Morgunblaðið - 04.02.2021, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.02.2021, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2021 Ilmur er ný litalína Slippfélagsins hönnuð í samstarfi við Sæju innanhúshönnuð. Línan er innblásin af jarðlitum, dempaðir tónar með gulum og rauðum undirtónum. Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga slippfelagid.is slippfelagid.is/ilmur Hör Leir Truffla Börkur Myrra Krydd Lyng Kandís Lakkrís Innblástur og nýir litir á slippfelagid.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Yfirgengileg vandræði Evrópusam- bandsins (ESB) við öflun og dreif- ingu bóluefna eru öllum ljós, sem og nær óskiljanleg viðbrögð fram- kvæmdastjórnar ESB í liðinni viku. Sú sorgarsaga öll hefur enn frekar veikt tiltrúna á sambandið, jafnt í aðildarríkjum sambandsins sem á alþjóðavettvangi. Þar beinast augu flestra að Ursulu von der Leyen, hinum þýska forseta framkvæmdastjórnarinnar, þótt hún hafi raunar reynt að benda á ýmsa aðra sökudólga meðal kollega sinna við lítinn fögnuð. Sérstaklega stendur í mönnum að hún þverneitar að biðjast afsökunar á nokkru, heldur því jafnvel fram að bólusetningaráætlunin gangi vel og bendir því til sönnunar á að ESB sé komið fram úr Afríku í bólusetningu miðað við höfðatölu. Ýmsir hafa orð- ið til þess að hvetja hana til afsagnar, en hún harðneitar því og segir að menn geti dæmi hana þegar embætt- istímabili hennar lýkur eftir þrjú ár. Er það þó ekki svo að það séu ein- hverjir sérstakir óvildarmenn henn- ar, framkvæmdastjórnarinnar eða Evrópusamrunans, sem gagnrýna framgöngu hennar svo hart. Þar á meðal eru menn eins og Jean-Claude Juncker, forveri hennar, og Michel Barnier, einn reyndasti og innsti koppur í búrinu í Brussel. Efasemdir um ESB Það er þó ekkert hjá þeirri gremju, sem víða ríkir í garð fram- kvæmdastjórnarinnar meðal almennings og stjórnmálamanna í aðildarríkjunum. Jafnvel í Þýskalandi verða efa- semdaraddir um framkvæmda- stjórnina æ háværari. Ekki af því að þeir séu minna áhugasamir um Evr- ópuhugsjónina en fyrr, heldur vegna þess að tiltrúin á embættismanna- valdið í Brussel er nánast horfin. Margir Þjóðverjar voru óánægðir með vanmáttug viðbrögð ESB við fjármálakreppunni, en þeir eru bál- reiðir vegna viðbragðanna við kór- ónukreppunni og þá sérstaklega varðandi bóluefnin, sem voru háð mannlegum mætti. Menn hafa lengi sætt sig við lýð- ræðishallann í ESB vegna þess að þeir treystu því að tæknikratarnir og sérfræðingarnir stæðu í stykkinu. Nú blasir vanhæfnin og seinagang- urinn við öllum, með hundruð þús- unda mannslífa að veði, svo ákallið um brotthvarf von der Leyen er lág- markskrafa. Eftir mun sigla þrýst- ingur á stjórnskipulagsbreytingar á ESB. AFP Vanmáttug Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Afsagnar Ursulu krafist  Hart sótt að von der Leyen vegna bóluefnahneykslanna  Hún vill hvorki fara né biðjast afsökunar  Auknar efasemdir um stjórnskipan ESB í aðildarríkjunum Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Rúmlega 1.400 manns voru hand- teknir í Moskvu og St. Pétursborg, tveimur stærstu borgum Rússlands, í fyrrinótt en fjöldi manns mótmælti á götum úti eftir að tilkynnt var að stjórnarandstæðingurinn Alexei Na- valní hefði verið dæmdur í tveggja ára og átta mánaða fangelsi fyrir rof á skilorði sínu. Verjandi Navalnís segir að máli hans hafi þegar verið áfrýjað, en upphaflegur dómur var til þriggja og hálfs árs. Navalní sat hins vegar í stofufangelsi í tíu mánuði árið 2014 og dregst sá tími frá refsingunni. Bandaríkjamenn, Bretar, Frakk- ar, Þjóðverjar og Evrópusambandið fordæmdu öll niðurstöðu dómsins, og sagði Angela Merkel Þýskalands- kanslari hann eiga ekkert skylt við réttlæti. Talsmaður Merkel varaði svo í gær við því að ekki væri hægt að útiloka frekari viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum af hálfu Evrópu- sambandsins vegna málsins. Þjóðverjar hyggjast hins vegar ekki slíta samstarfi sínu við Rússa um NordStream 2-gasleiðsluna, en henni er ætlað að tvöfalda getu Rússa til þess að selja jarðgas til Þjóðverja. Bandaríkjastjórn hefur gert athugasemdir við lagningu leiðslunnar, þar sem hún geri Þjóð- verja háðari Rússum. Tóku Frakkar undir þær gagnrýnisraddir á mánu- daginn. Rússnesk stjórnvöld vísuðu allri gagnrýni á framferði sitt á bug í gær, og sagði Dímítrí Peskov, talsmaður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, að ólöglegar mótmælaaðgerðir rétt- lættu hörð svör lögreglunnar, en hún beitti kylfum og táragasi til þess að dreifa mótmælendum í fyrrinótt. Útiloka ekki við- skiptaþvinganir  Um 1.400 handteknir fyrir mótmæli AFP Moskva Lögreglumenn standa vörð um styttuna af Zhukov marskálki við Rauða torgið í Moskvu. Herforingjastjórnin í Búrma, sem rændi völdum á mánudaginn, ákvað í gær að ákæra Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarflokksins NLD, fyrir brot á lögum um innflutning eftir að tíu labb-rabb-tæki fundust á skrifstofu hennar eftir leit hers- ins. Var hún dæmd í tveggja vikna gæsluvarðhald. Þá var Win Myint, forseti landsins, ákærður fyrir brot á sóttvarnalögum og sömuleiðis sendur í tveggja vikna varðhald. Hermenn gæta nú allra helstu borga landsins og hafa því ekki sprottið upp fjölmenn götumót- mæli. Barið var í potta og pönnur í mótmælaskyni í borginni Jangon í gær, annað kvöldið í röð, auk þess sem andstæðingar hersins hafa tek- ið upp á því að lyfta þremur fingr- um sem mótmælatákni, en sama hefur sést í mótmælum í bæði Taí- landi og í Hong Kong. BÚRMA AFP Mótmæli Andstæðingar hersins lyfta þremur fingrum í mótmælaskyni. Aung San Suu Kyi sett í gæsluvarðhald Sergio Matt- arella Ítalíu- forseti fól í gær Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóra Evrópu, að mynda nýja rík- isstjórn á Ítalíu. Draghi mun nú reyna að mynda starfhæfan meirihluta í báðum deildum ítalska þingsins sem geti tekið við stjórnar- taumunum úr hendi ríkisstjórnar Guiseppes Contes, fráfarandi for- sætisráðherra. Draghi kallaði eftir einingu allra flokka í gær og hyggst hann fyrst reyna að mynda þjóðstjórn. ÍTALÍA Draghi falið að mynda ríkisstjórn Mario Draghi Andrés Magnússon andres@mbl.is Jeff Bezos mun stíga niður úr for- stjórastóli Amazon á þriðja ársfjórð- ungi og gerast stjórnarformaður netrisans. Við tekur Andy Jassy, sem lengi hefur verið hægri hönd Bezos. Þetta er mesta breyting í yfirstjórn Amazon í sögu þess. Bezos, sem er 57 ára gamall, vill snúa sér að nýjum og frumlegum verkefnum og láta af daglegri stjórn Amazon, en gert er ráð fyrir því að hann verði áfram starfandi stjórnar- formaður fyrirtækisins, sem hann stofnaði í bílskúr í Seattle fyrir lið- lega 26 árum og er enn stærsti hlut- hafinn í. Fá fyrirtæki hafa vaxið jafnskjótt og Amazon, en það hefur enn styrkst í heimsfaraldrinum, þar sem póst- verslun og netþjónusta hefur dafnað sem aldrei fyrr. Það sést vel á af- komutölum fyrirtækisins, sem kynnt- ar voru í sama mund, en tekjur þess á síðasta ársfjórðungi 2020 jukust um heil 44%, námu 126 milljörðum bandaríkjadala og hagnaðurinn meira en tvöfaldaðist. Amazon stendur samt sem áður frammi fyrir margvíslegum vanda, ekki síst í samskiptum við stjórnvöld. Kröfur um aukið regluverk verða æ háværari, fjölmargar rannsóknir á samkeppnisháttum þess standa yfir og á Bandaríkjaþingi stendur yfir lagasmíð, sem gæti neytt fyrirtækið til verulegrar endurskipulagningar. Bezos hefur stýrt fyrirtækinu frá upphafi og er orðlagður fyrir að þekkja starfsemi þess í þaula. Hann hefur auðgast gríðarlega á því og öðl- ast veruleg völd. Auðlegð hans er metin á 196 milljarða dala, en hann og Elon Musk skiptast á 1. og 2. sæti yfir ríkustu menn heims. Hann er virtur viðskiptamaður, þótt sú virð- ing sé vissulega óttablandin hjá sum- um. Bezos hættir sem forstjóri Amazon  Verður starfandi stjórnarformaður  Hyggst sinna nýjum verkefnum AFP Frumkvöðull Jeff Bezos hægir á sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.