Morgunblaðið - 04.02.2021, Blaðsíða 54
54 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2021
✝ Heiðar Árna-son fæddist í
Þrándheimi, Nor-
egi, 3. janúar 1982.
Hann andaðist á
District General
Hospital í South-
port, Englandi, 12.
janúar 2021. For-
eldrar hans eru
Árni Ragnarsson, f.
9. júlí 1952, og Ás-
rún Guðmundsdótt-
ir, f. 28. ágúst 1954. Systkini
Heiðars eru: Laufey, f. 11. sept-
ember 1980, maki Kristinn Harð-
arson, f. 7. október 1979, börn
þeirra eru Hrefna Rán, Sturla og
Rúrik; Ingvar, f. 15. júlí 1986,
maki Sigríður Anna Ólafsdóttir,
f. 23. júlí 1981, börn þeirra eru
Saga, Brynja, Egill Gauti og
Hlynur Þór; Gauti, f. 21. júlí 1988.
Eftirlifandi eiginkona Heiðars
er Ouza Kwanashie, f. 21. nóv-
ember 1986. Foreldrar hennar
Árið 2012 fluttist Heiðar til
Liverpool á Englandi til að
leggja stund á nám í hljóð-
tæknifræði (Sound Engineer-
ing), sem hafði verið hans helsta
áhugamál og tómstundagaman
um langt skeið. Hann lauk BA-
prófi í Audio Production frá
SAE Institue Liverpool árið
2014. Eftir nám starfaði Heiðar
hjá viðburðafyrirtækinu Adlib
Audio í Liverpool við þjónustu á
sviði hljóðkerfa fyrir tónleika og
aðra viðburði. Auk fastrar vinnu
sinnti Heiðar ýmsum verkefnum
á sviði hljóðvinnslu, mikið í sjálf-
boðavinnu, og samdi einnig eig-
in tónlist.
Útför Heiðars fer fram frá
kapellu bálstofunnar í South-
port í dag, 4. febrúar 2021,
klukkan 11. Streymt verður frá
athöfninni:
https://www.wesleymedia.co.uk/
webcast-view
Order ID: 69838; lykilorð:
csbbesmw
Virkan hlekk á streymi má
finna á:
https://www.mbl.is/andlat
eru Mike Kwanas-
hie, f. 27. april
1950, og Helen Oc-
huko Kwanashie, f.
25. maí 1955. Börn
Heiðars og Ouza
eru Helena Rún, f.
20. desember 2016,
og Lucas Árni, f.
27. apríl 2019.
Heiðar fluttist
með foreldrum sín-
um til Reykjavíkur
fimm ára gamall, gekk í Hlíða-
skóla og MH en byrjaði átján ára
að vinna við verslunarstörf og
sinnti því um 12 ára skeið. Hann
starfaði hjá Hagkaup og síðar
10-11, lengst af sem versl-
unarstjóri í Reykjavík en þrjú
síðustu árin sem rekstrarstjóri
fyrirtækisins í Reykjanesbæ.
Ásamt vinnu lauk Heiðar dip-
lómanámi í verslunarstjórnun
frá Verslunarskóla Íslands árið
2007.
Myrkrið sem fylgir skamm-
deginu hefur í þetta sinn umlukt
hjörtu okkar og fyllt okkur sorg
sem orð fá ekki lýst. Sagt er að
foreldrar eigi ekki að þurfa að
fylgja börnum sínum til grafar en
þannig er það ekki í köldum raun-
veruleikanum.
Elsku Heiðar, allt síðasta ár,
eftir að þú greindist með krabba-
mein í mjaðmabeini og í endur-
hæfingu sem fylgdi í kjölfarið,
sýndir þú mikið æðruleysi og
þrautseigju og allt virtist stefna í
rétta átt. Með bjartsýni og já-
kvæðni varstu farinn að sjá fram
á bjartari tíma. En skjótt skipast
veður í lofti.
Þú varst næstelstur af fjórum
systkinum sem öll eru fædd á
átta ára tímabili. Það var því oft
mikið fjör í systkinahópnum en
samheldni og gagnkvæmur
stuðningur hefur einkennt ykkar
samskipti alla tíð. Þú varst fljótur
að læra og stundum svolítið óþol-
inmóður eins og þegar þú sem
barn lærðir að hjóla á þínu fyrsta
reiðhjóli upp á eigin spýtur áður
en við höfðum ráðrúm til að koma
út til að kenna þér að hjóla.
Tónlist var alltaf stór hluti af
þínu lífi, upphaflega sem hljóð-
færanám þegar þú varst barn.
Gítarinn varð ofan á og strax sem
barn byrjaðir þú að nota hann til
að láta þér líða vel og koma jafn-
vægi á hugann og tilfinningarnar.
Á unglingsárunum kom fyrir að
tónlistin úr herberginu þínu
hljómaði svo kröftuglega að ná-
grönnunum fannst nóg um. Fljót-
lega þróaðist áhugi á hljóðvinnslu
tónlistar og öllu sem því viðkem-
ur. Það var þó ekki fyrr en eftir
að hafa stundað þessa iðju í mörg
ár sem tómstundagaman að þú
lést drauminn rætast og sóttir
þér menntun í hljóðtæknifræði til
Englands þar sem þú bjóst síð-
ustu níu árin. Við eigum margar
góðar minningar frá heimsókn-
um okkar til þín og þinnar fjöl-
skyldu í Englandi, m.a. þeirri
fyrstu þegar við áttum yndislega
daga saman á ferðalagi um norð-
urhluta landsins.
Það eru bara fimm ár síðan þú
stofnaðir fjölskyldu, eignaðist
yndislega konu og síðar tvö börn
sem því miður fengu allt of stutt-
an tíma með föður sínum. Okkur
er ómögulegt að skilja að nokkur
sanngirni liggi þar að baki en
þetta minnir okkur um leið á hve
vald okkar er lítið þegar örlögin
grípa í taumana. Brúðkaupsdag-
urinn ykkar Ouza á sólbjörtum
sumardegi 2018 skilur eftir sig
dásamlegar minningar um tvær
athafnir með rætur í ólíkum
menningarheimum, fyrst að níg-
erískum sið og síðan samkvæmt
okkar hefðum.
Þú varst hjartagóð og hlý per-
sóna, mikill fjölskyldumaður og
það leyndi sér ekki hve stoltur þú
varst af konu þinni og börnum.
Þau eru fjársjóðurinn sem þú
skildir eftir og það er huggun í að
hugsa til þess að þau eiga eftir að
ylja okkur og gleðja um ókomin
ár.
Við verðum eilíflega þakklát
fyrir að hafa verið hjá ykkur í So-
uthport um jólin og fengið að
vera með þér síðustu stundina
sem þér var ætluð í jarðnesku lífi,
jafnvel þótt hún hafi komið allt of
snemma og sé sú erfiðasta sem
við höfum upplifað. Minningin
um yndislegan son, bróður, eig-
inmann og föður mun styrkja
okkur í sorginni og hjálpa okkur
að sjá ljósið sem á þessari stundu
virðist víðs fjarri.
Hvíl í friði elsku Heiðar.
Mamma og pabbi.
Elsku Heiðar minn. Þú varst
ljúfasti maður sem ég hef komist
í kynni við. Það er þyngra en tár-
um taki að hugsa til þess að þú fá-
ir ekki að fylgjast með börnunum
þínum vaxa úr grasi. Ég minnist
þín sem góðs stóra bróður, með
réttum skammti af bræðrakýt-
ingi, sem fórst þínar eigin leiðir.
Á sama tíma og ég er svo sorg-
mæddur er ég svo þakklátur fyrir
að þú hafir fundið Uzi og fengið
að upplifa fyrstu ár föðurhlut-
verksins sem fór þér svo vel
ásamt því að ganga í hjónaband.
Þetta voru hlutir sem voru ekki
endilega í kortunum fyrir nokkr-
um árum og gerðust frekar hratt,
sem betur fer. Þótt samveru-
stundirnar hafi ekki verið eins
margar og maður hefði óskað eft-
ir að þú fluttir út, þá voru þær
góðar og mér þykir óendanlega
vænt um þær. Ég mun sakna
þess að heyra í þér og spjalla um
daginn og veginn, fjölskylduna og
íþróttir. Ég mun sakna þess að
stríða þér og æsa þig aðeins með
athugasemdum um íþróttir og
uppeldisaðferðir. Í gegnum sorg-
ina munum við taka með okkur
ljúfar og góðar minningar um
þig. Við munum passa upp á Uzi,
Helenu Rún og Lucas Árna.
Minning um góðan bróður lifir.
Ingvar.
Elsku bróðir. Hvað getur mað-
ur sagt? Orð eru svo fátækleg.
Sorgin er yfirþyrmandi en um
leið er ég þakklát.
Ég er þakklát fyrir að hafa al-
ist upp með þér. Ég tók hlutverk
mitt sem stóra systir alvarlega
frá upphafi, þótt það hafi bara
verið 16 mánuðir á milli okkar, og
mér hefur alltaf fundist ég þurfa
að hafa auga með þér. Við vorum
ólík, í kringum þig var alltaf líf og
fjör og þú varst ófeiminn og tal-
aðir oft fyrir okkur bæði. Ég tók
líklega meira inn á mig þegar þú
varst skammaður eftir einhver
prakkarastrik og oft skildi ég
ekki af hverju þú gerðir ekki bara
eins og þér var sagt. Núna sé ég
auðvitað að það var þinn helsti
kostur – að vera alveg sama hvað
öðrum fannst! Ég vildi að ég hefði
verið líkari þér að því leytinu. Við
rifumst og slógumst og það gekk
á ýmsu þegar við vorum ein
heima – hversu mörg símtöl ætli
greyið pabbi hafi fengið þar sem
við klöguðum hvort annað! En við
sættumst jafn fljótt og blessunar-
lega var hvorugt okkar langræk-
ið. Við vorum kannski ekki alltaf
sammála, hvorki sem börn né
fullorðin, en vorum löngu hætt að
rífast og slást, og bárum mikla
virðingu hvort fyrir öðru. Þú gast
leitað til mín og ég til þín.
Ég er þakklát fyrir að þú
kynntist Ouza og að þú hafir
fengið að verða faðir barnanna
ykkar. Þú varst svo elskandi
pabbi og eiginmaður og það skein
í gegn hversu stoltur þú varst af
þeim öllum. Fyrir þau lifðir þú.
Orð fá því ekki lýst hversu
sorgmædd ég er yfir að þú fáir
ekki að sjá börnin þín vaxa og
dafna. Hvernig getur lífið verið
svona ósanngjarnt? Við sem eftir
erum lofum að gera okkar allra
besta til að passa upp á litlu fjöl-
skylduna þína.
Það er svo erfitt að sætta sig
við að þú sért farinn og að hafa
ekki náð að komast til þín áður.
Ég bölva ástandinu í heiminum
daglega!
Elsku hjartans litli bróðir
minn, þú varst stór maður með
risastórt hjarta og hlýjan faðm.
Minning þín lifir í hjarta okkar
allra.
Þín systir,
Laufey.
Elsku frændi
Það er svo óraunverulegt og
óendanlega sárt að hugsa til þess
að þú sért farinn. Þetta gerðist
svo hratt og allt of allt of snemma
Við frændsystkinin vorum
jafnaldrar, það voru aðeins tveir
mánuðir á milli okkar, við vorum
skírð saman í Byggðaveginum á
Akureyri hjá ömmu og afa og
héldum sameiginlega fermingar-
veislu. Mér þykir vænt um þessa
tengingu. Ótal minningar frá
barnæsku koma fram í hugann og
ég er þakklát fyrir allar góðu
æskuminningar með þér og Lauf-
eyju. Þegar við fullorðnuðumst
bjuggum við bæði erlendis og
sambandið var minna, en þegar
við hittumst þá fann ég svo sterkt
tenginguna og hlýjuna sem
streymdi frá þér.
Mikið var gaman að fagna með
ykkur Uzi á brúðkaupsdaginn.
Lífið og hamingjan blasti við ykk-
ur og dásamlegur ávöxtur ástar
ykkar, hún Helena Rún, bræddi
okkur öll. Síðar bættist Lucas
Árni við og hamingjan umvafði
fjölskylduna í Southport. En lífið
breyttist snögglega þegar þú
greindist með krabbamein sem
því miður reyndist ósigrandi.
Eftir sitja margir sárir en minn-
ingin lifir um ljúfan dreng.
Elsku Uzi, Helena Rún, Lucas
Árni, Ásrún, Árni, Gauti, Laufey,
Ingvar og fjölskyldur, hugur
minn er hjá ykkur og ég sendi
ykkur styrk og hlýju.
Heiðar minn, ég sakna þín, við
sjáumst aftur í sumarlandinu.
Þín
Ragna frænka.
Elsku Heiðar minn. Mikið
rosalega er erfitt að hugsa til
þess að þú sért farinn frá okkur,
langt fyrir aldur fram.
Ótal minningar koma upp í
hugann. Öll þau skipti sem við
tveir hittumst í Liverpool og
fengum okkur 1-2 kalda, heim-
sókn okkar til Southport 2017 þar
sem við áttum yndislega daga
með ykkur og síðast en ekki síst
að fá að taka þátt í brúðkaupi
ykkar Uzi sumarið 2018. Það var
yndislegt að sjá hversu ham-
ingjusöm þið voruð saman.
Það var yndislegt að fylgjast
með ykkur fjölskyldunni og veit
ég að þú varst ótrúlega góður
pabbi, það getum við sem fengum
að njóta skilaboða frá þér vitnað
um.
Við vorum nú ekki alltaf sam-
mála, hvað þá þegar talið barst að
íþróttum. Ég uppalinn ÍR-ingur
og þú gallharður Valsari. Ekki
lagaðist það þegar við fórum að
ræða enska boltann, þú varst allt-
af til í góðar rökræður og hafðir
miklar skoðanir á hinum ýmsu
málum.
Heiðar, þú varst yndislegur
drengur, mikill fjölskyldumaður
og söknuður okkar allra er gríð-
arlegur en minningin um góðan
dreng mun lifa áfram í hjörtum
okkar allra.
Hvíl í friði, elsku drengur.
Kristinn Harðarson.
Heiðar Árnason
✝ Sveinbjörn Þor-valdsson Eg-
ilson fæddist 8.
október 1928 í
Reykjavík. Hann
lést á Sjúkrahúsinu
á Akureyri 22. jan-
úar 2021. Foreldrar
hans voru Guðrún
Sigríður Sigur-
bjarnardóttir, f. 22.
apríl 1906, d. 7. jan-
úar 1991, og Þor-
valdur Egilson Jónsson, f. 13. júní
1897, d. 6. febrúar 1971. Uppeld-
isfaðir Jón Vigfússon, f. 2. júní
1903, d. 18. nóvember 1986. Hálf-
systir samfeðra Erla Kristín Þor-
valdsdóttir Egilson, f. 13. mars
1924, d. 14. mars 2010, og uppeld-
isbróðir Gestur Kristján Jónsson,
f. 16. janúar 1936, d. 16. febrúar
2004.
Hinn 25. desember 1966
kvæntist Sveinbjörn Sólveigu
Björk Kristinsdóttur, f. 24. nóv-
ember 1940. Foreldrar hennar
voru Hólmfríður Ingunn Þor-
steinsdóttir, f. 25. júní 1907, d. 15.
júní 1989, og Kristinn Jónsson, f.
23. júlí 1895, d. 6. febrúar 1961.
Börn Sveinbjörns og Sólveigar
eru: 1) Jón Egilson, f. 6. janúar
1965, maki Aðalheiður Pálsdóttir
og þau eiga þrjú börn, Nökkva
þau eiga þrjú börn, Maríu, Krist-
björgu og Daníel. Langafabörnin
eru 23.
Þegar hann er eins árs flytur
hann ásamt móður sinni frá
Reykjavík til Jóns Vigfússonar
bónda í Úlfsbæ í Bárðardal. Jón
gekk honum í föðurstað. Svein-
björn gekk í barnaskóla í Bárð-
ardal og einn vetur á Laugum í
Reykjadal. Hann stundaði bú-
störf með foreldrum sínum að
Úlfsbæ. Einnig fór hann snemma
að taka að sér akstur með fólk og
varning innan og utan sveitar.
Árið 1955 flytur hann til Ak-
ureyrar og fer að aka þar leigu-
bíl. Það var hans aðalstarf, með
hléum þar til hann hætti að vinna
76 ára. Um árabil keyrði hann
„Hælisbílinn“ en það var bíll sem
flutti farþega, starfsfólk og
vörur á milli Akureyrar og Krist-
neshælis, sem í dag kallast Krist-
nesspítali. Einnig var hann vöru-
bílstjóri hjá Norðurverki og Möl
og sandi. Lengst af bjó hann
ásamt fjölskyldu sinni í Oddeyr-
argötu 36 á Akureyri. Síðustu 5
árin bjó hann ásamt Sólveigu,
eftirlifandi eiginkonu sinni, í
Möðrufelli í Eyjafjarðarsveit, en
hún er fædd þar og uppalin.
Útför Sveinbjörns fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 4. febr-
úar 2021, og hefst athöfnin kl.
13.30.
Stytt slóð á streymi:
tinyurl.com/2ez3srpa
Virkan hlekk á streymi má
finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Pál, Aldísi Sunnu og
Vildísi Þrá. 2) Hólm-
fríður Egilson, f. 9.
október 1966, maki
Kristján Önundur
Hjálmarsson og þau
eiga tvö börn sam-
an, Sigurgeir og
Sóldísi Diljá, fyrir
átti hún Hilmar Þór
H. Egilson. 3) Svein-
björn Egilson, f. 1.
október 1967, og á
hann tvö börn, Kristin Gígjar og
Hildi Sólveigu. 4) Benedikt Eg-
ilson, f. 9. maí 1969, d. 9. maí
1969. 5) Þorvaldur Egilson, f. 4.
apríl 1972, fyrrum maki Sigrún
Margrét Pétursdóttir og eiga
þau eitt barn, Sjöfn Þorbjörgu. 6)
Kristinn Egilson, f. 12. október
1974, d. 26. nóvember 1994.
Fyrri eiginkona Sveinbjörns
er Hólmfríður Hólmgeirsdóttir,
f. 14. ágúst 1932, börn þeirra eru
1) Sigurbjörn Egilson, f. 18. októ-
ber 1956, maki Fjóla Egedía
Sverrisdóttir, þau eiga tvö börn,
Hólmfríði og Róbert, fyrir átti
Fjóla Sverri Pál, Katrínu Ölfu og
Kolbrúnu Lindu. Fyrri maki Sig-
urbjörns er Birgitta Reinalds-
dóttir. 2) Kristín Egilson Svein-
björnsdóttir, f. 17. september
1961, maki Sveinn Karlsson og
Elsku pabbi, þá er komið að
leiðarlokum.
Ýmsar minningar hafa farið í
gegnum huga minn þessa síð-
ustu daga og er gott að ylja sér
við þær. Ein þeirra er t.d. þeg-
ar þú varst að vinna á vörubíl
við Laxárvirkjun. Þá hélduð þið
til á Stóru-Reykjum og ég fékk
að vera þar í eina viku með
ykkur sumarið 1971. Ég man að
ég fékk að fara með þér í vinn-
una einn daginn. Þú keyrðir inn
í göng þar sem stór skófla mok-
aði grjóti upp á bílpallinn,
hverju hlassinu á fætur öðru,
og þú keyrðir með það burt. Í
eitt skiptið var svo stór steinn
sem hlunkaðist á pallinn að
engu líkara var en að bíllinn
pompaði niður. Þannig virtist
það alla vega í huga mér, 9 ára
gamallar. Mér brá og vissi ekk-
ert hvað hafði gerst, en þú tald-
ir mér nú trú um að allt væri í
lagi og að það hefði bara verið
ég sem hoppaði í sætinu.
Einnig fannst mér það sport
að fá að heimsækja þig á BSO
þegar ég kom í bæinn. Þá fékk
ég að fara inn þar sem þið bíl-
stjórarnir biðuð eftir næsta túr
og það var nú ekki hver sem
var sem fékk að ganga þar inn
af götunni. Stundum hringdi ég
á BSO og bað um „Sveinbjörn á
59“ eftir að ég var orðin eldri
og þurfti að komast milli staða.
Síðustu árin eftir að ég flutti
suður yfir heiðar pössuðum við
upp á að hringja í hvort annað.
Þú svaraðir stundum „já,
Sveinbjörn á 59“ þegar ég
hringdi og hafðir gaman af,
vissir hver var við hinn endann
á línunni.
Þegar ég eða við Sveinn
komum norður var litið í heim-
sókn til ykkar í Oddeyrargöt-
una og síðustu árin í Möðrufell
eftir að þið fluttuð þangað og
við áttum góðar stundir saman.
Þú varst mikill dýravinur og
hélst sérstaklega upp á kisur
og varst búinn að ala þær
nokkrar upp og nú síðast var
það hann Mikki.
Takk fyrir skemmtilegu og
góðu stundina sem við Sveinn
áttum með ykkur í Möðrufelli
fjórum dögum áður en þú
kvaddir. Þú varst hress, kátur
og gerðir grín að vanda.
Góða ferð í Sumarlandið, bið
að heilsa Tinna bró og litla bró.
Sveinn, afabörnin, makar
þeirra og langafabörnin þakka
samfylgdina.
Þín dóttir
Kristín Egilson Svein-
björnsdóttir (Kittý)
Sveinbjörn Þor-
valdsson Egilson
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð,
hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar
ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður,
afa og langafa,
ÓLAFS ÞÓRÐARSONAR
frá Brekku í Norðurárdal,
Bólstaðarhlíð 52,
sem lést á Landspítalanum 20. janúar.
Æsa Jóhannesdóttir
Sigríður Arna Ólafsdóttir Sævar Þór Gylfason
Ólafur Albert Sævarsson Þóra Björk Þorgeirsdóttir
Maríus Sævarsson
Trausti Sævarsson
Ragnheiður Rut Ólafsdóttir Möller
Innilegar þakkir til ykkar allra, sem sýnduð
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
GUÐRÚNAR ÓLAFSDÓTTUR
frá Ljótunnarstöðum
í Hrútafirði.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki lyflækningadeildar HVE
á Akranesi fyrir frábæra umönnun og hlýju.
Björgvin Skúlason
Þuríður Ósk Björgvinsdóttir Ólafur Magnússon
Ólafur Skúli Björgvinsson
Svanur Þór Björgvinsson Svava Ólafsdóttir
Lýður Óskar Björgvinsson
barnabörn og barnabarnabörn