Morgunblaðið - 04.02.2021, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.02.2021, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2021 Lífshlaupið, heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, hófst með formlegri athöfn í Rimaskóla í gærmorgun. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hófu hlaupið í íþrótta- sal skólans ásamt nokkrum sprækum nemendum og lukkudýri Lífshlaupsins. Þetta er í 14. sinn sem hlaupið fer fram og stendur yfir allan þenn- an mánuð. Markmiðið er að hvetja landsmenn til að gera hreyfingu að föstum lið í lífi sínu. Til þess að taka þátt í keppninni þarf að skrá sig til leiks á vefsíðunni www.lifshlaupid.is. Morgunblaðið/Árni Sæberg Lífshlaupið ræst í Rimaskóla með látum Um fimm milljarðar króna hafa ver- ið greiddir í tekjufallsstyrki undan- farnar þrjár vikur til 822 rekstrar- aðila. Þeir leggjast við tugmilljarða stuðning í gegnum fjölþætt úrræði ríkisstjórnarinnar árið 2021, sam- kvæmt frétt fjármála- og efnahags- ráðuneytisins. Markmiðið með tekjufalls- styrkjum er að styðja fyrirtæki og einyrkja sem hafa orðið fyrir meira en 40% tekjufalli vegna faraldurs- ins. „Skatturinn hefur alls afgreitt um 4.000 umsóknir vegna styrkja sem stofnunin hefur á sinni könnu, sem eru tekjufalls- og lokunarstyrkir og stuðningur við fyrirtæki við greiðslu launa á uppsagnarfresti. Skatturinn hefur lokið við að greiða út styrki fyrir 73% umsókna um tekjufalls- styrki en alls hafa um 94% fullbú- inna umsókna sem borist hafa skattinum verið afgreiddar.“ Alþingi hefur samþykkt lög um viðspyrnustyrki til að koma til móts við vanda rekstraraðila og búa sam- félagið undir það þegar heimurinn opnast að nýju. Stefnt er að því að hefja móttöku umsókna um við- spyrnustyrki í lok mánaðarins. Fimm milljarðar í styrki  822 aðilar fá tekjufallsstyrk Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Matvælastofnun og Umhverfisstofn- un hafa auglýst tillögu að uppfærslu á rekstrar- og starfsleyfi fyrir eldi Fiskeldis Austfjarða í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Fær fyrirtækið heim- ild til að auka eldi á frjóum laxi um 6.500 tonn en heimildir til eldis á ófrjóum laxi minnka samsvarandi. Breytingarnar eru gerðar í fram- haldi af því að Hafrannsóknastofnun endurskoðaði á síðasta ári áhættumat vegna erfðablöndunar fyrir þetta svæði. Það gerir ráð fyrir að heimilt sé að vera með allt að 12 þúsund tonn af frjóum laxi í Fáskrúðsfirði. Fyrra leyfi Fiskeldis Austfjarða hljóðaði upp á 6 þúsund tonn af frjóum laxi og 5 þúsund tonn af ófrjóum laxi. Nú breytast heimildirnar þannig að allt leyfið, 11 þúsund tonn, verður notað til eldis á frjóum laxi. Í Berufirði gerir nýtt áhættumat Hafró ráð fyrir 7.500 tonnum af frjó- um laxi. Fiskeldi Austfjarða hefur leyfi til að ala 6 þúsund tonn af frjóum laxi í þeim firði og 3.800 tonn af ófrjó- um laxi. Leyfið breytist þannig að alin verða 7.500 tonn af frjóum laxi og 2.300 tonn af ófrjóum. „Við viljum vera ábyrgir í þessu. Fylgjum leiðsögn Hafrannsókna- stofnunar,“ segir Guðmundur Gísla- son, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða. Fyrirtækið hefur nú leyfi til að ala 18.500 tonn í þessum tveimur fjörðum auk 2.300 tonna af ófrjóum laxi, alls 20.800 tonn. Spjara sig í köldum sjó Fiskeldi Austfjarða er að ala ófrjó seiði í seiðastöð sinni í Rifósi í Keldu- hverfi og þau fara til áframeldis í nýrri stöð á Kópaskeri. Fyrstu ófrjóu laxaseiðin verða sett út í kvíar í Beru- firði í vor, ef allt gengur samkvæmt áætlun. Guðmundur segir að það verði um hálf milljón seiða sem gefi um 2.000 tonn af laxi eftir eitt og hálft ár í sjó. Hann tekur fram að menn séu að fóta sig í framleiðslu á þessum seiðum og síðan eldi á þeim í sjó. Reynslan verði að skera úr um það hvernig það gengur. Reynslan frá Noregi bendi til að ófrjó seiði spjari sig betur í köldum sjó en heitum. Uppfæra leyfi til laxeldis  Fiskeldi Austfjarða fær auknar heimildir til eldis á frjóum laxi í stað eldis á ófrjóum laxi  Fyrstu ófrjóu laxaseiðin frá eldisfyrirtækinu fara í sjó í vor Morgunblaðið/Eggert Berufjörður Ófrjór lax verður settur í kvíar Fiskeldis Austfjarða í vor. Rúður voru brotnar á heimili Ólafs Guðmundssonar, varaborgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins, í fyrri- nótt. Svo virðist sem garðkanna hafi verið notuð til verksins en rúð- ur voru einnig brotnar í þremur húsum í sama botnlanga og heimili Ólafs í Grafarvogi. Lögregla var kölluð til og hafði hendur í hári karlmanns, sem grunaður er um verknaðinn. Elín Agnes Kristínar- dóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn sagði þó við mbl.is í gær að enginn væri í haldi lögreglu, sem nú skoð- ar málið að hennar sögn. Ólafur sagðist í viðtali sleginn og harmaði það að borgarbúar mættu eiga von á að lenda í atburðum sem þessum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skemmdarverk Garðkanna var notuð. Rúður brotnar hjá varaborgarfulltrúa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.