Morgunblaðið - 04.02.2021, Side 49
MINNINGAR 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2021
Við vottum fjölskyldu Siggu
okkar dýpstu samúð.
Minningin um dansdrottn-
inguna okkar lifir.
Linda, Guðrún Júl.
og Guðrún Sólveig.
Það var fríður hópur sem hóf
nám í 4. bekk C í Verslunarskóla
Íslands haustið 1985. Bekkinn
skipuðu krakkar sem höfðu byrjað
nám í Versló árið áður úr öðrum
hópum en runnu nú saman í einn.
Fyrir marga voru því mörg ný
andlit og sessunautar sem þurfti
að gefa gaum og kynnast. Það
verður að segjast eins og er að það
þurfti einungis eitt partí og þá var
kominn bekkjarandi sem við sem
tilheyrum hópnum minnumst alla
tíð með gleði í hjarta. Meðal nem-
enda í 4.C var hún Sigga okkar.
Sigga lét ekki mikið fyrir sér fara í
fyrstu en þegar á haustið leið og
kynni okkar urðu meiri var öllum
ljóst að Sigga okkar var gull að
manni. Fyrir stelpuhópinn í
bekknum dugi ekki samvera allan
skóladaginn og því var stofnaður
saumaklúbbur sem hittist reglu-
lega á kvöldin líka. Saumaklúbb-
urinn var lengi ekki með formlegt
nafn, en þegar leið á veturinn var
ákveðið að hann skyldi heita
saumaklúbburinn Friðjón og við
vorum allar Friðjónur. Við höfum
nú hist reglulega í 35 ár og böndin
á milli okkar eru órjúfanleg. Sigga
okkar hefur átt stóran þátt í því að
halda hópnum saman í gegnum
tíðina og þurft að tuska okkur hin-
ar til ef henni hefur þótt við vera
orðnar „of gamlar“ til að gera eitt-
hvað skemmtilegt. Með sínum
óendanlega húmor, heiðarlegu
skoðunum og fallega brosi hefur
hún haft áhrif á okkur allar. Því
skiljum við hreinlega ekki hvernig
á því stendur að við erum í þeim
sporum nú að kveðja okkar góðu
vinkonu, sem skilur eftir sig svo
stórt skarð í hópnum. En við ylj-
um okkur við dýrmætar minning-
ar með Siggu okkar. Minningar
sem samanstanda af ótal sam-
verustundum þar sem ýmis um-
ræðuefni stór og smá hafa verið
rædd og brotin til mergjar ásamt
ferðalögum, árshátíðum og ýms-
um skemmtunum.
Hugur okkar og hjarta er hjá
Bjarna, Guðmundi, Degi og Birtu.
Við viljum senda ykkur alla okkar
hlýju, kærleika og styrk. Minning-
ar um Siggu okkar munu lifa í
hjörtum okkar um ókomna tíð.
Með góðri kveðju frá Friðjón-
um,
Anna Rún, Bryndís,
Erla F., Erla María,
Erna, Helena, Helga
Birna, Hulda, Jóhanna
María, Kristín, Kristjana,
Sigríður S., Tinna og
Þórdís.
Elsku Sigga mín, að við skulum
vera að kveðja þig í hinsta sinn í
dag er mér óbærileg tilhugsun.
Það sem lífið getur verið ósann-
gjarnt. Mér fannst alltaf að ég
ætti pínulítið í þér þar sem við vor-
um mikið saman sem börn því ein-
ungis fimm ár voru á milli okkar
og samgangur mikill í fjölskyld-
unni. Við vorum eins og systur. Ég
á svo margar yndislegar minning-
ar um okkur og ég mun geyma
þær og varðveita til æviloka. Frá
því að við bróðir minn, Pétur
Hans, sóttum þig á leikskólann og
lékum við þig þangað til mamma
þín kom úr vinnunni að sækja þig,
dásamlegu stundirnar okkar í
Skorradalnum við vatnið og þegar
ég passaði ykkur systurnar og þú
fylgdist nú vel með, hvort það
væru einhverjir strákar að koma í
heimsókn. Og ekki má gleyma öll-
um gamlárskvöldunum hjá
mömmu og pabba, það sem við
skemmtum okkur við að fylgjast
með fullorðna fólkinu. Við vorum
svo að segja samferða með að
stofna fjölskyldur, eiga börnin
okkar og vorum duglegar að heim-
sækja hvor aðra. Ekki má svo
gleyma öllum fjölskyldupartíun-
um og ættarmótunum þar sem þú
hélst oft uppi stuðinu. Það gleym-
ist aldrei partíið hjá ykkur í Við-
arásnum, þegar við fórum öll fjöl-
skyldan saman upp í skíðaskálann
í Hveradölum að borða og fórum
svo aftur í partí heim til ykkar
Bjarna. Þvílíkt kvöld sem við átt-
um saman, og svo mörgum árum
seinna, á ættarmóti, dróst þú upp
upptöku frá þessu kvöldi. Guð
minn góður hvað var hlegið.
Ég vil trúa því að þú sért núna í
faðmi Péturs afa þíns og fleiri og
þú hafir fengið hvíld frá þínum
kvölum sem þessi ömurlegi sjúk-
dómur lagði á þig. Elsku Sigga, ég
var svo heppin að þekkja þig og
upplifa ýmislegt fallegt og
skemmtilegt með þér í lífinu, það
mun aldrei gleymast. Hvíl í friði,
elsku Sigga mín.
Bjarni, Guðmundur, Dagur og
Birta, Hulda og Guðmundur,
Helga og Fanney, ykkar sorg er
ólýsanleg og vil ég votta ykkur
mína dýpstu samúð.
Munum, lífið er núna.
Kristín Pétursdóttir.
Með sorg í hjarta og söknuði
kveðjum við kæra vinkonu okkar í
dag en fyrst og fremst erum við
þakklát fyrir að hafa verið svo
heppin að eiga þennan vinskap.
Það er ekki hægt að lýsa með orð-
um hversu ótrúleg hún Sigga var.
Í barráttu sinni við vágest þann
sem herjaði á hana í hartnær 11 ár
kvartaði hún aldrei, aldrei. Meinið
sem á hana herjaði hafði betur eft-
ir langa og erfiða baráttu. Með
æðruleysi, þrautseigju, jákvæðni
og elju hélt hún áfram og lét ekk-
ert stoppa sig í því að lifa lífinu og
njóta til fulls. Alltaf tilbúin í ný
ævintýri, prakkaraskap, útilegur,
utanlandsferðir, skála fyrir lífinu
og dansa. Sigga var mikill fagur-
keri sem elskaði glitrandi skart-
gripi og fallega skó, þegar háu
hælarnir voru henni um megn
fékk hún sér flatbotna glamúrskó
og dansaði áfram. En nú er komið
að leiðarlokum og við kveðjum
með söknuði, ást og þakklæti.
Bjarna, börnunum, tengdadótt-
ur, foreldrum, systrum og ömmu
sendum við okkar dýpstu samúða-
kveðjur.
Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins
blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann allsherjardóm
sem ævina telur í dögum
Við áttum hér saman svo indæla stund
sem aldrei mér hverfur úr minni
og nú ertu gengin á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson)
Elsku Sigga okkar takk fyrir
allt og allt.
Henrietta og Guðjón (Baddi).
Fyrir nokkrum árum hittust
sex einstaklingar í Háskólanum í
Reykjavík, mikill og góður vin-
skapur myndaðist strax og studd-
um við hvert annað í gegnum
námið því eins og gefur að skilja
gengur ýmislegt á í lífi sex ein-
staklinga. Sigga var akkerið okk-
ar, alltaf eins, alltaf til staðar, allt-
af til í að aðstoða, alltaf til í að
hlusta og alltaf til í partí og
kampavín. Sigga var ekkert að
flækja hlutina og hafði ekki þol-
inmæði fyrir neinu kjaftæði, ekki
frekar en við hin, og því gekk okk-
ur einstaklega vel að vinna saman.
Við þekktum fljótt hæfileika hvert
annars, vissum hver var bestur í
hverju, nýttum okkur það og
treystum hvert öðru. Fljótlega
ákváðum við öll að færa okkur úr
kvöldskóla í dagskóla. Allir náðu
að kortleggja vinnu, heimilislíf og
aðrar skyldur svo sem barneignir,
en öll vorum við í því að fjölga
mannkyninu á þessum árum.
Það er stórt og mikið skarð
höggvið í okkar góða vinahóp við
fráfall Siggu og mun hún ávallt
skipa stóran sess í hjarta okkar.
Hún þessi dásamlega, duglega,
fallega og sterka vinkona okkar
barðist hetjulega allan tímann
meðan hún var veik og það sem við
dáðumst að henni. Kraftur hennar
og elja mun gefa okkur byr undir
báða vængi og minna okkur á að
lifa og gleðjast, því við vitum að
það hefði hún svo sannarlega vilj-
að. Við eigum dásamlegar minn-
ingar og ein þeirra er samvera þar
sem við sitjum saman á sumar-
björtu kvöldi við Tjörnina í
Reykjavík og bara erum, hér og
nú í kyrrð á þeirri stundu og ekk-
ert gat truflað okkur. Þakklæti er
okkur efst í huga, þakklæti fyrir
að hafa fengið að verða samferða
Siggu okkar. Þó svo að ferðalagið
hafi ekki verið eins langt og við
vildum unum við ávallt halda
heiðri hennar og vináttu á lofti
með reglulegum Sigguboðum.
Bjarna, Guðmundi, Degi og
Birtu sendum við okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur, megi Guð
gefa ykkur styrk á þessum erfiðu
tímum.
Elsa Björk Knútsdóttir,
Flosi Eiríksson,
Guðjón Hauksson,
Helga Guðrún Lárusdóttir,
María Ósk Birgisdóttir.
Haustið 1984 kom saman hópur
16 ára ungmenna í fyrsta skiptið í
skólastofu í Þingholtunum þar
sem Versló var til húsa. Þessi ein-
staki hópur kom úr ýmsum áttum
en saman mynduðum við 3. bekk
C – sem reyndist einstakur –og
þar kynntumst við líka henni
Siggu okkar. Það var skemmtileg-
ur vetur fram undan; mikið brall-
að, hlegið, sungið og stundum
grátið saman. Brosmildi og lífs-
gleði Siggu var smitandi og var
alltaf gaman þegar hún var með í
för. Á þessum eina vetri mynduð-
ust vinasambönd sem hafa haldið
allt fram til dagsins í dag.
Sumarið 1987 ákváðu þær
Addý og Sigga að fara í sumar-
vinnu til Noregs til að reyta arfa,
því þær höfðu heyrt af einstakri
veðurblíðu í því landi og að þetta
væri skemmtileg sumarvinna.
Einhvern veginn tókst Eyjólfi að
sannfæra þær um að hann ætti að
fylgja með. Bjarni var á þessum
árum kominn inn í líf Siggu en hún
lét það ekki stoppa sig og hélt í
víking með okkur. Létum við
Norðmenn alveg vita af því að við
þrjú værum til og þyrftum pláss,
sérstaklega á diskótekinu í Dram-
men. Ekki lærðum við almennt
mikið í norsku, og ekki hafði rignt
eins mikið í Noregi síðustu 50 árin
og þetta sumar, en við þroskuð-
umst mikið og lærðum að meta
góða vini. Á Verslóárunum mynd-
aðist annar hópur sem gengur
undir því virðulega nafni „Þing-
vallahópurinn“. Í þeim hópi, eins
og annars staðar, var Sigga alltaf
hrókur alls fagnaðar og alla tíð
traustur vinur. Eftir því sem dag-
legt amstur tók yfir urðu hitting-
arnir færri en þeim mun skemmti-
legri þegar gamlir tímar voru
rifjaðir upp og nýjar minningar
skapaðar. Sérstaklega er okkur
minnisstæð skíða- og afmælisferð
norður á Akureyri fyrir þremur
árum. Veðrið kom í veg fyrir að
hægt væri að fara á skíði yfir höf-
uð en þeim mun skemmtilegri
varð samveran með góðum mat og
drykk og náðum við meira að
segja að fara á þorrablót. Það lýsir
Siggu okkar best að þrátt fyrir að
hún væri farin að finna fyrir ein-
kennum veikinda sinna á ný í
þessari ferð lét hún sem ekkert
væri og hélt í lífsgleðina, enda ekki
gefin fyrir drama. Í ferðinni
kenndi hún okkur að taka al-
mennilegar „sjálfur“ og reyndi að
kenna okkur að meta Cava. Fram
undan var erfið barátta hjá Siggu
við vágest sem alltof oft tekur frá
okkur þá sem eru okkur kærir.
Siggan okkar tókst á við veikindin
af miklu æðruleysi og hélt alltaf í
jákvæðnina. Hún kallaði það sjálf
„stóra verkefnið“ og leyfði okkur
að fylgjast með baráttunni þar
sem enn og aftur kom berlega í
ljós hversu stór hennar persóna
var. Það eru forréttindi að hafa
kynnst henni og fengið að verða
samferða í gegnum lífið og hún
mun fylgja okkur í anda um
ókomna tíð – því hún kenndi okkur
að æðruleysi og jákvæðni er besta
vopnið þegar við stöndum frammi
fyrir verkefnum sem virðast, og
stundum eru, óyfirstígandi. Góða
ferð elsku Siggan okkar, það verð-
ur skálað síðar í Cava bæði á Ak-
ureyri og í Garðabæ þér til heið-
urs.
Elsku Bjarna, Guðmundi, Degi
og Birtu sendum við okkar inni-
legustu samúðarkveðjur á þessum
erfiðu tímum, megi allar góðar
vættir vaka yfir ykkur.
Eyjólfur og Steinunn,
Ásdís og Páll.
Þrautseigja er bara orð. En það
lýsir henni Siggu okkar svo vel.
Æðrulaus, þrautseig, kjörkuð,
traust, skemmtileg og vinur vina
sinna eru einnig orð sem koma í
hugann.
Bjarni og Gulli eru æskuvinir
og fóstbræður. Gulli hitti Siggu
fyrst í Holly en kvöldið enduðu
turtildúfurnar aftan í Econoline
hjá Gulla á rúntinum eftir ball.
Gulli var svo svaramaður í brúð-
kaupinu þeirra nokkrum árum
seinna og vonandi fyrirgefur
Sigga bláu sokkana við svörtu föt-
in sem svaramaðurinn er enn þá
miður sín yfir. En dveljum ekki
við smáatriðin í höll minninganna.
Örlögin hafa fléttað okkur saman í
þéttan streng vináttu með alls
konar gleði jafnt sem sorgar-
stundum, rétt eins og lífið er.
Árin líða og við erum öll komin
með fjölskyldu og börn. Skyldurn-
ar kalla en svo eldast börnin og
léttist á heimilum og við tökum
aftur upp fyrri iðju sem eru ferða-
lög og endalaust skemmtileg sam-
vera. Jeppaferðir á hálendið, sum-
arferðir og alls konar
skemmtilegheit einkenndu okkar
vinskap.
Sigga talaði ekki mest, hafði
ekki hæst eða bar skoðun sína á
torg, en allir vissu hvað hún
meinti.
Sigga og Bjarni voru sálufélag-
ar. Þau voru svo samstíga í öllu og
miklar fyrirmyndir, höfðingjar
heim að sækja. Það er svo gott að
umgangast fólk sem fer sínar eig-
in leiðir til hamingjunnar, þau
vissu best að það þarf ekki að
fylgja fjöldanum til að finna ham-
ingjuna.
Þrautseigja einkenndi Siggu í
hennar veikindum og reyndar
löngu fyrir það. Það var aldrei
mikið rætt um veikindin og stund-
um var það okkur hinum erfitt.
Sigga ætlaði að sigra sinn sjúk-
dóm og það komst ekkert annað
að og við hin gátum ekki annað en
hrifist með í einlægri baráttu. Þó
svo að Sigga hafi að lokum lotið í
lægra haldi fyrir vágestinum óg-
urlega stóð hún samt eftir sem
sigurvegarinn sem nýtti hverja
stund til hins ýtrasta.
Við fórum saman í einstakt
sumarfrí síðastliðið sumar er við
fórum ásamt góðum vinum í úti-
legu um Norðurland. Einn af há-
punktum ferðarinnar voru tón-
leikar á Siglufirði sem Sigga var
búin að skipuleggja. Til að gera
langa sögu stutta var lagt upp með
að dans væri í lágmarki og nær-
vera í hámarki en auðvitað endaði
þetta þannig að við fórum öll í slóð
Siggu á dansgólfinu í góðum
konga. Þrátt fyrir að líkaminn
hlýddi ekki alltaf var andinn upp á
sitt besta og Sigga síðust að
kveðja dansgólfið. Verslunar-
mannahelgin var líka einstök og
dýrmæt og aftur yfirgaf okkar
kona svæðið síðust. Það má segja
að hún yfirgæfi sviðið á þessum
tímapunkti eins og sönn drottning
og þannig munum við Siggu okk-
ar.
Við gátum ekki að neinu marki
hitt hana eftir haustið. Eitt er að
missa okkar góðu vinkonu og ann-
að er að fá ekki að deila síðustu
vikum og mánuðum með henni og
gera henni lífið bærilegra.
Sigga var svo falleg sál. Hún
var svo raunsæ og hrein og það
gerði hana að hinum fullkomna
sálufélaga fyrir Bjarna.
Við hlökkum til að fylgja
Bjarna, Guðmundi, Degi og Birtu
inn í framtíðina og sjá þau dafna
eins og Sigga sá fyrir þeirra hönd.
Ykkar vinir,
Gunnlaugur og Linda.
Komið er að kveðjustund alltof
snemma. Söknuðurinn er mikill og
endalausar minningarnar hrann-
ast upp. Sigga var mikill gleðigjafi
og alltaf fjör í kringum hana. Að
skipuleggja samveru eða partí
með fallegum skreytingum og
geggjuðum veitingum tók ekki
langan tíma hjá henni. Smá glam-
úr, góð tónlist, mikil gleði, kampa-
vín, fallegir skór og skart – þar var
Sigga í essinu sínu.
Kynni okkar hófust fyrir 23 ár-
um þegar við hjónin keyptum par-
hús í smíðum. Við vissum af því að
hjón á sama aldri og við ættu hinn
helminginn. Við nánari eftir-
grennslan kom í ljós að við stelp-
urnar vorum náskyldar, vissum
hvor af annarri en þekktumst
mjög lítið. Það átti aldeilis eftir að
breytast og myndaðist góður vin-
skapur sem varir enn. Sambýlið
var mjög náið og gott og alltaf
hægt að leita til Siggu og Bjarna.
Börnin bættust við og nutu sam-
vistanna með frændsystkinum
sínum.
Fyrir 13 árum myndaðist sú
hefð hjá okkur fjölskyldunum að
við eyddum áramótunum saman
og það þurfti að skipuleggja
hvernig sú gleði skyldi fara fram.
Við vorum reyndar ekkert að
flækja hlutina. Matseðillinn sá
sami ár eftir ár, enda fullkominn
að okkar mati. Milli jóla og nýárs
skunduðum við frænkur í miðbæ-
inn, nánar tiltekið á kaffi Mokka,
pöntuðum okkur heita drykki og
vöfflur með sultu og rjóma. Inn-
kaupalistann afgreiddum við á
núll-einni, þetta var ekkert flókið.
Sigga átti nefnilega svarta bók
sem samviskusamlega var skráð í
ár frá ári hvað hafði verið keypt
inn árið áður, hversu margir voru í
mat (stundum fleiri, stundum
færri) og hvort einhver afgangur
hefði verið. Lengri tími fór í að
gera upp árið og njóta samver-
unnar. Börnunum okkar finnst
þetta mjög góð og skemmtileg
hefð og spyrja alltaf í byrjun des-
ember hvort við verðum ekki
örugglega saman á áramótunum.
Elsku Bjarni, Guðmundur,
Dagur, Birta, Esther, Hulda, Guð-
mundur, Helga, Fanney og amma
Sigga, innilegar samúðarkveðjur
til ykkar. Minning um einstakan
gleðigjafa yljar á sorgarstundu.
Skál fyrir þér Sigga!
Kristín og Sveinn.
Elsku besta Sigga okkar er fall-
in frá.
Mikið og djúpt skarð er höggv-
ið í líf okkar allra sem nutum þess
að eiga með henni samverustundir
í okkar góða vinahópi Auðkýfinga-
klúbbnum, en það er vinahópur
sem hefur haldist frá framhalds-
skólaárum okkar.
Sigga var alltaf jákvæð og
hress sama á hverju gekk og hélt
hún uppi stuðinu hvar sem hún
var.
Alltaf bar hún sig vel og lét ekki
veikindin stjórna sér eða stoppa ef
mögulegt var.
Við vinahópurinn eigum okkur
nokkra fasta hittinga á ári og þar
voru Sigga og Bjarni alltaf mætt
með gleðina að vopni. Vinahópur-
inn naut þess að ferðast um landið
og voru Sigga og Bjarni fastur
punktur í þeim ferðum enda elsk-
uðu þau að ferðast jafnt sumar
sem vetur.
Margar góðar sögur og minn-
ingar eru til af Siggu og langar
okkur vini að minnast á það sem
einkenndi að okkar mati þessa
gleðisprengju sem hún Sigga okk-
ar var.
Ráma röddin og dillandi hlát-
urinn hennar koma strax upp í
hugann, Sigga úti með prjónana
sína, fallegu barnafötin og peys-
urnar virtust hreinlega renna af
prjónunum fyrirhafnarlaust. Að
sjálfsögðu voru búbblurnar ekki
langt undan í fallegu glasi og
gjarnan fjörlegar umræður um
hvort skála ætti í kampavíni, Cava
eða Prosecco og hver munurinn
væri yfirhöfuð.
Þegar kom að matargerðinni
kom Sigga alltaf sterk inn og var
gjarnan með einhver framandi
salöt með steikinni og allt var ör-
lítið fallegra borið fram hjá henni
en okkur hinum. Við munum öll
minnast síðustu verslunarmanna-
helgar en þar mætti Sigga með
forláta fín silfurkampavínsglös
sem hún hafði keypt á antíksölu á
Dalvík þá um sumarið. Mikið fóru
glösin okkar konu vel og passaði
þessi stíll henni sérstaklega vel.
Sigga okkar var yfirleitt fyrst á
dansgólfið og fór þaðan síðust
enda elskaði hún stuð og að dansa
í fallegum skóm. Euphoria með
Loreen var alltaf í sérstöku uppá-
haldi. Þetta lag mun ávallt vekja
góðar og hlýjar minningar.
Sigga hafði einstaklega góða
nærveru og var vinsælt að setjast
hjá þeim Bjarna í nýuppáhellt
kaffi í hjólhýsinu þeirra. Sigga var
mikil félagsvera og fjölskyldu-
manneskja og sýndi hún okkur
mikla umhyggju og einlægan
áhuga.
Ekki má gleyma spilaklúbbn-
um okkar, SPAUG, þar sem við
stelpurnar í hópnum hittumst
reglulega, borðum góðan mat,
skálum og spilum Mexican Train.
Spilaklúbburinn er nýi sauma-
klúbburinn og er alltaf gaman að
hittast, spjalla saman og hlæja.
Okkar kona var að sjálfsögðu
mætt, tilbúin að taka þátt í leik og
hlátri í bland við alvöru, hvernig
sem heilsufarið var.
Siggu okkar verður svo sann-
arlega sárt saknað en við verðum
dugleg að halda minningu hennar
á lofti með skemmtilegum sögum
og fallegum minningum.
Við sendum elsku Bjarna, Guð-
mundi, Esther, Degi, Birtu og fjöl-
skyldunni allri okkar innilegustu
samúðarkveðjur, missir ykkar er
mikill og sár.
Ásta og Svafar, Bára
og Þórarinn, Erla og Sig-
urður, Linda og Gunn-
laugur, Linda og Ólafur,
María Rún og Vigfús,
Margrét Ása og Özur,
Ragnheiður og Birgir,
Guðrún og Guðmundur,
Sigrún og Birgir, Sigrún
og Jón Valur, Sigrún og
Ragnar,
Unnur og Sigfús, Unnur
og Þórður, Valdís og
Sveinn, Þröstur.
Það er ótrúlegt og óraunveru-
legt elsku Sigga að vera að skrifa
minningargrein um þig. Vinir og
vinahópar söfnuðust hreinlega í
kringum þig því það var alltaf
gaman með þér.
Við sáumst fyrst í sex ára bekk í
Álftamýrarskóla og svo kynnt-
umst við betur þegar ég kom í
Langholtsskóla. Saman fórum við
í Versló og vá hvað það var gaman
þetta fyrsta ár okkar í 3-C þar
sem við kynntumst nýjum vinum
sem við eigum ennþá. Svo var það
saumaklúbburinn með stelpunum
úr Langholtsskóla sem var stofn-
aður fyrir næstum 30 árum fyrir
hálfgerða tilviljun og það sem við
erum búnar að bralla í gegnum
tíðina – vá! Við erum búnar að
vera að fara í gegnum myndir
þessa síðustu daga og það var sko
aldeilis gaman hjá okkur. Fras-
arnir „The Icelandic viking wom-
an í Amsterdam, Sigga Breit í
Boston og svo má lengi telja, já
það er sko hægt að hlæja í gegn-
um tárin.
Ég verð ævinlega þakklát fyrir
ferðina okkar til Stokkhólms 2017
sem þú dreifst okkur í af því þú
fannst miða á Mamma Mia Abba-
showið og fyrir ferðina nokkrum
mánuðum seinna með Versló-
hópnum til Akureyrar sem var
önnur dásemdarhelgi og við get-
um yljað okkur við minningarnar
en þarna varstu farin að finna fyr-
ir helvítis krabbanum þó svo
greiningin hafi ekki verið komin.
Það er margs að minnast og
margt að þakka og ég þakka þér
elsku Sigga fyrir vináttuna öll
þessi ár.
Elsku Bjarni, Guðmundur,
Dagur, Birta, foreldrar og systur
og allir vinir hennar Siggu, inni-
legar samúðarkveðjur til ykkar
allra.
Elín Hanna.