Morgunblaðið - 04.02.2021, Side 4

Morgunblaðið - 04.02.2021, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2021 Lífshlaupið, heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, hófst með formlegri athöfn í Rimaskóla í gærmorgun. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hófu hlaupið í íþrótta- sal skólans ásamt nokkrum sprækum nemendum og lukkudýri Lífshlaupsins. Þetta er í 14. sinn sem hlaupið fer fram og stendur yfir allan þenn- an mánuð. Markmiðið er að hvetja landsmenn til að gera hreyfingu að föstum lið í lífi sínu. Til þess að taka þátt í keppninni þarf að skrá sig til leiks á vefsíðunni www.lifshlaupid.is. Morgunblaðið/Árni Sæberg Lífshlaupið ræst í Rimaskóla með látum Um fimm milljarðar króna hafa ver- ið greiddir í tekjufallsstyrki undan- farnar þrjár vikur til 822 rekstrar- aðila. Þeir leggjast við tugmilljarða stuðning í gegnum fjölþætt úrræði ríkisstjórnarinnar árið 2021, sam- kvæmt frétt fjármála- og efnahags- ráðuneytisins. Markmiðið með tekjufalls- styrkjum er að styðja fyrirtæki og einyrkja sem hafa orðið fyrir meira en 40% tekjufalli vegna faraldurs- ins. „Skatturinn hefur alls afgreitt um 4.000 umsóknir vegna styrkja sem stofnunin hefur á sinni könnu, sem eru tekjufalls- og lokunarstyrkir og stuðningur við fyrirtæki við greiðslu launa á uppsagnarfresti. Skatturinn hefur lokið við að greiða út styrki fyrir 73% umsókna um tekjufalls- styrki en alls hafa um 94% fullbú- inna umsókna sem borist hafa skattinum verið afgreiddar.“ Alþingi hefur samþykkt lög um viðspyrnustyrki til að koma til móts við vanda rekstraraðila og búa sam- félagið undir það þegar heimurinn opnast að nýju. Stefnt er að því að hefja móttöku umsókna um við- spyrnustyrki í lok mánaðarins. Fimm milljarðar í styrki  822 aðilar fá tekjufallsstyrk Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Matvælastofnun og Umhverfisstofn- un hafa auglýst tillögu að uppfærslu á rekstrar- og starfsleyfi fyrir eldi Fiskeldis Austfjarða í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Fær fyrirtækið heim- ild til að auka eldi á frjóum laxi um 6.500 tonn en heimildir til eldis á ófrjóum laxi minnka samsvarandi. Breytingarnar eru gerðar í fram- haldi af því að Hafrannsóknastofnun endurskoðaði á síðasta ári áhættumat vegna erfðablöndunar fyrir þetta svæði. Það gerir ráð fyrir að heimilt sé að vera með allt að 12 þúsund tonn af frjóum laxi í Fáskrúðsfirði. Fyrra leyfi Fiskeldis Austfjarða hljóðaði upp á 6 þúsund tonn af frjóum laxi og 5 þúsund tonn af ófrjóum laxi. Nú breytast heimildirnar þannig að allt leyfið, 11 þúsund tonn, verður notað til eldis á frjóum laxi. Í Berufirði gerir nýtt áhættumat Hafró ráð fyrir 7.500 tonnum af frjó- um laxi. Fiskeldi Austfjarða hefur leyfi til að ala 6 þúsund tonn af frjóum laxi í þeim firði og 3.800 tonn af ófrjó- um laxi. Leyfið breytist þannig að alin verða 7.500 tonn af frjóum laxi og 2.300 tonn af ófrjóum. „Við viljum vera ábyrgir í þessu. Fylgjum leiðsögn Hafrannsókna- stofnunar,“ segir Guðmundur Gísla- son, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða. Fyrirtækið hefur nú leyfi til að ala 18.500 tonn í þessum tveimur fjörðum auk 2.300 tonna af ófrjóum laxi, alls 20.800 tonn. Spjara sig í köldum sjó Fiskeldi Austfjarða er að ala ófrjó seiði í seiðastöð sinni í Rifósi í Keldu- hverfi og þau fara til áframeldis í nýrri stöð á Kópaskeri. Fyrstu ófrjóu laxaseiðin verða sett út í kvíar í Beru- firði í vor, ef allt gengur samkvæmt áætlun. Guðmundur segir að það verði um hálf milljón seiða sem gefi um 2.000 tonn af laxi eftir eitt og hálft ár í sjó. Hann tekur fram að menn séu að fóta sig í framleiðslu á þessum seiðum og síðan eldi á þeim í sjó. Reynslan verði að skera úr um það hvernig það gengur. Reynslan frá Noregi bendi til að ófrjó seiði spjari sig betur í köldum sjó en heitum. Uppfæra leyfi til laxeldis  Fiskeldi Austfjarða fær auknar heimildir til eldis á frjóum laxi í stað eldis á ófrjóum laxi  Fyrstu ófrjóu laxaseiðin frá eldisfyrirtækinu fara í sjó í vor Morgunblaðið/Eggert Berufjörður Ófrjór lax verður settur í kvíar Fiskeldis Austfjarða í vor. Rúður voru brotnar á heimili Ólafs Guðmundssonar, varaborgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins, í fyrri- nótt. Svo virðist sem garðkanna hafi verið notuð til verksins en rúð- ur voru einnig brotnar í þremur húsum í sama botnlanga og heimili Ólafs í Grafarvogi. Lögregla var kölluð til og hafði hendur í hári karlmanns, sem grunaður er um verknaðinn. Elín Agnes Kristínar- dóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn sagði þó við mbl.is í gær að enginn væri í haldi lögreglu, sem nú skoð- ar málið að hennar sögn. Ólafur sagðist í viðtali sleginn og harmaði það að borgarbúar mættu eiga von á að lenda í atburðum sem þessum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skemmdarverk Garðkanna var notuð. Rúður brotnar hjá varaborgarfulltrúa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.