Morgunblaðið - 04.02.2021, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 04.02.2021, Blaðsíða 57
DÆGRADVÖL 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2021 ég í körfunni. Við höfum alltaf verið dugleg að ferðast bæði innanlands og utan. Þá finnst okkur gaman að spila golf á sumrin og fara á skíði á veturna. Ég hef einnig alltaf haft áhuga á frek- ara námi og aflaði mér m.a. málflutn- ingsréttinda fyrir héraðsdómi fyrir nokkrum árum, lauk líka diplóma- námi í opinberri stjórnsýslu fyrir stjórnendur í opinberum rekstri og nú síðast var það síðan verkefnastjórnun. Annars eigum við fjölskyldan alltaf okkar bestu stundir í sumarbústaðn- um í Skorradal en þar er alveg yndis- legt að vera. Í ljósi heimsfaraldursins verður ekki hægt að halda almennilega upp á stórafmælið í dag eins og ég hef jafn- an gert á afmælum sem hlaupa á heil- um tug. Í staðinn ætla eiginkonan og börnin að bjóða mér í óvissuferð sem ég bíð spenntur eftir.“ Fjölskylda Eiginkona Ingvars er Rósa Dögg Flosadóttir, f. 26.11. 1975, lög- fræðingur í dómsmálaráðuneytinu. Þau eru búsett í Áslandshverfinu í Hafnarfirði. Foreldrar Rósu: Flosi Gunnarsson, f. 24.8. 1933, d. 26.5. 1990, útgerðarmaður og skipstjóri, og Alda Kjartansdóttir, f. 27.7. 1942, hárgreiðslumeistari. Þau voru gift og bjuggu í Reykjavík. Alda býr nú í Hafnarfirði. Börn Ingvars og Rósu eru Eva Dís, f. 30.4. 2005, grunnskólanemi, og Flosi Freyr, f. 3.11. 2011, grunn- skólanemi. Bræður Ingvars eru Guðmundur Emil Sigurðsson, f. 31.7. 1959, stýri- maður, búsettur í Hafnarfirði ásamt fjölskyldu sinni, og Björgvin Sigurðs- son, f. 17.8. 1963, stýrimaður, búsett- ur í Hafnarfirði ásamt fjölskyldu sinni. Foreldrar Ingvars voru Sigurður G. Emilsson, f. 22.9. 1931, d. 4.9. 2020, viðskiptafræðingur og starfaði lengst af hjá sýslumannsembættinu í Hafn- arfirði, og Guðfinna Björgvinsdóttir, f. 5.7. 1937, d. 15.9. 2014, starfaði síð- ast hjá sýslumannsembættinu í Hafn- arfirði. Þau voru gift og bjuggu lengst af á Þúfubarði 3 og síðar á Drekavöll- um 18 í Hafnarfirði. Ingvar Þór Sigurðsson Guðný Þorsteinsdóttir húsfreyja í Hákoti Eyjólfur Þorbjarnarson bóndi í Hákoti á Álftanesi Þorbjörg Eyjólfsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði Björgvin Helgason sjómaður í Hafnarfirði Guðfinna Björgvinsdóttir húsfreyja og skrifstofukona í Hafnarfirði Sigurbjört Halldórsdóttir húsfreyja í Brekku Helgi Gíslason skipstjóri og bóndi í Brekku á Álftanesi GuðrúnVigfúsdóttir húsfreyja í Kolsholti Sigurður Jónsson bóndi í Kolsholti í Flóa Guðfinna Sigurðardóttir húsfreyja í Hafnarfirði Emil Jónsson ráðherra í Hafnarfirði Sigurborg Sigurðardóttir húsfreyja í Hafnarfirði Jón Jónsson múrarameistari í Hafnarfirði Úr frændgarði Ingvars Þórs Sigurðssonar Sigurður G. Emilsson viðskiptafræðingur í Hafnarfirði „HEFUR EINHVER KOMIÐ OG LITIÐ Á ÞIG?” „PABBI, ÉG ER AÐ SKRIFA ÆVISÖGU MÍNA. ER „SÁRAFÁTÆKT” EITT ORÐ?” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... það þegar hann styður við bakið á þér. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann GRETTIR! ÉG SAGÐI „matur”! GASTU EKKI GENGIÐ TVO METRA INN Í ELDHÚS? ÉG VIL HEIM- SENDINGU LÍT ÉG ÚT FYRIR AÐ VERA GÁFAÐRI MEÐ ÞESSI GLERAUGU? JA… ÞAU GÆTU ÞAÐ… KANNSKI EF ÞÚ FJARLÆGIR VERÐMIÐANN! ÚPS! Magnús Halldórsson yrkir áBoðnarmiði: Þeir voru þunnir en glaðir, þorskar úr salti, flakaðir. sem lentu á diski, með lútuðum fiski, en allir samt útvatnaðir. Hallmundur Guðmundsson gefur „Fjármálaráðgjöf“: Hjá fífli er góður gróði ef græðir með svita og blóði. Það frekar er stíll og flottari díll; að fá hann úr annarra sjóði. Ólafur Stefánsson skrifar: „Það eiga allir sinn (uppáhalds)banka, hvað oft sem þeir skipta um nöfn og/eða eigendur“: Ég sé eftir Búnaðarbankanum og blessa hann stöðugt í þankanum. Hann gafst vel í sveitum var góður í leitum en bestur í jenum og frankanum. Hólmfríður Bjartmarsdóttir orti: Hjá Bjarnhéðni blómstraði auður því blessaður graðfolinn Rauður öll verðlaunin vann sem er vont fyrir hann. Hann fannst bakvið fjárhúsin, dauður. Og enn yrkir Hólmfríður: Í sveitum og vitaskuld víðar eru vergjarnar konur og blíðar. Bjarnhéðinn fann í bólinu mann. Undir fjóshaugnum fannst hann víst síðar. Hallmundur Kristinsson var með á nótunum: Vergjarnar konur veita viljugar margt til sveita. Ef þannig er enn að þær vilji menn, þeirra má víða leita! Og Eyjólfur Ó. Eyjólfsson: Af ásthneigð var Ólína rík en afbrýðisemin var slík hjá karlinum Frans að í kálgarði hans fundu menn 500 lík. Friðrik Steingrímsson yrkir: Ástandið er engin hemja er að farast heimurinn, fjandans rússa löggur lemja lýðinn eins og trommuskinn. Ólína Andrésdóttir kvað: Oftast svellin örlaga illum skellum valda, fyrir brellum freistinga fáir velli halda. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Útvatnaðir þorskar og graðfolinn Rauður Gönguskór og göngubroddar Kahtoola MicroSpikes Broddar kr. 8.990.- Asolo Drifter Evo Herraskór kr. 32.990.- Salewa AlpenViolet Mid Dömuskór kr. 32.990.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.