Morgunblaðið - 04.02.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.02.2021, Blaðsíða 10
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Gjaldskrá Íslandspósts grefur undan samkeppni vegna undirverð- lagningar póstsendinga út á land. Þetta segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka versl- unar og þjón- ustu, en þau gæta m.a. hags- muna flutninga- fyrirtækja. Máli sínu til stuðnings bendir Andrés á að þrátt fyrir met- fjölda pantana hjá netverslunum í nóvember sl. hafi einkafyrirtækjum á flutninga- markaði gengið illa að fá viðskipti úti á landi. Hefur áhrif um allt land Þetta hafi komið skýrt fram í samtölum SVÞ við fulltrúa flutn- ingafyrirtækja. Þar með talið í Vík í Mýrdal, á Hvolsvelli, á Hellu, á Sel- fossi, í Keflavík, á Akranesi, í Borgarnesi, í Grundarfirði, í Stykk- ishólmi, á Hólmavík og á Sauðár- króki. „Nóvember var metmánuður í netverslun á Íslandi og voru þá 17% af veltu smásölu í formi net- verslunar. Stórverslanir á höfuð- borgarsvæðinu fengu eðlilega fjölda pantana út á land. Smærri flutn- ingafyrirtæki á markaðnum reyndu hvað þau gátu til að ná þessum við- skiptum en þau áttu ekki mögu- leika. Pósturinn bauð pakkasend- ingar upp að 10 kílóum á miklu lægra verði. Dæmi er um að það kostaði aðeins 800 krónur að senda helluborð frá Reykjavík til Víkur í Mýrdal enda var það undir 10 kíló- um. Hér á höfuðborgarsvæðinu er hins vegar algengt að það kosti a.m.k. fimm þúsund krónur að fá raftæki send heim,“ segir Andrés. Að auki styrki niðurgreiðslurnar samkeppnisstöðu verslana á höfuð- borgarsvæðinu á kostnað verslana úti á landi, sem veiki rekstrar- forsendur þeirra síðarnefndu. Dræm viðbrögð þingmanna Andrés segir SVÞ hafa komið þessum sjónarmiðum á framfæri á fundi með fulltrúum umhverfis- og samgöngunefndar í lok janúar en fengið dræm viðbrögð. „Við skýrð- um fyrir þeim hvernig landið liggur en það kom okkur á óvart hvað landsbyggðarþingmenn höfðu lítinn áhuga á málinu,“ segir Andrés. Hafa verði í huga að flutninga- þjónusta með pakkasendingar úti á landi muni skerðast ef einkafyrir- tæki þurfa að óbreyttu að rifa segl- in vegna undirverðlagningar Pósts- ins. Sá tekjubrestur kunni aftur að neyða einkafyrirtækin til að hækka gjöld vegna flutninga á stærri sendingum. Velja eðlilega ódýrari kostinn „Það er auðvelt að setja sig í spor seljenda. Þegar þeim býðst að flytja vöru á svo lágu verði taka þeir því boði. Það eru augljósir viðskipta- hagsmunir sem liggja þar að baki,“ segir Andrés. Samtök verslunar og þjónustu hafa jafnframt ritað samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu bréf þar sem málið er reifað en póstmál heyra undir ráðuneytið. Með fylgdi minnisblað hæstaréttarlögmanns um meint lögbrot sem fjallað er um í grein hér neðar á síðunni. „Við höldum því fram að gjald- skrá Póstsins hafi falið í sér undir- verðlagningu á undanförnum árum. Það er skýrt kveðið á um það í lög- um að gjaldskrá alþjónustu skuli taka mið af raunkostnaði að við- bættum hóflegum hagnaði. Sé horft til þess hversu mikil meðgjöf rík- isins hefur verið af alþjónustu á undanförnum árum stefnir í veru- lega meðgjöf árið 2020,“ segir Andrés. Það stefni með öðrum orð- um í verulegan halla af rekstri Póstsins af pakkasendingum sem aftur kalli á meiri meðgjöf frá eig- andanum sem er ríkið. Án slíkrar meðgjafar, sem kunni að hlaupa á hundruðum milljóna, leiki vafi á rekstrarhæfi Póstsins. Standi öllum til boða Til upprifjunar segir í lögum um póstþjónustu að alþjónusta sé sú lágmarkspóstþjónusta sem notend- um póstþjónustu skuli standa til boða á jafnræðisgrundvelli og er hún útlistuð í 9. grein laganna: Allir notendur póstþjónustu á Íslandi eigi rétt á alþjónustu sem uppfylli gæðakröfur og sé á viðráðanlegu verði. Andrés rifjar upp að samkvæmt lagafrumvarpi hafi ákvæði um sama verð alþjónustu á landinu öllu átt að ná til bréfsendinga upp að fimmtíu grömmum en í meðförum þingsins hafi verið ákveðið að ákvæðið næði til pakkasendinga að tíu kílóum. Það hafi komið verulega á óvart. Undirverðlagningin ólögleg Samkvæmt lögum ber Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) að viðhafa eftirlit á póstmarkaði. Spurður um þetta hlutverk stofn- unarinnar segir Andrés að skilin milli hlutverks PFS og Samkeppn- iseftirlitsins hafi valdið vanda. „Póst- og fjarskiptastofnun hefur það lögbundna hlutverk að hafa eftirlit með póstrekendum en við teljum að Samkeppniseftirlitið hefði átt að grípa inn í varðandi undir- verðlagninguna sem er ólögleg samkvæmt samkeppnislögum,“ seg- ir Andrés. Tilgangurinn með þessum mála- rekstri sé að fá stjórnmálamenn til að bregðast við vandanum. Óbreytt staða muni enda kippa stoðunum undan rekstri fyrirtækja sem eru í samkeppni við Íslandspóst, hvort heldur úti á landi eða á höfuðborg- arsvæðinu. Grafa undan samkeppninni  Framkvæmdastjóri SVÞ segir lögbrot Íslandspósts grafa undan einkafyrirtækjum á póstmarkaði  Pósturinn greiði með pakkasendingum út á land  Undirverðlagningin sé brot á samkeppnislögum Morgunblaðið/Ómar Annríki Netverslun sló met í haust sem leið. Pósturinn fann fyrir því. Andrés Magnússon 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2021 Þinn dagur, þín áskorun Þegar frost er á fróni Höfðabakki 9, 110 Reykjavík run@run.is | www.runehf.is Sölustaðir: Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar Verslunin Bjarg, Akranesi • Herrahúsið, Ármúla 27 • JMJ, Akureyri • Lífland, Hvolsvelli og Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði • Efnalaug Vopnafjarðar • Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki • Verslun Grétars Þórarinssonar, Vestmannaeyjum • Borgarsport, Borgarnesi Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstanga • Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík Þernan, Dalvík • Siglósport, Siglufirði • Bókaverslun Breiðarfjarðar, Stykkishólmi Vaskur, Egilsstöðum • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi • run.is OLYMPIA 100% Merino ullarnærföt fyrir dömur og herra Stærðir: S–XXL Hörður Felix Harðarson, hæsta- réttarlögmaður hjá Mörkinni lög- mannsstofu, vann minnisblað fyrir Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) um lögfræðileg álitaefni vegna pakkasendinga Póstsins. Rifjað er upp að hinn 1. janúar 2020 hafi einkaréttur hins opinbera á sviði póstþjón- ustu endanlega verið afnuminn til samræmis við tilskipun Evrópuþingsins og -ráðsins. Samhliða hafi verið gerðar breytingar á póstlögum m.t.t. alþjónustu og Póstinum falið með bráðabirgðaákvörðun að ann- ast tímabundið alþjónustu sam- kvæmt lögum. Gildir til ársins 2030 Með ákvörðun 13/2020 hafi Póst- og fjarskiptastofnun útnefnt Póst- inn sem alþjónustuveitanda á sviði póstþjónustu um allt land til 31. desember 2030. Undir hana falli meðal annars pakkasendingar inn- anlands upp að tíu kílóum. Hörður Felix rifjar svo upp að samhliða afnámi á einkaréttinum í ársbyrjun 2020 hafi Pósturinn breytt verðskrá vegna pakkasend- inga innanlands upp að 10 kg. Áður hafi gjaldskráin verið svæðisbundin og skipst í þrjú svæði. Gjaldið á svæði 1, höfuðborgarsvæðinu, hafi verið lægra og í sumum tilfellum hafi munað tugum prósenta. Með breytingunni hafi gjaldskrá innan alþjónustu upp að 10 kg miðast við svæði 1. Lækkaði á svæðum 2 og 3 „Var það gert með vísan til ný- mælis í 2. mgr. 17. gr. laga nr. 98/ 2019 þar sem kveðið er á um að gjaldskrá fyrir alþjónustu skuli vera sú sama um land allt. Með þessari breytingu lækkaði gjald- skrá fyrir pakkasendingar á svæði 2 og 3 umtalsvert,“ skrifar hann. Veki áleitnar spurningar Spurningar hafi vaknað um lög- mæti þessarar ákvörðunar og málið vakið „áleitnar spurningar um eftir- litshlutverk PFS og hvort stofnunin hafi sinnt því hlutverki með full- nægjandi hætti“. Samkvæmt bókhaldi Póstsins hafi verið tap af innlendum pakka- sendingum árin 2018 og 2019. Svo rifjar Hörður upp að sam- kvæmt lögum skuli gjaldskrá fyrir alþjónustu taka mið af raunkostn- aði við að veita þjónustuna, að við- bættum hæfilegum hagnaði. Telur Hörður Felix ljóst að því fari fjarri að verðlagning Póstsins á þessari þjónustu hafi verið í sam- ræmi við lög um póstþjónustu. Hann fer yfir samkeppni Póst- og fjarskiptastofnunar og Póstsins sem hann telur gefa „skýrt til kynna að PFS hafi gert sér grein fyrir því að allar líkur væru á því að gjaldskráin væri hvorki í sam- ræmi við ákvæði laga um póstþjón- ustu né ákvæði samkeppnislaga“. Stofnunin hafi hins vegar beðið með aðgerðir með vísan til óvissu um afkomu árið 2020. Ekki í samræmi við skyldur Hörður Felix rökstyður svo það mat Markar lögmannsstofu að eftirlit PFS með starfsemi Póstsins sé ekki í samræmi við þær skyldur sem hvíla á stofnuninni. Ætla megi að niðurgreiðslur íslenska ríkisins á starfsemi Póstsins séu hvorki í samræmi við ákvæði samkeppnis- laga né sáttar sem Pósturinn undir- gekkst við Samkeppniseftirlitið, sbr. ákvörðun nr. 8/2017. Að auki vakni spurningar um hvort niður- greiðslan teljist ólögmæt ríkis- aðstoð í skilningi 61. gr. EES- samningsins. Fjárveitingar frá rík- inu séu til þess fallnar að raska samkeppni og með því sé tilteknu fyrirtæki ívilnað á kostnað annarra fyrirtækja. Breyting á gjaldskrá ekki í samræmi við póstlögin  Hæstaréttarlögmaður telur Póstinn hafa brotið lög Morgunblaðið/Hari Við höfuðstöðvarnar Deilt er um breytingar á gjaldskrá Póstsins í fyrra. Hörður Felix Harðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.