Morgunblaðið - 04.02.2021, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.02.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2021 Hjá Akureyrarbæ er nú í undirbún- ingi að endurgera tröppurnar sem liggja frá Kaupvangsstræti upp að Akureyrarkirkju. Rafmagnshita- þræðir sem liggja undir stéttum eru ónýtir og hefur í vetrarríkinu að undanförnu þurft að handmoka snjó í tröppunum. Í stað þráðanna stend- ur til að setja snjóbræðslurör með heitu vatni. „Verkið er rétt á byrjunarreit. Nú þarf að fara í kostnaðarmat, verk- hönnun og svo útboð. Óvíst er hve- nær hægt er að byrja á fram- kvæmd,“ segir Guðríður Friðriks- dóttir, sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, í samtali við Morgunblaðið. Kirkjutröppurnar eru tvímæla- laust eitt af þekktari kennileitum Akureyrar og leikur margra, til dæmis ferðafólks sem kemur norð- ur, er að þramma þær upp og niður og telja. Útkoman er breytileg frá manni til manns; sumir telja að taln- ingin eigi að byrja við götu og þá verða tröppurnar 116, en 110 sé mið- að við dyrapall við Hótel KEA sem upphafspunkt. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Tröppurnar Tvímælalaust eitt af þekktari kennileitum Akureyrar. Endurgera kirkjutröppur á Akureyri  Endurnýja bræðsl- una  116 eða 110? Mörkin 6 - 108 Rvk. s:781-5100 Opið: 11-18 virka daga og 11-15 laugardaga. www.spennandi-fashion.is ÚTSALA 40-50% AFSLÁTTUR FALLEG HÖNNUN OG GÆÐi Skipholti 29b • S. 551 4422 TRAUST Í 80 ÁR NÝJAR BUXNASENDINGAR FRÁ GARDEUR OG GERRY WEBER ÚTSALAN Í FULLUM GANGI OFURTILBOÐ – 60%-70% AFSLÁTTUR Skoðið laxdal.is Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is Fæst í netverslun belladonna.is Nýjar vörur streyma inn Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Verðhrun á útsölu Nýjar vörur Skyrtur / Blússur kr. 6.990.- Str. S-XXL – 3 litir 20% aukaafsláttur af allri útsöluvöru Umhverfisstofnun hefur verið í sam- skiptum við eiganda bátsins Blíðu SH 277, sem sökk á Breiðafirði í nóvem- ber 2019, og hefur gert kröfu um að skipið verði tekið af hafsbotni. Er það gert í samræmi við ákvæði 20. greinar laga um varnir gegn mengun hafs og stranda. Samkvæmt lögunum getur eigandi skips farið fram á það við stofnunina að það skuli vera óhreyft þar sem það er. Slíkri beiðni skal fylgja áhættumat þar sem gerð er grein fyrir umhverf- islegum ávinningi ásamt kostnaði við að fjarlægja hið sokkna skip. Sam- kvæmt upplýsingum frá Umhverfis- stofnun er það mál í ferli núna og end- anleg ákvörðun mun ekki liggja fyrir fyrr en að því loknu. Tryggingarfélag bátsins hefur frá upphafi verið upp- lýst um gang málsins. Talið er að um borð í skipinu hafi verið um þrjú þúsund lítrar af gasolíu og 400 lítrar af glussaolíu þegar það sökk. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun hefur ekki verið staðfest hvort umrædd olía sé í skip- inu eða hafi lekið út eftir eða þegar það sökk. Kafað hafi verið niður að skipinu og ekki hafi orðið vart við olíu- leka. Í lokaskýrslu rannsóknanefndar samgönguslysa, siglingasviðs, sem af- greidd var í síðustu viku, segir að nefndin telji afar mikilvægt, m.a. vegna rannsóknarhagsmuna, að í til- fellum sem þessum sé skipsflak tekið upp. aij@mbl.is Vilja losna við Blíðu af botninum  Samskipti Umhverfisstofnunar og útgerðar Blíða SH Báturinn sökk á Breiða- firði fyrir rúmlega ári. Keppni í áhugamannadeild Equs- ana í hestaíþróttum hefst í kvöld. Keppt verður í fjórgangi í Sam- skipahöllinni á félagssvæði hesta- mannafélagsins Spretts í Kópavogi og Garðabæ. Keppnin verður án áhorfenda. Alendis TV mun sýna beint frá keppninni, eins og öðrum keppnum deildarinnar í vetur. Þrettán lið keppa í deildinni í vet- ur og í tilkynningu frá áhuga- mannadeildinni kemur fram að töluverðar breytingar hafi orðið í flestum liðum frá síðasta keppn- istímabili. Telja stjórnendur útlit fyrir harða keppni í fjórganginum í kvöld. Saga Steinþórsdóttir sigraði í fjórgangi í fyrravetur á Móa frá Álfhólum. Þau mæta aftur saman í kvöld. Þá verða margir nýir hestar og knapar sem ekki hafa keppt í deildinni áður. helgi@mbl.is Áhugamannadeildin af stað í kvöld Morgunblaðið/Ómar Sprettur Fjórar keppnir eru í áhuga- mannadeild í Samskipahöllinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.