Morgunblaðið - 04.02.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.02.2021, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2021 D-vítamín er stundum nefntsólarvítamínið og ekki aðástæðulausu. Útfjólubláir geislar sólarinnar hjálpa húðinni að framleiða forstig D-vítamíns sem breytist síðan í virkt D-vítamín í lík- amanum. Undir venjulegum kring- umstæðum fær líkaminn 90% af sínu D-vítamíni á þennan hátt. Á Íslandi er það eingöngu um há- sumarið sem geislar sólarinnar geta hjálpað til við framleiðslu D-vítamíns. Þegar við bætist að oft er lítið um sól á sumrin hér á landi á ekki að koma á óvart að fæstir Íslendingar fá nægj- anlegt D-vítamín frá sólinni. Nú á tímum Covid-19 er lítið um ferðalög til landa þar sem sólin er hærra á lofti en hér og fleiri sólardagar þannig að þeir sem áður hlóðu upp D-vítamíni með útiveru í sól erlendis geta það ekki í dag. Taka eina 1.000 eininga töflu daglega Íslenskar rannsóknir hafa sýnt að stór hluti Íslendinga er með lægra D- vítamín í blóði en embætti landlæknis telur æskilegt. Þannig sýnir rann- sókn sem var birt í Læknablaðinu á síðasta ári að um það bil 60% barna og unglinga á aldrinum 7-17 ára eru á hverjum tíma með lægra D-vítamín en æskilegt er. Eldri rannsókn sýnir að börn við 12 mánaða aldur eru með mun hærra D-vítamín í blóði og engin þörf á að hækka þau gildi. Foreldrar virðast þannig vera duglegir við að gefa börnum sínum D-vítamín á með- an þau eru í ungbarnavernd en af ein- hverjum ástæðum hætta margir for- eldrar að gefa börnum D-vítamín á grunnskólaaldri þrátt fyrir að emb- ætti landlæknis ráðleggi öllum að taka D-vítamín. Á nýafstöðnum Læknadögum var haldið málþing um D-vítamín. Þar kom fram að einföld leið til að fá nægjanlegt D-vítamín fyrir þá sem ekki taka lýsi eða aðra D-vítam- íngjafa sé að kaupa D-vítamín-töflur í næstu verslun og taka eina 1.000 ein- inga töflu daglega. Þetta er aðeins hærri skammtur en embætti land- læknis ráðleggur en langt fyrir neðan þá skammta sem geta valdið skaða. Það kom einnig fram að engin þörf er fyrir fríska einstaklinga að mæla D- vítamín í blóði – það eykur kostnað en skilar litlum ávinningi fyrir heilbrigð- iskerfið. Það eiga einfaldlega allir að taka D-vítamín. Það er í lagi að taka D-vítamín einu sinni í viku en að taka þá sjö sinnum meira en ráðlagðan dagskammt. Fækka öndunarfærasýkingum og minnka líkur á krabbameini Nú eru komin 100 ár síðan sýnt var fram á að lýsi með sínu D-vítamíni geti komið í veg fyrir beinkröm og sé gott fyrir beinheilsu. Nýrri rann- sóknir sýna að sólarvítamínið hefur áhrif á fleira og ef þú hefur nægjan- legt D-vítamín má sennilega fækka öndunarfærasýkingum og minnka líkur á að deyja úr krabbameini. Einnig eru vísbendingar um að það geti valdið vægari einkennum hjá þeim sem smitast af Covid-19. Styrkur D-vítamíns í blóði er lægri að vetri en sumri og næstu mánuðir eru venjulega með lægstu gildi ársins hjá Íslendingum. Það borgar sig því ekki að bíða eftir sólinni og skorar heilsugæslan á alla sem nú þegar taka ekki D-vítamín að byrja á því. Þetta eru ekki nýjar ráðleggingar en ljóst er að aðeins hluti okkar fer eftir þeim. Mögulega er til mikils að vinna en engu að tapa. Sólarvítamínið er líkamanum nauðsynlegt Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sól Fjöldi fólks er með lægra D-vítamín í blóði en æskilegt er. Þetta nauðsynlega vítamín er í töfluformi og er Guðrún Pálsdóttir lyfjafræðingur í Urðarapóteki við Vínlandsleið í Reykjavík með nokkrar tegundir sem þar fást.  Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðsins Heilsuráð Starfsmenn Heilsugæslunnar Seltjarnarnesi og Vesturbæ Björgunarsveitarmaður með leitar- hund er Neyðarkall björgunar- sveitanna, sem byrjað verður að selja í dag. Fimmtán ára hefð er fyr- ir því að sveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar selji lyklakippurnar góðu, en fjáröflunarverkefni þessu var hleypt af stokkunum árið 2006. Neyðarkallinn 2021 var kynntur í gær við athöfn þar sem leitar- hundar þefuðu uppi þau Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands og El- isu Reid konu hans. Upphaflega stóð til að kallinn góði yrði seldur í nóvember síðast- liðnum, en vegna Covid-19 var söl- unni frestað fram á nýtt ár. Neyð- arkallinn er úr plasti og er hann- aður af Margréti Einarsdóttur Laxness, rétt eins og verið hefur frá upphafi. 40 hundar á útkallsskrá Innan fjölmargra björgunarsveita er öflugt starf í þjálfun hunda til leitar og björgunar. Alls eru um 40 hundar á útkallsskrá sem eru þjálf- aðir til leitar á víðavangi og þar sem snjóflóð hafa fallið. Einnig hafa ver- ið þjálfaðir sporhundar sem rekja af nákvæmni slóð fólks sem týnist. Hagnaður af sölu Neyðarkalla rennur beint til björgunarsveita og er notaður til að efla búnað og styrkja alla þjálfun björgunarsveit- arfólks. Það sama fólk verður á fjöl- fjörnum stöðum næsta daga og sel- ur Neyðarkalla. sbs@mbl.is Slysavarnafélagið-Landsbjörg með árlega fjáröflun Leitarhundur besti vinur Neyðarkallsins Morgunblaðið/Sigurður Bogi Neyðarfólk Forsetahjónin Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson tóku við Neyðarkalli í gær. Forsetinn er verndari Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Neyðarkallinn Nú í 15. sinn og er hannaður af Margréti Laxness. Fulltrúar launamanna í stjórn Birtu lífeyrissjóðs Valnefnd Birtu lífeyrissjóðs auglýsir eftir frambjóðendum til þess að taka sæti í stjórn sjóðsins kjörtímabilið 2021 til 2023. Samkvæmt samþykktum Birtu lífeyrissjóðs (gr. 5.9) hefur valnefnd m.a. þann yfirlýsta tilgang að tryggja að stjórn sjóðsins endurspegli fjölbreytni og breidd í hæfni, reynslu og þekkingu stjórnarmanna sem og að tryggja gagnsæi í málum um tilnefningu stjórnarmanna. Fulltrúaráð launamanna Birtu kýs tvo stjórnarmenn og einn varamann til tveggja ára í stjórn sjóðsins. Áhugasamir geta gefið kost á sér með því að senda inn framboð á útfylltu framboðseyðublaði, sem er að finna á vefnum birta.is, á netfangið valnefnd@birta.is fyrir kl. 16.00 fimmtudaginn 18. febrúar 2021. • vera launamenn sem greiða iðgjald í Birtu lífeyrissjóð. • ekki vera sjálfstætt starfandi atvinnurekendur/einyrkjar. • vera fjárhagslega sjálfstæðir og búa yfir nægilegri þekkingu og starfsreynslu skv. 31. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og 6. gr. reglna FME nr. 180/2013 og fullnægja að öðru leyti þeim kröfum sem gerðar eru um hæfi og hæfni stjórnarmanna skv. framangreindum lögum, reglum FME, samþykktum sjóðsins og starfsreglum valnefndar. • Skila inn útfylltu framboðseyðublaði með drengskaparyfirlýsingu um að þeir uppfylli skilyrði til slíkrar stjórnarsetu. Allar nánari upplýsingar um stjórnarkjörið, framboðseyðublaðið/yfirlýsinguna og sjóðinn má finna á vefnum birta.is ÞEIR SEM GEFA KOST Á SÉR SKULU Birta lífeyrissjóður I Sundagörðum 2 I 104 Reykjavík I 480 7000 I birta.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.