Morgunblaðið - 04.02.2021, Side 65

Morgunblaðið - 04.02.2021, Side 65
MENNING 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2021 Franska kvikmyndahátíðin fer fram í tuttugasta og fyrsta sinn frá og með deginum í dag, 4. febrúar, til og með 14. febrúar í Bíó Paradís og einnig á netinu í streymisveitu kvik- myndahússins, Heimabíó Paradís. Franska sendiráðið á Íslandi og Alli- ance Française standa að hátíðinni í samstarfi við Institut français og kanadíska sendiráðið býður auk þess upp á kanadíska kvikmynda- helgi 13.-14. febrúar á netinu. Opnunarmynd hátíðarinnar er Sumarið ’85 (Été 85) eftir hinn virta leikstjóra François Ozon en dag- skrána í heild má finna á biopara- dis.is. Þegar hafa helstu myndir hátíðar- innar verið kynntar hér í Morgun- blaðinu en við hefur bæst Psycho- magic – heilandi list, eftir einn af öldungum franskrar kvikmynda- gerðar, Alejandro Jodorowsky, sem orðinn er 91 árs. Í myndinni veitir hann innsýn í þá heilunar- eða sál- fræðimeðferð sem hann kallar „psychomagic“; blandar saman heimspeki, sálfræði, dulspeki, frá Freud til shamanisma, Kabbalah til Gurdjeff og öllu þar á milli, eins og segir í tilkynningu. Atriði úr þekkt- ustu kvikmyndum hans eru klippt inn í myndina og gefa verkum hans ný sjónarhorn og merkingu, segir þar. Jodorowsky er síleskur að upp- runa en hefur verið búsettur í París í marga áratugi. Af öðrum myndum hátíðarinnar má nefna Miskunn eða Roubaix, une lumiére á frummálinu sem segir af lögreglumanni sem reynir að finna morðingja eldri konu. Nágrannar fórnarlambsins, tvær ungar konur, eru handteknar fyrir morðið en ekki er allt sem sýnist, segir á vef Bíós Paradísar. Forvitnileg Úr Psychomagic– heilandi list eftir Alexander Jodorowsky. Franska hátíðin hefst Vera er yfirskrift samsýningar þeirra Christine Gísla, Jónu Þor- valdsdóttur og Katrínar Gísladótt- ur – Kötru á ljósmyndum og kera- míkskúlptúrum sem verður opin í Gallery Grásteini á Skólavörðustíg 4 frá kl. 16 í dag, fimmtudag. Verkin á sýningunni eru afrakst- ur átta mánaða samvinnu lista- kvennanna þar sem fléttast saman hugleiðingar um tilveruna, líðandi stund og tilveruna í kringum okk- ur. Allar vinna þær með abstrakt form, hver á sínum forsendum, svo úr verður, eins og segir í tilkynn- ingu, skemmtileg samsetning ljós- mynda og þrívíðra verka. Sýningin Vera er opin alla daga til 28. febrúar á afgreiðslutíma Gallery Grásteins. Vera Listakonurnar Katrín, Jóna og Christine sýna saman í Grásteini. Christine, Jóna og Katra í Grásteini Árni Valur Axfjörð opnar í dag, fimmtudag, í SÍM-salnum Hafnarstræti 16 fyrstu einkasýningu sína eftir tveggja ára nám við Keramikdeild Myndlistaskólans í Reykjavík sem hann lauk vorið 2020. Á sýningu eru skúlptúrar unnir í postulín ásamt skissum og teikningum. Árni kveðst vinna verkin út frá þeirri hugmynd að mannskepnan deili sameiginlegri undirmeðvitund og þeim möguleikum sem þar dvelja. Í verk- unum spyr hann spurninga sem varða hugmyndir og hugtök sem maðurinn hefur ekki enn dregið fram í dagsljósið og veltir jafnframt jafnframt fyrir sér spurningum um hluti sem menn hafa ekki enn búið til, byggt eða framleitt, eins og segir í tilkynningu. Skúlptúrarnir eru að hluta til unnir eftir teikningum Árna Vals en líka út frá innsæi hans og núvitund. Skúlptúr Eitt verka Árna Vals á sýningunni. Postulínsskúlptúrar Árna Vals á sýningu Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Mér finnst þetta alveg stórkostlegt og ég er svo þakklát,“ segir Elísabet Kristín Jökulsdóttir rithöfundur, en tilkynnt hefur verið að hún verði heiðurslistamaður alþjóðlega mynd- listartvíæringsins Sequences sem haldinn verður í 10. sinn 15.-24. októ- ber 2021. Sýningarstjórar eru Þór- anna Dögg Björnsdóttir listakona og Þráinn Hjálmarsson tónskáld. Í tilkynningu frá hátíðinni er haft eftir Þórönnu að verk Elísabetar séu „sem barómeter á samfélagið hverju sinni. Elísabet er síkvik og örlát í um- fjöllun sinni um mennskuna og með gjörningum sínum og orðlist spinnur hún þræði milli ólíkra listforma. Hún hefur rutt brautina í umræðu um geðheilbrigði og með frásögnum sín- um gefur hún okkur tækifæri til að stækka sálina og spegla okkur í sam- mannlegu litrófi tilfinninganna.“ Rauðir hestar bíða ofan í kassa „Það er auvitað algjörlega guð- dómlegt að fá allar þessar viður- kenningar. Ég held að það muni taka mig nokkurn tíma að átta mig á þessu öllu. Ég trúi því til dæmis ekki enn að ég hafi hlotið Íslensku bókmennta- verðlaunin og myndi eflaust halda að mig hefði bara dreymt þetta ef ég hefði ekki verðlaunagripinn fyrir framan mig,“ segir Elísabet og bend- ir á að til standi að þýða verðlauna- bókina Aprílsólarkulda „yfir á nóbelstungumálið sænsku auk þess sem hópur listamanna er að skoða að setja bókina á svið. Annar hópur er að vinna að uppsetningu á leikriti mínu Blóðug kanína. Það er búið að kollvarpa mér og lífi mínu með allri þessari uppskeru.“ Spurð hvort hún sé farin að velta fyrir sér hvað hún ætli að sýna eða gera á Sequences X svarar Elísabet um hæl: „Ég er náttúrulega einn gangandi gjörningur þegar ég er í því stuðinu,“ segir Elísabet sem reglu- lega hefur framið gjörninga á löngum listamannsferli sínum. „Fyrsti gjörningurinn sem ég gerði var að kveikja í ritvél í fjöru þar sem skip hafði strandað til að sýna hvernig strandað skip geti breyst í skáldskap þótt líði 20 ár,“ segir El- ísabet og rifjar upp að gjörningurinn hafi verið tekinn upp og sýndur í sjónvarpinu 1994. „Frægasti gjörn- ingur minn, svo ég tali nú eins og Pic- asso, er þegar ég kveikti í bók og las upp úr henni meðan hún brann,“ seg- ir Elísabet og bendir á að hún hafi endurtekið þann gjörning reglulega í gegnum tíðina. „Ég er með góða myndlistarsýn- ingu tilbúna sem er búin að bíða mun- aðarlaus ofan í kassa í um áratug og hefur aldrei verið sýnd opinberlega,“ segir Elísabet og segist því hafa tekið því fagnandi þegar sýningarstjórar Sequences X ámálguðu það við hana að sýna þá sýningu á komandi hátíð. „Sýningin samanstendur af naífum teikningum mínum af rauðum hest- um og sögu af stelpu sem hafði verið lokuð inni í dimmu herbergi svo lengi að hana langaði að deyja. Þegar hún sker sig á púls kemur út úr blóðinu rauður hestur sem stelpan getur gripið í og þannig þeysast þau út úr herberginu,“ segir Elísabet og bendir á að rauðu hestarnir tákni þannig bæði blóð hennar og hæfileika. „En mig langar líka til að endur- taka áfallagjörninginn sem ég framdi fyrst á alþjóðlegu listahátíðinni Ferskir vindar sem Mireya Samper stýrði í Garði 2015,“ segir Elísabet sem þar hengdi fjölda gjafapoka með áföllum sínum á jólatré. „Hátíðir opna inn í sál okkar og því skiljanlegt að opnað sé á áföllin einmitt á jól- unum,“ rifjar Elísabet upp, en hún endurtók gjörninginn ári síðar í Bæj- arbíói í Hafnarfirði. „Þar talaði ég um þau 20-30 áföll sem ég hef orðið fyrir í lífinu. Það getur verið mjög erfitt að bera áfall einn og því bað ég gesti að bera áföllin, sem voru rituð á gjafa- poka, með mér. Ég hvatti gesti einnig til að sveifla þessum gjafapokum úti á torgum til að deila þessu með enn fleirum,“ segir Elísabet sem dreymir um að geta endurtekið gjörninginn í Tjarnarbíói í haust. „Það er mjög gott að vera í leikhúsi, því þá er mað- ur í hættulegri nálægð við áhorf- endur,“ segir Elísabet og bætir við: „Og ég hlakka til að sjá hvaða gjörn- ingur verður til á Sequences …“ „Ég er náttúrulega einn gangandi gjörningur“  Elísabet Kristín Jökulsdóttir heiðurslistamaður Sequences X Morgunblaðið/Eggert Nálægð „Það er mjög gott að vera í leikhúsi, því þá er maður í hættulegri nálægð við áhorfendur,“ segir listakonan Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Þóranna Dögg Björnsdóttir Þráinn Hjálmarsson www.gilbert.is Hjá Gilbert úrsmið sérhæfum við okkur í úrsmíði, hönnun og framleiðslu úra www.borgarsogusafn.is Sjó min jas afn ið í Rey kja vík frá bæ rum Lan dná ms sýn ing in safnE itt Árb æja rsa fn Ljó sm ynd asa fn R eyk jav íku r á fi mm Við ey stö ðu m

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.