Morgunblaðið - 04.02.2021, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.02.2021, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2021 ● Ekki er útlit fyrir að Icelandair muni hefja flug til Ísr- aels á næstunni. Þetta segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi flugfélagsins, í samtali við Morg- unblaðið. Eins og fram hefur komið miðar bólusetningu vel þar í landi, en nú þeg- ar hefur um þriðjungur þjóðarinnar fengið fyrri skammt bóluefnis lyfjaris- ans Pfizer. Ef fram heldur sem horfir má ráðgera að hjarðónæmi náist á næstu vikum eða mánuðum. Þrátt fyrir það segir Ásdís að horfa verði til fleiri þátta en einungis hjarðónæmis. Ástand í öðrum löndum hafi jafnframt áhrif á spurn eftir flugleiðinni. „Við skoðum alla þá áfangastaði sem næg eftirspurn til að standa undir flugi kann að myndast á. Bólusetn- ingum miðar vel í Ísrael en óvíst er hvort næg eftirspurn geti myndast fyr- ir flug til og frá landinu í gegnum Ís- land á meðan tengiflug til Bandaríkj- anna liggur nánast alveg niðri vegna ferðatakmarkana. Bandaríkjamarkaður væri mikilvægur fyrir slíkt flug.“ aronthordur@mbl.is Flug til Ísraels ekki á dagskrá sem stendur Ásdís Ýr Pétursdóttir BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir í samtali við Morgunblaðið að kaup fjölmiðlafyrirtækisins Nordic Enter- tainment Group (NENT Group), sem rekur Viaplay, stærstu streymisveitu á Norðurlöndum, á útsendingarrétti á landsleikjum íslenska landsliðsins frá og með keppnistímabilinu 2022- 2023 sé umhugsunarverð þróun. Um er að ræða sex ára samkomu- lag sem nær til sextíu íslenskra landsleikja. Eins og segir í tilkynn- ingu sem NENT Group sendi frá sér fyrr í vikunni er þetta í fyrsta sinn í sögunni sem UEFA, knattspyrnu- samband Evrópu, gerir einkaréttar- samning við streymisveitu. Viaplay hóf göngu sína á Íslandi 1. apríl 2020 og gerðust meira en 5% heimila áskrifendur á fyrstu vikun- um. Morgunblaðið fékk ekki upplýsing- ar um hvað UEFA fékk greitt fyrir réttinn, en aðilar sem þekkja þennan markað telja að verðmiðinn sé a.m.k. 100 milljónir króna á ári. Af því fær KSÍ ákveðinn hluta. Aðför að íþróttastöðvum Aðili á fjömiðlamarkaði sem Morg- unblaðið ræddi við nefndi að inn- koma Viaplay á íþróttaleikjamarkað- inn væri aðför að íslenskum íþróttastöðvum. Nýverið náði NENT group einnig samningi til þriggja ára um sýningar hér á landi á leikjum í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Réttinum deilir fyrirtækið með Sýn. „Þetta er umhugsunarvert, og ekki í takt við það sem fólkið í landinu vill. Landsleikir eru mjög vinsælt sjón- varpsefni sem til þessa hafa verið í opinni dagskrá, eða í það minnsta mjög vel aðgengilegir fyrir alla,“ seg- ir Stefán. Hann segir að RÚV hafi boðið í út- sendingarréttinn, enda sé það hluti af almannaþjónustuhlutverki fyrir- tækisins. „Við höfðum hins vegar ekki fjárhagslega burði til að keppa við það sem var þarna á ferðinni.“ Stefán segir að málið snúi líka að afstöðu stjórnvalda til þess hvað af svona efni sé það samfélagslega mik- ilvægt að það eigi að vera opið og að- gengilegt öllum, bæði fjárhagslega og tæknilega. „Í nágrannalöndunum hafa verið settar reglur um þetta, en slíkt hefur ekki verið gert hér á landi.“ Stefán segir að RÚV geti með dreifikerfi sínu náð til meira en 99% þjóðarinnar og setji mikið fjármagn í að viðhalda því dreifikerfi. Spurður hvort RÚV væri til í sam- starf við Viaplay um dreifingu efnis- ins ef óskað yrði eftir því játar Stef- án því. „Við erum opin fyrir samstarfi og samvinnu við alla eins og alltaf, í ljósi okkar mikilvæga þjónustuhlutverks.“ Gott netsamband Guðni Bergsson formaður Knatt- spyrnusambands Íslands, KSÍ, segir að UEFA sjái um sameiginlegt útboð sjónvarpsréttarins fyrir hönd knatt- spyrnusambanda í Evrópu. Spurður hvort honum finnist dreifileiðir Viaplay yfir netið ásætt- anlegar fyrir landsleiki segir Guðni að netsamband hér á landi sé það gott að það ætti ekki að vera vanda- mál. Aðspurður segir hann að nýi samningurinn skili meira fé til sam- bandsins en eldri samningar. Guðni segir að KSÍ njóti ekki opin- berra styrkja og þurfi að sjá um og kosta mótahald, fræðslu- og lands- liðsstarf. „Einhvern veginn þarf að greiða fyrir það. Landsleikir hafa verið áður í áskriftarsjónvarpi og eru það um alla Evrópu í dag,“ segir Guðni og bætir við að hluti leikjanna 60 verði í opinni dagskrá. „Þessar tekjur skipta sköpum fyrir starfsemi KSÍ og fyrir íslenska knattspyrnu.“ Kaup Viaplay á landsleikj- um umhugsunarverð þróun Morgunblaðið/Eggert Bolti Frá árinu 2022-2028 verður að vera með 1.599 króna áskrift að streymisveitunni Viaplay til að sjá alla leiki íslenska karlalandsliðsins. Íþróttaefni » Til að sjá landsleiki þarf að greiða 1.599 kr. á mánuði. » Á hverju ári sýnir NENT Group meira en 50.000 klukkustundir frá íþrótta- viðburðum í beinni útsendingu. » Viaplay vill verða leiðandi íþróttastöð í löndum þar sem íþróttaefni streymisveitunnar er í boði. » Einungis verða sýndir leikir íslenska karlalandsliðsins.  Verðmiðinn mögulega 100 m.kr.  Aukið fé til KSÍ  Dreifing ekki vandamál Peningastefnunefnd Seðlabanka Ís- lands greindi frá því í gær að vextir muni haldast óbreyttir. Er það í samræmi við spár Íslandsbanka og Landsbanka, sem spáð höfðu óbreyttum vöxtum. Vextir á sjö daga bundnum innlánum verða áfram 0,75% auk þess sem stýrivextir hald- ast 2,25%. Í febrúarhefti Peningamála kem- ur fram að innlend eftirspurn hafi verið þróttmeiri árið 2020 en áður hafði verið ráðgert. Efnahagssam- drátturinn var af þeim sökum minni. Áfram er gert ráð fyrir vexti í inn- lendri eftirspurn sem vega mun á móti lakari útflutningshorfum. Þró- un mála mun þó markast af fram- vindu farsóttarinnar. Morgunblaðið/Kristinn Seðlabankastjóri Ásgeir Jónsson, formaður peningastefnunefndar. Vextir Seðlabankans haldast óbreyttir  Stýrivextir aldrei verið eins lágir Í fréttatilkynningu frá Marel kemur fram að hagnaður fyrirtækisins hafi numið 102,6 milljónum evra á síðasta ári, andvirði liðlega 16 milljarða króna. Haganaðurinn var þó meiri árið 2019 þegar hann var 110 millj- ónir evra, andvirði rúmra 17 millj- arða á núvirði. Einskiptiskostnaður vegna hag- ræðingar fyrr á árinu 2020, sem ekki er sérstaklega leiðrétt fyrir, var um fjórar milljónir evra, andvirði 628 milljóna króna. Hagræðingar- aðgerðir á fyrri helmingi ársins muni skila sér að fullu árið 2021, með lækkun á kostnaðargrunni sem nemur átta milljónum evra á árs- grundvelli, segir í tilkynningu. Til viðbótar hafi nýtt vinnulag og staf- rænar lausnir á tímum heimsfarald- urs sýnt fram á tækifæri til frekari hagræðingar og skilvirkni í rekstri. Marel skilaði 16 milljarða króna hagnaði árið 2020 4. febrúar 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 129.65 Sterlingspund 177.21 Kanadadalur 101.21 Dönsk króna 20.989 Norsk króna 15.081 Sænsk króna 15.364 Svissn. franki 144.41 Japanskt jen 1.2344 SDR 186.24 Evra 156.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 188.6184 Hrávöruverð Gull 1847.1 ($/únsa) Ál 1985.5 ($/tonn) LME Hráolía 56.35 ($/fatið) Brent STUTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.