Morgunblaðið - 04.02.2021, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 04.02.2021, Blaðsíða 64
64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2021 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Sýning Huldu Rósar Guðnadóttur, WERK – Labor Move, verður opin frá og með morgundeginum í Lista- safni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Á sýningunni beinir Hulda Rós sjónum „að samfélagslegum viðfangsefnum í staðbundinni innsetningu“ sem unn- in er fyrir salinn í Hafnarhúsinu. Verkið samanstendur af þriggja rása kvikmyndaverki sem heitir La- bor Move og skúlptúrum, gerðum úr þúsundum kassa eins og þeim sem frystum fiski er pakkað í um borð í frystitogurum. Einnig er sýnd upp- taka af samsetningu skúlptúranna í aðdraganda sýningarinnar. Hulda Rós fæddist í Reykjavík en hefur verið búsett í Berlín í meira en áratug. Hún er með BA-gráðu í mannfræði, MA-gráðu í gagnvirkri hönnun og brautskráðist úr mynd- listardeild LHÍ árið 2007. Hulda Rós segir að kvikmyndaverkið Labor Move sé upphafspunktur innsetn- ingarinnar. Þar má sjá löndunar- menn fremja gjörning sérstaklega fyrir kvikmyndun og var hann byggður á þeim hreyfingum sem þeir hafa tileinkað sér við löndun kassa með frosnum fiski úr botni frystitogara og yfir á hafnarbakk- ann. Labor Move sé listaverk í sjálfu sér en einnig heimild um 48 klukku- stunda langan gjörning löndunar- mannanna í viðurvist áhorfenda í sýningarrými í Leipzig í Þýskalandi. Tímalengd gjörningsins er sú sama og löndunarmenn hafa alla jafna til að landa úr frystitogara. Löndunarmennirnir komu einnig fram í einrása kvikmyndaverki Huldu Rósar, Keep Frozen, sem frumsýnt var árið 2016. Keep Frozen verður sýnd í fjölnotasal Hafnarhússins á sýningartímabilinu. Heimkoma fyrir verkið Þegar blaðamaður kemur að hitta Huldu Rós í sýningarsalnum stend- ur hún inni á milli hárra kassastæða og er ásamt tæknimönnum að fín- stilla vídeóverkið sem varpað er á þrjú há sýningartjöld fyrir miðjum sal. Þar má sjá löndunarmennina færa til kassa og stafla upp í gjörn- ingnum sem þeir framkvæmdu á 48 klukkustundum suður í Þýskalandi. „Vídeóverkið, sem er útgangspunkt- urinn í sýningunni, hefur verið sýnt þrisvar sinnum erlendis en sést nú í fyrsta skipti hér á landi,“ segir Hulda Rós. Hún bætir við að lönd- unarmennirnir sem koma við sögu í verkinu hafi þar til nýverið haft að- stöðu við Reykjavíkurhöfn, skammt frá Hafnarhúsinu, og hafi starfað við löndun úr togurum þar við höfnina. „Þetta er því eins konar heimkona fyrir verkið,“ segir hún og brosir. „Löndunarmennirnir þurftu því að leggja land undir fót þegar þeir komu til Leipzig árið 2016 fyrir upp- tökurnar sem voru í fyrrum orku- stöð. Gjörningurinn þar var opinn áhorfendum og var kvikmyndaður á sama tíma. Ég ákvað að nálgast dokúmentasjón af gjörningnum á forsendum kvikmyndalistar. Það var sýnt í fyrsta skipti þar í salnum tveimur vikum seinna, með leifar af framkvæmd gjörningsins allt um kring. Það var í fyrrum orkustöð, byggingu frá 19. öld sem hafði fengið breytt hlutverk rétt eins og Hafnar- húsið sem við erum nú í. Þar eins og hér má sjá hliðstæður í vinnu verka- mannanna við vinnuna sem fór fram í þessum byggingum áður fyrr en mér finnst slíkt „heldrunarferli“ – gentrification upp á ensku – vera mjög áhugavert. Hafnarhúsið var fyrsta byggingin hér við Reykja- víkurhöfn sem fékk nýtt hlutverk sem bygging fyrir list- og menningarstarfsemi sem svo hefur orðið einkennandi fyrir svæðið, á sambærilegan hátt við þróun á hafnarsvæðum víða um heim.“ Söfn ekki bara sýningarstaðir Hulda Rós bætir við að hún vinni gjarnan í seríum í verkum sínum, „í listrannsókn þar sem sýningarnar eru hluti af rannsókninni og oft er ég að nota aftur þætti úr fyrri sýn- ingum en raða þeim upp með öðrum hætti en áður. Þessi salur var áður vörugeymsla og mér finnst áhuga- vert að stilla saman verklegri vinnu sem var framkvæmd hér áður og þeirri sem á sér stað núna. Söfn eru ekki bara sýningarstaðir heldur er í samtímalistasöfnum mikið verið að framleiða ný verk, ekki síst þegar um innsetningar er að ræða, og starfsmenn safnins vinna þá mjög líkamlega vinnu – ég vann nú hérna sjálf á sínum tíma svo þetta þekki ég vel af eigin reynslu. Við gerðum hér nýtt vídeóverk sem sýnir starfs- menn safnsins setja saman þær þús- undir kassa sem eru hér í salnum sem skúlptúrar, og við það voru ákveðnar endurteknar hreyfingar, rétt eins og hjá löndunarmönnunum. Þetta nýja vídeóverk verður sýnt í safnabúðinni, sem hæfir vel enda eru sala og slík þjónusta líka hluti af starfseminni í söfnum.“ Sjónarhorn til ólíkra átta Eins og fyrr segir verður heimildarkvikmyndin Keep Frozen sýnd reglulega í fjölnotasal Hafnar- hússins meðan á sýningu Huldu Rósar stendur. Í myndinni má sjá löndunarmennina vinna að raun- verulegri löndun hér við höfnina. Myndin hefur verið sýnd í slíku kvikmyndasamhengi á kvikmynda- hátíðum og í listrænum kvikmynda- húsum erlendis, sem og í endurtekn- ingu innan myndlistarsamhengis, bæði á einkasýningu Huldu Rósar í nútímalistasafni í Berlín og á sam- sýningu á Indlandi. Listakonan stað- setur sig þannig á mörkum kvik- myndalistar og myndlistar og finnst það áhugavert og gefa sér mikið. „Við erum ekki mörg í Evrópu sem vinnum þannig en það gefur mér spennandi möguleika, mér finnst gott að vera ekki bara í einni búbblu,“ segir Hulda Rós og notar kunnuglegt orðfæri samtímans. „Mér finnst athyglisvert að fá þann- ig sjónarhorn til ólíkra átta. Mjög ólíkt samtal á sér stað í kvikmynda- gerð og í samtímamyndlist, og þar eru líka ólík viðbrögð við verkum, og ólík viðmið á gæði, viðfangsefni og nálgun, og ekki síður hvað varðar dreifingu og fjármögnun. Að baki heimildarmyndum er yfir- leitt hugmyndin um að skrá veru- leikann eins og hann er, með ein- hvers konar hlutleysi – hlutleysi sem er samt ekki til því það er höfundur að öllum verkum og höfundar velja hvað er myndað og hvernig. Það er því verið að búa til veruleika. En í samtímalist er síðan gengið út frá því að listamaðurinn sé að búa eitt- hvað til, að skapa. Mér finnst áhuga- vert að vinna með þessar ólíku hug- myndir um höfund, til dæmis í samtalinu milli þessarar vídeó- innsetningar og heimildarmyndar- innar um sama efni. Fyrst gerði ég heimildarmynd um löndunarmennina hér, svo komu þeir til Leipzig, í listrýmið, og fram- kvæmdu gjörningin um og út frá sinni vinnu. Við það urðu til mörg lög og spurningar – er annað verkið heimild um gjörning en hitt kvik- myndagjörningur sem heimild?“ „Kjarninn í mér er hér“ Þrátt fyrir að Hulda Rós hafi ver- ið búsett í Berlín í meira en áratug og sé þar virk í sýningarhaldi finnst henni líka mikilvægt að koma hingað heim að sýna verk sín. „Hér er minn bakgrunnur, kjarn- inn í mér er hér,“ segir hún. „Hingað sæki ég innblástur. Það er mér mikilvægt að hafa eitthvað að segja og það verður að byggja á mér sjálfri og mínum kjarna, þótt það hafi líka víðari skírskotanir. Hér voru mín mótunarár, hér mótaðist tilfinningalífið og skoðanir mínar á fagurfræði. Ég hef ekki gert nein verk um borgarveruleikann í Berlín, ég er frekar að vinna úr því sem ég tók áður inn. En þar fyrir utan hef ég ferðast mikið allt frá unglings- aldri og hef lengi haft sýn að utan á Ísland.“ Því finnst Huldu gott að starfa í Þýskalandi og vinna þar úr reynslu sinni og hugmyndum, „með fjar- lægðina til að geta greint og metið“, eins og hún segir. Og hún segir stöðu fólks innan listheimsins ólíka hér á landi og í Þýskalandi. „Ég kem til að mynda ekki úr menningarstétt hér heldur því stéttarhlaupi sem má kalla Ís- landssögu tuttugust aldar, og mér líður vel í verkamannakúltúr. Finnst ég ekki vera utanaðkomandi í hon- um. Ég byrjaði líka sjálf að vinna í sveit níu ára gömul og í fiski tólf ára. Það finnst mér skipta máli. Í þessu verki hér er ég ekki að framandgera „hina“ heldur get vísað í sameigin- lega reynslu.“ Því býst hún líka við ólíkri upplifun gesta af þessu verki hér en í Þýskalandi. „Strax við uppsetninguna hér könnuðust þeir sem að henni komu við verkin og handbrögðin við lönd- un, enda hafa svo margir Íslend- ingar unnið í frystihúsi og við fisk- vinnslu. Í Þýskalandi er stétta- og starfsskipting miklu meira niður- njörvuð. Fólk hefur ekki margvís- lega reynslu af vinnumarkaði eins og hér. Menntamaður þar hefur ekki aðgang að verkamannavinnu og kerfið er þannig að það eru litlar lík- ur á að börn verkamanna geti orðið menntamenn. Fólk sem fer þar á listsýningar er líklega viss forrétt- indahópur sem hefur aldrei dýft hendi í kalt vatn. Og upplifir vinnuna í verkinu sem framandi.“ Morgunblaðið/Einar Falur Í innsetningunni Hulda Rós innan um kassastæður og við eina vídeóvörpunina á sýningu sinni í sal Hafnarhússins. Löndunarmennirnir í vídeóverkinu komu frá Reykjavík til Leipzig þar sem þeir framkvæmdu gjörning í 48 tíma. „Að vera ekki bara í einni búbblu“  Á sýningu Huldu Rósar Guðnadóttur í Listasafni Reykjavíkur eru vídeóverk um vinnu löndunar- manna og skúlptúrar úr kössum fyrir frystan fisk  Segir mörg lög og spurningar felast í verkinu Fiskikassar Hulda Rós lét gera 6.000 kassa í Litháen fyrir innsetn- inguna og eru þeir merktir henni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.