrautseigju og margt
fleira. Hugarfar frumkvöðulsins er hægt að læra
og styrkja, eins og allt annað. Þess vegna er
mikilvægt að umgjörðin sé góð og skapi tæki-
færi fyrir ungt fólk. Mennta- og menningar-
málaráðuneytið hefur til dæmis stutt við starf-
semi samtakanna Ungra frumkvöðla í gegnum
árin, enda styður starf þeirra vel við þá stefnu að
efla nýsköpunar- og frumkvöðlahugsun nem-
enda. Þá fengu á dögunum ungmenni í Lang-
holtsskóla Íslensku menntaverðlaunin fyrir
framúrskarandi þróunarverkefnið Smiðjan í
skapandi skólaumhverfi. Markmiðið er að auka
veg þverfaglegra viðfangsefna með áherslu á
sköpun, lykilhæfni og nýtingu upplýsingatækni í
námi. Ég heimsótti Smiðjurnar í gær og var
heilluð af því starfi sem þar er unnið.
Ný menntastefna grundvallast á því að nemendur geti
beitt rökvísi, ígrundun og hafi hugrekki til að skapa. Í
henni er lögð áhersla á sköpun í öllu skólastarfi til að
stuðla að persónulegum þroska, frumkvæði og nýsköpun.
Unnið skal með samspil gagnrýninnar hugsunar og sköp-
unar til þess að þroska sjálfstætt gildismat nemenda,
styrkja hæfni til að setja ólíkar niðurstöður í samhengi og
efla þroska til samfélagslegar umræðu. Forsenda þess að
virkja og viðhalda sköpunarkrafti og -kjarki nemenda er
að þeim sé búið námsumhverfi þar sem hvatt er til frum-
kvæðis, sjálfstæðis og skapandi hugsunar á öllum sviðum.
Tækifærið gríptu greitt
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
Pistill