Morgunblaðið - 04.02.2021, Blaðsíða 48
48 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2021
✝ Sigríður Guð-mundsdóttir,
Sigga okkar, fædd-
ist í Reykjavík 26.
ágúst 1968. Hún lést
að kvöldi 23. janúar
2021 á Landspít-
alanum deild 11E.
Foreldrar hennar
eru Guðmundur Eg-
ilsson, f. 31. ágúst
1949, foreldrar
hans Egill H. Hjálm-
arsson, f. 8. október 1910, d. 6.
júní 1990, Helga Jasonardóttir, f.
20. janúar 1920, d. 23. apríl 1994,
móðir Hulda Pétursdóttir, f. 18.
ágúst 1949, foreldrar hennar
Pétur Pétursson, f. 16. maí 1917,
d. 12. nóvember 2004, Sigríður
Skarphéðinsdóttir, f. 3. júlí 1923.
Systur Siggu eru Helga Guð-
mundsdóttir, f. 13. nóvember
1973, maki Jón Gunnlaugur Sæv-
arsson, f. 16. júlí 1972. Fanney
Guðmundsdóttir, f. 23. desember
1982, maki Svavar Már Gunn-
arsson, f. 10. júní 1980. Eig-
inmaður Siggu er Bjarni Ein-
arsson, f. 16. janúar 1966.
Foreldrar hans Einar K. Sum-
arliðason, f. 6. júlí 1919, d. 31.
giftu sig 31. ágúst 1991 og fluttu í
Rofabæ og höfðu þau aðsetur í
Árbænum nánast allar götur síð-
an. Sigga gekk í Langholtsskóla
og þaðan lá leiðin í Verslunar-
skóla Íslands þaðan sem hún út-
skrifaðist vorið 1988. Seinna
stundaði hún nám í viðskipta-
fræði, með vinnu, auk þess að
halda heimili, og lauk svo við-
skiptafræðiprófi BSc frá Háskól-
anum í Reykjavík í júní 2007.
Sigga tók líka hin ýmsu nám-
skeið til stuðnings við menntun
sína. Á unglingsárum vann Sigga
með skóla hjá versluninni Kjal-
fell, eftir stúdentspróf starfaði
Sigga við bókhald, t.d. hjá Hag-
virki hf., Lögmannsstofunni
Síðumúla 9, Ellingsen hf., Rauða
krossi Íslands, Össuri hf., Delo-
itte hf., Askar Capital hf. og
hafði á þeim tíma einnig umsjón
með sjálfstæðum rekstri eigin-
manns síns, var aðalbókari hjá
skrifstofu Listaháskóla Íslands
og síðast starfaði hún hjá Ís-
landspósti þar til heilsan leyfði
ekki meir í apríl 2019.
Útför Siggu okkar fer fram
frá Langholtskirkju í dag, 4.
febrúar 2021, vegna fjölda-
takmarkana verða aðeins nán-
ustu ættingjar og vinir við-
staddir. Streymt verður frá
athöfninni á slóðinni:
https://youtu.be/RoU6YEldGpI
Virkan hlekk má nálgast á:
https://www.mbl.is/andlat
janúar 2008, Ingi-
björg Guðmunds-
dóttir, f. 20. janúar
1927, d. 10. desem-
ber 1994. Systkini
Bjarna eru Jóhanna
Einarsdóttir, f. 6.
september 1947,
maki Hilmar Sæ-
mundsson, f. 3. sept-
ember 1944. Hákon
Ólafsson, f. 29. mars
1960, d. 20. maí
2015, maki Sunneva Giss-
urardóttir, f. 31. október 1960,
og tvíburarnir Sumarliði Gísli
Einarsson og Sveinbjörn Ein-
arsson, f. 12. febrúar 1962. Börn
Siggu og Bjarna eru Guðmundur
Bjarnason, f. 23. október 1992,
unnusta Esther Friðriksdóttir, f.
9. nóvember 1994, Dagur Bjarna-
son, f. 9. mars 1996, og Birta
Bjarnadóttir, f. 9. desember
2004.
Sigga ólst upp í Álftamýri til 7
ára aldurs og eftir það í Álf-
heimum þar sem hún bjó ásamt
foreldrum sínum og systrum.
Sigga var 18 ára gömul þegar
hún kynntist Bjarna sínum og
flutti hún til hans 19 ára. Þau
Elsku Sigga mín.
Þú sagðir í ræðu í fimmtugs-
afmælinu mínu svo skemmtilega
frá því þegar þú fórst í sumar-
vinnu til Noregs eftir þriðja árið í
Versló og við vorum búin að vera
saman í 7 mánuði, að þú hefðir
skrifað 35 ástarbréf en ég eitt ást-
arbréf.
Þú nefndir reyndar mér til
framdráttar að öll collect símtölin
sem þú hringdir í mig og ég hefði
borgað hefðu dugað í allavega
tvær flugferðir með Icelandair á
Saga class til Noregs því þau voru
svo mörg og kostuðu líka mikið á
þessum tíma. Og að ég hefði kom-
ið út og verið í tvær vikur í Noregi,
við vorum svo ástfangin hvort af
öðru. Síðan réttir þú upp höndina
og sagðir: ég er með bréfið og ég
ætla að lesa það fyrir ykkur já já
já og allir hlógu.
Allt kraumandi í tilfinningum
og eldheit ást og allt bara á fullu,
eins og þú sagðir og skrifaðir 1987
og svo byrjaði lesturinn: Komdu
sæl og blessuð Sigga mín. Þegar
ég skrifa þetta bréf er ég rétt til
nýkominn úr vinnunni og sit við
skrifborðið hans Bjössa bróður,
því blaðið kemst ekki fyrir á mínu
skrifborði. Eldheit ást eins og þú
sagðir.
Ég ætla ekki að skýra frekar
frá upplestrinum þínum því hann
hefur bara of hátt skemmtana-
gildi, Sigga mín. Það var eins og
bréfið væri skrifað af áttræðum
bíladellumanni úr afdölum en ekki
tvítugum dreng og það vafðist
ekki fyrir þér að drepa alla úr
hlátri með upplestrinum. Þú sagð-
ir líka eftir að þú last upp bréfið í
ræðunni að þú hefðir komið þrem-
ur vikum fyrr heim frá Noregi,
það hefði örugglega verið bréfið,
það var svo gott. Það eru forrétt-
indi og heiður Sigga mín að hafa
kynnst þér og gifst og fyrir börnin
okkar að hafa átt þig sem mömmu,
foreldra þína og ömmu fyrir að
hafa átt þig sem dóttur og barna-
barn, systur þínar fyrir að eiga þig
sem systur, skyldmenni þín og
mín, vini og vinkonur, vinnufélaga
og alla aðra að hafa deilt með þér
ævinni.
Ást mín á þér Sigga mín hefur
bara aukist með árunum sem hafa
liðið og er sú ást óendanlega mikil
og sterk.
Það þarf ekkert að hafa þetta
bréf lengra því það vita allir hvað
þú býrð yfir mikilli manngæsku og
öðrum kostum og ert elskuð af öll-
um.
Ha det bra, og passaðu þig á
nossurunum.
Þinn
Bjarni Einarsson
(ástarbréf nr. 2).
Það er ekki sanngjarnt að ég sé
að skrifa minningargrein um mitt
elskulega barnabarn, hana nöfnu
mína. Glöð hefði ég viljað skipta
við hana, en þessu ræður maður
ekki. Það er ekki hægt að semja
við dauðann, við stöndum bara hjá
og vonum og vonum að kraftaverk
verði, en þegar kallið kemur grát-
um við yndislega manneskju sem
gaf okkur svo mikið. Við reynum
að hugga okkur við fallegu minn-
ingarnar sem við eigum svo marg-
ar um hana Siggu okkar, þessa fal-
legu og kraftmiklu konu. Já, hún
var falleg, utan sem innan, glað-
vær, skemmtileg, hjálpsöm og
þeirra eiginleika naut ég í ríkum
mæli. Og svo átti hún Bjarna sem
skemmdi ekki fyrir. Þau voru ást-
fangin og samhent frá fyrstu
stundu þar til yfir lauk. Bjarni
stóð sem klettur við hlið hennar í
baráttunni við skaðvaldinn og eins
yndislegu börnin þeirra þrjú,
missir þeirra er ólýsanlega mikill.
Þau voru 19 ára, Hulda og Guð-
mundur, elsta dóttir okkar Péturs,
þegar þau eignuðust þessa litlu
stúlku sem var skírð Sigríður. „Af
hverju varstu svona skrýtin í
framan mamma þegar Hulda
sagði hvað barnið ætti að heita?“
spurði Pétur Hans, 9 ára sonur
minn. Þetta kom mér mjög á
óvart, átti frekar von á einhverju
nýtískulegra, en vænt þótti mér
samt um þetta, því mér hefur allt-
af þótt mjög vænt um nafnið mitt
og hvaðan það er komið.
Sigga var gjarnan hrókur alls
fagnaðar þegar fjölskyldan kom
saman. Hver í fjölskyldunni man
ekki eftir ættarmótinu á Fitjum í
Skorradal þar sem Sigga var
veislustjóri með miklum tilþrifum
í kvöldmatnum í hlöðunni? Oft var
hlegið mikið þegar þessi fjöl-
skylda kom saman en þó held ég
að þarna hafi allt verið toppað.
Einnig skipulagði hún alls konar
útileiki og ekki má gleyma Hrísa-
veislunum þar sem Sigga var oftar
en ekki potturinn og pannan í
gleðinni.
Eitt árið ætlaði ég sem oftar að
fara í ferð með Bændaferðum til
Portorose, ætlaði bara ein sem var
ekkert mál, þá hringir Sigga og
segist vera búin að panta ferð til
Portorose og breyta úr eins
manns herbergi í tveggja manna
fyrir okkur tvær. „Og hvað með
Bjarna og krakkana?“ segi ég.
„Það er allt í lagi, þau vilja endi-
lega að ég fari,“ svaraði Sigga.
Kannski var Sigga smá stjórnsöm
en hún fór einstaklega vel með
það. Sumir hafa sagt að stjórn-
semin tengist nafninu. Við fórum
því saman, Siggurnar, í 10 daga
ferð og þó að Sigga væri lang-
yngst í hópnum hamlaði það því
ekki að hún small vel inn í hópinn
og við skemmtum okkur konung-
lega.
Hvert einasta gamlárskvöld,
þau 16 ár síðan Pétur, afi hennar
Siggu dó, hef ég verið hjá þeim
Bjarna og Siggu, með Huldu og
Guðmundi og systrunum Helgu
og Fanneyju og börnunum. Stórt
skarð hefur verið hoggið í stóru
fjölskylduna okkar Péturs míns
og eitt get ég sagt ykkur, það er
ekki slæmt að verða gamall þegar
maður á fjölskyldu eins og ég á.
Það er svo ótal margs að minnast
en læt staðar numið hér með
þakklæti, elsku Sigga, fyrir alla
þína ást og hjálpsemi í minn garð.
Um leið vil ég votta Bjarna, Guð-
mundi, Degi og Birtu, Huldu og
Guðmundi og systrunum Helgu
og Fanneyju mína dýpstu samúð.
Sigríður (Sigga) amma.
Mikið ótrúlega er erfitt að setj-
ast niður og skrifa minningar-
grein um systur sína sem er farin
einungis 52 ára gömul. Hversu
óréttlátt getur lífið stundum verið.
Sigga systir! Alltaf þegar ég
talaði um Siggu, þá sagði ég alltaf
Sigga systir. Sigga systir var stuð-
bolti, ótrúlega skemmtileg, orð-
heppin, hnyttin, hreinskilin, sterk
og kaldhæðin, sem kom henni til
góða í baráttunni við krabbafjand-
ann. Hún var mikill baráttujaxl og
ákveðin á góðan máta. Það var
mikið áfall þegar hún greindist
aftur með krabbamein 2018 og þá
komið í beinin. En hún tók strax
þann pólinn í hæðina að hún vildi
ekkert væl og kjaftæði. Hún ætl-
aði að hafa gaman og njóta með
sínu fólki og það gerði hún svo
sannarlega. Hún ferðaðist erlend-
is og innanlands með Bjarna sín-
um og börnum.
Sigga systir kunni sko að
skemmta sér og hafa gaman og
var mikil félagsvera sem sést á öll-
um vinahópunum sem hún og
Bjarni hafa hlaðið í kringum sig í
gegnum árin. En þurfti samt alltaf
líka sinn „alone time“, prjónaði þá
oft eins og enginn væri morgun-
dagurinn og nutu vinir og ættingj-
ar góðs af því.
Elsku Sigga systir, takk fyrir
allt. Takk fyrir öll góðu ráðin og að
ég hafi alltaf getað leitað til þín.
Takk fyrir að standa þétt við bakið
á mér þegar Gulli minn veiktist og
fyrir að koma með mér á fundi því
tengda. Takk fyrir alla dansana
sem við dönsuðum þegar við vor-
um litlar. Ég elska þig og mun
aldrei hætta að tala um Siggu
systur.
Nú er baráttan búin og sökn-
uðurinn nær óbærilegur en við
ætlum ekki að leggja árar í bát.
Við ætlum að lifa áfram fyrir
Siggu systur, hafa gaman og skála
í Cava eins og Siggu einni var lag-
ið. Skál fyrir Siggu systur!
Elsku Bjarni, Guðmundur,
Dagur og Birta, ykkar missir er
svo mikill. Megi allar góðar vættir
vaka yfir ykkur og styrkja ykkur í
sorginni. Minningarnar lifa.
Sérhver draumur lifir aðeins eina nótt
sérhver alda rís en hnígur jafnan skjótt
hverju orði fylgir þögn
og þögnin hverfur alltof fljótt.
En þó að augnablikið aldrei fylli stund
skaltu eiga við það mikilvægan fund
því að tár sem þerrað burt
aldrei nær að græða grund.
Líttu sérhvert sólarlag,
sem þitt hinsta væri það.
Því morgni eftir orðinn dag
enginn gengur vísum að.
Þú veist að tímans köldu fjötra enginn
flýr
enginn frá hans löngu glímu aftur snýr.
Því skaltu fanga þessa stund
því fegurðin í henni býr.
(Bragi Valdimar Skúlason)
Þúsund kossar og knús í
draumalandið þar til við hittumst
aftur.
Helga systir.
Þegar merkilegir atburðir eiga
sér stað í lífi hvers manns þá mun-
um við oft mjög vel eftir stað og
stund. Þannig var það með fæð-
ingu Siggu. Ég man nákvæmlega
hvar ég var stödd þegar mamma
hringdi í mig í sveitina og tilkynnti
mér að Hulda systir væri búin að
eignast sitt fyrsta barn og það
væri stúlka. Mikið var ég spennt
að koma í bæinn og hitta stúlkuna.
Ég sá fyrir mér að ég yrði besta
barnapían, þá 14 ára gömul, og sú
varð raunin, alla vega í mínum
augum. Sigga var frá upphafi
Sigga okkar allra í fjölskyldunni.
Sem barn var Sigga afskaplega
falleg og góð og þannig hélst það
allt til enda. Á uppvaxtarárum
Siggu virtist hún vera frekar hlé-
dræg og aldrei tranaði hún sér
fram en mál þróuðust nú samt
þannig að alls staðar þar sem
Sigga drap niður fæti í lífinu þá
varð hún hún alltaf einhvern veg-
inn aðalkonan. Án þess að hafa
nokkuð fyrir því, alltaf jafn
skemmtileg, gefandi og með mik-
inn húmor fyrir sér og öðrum.
Sigga var skírð í höfuðið á móð-
urömmu sinni Sigríði Skarphéð-
insdóttur sem í dag er 97 ára og
býr á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Sigga mamma og Sigga frænka
áttu einstakt samband í gegnum
árin. Eitt árið fór Sigga frænka
með ömmu sinni til útlanda og
skemmtu þær sér konunglega
tvær saman. Mamma minnist
þessarar ferðar með mikilli hlýju.
Þannig var Sigga frænka alltaf
tilbúin að gleðja aðra og hafa gam-
an.
Við fjölskyldan eigum dýrmæt-
ar minningar með Siggu fremsta í
flokki í allri skipulagningu. Það
voru haldin ættarmót og aðrar
veglegar veislur, svo sem Hrí-
sahátíð og ættarmót í Skorradal
þar sem fjölskyldan á rætur.
Það hefur verið einstaklega
gaman að fylgjast með Siggu í
gegnum lífið. Ung að árum kynnt-
ist hún Bjarna sínum og eignuðust
þau þrjú börn, Guðmund, Dag og
Birtu. Sigga sagði frá því að þegar
hún kynntist Bjarna þá var hún á
leið til Noregs að vinna. Ástin á
Bjarna eyðilagði næstum því alla
ferðina því hún saknaði hans svo
ofurmikið. Þegar Bjarni varð
fimmtugur var haldin mikil veisla
og að sjálfsögðu hélt Sigga ræðu
til heiðurs Bjarna sínum. Þarna
stóð hún uppi í stiga og sagði sög-
ur. Besta sagan var þegar hún las
upp úr ástarbréfi frá Bjarna til
hennar til Noregs. Bjarni eins og
hann er frekar jarðbundinn mað-
ur var nú ekki að velta sér upp úr
væminni ástarþvælu heldur sagði
henni fréttir af góðum bílakaupum
ef ég man rétt.
Það var grátið af hlátri og
gleymist seint. Bjarni og Sigga
voru öllum góð fyrirmynd, ástrík
og ævintýragjörn í öllu sem þau
tóku sér fyrir hendur. Í gegnum
lífið saman hafa þau eignast ótrú-
legan fjölda vina sem hafa stutt
þau á alla lund í gegnum þá erf-
iðleika sem þau hafa gengið í
gegnum á síðustu árum. Fjöl-
skyldan Hulda, Guðmundur,
Helga, Fanney, makar og börn
hafa reynst þeim vel og staðið þétt
við bakið á fjölskyldunni.
Ég sendi fjölskyldu og vinum
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur. Sigga okkar mun lifa með okk-
ur um ókomin ár.
Guðrún Pétursdóttir.
Það er með miklum söknuði
sem við jarðsetjum Siggu okkar í
dag. Vandfundin eru orð til að lýsa
þeim harmleik þegar kona fellur
frá svo langt fyrir aldur fram. Og
vandleitað er að konu sem elskaði
lífið jafn mikið og kunni að lifa því.
Sigga hefur í raun lifað eftir mot-
tóinu „Lífið er núna“ allt sitt líf;
með jákvæðni og fordómaleysi
hefur hún staðið í stafni í lífi svo
margra, ávallt með fjölskyldu og
vini í fyrsta sæti.
Ég var svo lánsöm að eignast
Siggu að vinkonu þegar við kynnt-
umst í Versló á okkar yngri árum.
Við leituðum í félagsskap hvor
annarrar og urðum sessunautar
þar og svo síðar samferða á ferð
okkar um lífið. Við áttum okkar
spretti og verkefnin voru af ýmsu
tagi. Ég minnist hennar sem frá-
bærs dansfélaga, spilafélaga,
blakfélaga, badmintonfélaga, en
ekki síst sem einlægs hlustanda
og klappstýru í blíðu og stríðu. Þá
er ég ekki síst þakklát fyrir síð-
ustu mánuði þar sem í lok hennar
stærsta verkefnis ákváðum við
þrjár vinkonurnar að lesa saman
og enduðum auðvitað á að ræða
örlög kvenna og fæðingu og dauða
– ljós og myrkur.
Kæra fjölskylda, megið þið
finna styrk á þessum erfiða tíma
og leita huggunar í hugrekki og
æðruleysi Siggu. Minning um
dásamlega manneskju mun lifa að
eilífu meðal okkar.
Þórdís Ingadóttir.
Mín besta vinkona og sálarsyst-
ir hefur kvatt. Það er ótrúlega erf-
itt og sárt að hugsa til þess að fá
ekki að hitta Siggu mína aftur en
ég er svo þakklát að hafa átt hana
sem vinkonu í 45 ár. Við kynnt-
umst sjö ára í Langholtsskóla.
Þrátt fyrir feimnina urðum við
strax mjög góðar vinkonur og
samrýmdar. Svo samrýmdar að
það var farið að tala um okkur sem
eina persónu. Við höfum oft rifjað
þetta upp og hlegið mikið. Æsku-
árin í Álfheimunum voru
skemmtilegur og lærdómsríkur
tími. Í minningunni vorum við allt-
af á ferðinni, við æfðum badmin-
ton, fórum á skíði og skauta, reið-
námskeið og svo mætti lengi telja.
Í gagnfræðaskóla myndaðist
sterkur og samheldinn vinahópur.
Ég minnist sérstaklega allra víd-
eókvöldanna þar sem horft var á
hryllingsmyndir, spilakvölda og
ógleymanlegra bíóferða. Ekki
vissum við að sá skemmtilegi tími
sem við unnum saman í Kjalfelli,
sjoppu og verslun, myndi vera
kveikjan að því að við báðar end-
uðum í viðskiptafræði. Að gagn-
fræðaskóla loknum fór ég í MS en
Sigga í Versló. Samband okkar
var áfram sterkt þó við veldum
hvor sinn menntaskólann, m.a.
kom Sigga oft á MS-böllin. Svo
kom Bjarni inn í líf Siggu með lát-
um en samt hélst okkar sterka
tenging. Alltaf var heimili þeirra
Bjarna opið öllum og þau voru frá-
bærir gestgjafar.
Sigga var mjög skipulögð og
átti auðvelt með að henda upp
partíum og veislum með stuttum
fyrirvara. Hún elskaði að dansa og
sló alltaf í gegn á dansgólfinu. Oft
var hún veislustjóri eins og í brúð-
kaupinu mínu og hélt ræður við
mörg tilefni. Dömuboðið sem hún
hélt þegar hún var 45 ára var sko
alvöru! Alltaf var hringt fyrst í
Siggu þegar skipuleggja þurfti
veislu. Árlega fór vinkonuhópur-
inn úr gagnfræðaskóla í bústaða-
ferðir þar sem búningaþema var
tekið alla leið. Þar gegndi Sigga
lykilhlutverki og kom með fjöl-
breyttar hugmyndir að búningum,
mat og drykk. Við eigum ómetan-
legar minningar frá þessum
skemmtilegu ferðum og óteljandi
myndir til að skoða og hlæja að.
Við fórum í ófáar utanlandsferðir
saman. Upp úr stendur fertugs-
afmælisferð með vinahóp á tón-
leika í Kaupmannahöfn og Euro-
vision-ferð til Lissabon árið 2018
sem var okkar síðasta ferð saman.
Sigga elskaði að ferðast innan-
lands með fjölskyldunni og góðum
vinum. Hún var afar vinmörg og
vinsæl og var í mörgum vinahóp-
um.
Það var hægt að segja að hún
væri yfirbókuð, svo vinsæl var
hún. Hún var dugleg að rækta vin-
áttuna. Í gegnum árin var Sigga
ráðgjafi minn í einu og öllu og
sagði hún oft að hún vildi að hún
væri duglegri að fara eftir sínum
eigin ráðum og hló innilega.
Sigga var glaðvær og létt í lund
og stutt var í Siggubrosið. Hún
var skemmtileg og þægileg í um-
gengni og viðmóti. Leiðindi áttu
ekki upp á pallborðið hjá Siggu og
tæklaði hún þau oftast með sínum
létta húmor. Hún hafði þann ein-
staka hæfileika að hlusta og láta
fólki líða vel. Fólk sótti í hana enda
hafði hún svo góða nærveru. Sigga
var töffari, alltaf flott og smart og
það breyttist ekki í veikindunum.
Síðustu tvö og hálft ár hafa ver-
ið mjög erfið en með ótrúlegum
lífsvilja og jákvæðni átti Sigga
margar góðar stundir með fjöl-
skyldu og vinum þennan tíma.
Missirinn, söknuðurinn og sorgin
eru ólýsanlega mikil en minning-
arnar lifa.
Elsku einstaka Sigga mín, takk
fyrir allt, elska þig.
Ég sendi Bjarna, Guðmundi,
Degi, Birtu, foreldrum og systrum
innilegar samúðarkveðjur.
Laufey Guðjónsdóttir.
Að kveðja Siggu er undarleg
tilfinning. Við vissum að hverju
stefndi eftir erfiða baráttu síðustu
mánaða en það að kveðja er ólýs-
anlega sárt.
Við kynntumst Siggu í Lang-
holtsskóla en réttara væri að segja
að við hefðum kynnst Siggu og
Laufeyju því að þær voru æsku-
vinkonur og mjög nánar. Margt
var brallað og minningarnar eru
margar eftir rúmlega 40 ára vin-
áttu. Á unglingsárunum var horft
á vídeó, unnið í Kjalló og hittingar
á kvöldin þar sem hlustað var á
dásamlega tónlist áttunda áratug-
arins. Einnig var atriði bekkjarins
í Stundinni okkar ógleymanlegt.
Svo urðum við aðeins eldri og
héldum í framhaldsskóla, við í MS
en Sigga ákvað að fara í Versló. Á
menntaskólaárunum fór Sigga í
örlagaríka ferð í Þórsmörk þar
sem hún hitti hann Bjarna sinn.
Þau gengu í hjónaband og eign-
uðust yndisleg börn, þau Guð-
mund, Dag og Birtu. Hjónaband
Siggu og Bjarna var hamingju-
ríkt, þau voru mjög náin og miklir
félagar og það var eftirtektarvert
hvað Sigga talaði alltaf fallega um
hann Bjarna sinn. Þau elskuðu að
ferðast saman innanlands sem ut-
an, voru frábærir gestgjafar og
vinahópurinn stór. Sigga var
skemmtileg, hlý, stjórnsöm (enda
þurfti að stjórna okkur hinum),
hláturmild og hreinskilin. Hún var
stílistinn okkar, dansdrottning og
kenndi okkur selfie bros (með mis-
góðum árangri). Hún elskaði fal-
lega Chie Mihara-skó, flotta
skartgripi, Cava, veisluhöld og að
skipuleggja bústaðaferðirnar okk-
ar sem voru ófáar í gegnum árin.
Fertugsafmælisferðin okkar á
Kylie Minogue-tónleika í Kaup-
mannahöfn toppar flest og fer í
dýrmæta minningabankann.
Þetta er í annað sinn sem við
kveðjum kæra vinkonu úr hópn-
um okkar en Anna Rún lést fyrir 7
árum.
Sorgin og söknuðurinn er mikill
en minningarnar eru margar og
skemmtilegar og við yljum okkur
við þær.
Sigríður
Guðmundsdóttir