Morgunblaðið - 04.02.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2021
Hjá Akureyrarbæ er nú í undirbún-
ingi að endurgera tröppurnar sem
liggja frá Kaupvangsstræti upp að
Akureyrarkirkju. Rafmagnshita-
þræðir sem liggja undir stéttum eru
ónýtir og hefur í vetrarríkinu að
undanförnu þurft að handmoka snjó
í tröppunum. Í stað þráðanna stend-
ur til að setja snjóbræðslurör með
heitu vatni.
„Verkið er rétt á byrjunarreit. Nú
þarf að fara í kostnaðarmat, verk-
hönnun og svo útboð. Óvíst er hve-
nær hægt er að byrja á fram-
kvæmd,“ segir Guðríður Friðriks-
dóttir, sviðsstjóri umhverfis- og
mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, í
samtali við Morgunblaðið.
Kirkjutröppurnar eru tvímæla-
laust eitt af þekktari kennileitum
Akureyrar og leikur margra, til
dæmis ferðafólks sem kemur norð-
ur, er að þramma þær upp og niður
og telja. Útkoman er breytileg frá
manni til manns; sumir telja að taln-
ingin eigi að byrja við götu og þá
verða tröppurnar 116, en 110 sé mið-
að við dyrapall við Hótel KEA sem
upphafspunkt. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Tröppurnar Tvímælalaust eitt af
þekktari kennileitum Akureyrar.
Endurgera
kirkjutröppur
á Akureyri
Endurnýja bræðsl-
una 116 eða 110?
Mörkin 6 - 108 Rvk.
s:781-5100
Opið: 11-18 virka daga
og 11-15 laugardaga.
www.spennandi-fashion.is
ÚTSALA
40-50%
AFSLÁTTUR
FALLEG HÖNNUN
OG GÆÐi
Skipholti 29b • S. 551 4422
TRAUST
Í 80 ÁR
NÝJAR BUXNASENDINGAR FRÁ
GARDEUR OG GERRY WEBER
ÚTSALAN Í FULLUM GANGI
OFURTILBOÐ – 60%-70% AFSLÁTTUR
Skoðið laxdal.is
Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna
Netverslun á www.belladonna.is
Fæst í
netverslun
belladonna.is
Nýjar vörur streyma inn
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Verðhrun á útsölu
Nýjar vörur
Skyrtur / Blússur kr. 6.990.-
Str. S-XXL – 3 litir
20% aukaafsláttur
af allri útsöluvöru
Umhverfisstofnun hefur verið í sam-
skiptum við eiganda bátsins Blíðu SH
277, sem sökk á Breiðafirði í nóvem-
ber 2019, og hefur gert kröfu um að
skipið verði tekið af hafsbotni. Er það
gert í samræmi við ákvæði 20. greinar
laga um varnir gegn mengun hafs og
stranda.
Samkvæmt lögunum getur eigandi
skips farið fram á það við stofnunina
að það skuli vera óhreyft þar sem það
er. Slíkri beiðni skal fylgja áhættumat
þar sem gerð er grein fyrir umhverf-
islegum ávinningi ásamt kostnaði við
að fjarlægja hið sokkna skip. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Umhverfis-
stofnun er það mál í ferli núna og end-
anleg ákvörðun mun ekki liggja fyrir
fyrr en að því loknu. Tryggingarfélag
bátsins hefur frá upphafi verið upp-
lýst um gang málsins.
Talið er að um borð í skipinu hafi
verið um þrjú þúsund lítrar af gasolíu
og 400 lítrar af glussaolíu þegar það
sökk. Samkvæmt upplýsingum frá
Umhverfisstofnun hefur ekki verið
staðfest hvort umrædd olía sé í skip-
inu eða hafi lekið út eftir eða þegar
það sökk. Kafað hafi verið niður að
skipinu og ekki hafi orðið vart við olíu-
leka.
Í lokaskýrslu rannsóknanefndar
samgönguslysa, siglingasviðs, sem af-
greidd var í síðustu viku, segir að
nefndin telji afar mikilvægt, m.a.
vegna rannsóknarhagsmuna, að í til-
fellum sem þessum sé skipsflak tekið
upp. aij@mbl.is
Vilja losna við
Blíðu af botninum
Samskipti Umhverfisstofnunar og útgerðar
Blíða SH Báturinn sökk á Breiða-
firði fyrir rúmlega ári.
Keppni í áhugamannadeild Equs-
ana í hestaíþróttum hefst í kvöld.
Keppt verður í fjórgangi í Sam-
skipahöllinni á félagssvæði hesta-
mannafélagsins Spretts í Kópavogi
og Garðabæ.
Keppnin verður án áhorfenda.
Alendis TV mun sýna beint frá
keppninni, eins og öðrum keppnum
deildarinnar í vetur.
Þrettán lið keppa í deildinni í vet-
ur og í tilkynningu frá áhuga-
mannadeildinni kemur fram að
töluverðar breytingar hafi orðið í
flestum liðum frá síðasta keppn-
istímabili.
Telja stjórnendur útlit fyrir
harða keppni í fjórganginum í
kvöld. Saga Steinþórsdóttir sigraði
í fjórgangi í fyrravetur á Móa frá
Álfhólum. Þau mæta aftur saman í
kvöld. Þá verða margir nýir hestar
og knapar sem ekki hafa keppt í
deildinni áður. helgi@mbl.is
Áhugamannadeildin af stað í kvöld
Morgunblaðið/Ómar
Sprettur Fjórar keppnir eru í áhuga-
mannadeild í Samskipahöllinni.