Morgunblaðið - 26.01.2021, Side 10

Morgunblaðið - 26.01.2021, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 2021 Þjómustuskipið Skandi Acercy lagðist að bryggju á Eskifirði í fyrrinótt. Frá borði var hífður tæplega 20 metra prammi, sem Laxar ehf. hafa leigt frá Noregi til að sinna fóðrun í eldiskvíum við Gripalda í sunnanverðum Reyð- arfirði. Flutningaskipið er 160 metra langt, 27 metr- ar á breidd og það er búið öflugum krana og þyrlupalli. Það var upphaflega væntanlegt til Eskifjarðar á laugardag, en seinkaði aðeins vegna veðurs á leiðinni. Nýi pramminn tekur um 320 tonn af fóðri og kemur í stað aðeins stærri pramma, Munins, sem sökk við kvíarnar í illviðri aðfaranótt 10. janúar. Undanfarið hafa fjórir þjónustubátar með fóðurbyssur sinnt fóðrun fisksins í 16 kví- um við Gripalda. Þar eru nú um 3.900 tonn af fiski sem verður kominn í sláturstærð í haust. Jens Garðar Heglason, framkvæmdastjóri Laxa, segir að unnið sé að undirbúningi þess að dæla um tíu þúsund lítrum af hráolíu úr prammanum. Ekki sé endanlega ljóst hvenær og hvernig staðið verði að málum, en aðstæður þurfi að vera góðar. Málið er unnið í samvinnu fyrirtækisins, Fjarðabyggðarhafna, Um- hverfisstofnunar og tryggingafélags Laxa. Ekki hefur orðið vart við olíuleka frá pramm- anum. aij@mbl.is 160 metra skip með nýjan pramma Ljósmynd/Jens Garðar Helgason Öflugt skip Skandi Acercy gnæfði yfir hafnarsvæðið á Eskifirði í fyrrinótt þegar komið var með prammann. Skipið er 157 metra langt, þyrlupallur er fremst á því og það er búið öflugum krana. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fyrirliggjandi gögn benda ekki til þess að rekja megi tugi dauðsfalla í hópi þeirra sem hafa verið bólu- settir gegn Covid-19 beint til bólu- efnanna, að sögn vísindamanna. Þetta kemur fram í frétt AFP um dauðsföll og bólusetningar víða í Evrópu. Heilbrigðisstofnanir leggja áherslu á að meirihluti þeirra sem létust í kjölfar bólusetningar hafi verið eldra fólk sem var viðkvæmt og oft mjög veikt. Norðmenn greindu frá því í síð- ustu viku að 33 úr hópi um 20.000 íbúa öldrunarheimila hefðu látist eftir að þeir fengu fyrri sprautuna af bóluefni frá Pfizer/BioNTech. Að minnsta kosti 13 þeirra sem lét- ust voru ekki aðeins háaldraðir heldur einnig veikburða og með al- varlega sjúkdóma, að sögn Norsku lýðheilsustofnunarinnar. Tekið var fram að greining á dánarorsökum hefði ekki farið fram en bent var á að eðlilegar hliðarverkanir bólusetninga, eins og hiti eða ógleði, gætu hafa haft áhrif. Fréttin olli áhyggjum utan Noregs og ýtti undir tortryggni í garð bólusetninganna. Í framhaldi af því lögðu heilbrigðisyfirvöld áherslu á að ekki hefði verið sýnt fram á nein tengsl á milli bóluefn- isins og dauðsfallanna. Á föstudag- inn var höfðu Frakkar skráð níu dauðsföll langveikra sjúklinga á hjúkrunar- og öldrunarheimilum eftir bólusetningu. Þá var búið að bólusetja um 800.000 manns í land- inu. Franska lyfjastofnunin sagði að samkvæmt fyrirliggjandi gögn- um benti ekkert til þess að dauðs- föllin tengdust bólusetningunni. Eins voru dæmi um 13 dauðsföll aldraðra í Svíþjóð og sjö á Íslandi sem ekki var hægt að rekja beint til bóluefnisins. Heilbrigðisstarfs- maður í Portúgal lést tveimur dög- um eftir bólusetningu. Krufning sýndi engin tengsl á milli andláts- ins og bóluefnisins. Evrópska lyfjastofnunin (EMA) sagði að þrátt fyrir þessi andlát hefði Comirnaty ekki valdið nein- um sérstökum áhyggjum til þessa, en Comirnaty er vöruheiti Pfizer- bóluefnisins. EMA tók fram að yf- irvöld rannsökuðu andlátin til að athuga hvort bóluefnið hefði verið ástæða þeirra. Stofnanir ESB og einstakra Evrópulanda rannsaka einnig ábendingar heilbrigðis- stétta, lyfjafyrirtækja og sjúklinga varðandi bólusetningar. Að svo stöddu er fjöldi dauðsfalla í hópi bólusettra ekki talinn vera óeðli- lega mikill. Víða um lönd eins og í Frakklandi, Noregi, Stóra- Bretlandi, á Spáni og á Íslandi hef- ur verið byrjað á að bólusetja elsta fólkið. „Það kemur ekki á óvart að sumt af þessu fólki verði veikt í ljósi aldurs og undirliggjandi sjúk- dóma skömmu eftir bólusetningu án þess að bóluefninu sjálfu sé um að kenna,“ sagði lyfjastofnun Stóra-Bretlands (MHRA). Meira en 60 milljónir manna í a.m.k. 64 löndum og landsvæðum höfðu verið bólusettar á laugardag- inn var, að sögn AFP. Dauðsföll ekki rakin til bóluefnis  Flestir bólusettra gegn Covid-19 sem létust voru háaldr- aðir og veikir AFP Frá Englandi Bólusetningarmiðstöð hefur verið sett upp í Winter Gardens í Blackpool á Norðvestur-Englandi. Opna á fleiri en 30 bólusetningarmiðstöðvar gegn Covid-19 víðsvegar um England í þessari viku. Bólusetningarherferðin er sú umfangsmesta sem um getur í sögu Stóra-Bretlands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.