Morgunblaðið - 26.01.2021, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 2021
Tunguhálsi 10
Sími 415 4000
www.kemi.is
kemi@kemi.is
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Utanríkisráðherrar Evrópusam-
bandsríkjanna ræddu í gær hvort
beita ætti rússnesk stjórnvöld frek-
ari viðskiptaþvingunum vegna máls
stjórnarandstæðingsins Alexei Na-
valní og viðbragða rússnesku lög-
reglunnar við fjöldamótmælum sem
fram fóru í öllum helstu borgum
Rússlands um helgina.
Josep Borrell, utanríkismálastjóri
sambandsins, mun heimsækja
Moskvu í byrjun febrúar til þess að
þrýsta á Kremlverja um að Navalní
verði látinn laus úr haldi. Þá ákváðu
utanríkisráðherrarnir að bíða um
sinn með viðskiptaþvinganir, eða
þar til ljóst verður hvort Navalní
verði dæmdur til frekari fangelsis-
vistar, en réttað verður í máli hans
2. febrúar næstkomandi.
Nú þegar eru í gildi viðskipta-
þvinganir á hendur Rússum vegna
yfirtökunnar á Krímskaga árið 2014,
auk þess sem nokkur ríki settu á
viðskiptaþvinganir vegna eituref-
naárásarinnar á Navalní síðasta
haust, sem leiddi til þess að hann
var fluttur til Þýskalands til lækn-
inga.
Boða frekari mótmæli
Navalní á yfir höfði sér allt að
þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að
hafa ekki staðið við skilmála skilorðs
síns, á meðan hann dvaldist í Þýska-
landi. Leoníd Volkov, einn af sam-
verkamönnum Navalní, kallaði eftir
því að aftur yrði mótmælt næsta
sunnudag. Sagði Volkov að mótmæli
helgarinnar hefðu verið söguleg, en
lögreglan handtók tæplega 3.700
manns í 125 mismunandi borgum á
laugardaginn.
Neitar að eiga lystihöll
Stuðningsmenn Navalní birtu í
síðustu viku myndband, þar sem
hann kynnti rannsókn sína á meintri
spillingu í Rússlandi. Beindi Navalní
þar sérstaklega sjónum sínum að
lystihöll við Svartahafið, sem hann
sagði tilheyra Vladimír Pútín Rúss-
landsforseta.
Pútín neitaði í gær þeim ásökun-
um að hann eða nokkur af nánum
skyldmennum sínum ættu eða hefðu
átt viðkomandi landareign. Mynd-
band Navalnís þar sem hann greindi
frá höllinni hefur nú verið skoðað
tæplega 87 milljón sinnum á vefsíð-
unni YouTube.
Sagði Navalní höllina þar vera
„Versali“ Pútíns, og að hún væri
dýrasta höll sem byggð hefði verið,
en hún mun hafa kostað um 1,4
milljarða Bandaríkjadala í bygg-
ingu. Rakti Navalní einnig ýmsa
meinta greiða sem hefðu verið inntir
af hendi við byggingu hennar.
AFP
Mótmæli Tæplega 3.700 voru handteknir í 125 borgum á laugardaginn.
Ræddu viðskiptaþvinganir
Borrell mun heimsækja Rússland í næstu viku til að ræða mál Navalnís
Boðað til frekari mótmæla í næstu viku Pútín neitar að eiga „Versalahöllina“
Joe Biden Bandaríkjaforseti sam-
þykkti í gær tilskipun, þar sem
transfólki var leyft að þjóna í banda-
ríska hernum á ný, en Donald
Trump, fyrirrennari hans, setti bann
á slíkt árið 2017. Sagði Biden að allir
Bandaríkjamenn sem væru hæfir til
þess að vera í hernum ættu að fá
leyfi til þess.
Í tilskipuninni er sérstaklega
bannað að vísa fólki úr hernum
vegna kynvitundar sinnar, og sagði
þar að herafli Bandaríkjanna þrifist
best á því að þar starfaði fjölbreyttur
hópur Bandaríkjamanna sem gæti
mætt þeim háu kröfum sem gerðar
eru til herþjónustu.
Trump bannaði herþjónustu
transfólks í júlí 2017, en Barack
Obama hafði áður sett áætlun um að
þau gætu gegnt herþjónustu í gang.
Sagði Trump að stefna Obama í
málaflokknum væri truflandi og dýr,
auk þess sem hún drægi úr viðbún-
aðarstigi og „félagsskap“ meðal her-
manna.
Styður tilskipunina
Lloyd Austin, sem nýlega var
skipaður í embætti varnarmálaráð-
herra, sagði í gær að hann styddi til-
skipun Bidens og að varnarmála-
ráðuneytið myndi þegar í stað grípa
til viðeigandi aðgerða til þess að
hrinda henni í framkvæmd. Þá
myndi ráðuneytið sjá um læknis-
kostnað hermanna sem tengdist leið-
réttingarferlinu.
Bannið tók gildi 2019 og var þeim
sem þegar höfðu komið út úr skápn-
um leyft að þjóna áfram, en nýliðum
úr hópi transfólks var ekki hleypt
inn. Rúmlega 1,3 milljónir manna
eru í Bandaríkjaher og áætlar
varnarmálaráðuneytið að um 9.000
þeirra séu trans. Þar af eru um þús-
und manns sem hafa gengið í gegn-
um kynleiðréttingarferli.
Leyfir transfólki
að þjóna í hernum
Biden snýr ákvörðun Trumps við
AFP
Bandaríkjaher Banninu var mót-
mælt á sínum tíma árið 2017.
Mark Rutte forsætisráðherra Hol-
lands fordæmdi í gær það sem hann
kallaði „glæpsamlegt ofbeldi“ í
mótmælum á sunnudaginn, en lög-
reglan þurfti að handtaka um 250
manns og beita vatnsfallbyssum og
táragasi til þess að leysa upp mót-
mæli gegn útgöngubanni vegna
heimsfaraldursins. Útgöngubannið
er í gildi milli 9 á kvöldin og 4:30 á
morgnana, en þetta er í fyrsta sinn
frá stríðslokum sem hollensk
stjórnvöld grípa til þess ráðs.
Óeirðaseggir brutust inn í búðir,
kveiktu í bílum, auk þess sem reynt
var að kveikja í skimunarstöð gegn
veirunni. Sagði Rutte hegðun mót-
mælenda óásættanlega og að allt
venjulegt fólk myndi horfa á at-
burði helgarinnar með hryllingi.
HOLLAND
AFP
Holland Lögreglumenn og mótmæl-
endur tókust á um helgina.
Fordæmir „glæp-
samlegt ofbeldi“
Bandaríska líftæknifyrirtækið Mod-
erna tilkynnti í gær að bóluefni þess
ætti að virka gegn helstu afbrigðum
kórónuveirunnar sem komið hafa
fram. Stephane Bancel, fram-
kvæmdastjóri Moderna, sagði að
hinar nýju upplýsingar um hvernig
bóluefnið virkaði gegn nýju afbrigð-
unum væru hughreystandi, en sagði
að fyrirtækið myndi áfram prófa
efnið. Nú er Moderna einkum að
skoða hvernig efnið virkar með
þremur skömmtum á mann með
nokkurra vikna millibili í stað
tveggja áður.
Ríki heims hafa tekið til við að
loka landamærum sínum síðustu
daga og vikur vegna hinna nýju af-
brigða, sem fyrst greindust í Bret-
landi og Suður-Afríku, en þau eru
sögð meira smitandi og mögulega
einnig með hærri dánartíðni hjá
vissum aldurshópum en fyrri af-
brigði veirunnar.
Frakkar, Ísraelar og Svíar eru á
meðal þeirra þjóða sem hafa sett á
hertar ferðatakmarkanir að undan-
förnu og hugðist Bandaríkjastjórn í
gær endurnýja ferðabann á erlenda
ríkisborgara sem hafa verið í Bret-
landi, Brasilíu og Suður-Afríku, sem
og önnur ríki sem hafa átt í vand-
ræðum með faraldurinn, en þar á
meðal eru flest ríki Evrópu. Joe Bi-
den Bandaríkjaforseti setti í síðustu
viku á skyldu til að þeir sem kæmu
til Bandaríkjanna færu í sóttkví.
255 milljón störf glötuðust
Áhrif heimsfaraldursins eru enn
að koma í ljós, en Alþjóðavinnu-
málastofnunin ILO sagði í gær að
um 255 milljónir starfa hefðu glatast
á síðasta ári vegna kórónuveirunnar.
Væri það um það bil fjórum sinnum
meira en hefði glatast í alþjóðlegu
fjármálakreppunni árið 2009.
Guy Rider, yfirmaður ILO, sagði
að kórónuveirukreppan hefði verið
sú versta fyrir atvinnulíf frá krepp-
unni miklu á fjórða áratugnum.
Moderna-efnið sagt virka á afbrigðin
Fjórum sinnum fleiri störf glötuðust
á síðasta ári en í kreppunni 2009
AFP
Kórónuveiran Hjúkrunarfræðingur
sinnir sjúklingi í Frakklandi.
Indverskir embættismenn greindu
frá því í gær að indverskir og kín-
verskir hermenn hefðu lent í skær-
um við landamæri ríkjanna í Hi-
malaja-fjöllum, en ríkin greinir á
um hvar þau eigi að liggja.
Skærur hafa reglulega brotist út
á milli ríkjanna á landamærunum,
en í júní í fyrra var greint frá því að
minnst 20 indverskir hermenn
hefðu látist í átökum við Kínverja.
Sagði í tilkynningu indverska
hersins að einungis hefði verið um
minni háttar atvik að ræða í síðustu
viku og að það hefði verið leyst eft-
ir áður samþykktum leiðum.
Fimm indverskir hermenn og 15
kínverskir munu hafa særst í skær-
unum, en kínverska utanríkisráðu-
neytið kannaðist ekkert við atvikið
þegar spurt var um það.
INDLAND
Tuttugu særðir í
landamæraskærum