Morgunblaðið - 04.02.2021, Síða 10

Morgunblaðið - 04.02.2021, Síða 10
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Gjaldskrá Íslandspósts grefur undan samkeppni vegna undirverð- lagningar póstsendinga út á land. Þetta segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka versl- unar og þjón- ustu, en þau gæta m.a. hags- muna flutninga- fyrirtækja. Máli sínu til stuðnings bendir Andrés á að þrátt fyrir met- fjölda pantana hjá netverslunum í nóvember sl. hafi einkafyrirtækjum á flutninga- markaði gengið illa að fá viðskipti úti á landi. Hefur áhrif um allt land Þetta hafi komið skýrt fram í samtölum SVÞ við fulltrúa flutn- ingafyrirtækja. Þar með talið í Vík í Mýrdal, á Hvolsvelli, á Hellu, á Sel- fossi, í Keflavík, á Akranesi, í Borgarnesi, í Grundarfirði, í Stykk- ishólmi, á Hólmavík og á Sauðár- króki. „Nóvember var metmánuður í netverslun á Íslandi og voru þá 17% af veltu smásölu í formi net- verslunar. Stórverslanir á höfuð- borgarsvæðinu fengu eðlilega fjölda pantana út á land. Smærri flutn- ingafyrirtæki á markaðnum reyndu hvað þau gátu til að ná þessum við- skiptum en þau áttu ekki mögu- leika. Pósturinn bauð pakkasend- ingar upp að 10 kílóum á miklu lægra verði. Dæmi er um að það kostaði aðeins 800 krónur að senda helluborð frá Reykjavík til Víkur í Mýrdal enda var það undir 10 kíló- um. Hér á höfuðborgarsvæðinu er hins vegar algengt að það kosti a.m.k. fimm þúsund krónur að fá raftæki send heim,“ segir Andrés. Að auki styrki niðurgreiðslurnar samkeppnisstöðu verslana á höfuð- borgarsvæðinu á kostnað verslana úti á landi, sem veiki rekstrar- forsendur þeirra síðarnefndu. Dræm viðbrögð þingmanna Andrés segir SVÞ hafa komið þessum sjónarmiðum á framfæri á fundi með fulltrúum umhverfis- og samgöngunefndar í lok janúar en fengið dræm viðbrögð. „Við skýrð- um fyrir þeim hvernig landið liggur en það kom okkur á óvart hvað landsbyggðarþingmenn höfðu lítinn áhuga á málinu,“ segir Andrés. Hafa verði í huga að flutninga- þjónusta með pakkasendingar úti á landi muni skerðast ef einkafyrir- tæki þurfa að óbreyttu að rifa segl- in vegna undirverðlagningar Pósts- ins. Sá tekjubrestur kunni aftur að neyða einkafyrirtækin til að hækka gjöld vegna flutninga á stærri sendingum. Velja eðlilega ódýrari kostinn „Það er auðvelt að setja sig í spor seljenda. Þegar þeim býðst að flytja vöru á svo lágu verði taka þeir því boði. Það eru augljósir viðskipta- hagsmunir sem liggja þar að baki,“ segir Andrés. Samtök verslunar og þjónustu hafa jafnframt ritað samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu bréf þar sem málið er reifað en póstmál heyra undir ráðuneytið. Með fylgdi minnisblað hæstaréttarlögmanns um meint lögbrot sem fjallað er um í grein hér neðar á síðunni. „Við höldum því fram að gjald- skrá Póstsins hafi falið í sér undir- verðlagningu á undanförnum árum. Það er skýrt kveðið á um það í lög- um að gjaldskrá alþjónustu skuli taka mið af raunkostnaði að við- bættum hóflegum hagnaði. Sé horft til þess hversu mikil meðgjöf rík- isins hefur verið af alþjónustu á undanförnum árum stefnir í veru- lega meðgjöf árið 2020,“ segir Andrés. Það stefni með öðrum orð- um í verulegan halla af rekstri Póstsins af pakkasendingum sem aftur kalli á meiri meðgjöf frá eig- andanum sem er ríkið. Án slíkrar meðgjafar, sem kunni að hlaupa á hundruðum milljóna, leiki vafi á rekstrarhæfi Póstsins. Standi öllum til boða Til upprifjunar segir í lögum um póstþjónustu að alþjónusta sé sú lágmarkspóstþjónusta sem notend- um póstþjónustu skuli standa til boða á jafnræðisgrundvelli og er hún útlistuð í 9. grein laganna: Allir notendur póstþjónustu á Íslandi eigi rétt á alþjónustu sem uppfylli gæðakröfur og sé á viðráðanlegu verði. Andrés rifjar upp að samkvæmt lagafrumvarpi hafi ákvæði um sama verð alþjónustu á landinu öllu átt að ná til bréfsendinga upp að fimmtíu grömmum en í meðförum þingsins hafi verið ákveðið að ákvæðið næði til pakkasendinga að tíu kílóum. Það hafi komið verulega á óvart. Undirverðlagningin ólögleg Samkvæmt lögum ber Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) að viðhafa eftirlit á póstmarkaði. Spurður um þetta hlutverk stofn- unarinnar segir Andrés að skilin milli hlutverks PFS og Samkeppn- iseftirlitsins hafi valdið vanda. „Póst- og fjarskiptastofnun hefur það lögbundna hlutverk að hafa eftirlit með póstrekendum en við teljum að Samkeppniseftirlitið hefði átt að grípa inn í varðandi undir- verðlagninguna sem er ólögleg samkvæmt samkeppnislögum,“ seg- ir Andrés. Tilgangurinn með þessum mála- rekstri sé að fá stjórnmálamenn til að bregðast við vandanum. Óbreytt staða muni enda kippa stoðunum undan rekstri fyrirtækja sem eru í samkeppni við Íslandspóst, hvort heldur úti á landi eða á höfuðborg- arsvæðinu. Grafa undan samkeppninni  Framkvæmdastjóri SVÞ segir lögbrot Íslandspósts grafa undan einkafyrirtækjum á póstmarkaði  Pósturinn greiði með pakkasendingum út á land  Undirverðlagningin sé brot á samkeppnislögum Morgunblaðið/Ómar Annríki Netverslun sló met í haust sem leið. Pósturinn fann fyrir því. Andrés Magnússon 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2021 Þinn dagur, þín áskorun Þegar frost er á fróni Höfðabakki 9, 110 Reykjavík run@run.is | www.runehf.is Sölustaðir: Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar Verslunin Bjarg, Akranesi • Herrahúsið, Ármúla 27 • JMJ, Akureyri • Lífland, Hvolsvelli og Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði • Efnalaug Vopnafjarðar • Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki • Verslun Grétars Þórarinssonar, Vestmannaeyjum • Borgarsport, Borgarnesi Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstanga • Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík Þernan, Dalvík • Siglósport, Siglufirði • Bókaverslun Breiðarfjarðar, Stykkishólmi Vaskur, Egilsstöðum • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi • run.is OLYMPIA 100% Merino ullarnærföt fyrir dömur og herra Stærðir: S–XXL Hörður Felix Harðarson, hæsta- réttarlögmaður hjá Mörkinni lög- mannsstofu, vann minnisblað fyrir Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) um lögfræðileg álitaefni vegna pakkasendinga Póstsins. Rifjað er upp að hinn 1. janúar 2020 hafi einkaréttur hins opinbera á sviði póstþjón- ustu endanlega verið afnuminn til samræmis við tilskipun Evrópuþingsins og -ráðsins. Samhliða hafi verið gerðar breytingar á póstlögum m.t.t. alþjónustu og Póstinum falið með bráðabirgðaákvörðun að ann- ast tímabundið alþjónustu sam- kvæmt lögum. Gildir til ársins 2030 Með ákvörðun 13/2020 hafi Póst- og fjarskiptastofnun útnefnt Póst- inn sem alþjónustuveitanda á sviði póstþjónustu um allt land til 31. desember 2030. Undir hana falli meðal annars pakkasendingar inn- anlands upp að tíu kílóum. Hörður Felix rifjar svo upp að samhliða afnámi á einkaréttinum í ársbyrjun 2020 hafi Pósturinn breytt verðskrá vegna pakkasend- inga innanlands upp að 10 kg. Áður hafi gjaldskráin verið svæðisbundin og skipst í þrjú svæði. Gjaldið á svæði 1, höfuðborgarsvæðinu, hafi verið lægra og í sumum tilfellum hafi munað tugum prósenta. Með breytingunni hafi gjaldskrá innan alþjónustu upp að 10 kg miðast við svæði 1. Lækkaði á svæðum 2 og 3 „Var það gert með vísan til ný- mælis í 2. mgr. 17. gr. laga nr. 98/ 2019 þar sem kveðið er á um að gjaldskrá fyrir alþjónustu skuli vera sú sama um land allt. Með þessari breytingu lækkaði gjald- skrá fyrir pakkasendingar á svæði 2 og 3 umtalsvert,“ skrifar hann. Veki áleitnar spurningar Spurningar hafi vaknað um lög- mæti þessarar ákvörðunar og málið vakið „áleitnar spurningar um eftir- litshlutverk PFS og hvort stofnunin hafi sinnt því hlutverki með full- nægjandi hætti“. Samkvæmt bókhaldi Póstsins hafi verið tap af innlendum pakka- sendingum árin 2018 og 2019. Svo rifjar Hörður upp að sam- kvæmt lögum skuli gjaldskrá fyrir alþjónustu taka mið af raunkostn- aði við að veita þjónustuna, að við- bættum hæfilegum hagnaði. Telur Hörður Felix ljóst að því fari fjarri að verðlagning Póstsins á þessari þjónustu hafi verið í sam- ræmi við lög um póstþjónustu. Hann fer yfir samkeppni Póst- og fjarskiptastofnunar og Póstsins sem hann telur gefa „skýrt til kynna að PFS hafi gert sér grein fyrir því að allar líkur væru á því að gjaldskráin væri hvorki í sam- ræmi við ákvæði laga um póstþjón- ustu né ákvæði samkeppnislaga“. Stofnunin hafi hins vegar beðið með aðgerðir með vísan til óvissu um afkomu árið 2020. Ekki í samræmi við skyldur Hörður Felix rökstyður svo það mat Markar lögmannsstofu að eftirlit PFS með starfsemi Póstsins sé ekki í samræmi við þær skyldur sem hvíla á stofnuninni. Ætla megi að niðurgreiðslur íslenska ríkisins á starfsemi Póstsins séu hvorki í samræmi við ákvæði samkeppnis- laga né sáttar sem Pósturinn undir- gekkst við Samkeppniseftirlitið, sbr. ákvörðun nr. 8/2017. Að auki vakni spurningar um hvort niður- greiðslan teljist ólögmæt ríkis- aðstoð í skilningi 61. gr. EES- samningsins. Fjárveitingar frá rík- inu séu til þess fallnar að raska samkeppni og með því sé tilteknu fyrirtæki ívilnað á kostnað annarra fyrirtækja. Breyting á gjaldskrá ekki í samræmi við póstlögin  Hæstaréttarlögmaður telur Póstinn hafa brotið lög Morgunblaðið/Hari Við höfuðstöðvarnar Deilt er um breytingar á gjaldskrá Póstsins í fyrra. Hörður Felix Harðarson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.