Morgunblaðið - 04.02.2021, Síða 57
DÆGRADVÖL 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2021
ég í körfunni. Við höfum alltaf verið
dugleg að ferðast bæði innanlands og
utan. Þá finnst okkur gaman að spila
golf á sumrin og fara á skíði á veturna.
Ég hef einnig alltaf haft áhuga á frek-
ara námi og aflaði mér m.a. málflutn-
ingsréttinda fyrir héraðsdómi fyrir
nokkrum árum, lauk líka diplóma-
námi í opinberri stjórnsýslu fyrir
stjórnendur í opinberum rekstri og nú
síðast var það síðan verkefnastjórnun.
Annars eigum við fjölskyldan alltaf
okkar bestu stundir í sumarbústaðn-
um í Skorradal en þar er alveg yndis-
legt að vera.
Í ljósi heimsfaraldursins verður
ekki hægt að halda almennilega upp á
stórafmælið í dag eins og ég hef jafn-
an gert á afmælum sem hlaupa á heil-
um tug. Í staðinn ætla eiginkonan og
börnin að bjóða mér í óvissuferð sem
ég bíð spenntur eftir.“
Fjölskylda
Eiginkona Ingvars er Rósa Dögg
Flosadóttir, f. 26.11. 1975, lög-
fræðingur í dómsmálaráðuneytinu.
Þau eru búsett í Áslandshverfinu í
Hafnarfirði. Foreldrar Rósu: Flosi
Gunnarsson, f. 24.8. 1933, d. 26.5.
1990, útgerðarmaður og skipstjóri, og
Alda Kjartansdóttir, f. 27.7. 1942,
hárgreiðslumeistari. Þau voru gift og
bjuggu í Reykjavík. Alda býr nú í
Hafnarfirði.
Börn Ingvars og Rósu eru Eva Dís,
f. 30.4. 2005, grunnskólanemi, og
Flosi Freyr, f. 3.11. 2011, grunn-
skólanemi.
Bræður Ingvars eru Guðmundur
Emil Sigurðsson, f. 31.7. 1959, stýri-
maður, búsettur í Hafnarfirði ásamt
fjölskyldu sinni, og Björgvin Sigurðs-
son, f. 17.8. 1963, stýrimaður, búsett-
ur í Hafnarfirði ásamt fjölskyldu
sinni.
Foreldrar Ingvars voru Sigurður
G. Emilsson, f. 22.9. 1931, d. 4.9. 2020,
viðskiptafræðingur og starfaði lengst
af hjá sýslumannsembættinu í Hafn-
arfirði, og Guðfinna Björgvinsdóttir,
f. 5.7. 1937, d. 15.9. 2014, starfaði síð-
ast hjá sýslumannsembættinu í Hafn-
arfirði. Þau voru gift og bjuggu lengst
af á Þúfubarði 3 og síðar á Drekavöll-
um 18 í Hafnarfirði.
Ingvar Þór
Sigurðsson
Guðný Þorsteinsdóttir
húsfreyja í Hákoti
Eyjólfur Þorbjarnarson
bóndi í Hákoti á Álftanesi
Þorbjörg Eyjólfsdóttir
húsfreyja í Hafnarfirði
Björgvin Helgason
sjómaður í Hafnarfirði
Guðfinna Björgvinsdóttir
húsfreyja og skrifstofukona
í Hafnarfirði
Sigurbjört Halldórsdóttir
húsfreyja í Brekku
Helgi Gíslason
skipstjóri og bóndi í Brekku á Álftanesi
GuðrúnVigfúsdóttir
húsfreyja í Kolsholti
Sigurður Jónsson
bóndi í Kolsholti í Flóa
Guðfinna Sigurðardóttir
húsfreyja í Hafnarfirði
Emil Jónsson
ráðherra í Hafnarfirði
Sigurborg Sigurðardóttir
húsfreyja í Hafnarfirði
Jón Jónsson
múrarameistari í Hafnarfirði
Úr frændgarði Ingvars Þórs Sigurðssonar
Sigurður G. Emilsson
viðskiptafræðingur í Hafnarfirði
„HEFUR EINHVER KOMIÐ OG LITIÐ Á
ÞIG?”
„PABBI, ÉG ER AÐ SKRIFA ÆVISÖGU
MÍNA. ER „SÁRAFÁTÆKT” EITT ORÐ?”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... það þegar hann
styður við bakið á þér.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
GRETTIR! ÉG
SAGÐI „matur”!
GASTU EKKI GENGIÐ TVO
METRA INN Í ELDHÚS?
ÉG VIL HEIM-
SENDINGU
LÍT ÉG ÚT FYRIR AÐ VERA
GÁFAÐRI MEÐ ÞESSI
GLERAUGU?
JA… ÞAU
GÆTU ÞAÐ…
KANNSKI EF ÞÚ
FJARLÆGIR
VERÐMIÐANN!
ÚPS!
Magnús Halldórsson yrkir áBoðnarmiði:
Þeir voru þunnir en glaðir,
þorskar úr salti, flakaðir.
sem lentu á diski,
með lútuðum fiski,
en allir samt útvatnaðir.
Hallmundur Guðmundsson gefur
„Fjármálaráðgjöf“:
Hjá fífli er góður gróði
ef græðir með svita og blóði.
Það frekar er stíll
og flottari díll;
að fá hann úr annarra sjóði.
Ólafur Stefánsson skrifar: „Það
eiga allir sinn (uppáhalds)banka,
hvað oft sem þeir skipta um nöfn
og/eða eigendur“:
Ég sé eftir Búnaðarbankanum
og blessa hann stöðugt í þankanum.
Hann gafst vel í sveitum
var góður í leitum
en bestur í jenum og frankanum.
Hólmfríður Bjartmarsdóttir orti:
Hjá Bjarnhéðni blómstraði auður
því blessaður graðfolinn Rauður
öll verðlaunin vann
sem er vont fyrir hann.
Hann fannst bakvið fjárhúsin, dauður.
Og enn yrkir Hólmfríður:
Í sveitum og vitaskuld víðar
eru vergjarnar konur og blíðar.
Bjarnhéðinn fann
í bólinu mann.
Undir fjóshaugnum fannst hann víst
síðar.
Hallmundur Kristinsson var með
á nótunum:
Vergjarnar konur veita
viljugar margt til sveita.
Ef þannig er enn
að þær vilji menn,
þeirra má víða leita!
Og Eyjólfur Ó. Eyjólfsson:
Af ásthneigð var Ólína rík
en afbrýðisemin var slík
hjá karlinum Frans
að í kálgarði hans
fundu menn 500 lík.
Friðrik Steingrímsson yrkir:
Ástandið er engin hemja
er að farast heimurinn,
fjandans rússa löggur lemja
lýðinn eins og trommuskinn.
Ólína Andrésdóttir kvað:
Oftast svellin örlaga
illum skellum valda,
fyrir brellum freistinga
fáir velli halda.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Útvatnaðir þorskar og
graðfolinn Rauður
Gönguskór og
göngubroddar
Kahtoola MicroSpikes
Broddar kr. 8.990.-
Asolo Drifter Evo
Herraskór
kr. 32.990.-
Salewa AlpenViolet Mid
Dömuskór kr. 32.990.-