Morgunblaðið - 04.02.2021, Side 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2021
D-vítamín er stundum nefntsólarvítamínið og ekki aðástæðulausu. Útfjólubláir
geislar sólarinnar hjálpa húðinni að
framleiða forstig D-vítamíns sem
breytist síðan í virkt D-vítamín í lík-
amanum. Undir venjulegum kring-
umstæðum fær líkaminn 90% af sínu
D-vítamíni á þennan hátt.
Á Íslandi er það eingöngu um há-
sumarið sem geislar sólarinnar geta
hjálpað til við framleiðslu D-vítamíns.
Þegar við bætist að oft er lítið um sól
á sumrin hér á landi á ekki að koma á
óvart að fæstir Íslendingar fá nægj-
anlegt D-vítamín frá sólinni. Nú á
tímum Covid-19 er lítið um ferðalög
til landa þar sem sólin er hærra á lofti
en hér og fleiri sólardagar þannig að
þeir sem áður hlóðu upp D-vítamíni
með útiveru í sól erlendis geta það
ekki í dag.
Taka eina 1.000
eininga töflu daglega
Íslenskar rannsóknir hafa sýnt að
stór hluti Íslendinga er með lægra D-
vítamín í blóði en embætti landlæknis
telur æskilegt. Þannig sýnir rann-
sókn sem var birt í Læknablaðinu á
síðasta ári að um það bil 60% barna
og unglinga á aldrinum 7-17 ára eru á
hverjum tíma með lægra D-vítamín
en æskilegt er. Eldri rannsókn sýnir
að börn við 12 mánaða aldur eru með
mun hærra D-vítamín í blóði og engin
þörf á að hækka þau gildi. Foreldrar
virðast þannig vera duglegir við að
gefa börnum sínum D-vítamín á með-
an þau eru í ungbarnavernd en af ein-
hverjum ástæðum hætta margir for-
eldrar að gefa börnum D-vítamín á
grunnskólaaldri þrátt fyrir að emb-
ætti landlæknis ráðleggi öllum að
taka D-vítamín.
Á nýafstöðnum Læknadögum var
haldið málþing um D-vítamín. Þar
kom fram að einföld leið til að fá
nægjanlegt D-vítamín fyrir þá sem
ekki taka lýsi eða aðra D-vítam-
íngjafa sé að kaupa D-vítamín-töflur í
næstu verslun og taka eina 1.000 ein-
inga töflu daglega. Þetta er aðeins
hærri skammtur en embætti land-
læknis ráðleggur en langt fyrir neðan
þá skammta sem geta valdið skaða.
Það kom einnig fram að engin þörf er
fyrir fríska einstaklinga að mæla D-
vítamín í blóði – það eykur kostnað en
skilar litlum ávinningi fyrir heilbrigð-
iskerfið. Það eiga einfaldlega allir að
taka D-vítamín. Það er í lagi að taka
D-vítamín einu sinni í viku en að taka
þá sjö sinnum meira en ráðlagðan
dagskammt.
Fækka öndunarfærasýkingum
og minnka líkur á krabbameini
Nú eru komin 100 ár síðan sýnt var
fram á að lýsi með sínu D-vítamíni
geti komið í veg fyrir beinkröm og sé
gott fyrir beinheilsu. Nýrri rann-
sóknir sýna að sólarvítamínið hefur
áhrif á fleira og ef þú hefur nægjan-
legt D-vítamín má sennilega fækka
öndunarfærasýkingum og minnka
líkur á að deyja úr krabbameini.
Einnig eru vísbendingar um að það
geti valdið vægari einkennum hjá
þeim sem smitast af Covid-19.
Styrkur D-vítamíns í blóði er lægri
að vetri en sumri og næstu mánuðir
eru venjulega með lægstu gildi ársins
hjá Íslendingum. Það borgar sig því
ekki að bíða eftir sólinni og skorar
heilsugæslan á alla sem nú þegar
taka ekki D-vítamín að byrja á því.
Þetta eru ekki nýjar ráðleggingar en
ljóst er að aðeins hluti okkar fer eftir
þeim. Mögulega er til mikils að vinna
en engu að tapa.
Sólarvítamínið er líkamanum nauðsynlegt
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sól Fjöldi fólks er með lægra D-vítamín í blóði en æskilegt er. Þetta nauðsynlega vítamín er í töfluformi og er
Guðrún Pálsdóttir lyfjafræðingur í Urðarapóteki við Vínlandsleið í Reykjavík með nokkrar tegundir sem þar fást.
Unnið í samstarfi við Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðsins
Heilsuráð
Starfsmenn Heilsugæslunnar
Seltjarnarnesi og Vesturbæ
Björgunarsveitarmaður með leitar-
hund er Neyðarkall björgunar-
sveitanna, sem byrjað verður að
selja í dag. Fimmtán ára hefð er fyr-
ir því að sveitir Slysavarnafélagsins
Landsbjargar selji lyklakippurnar
góðu, en fjáröflunarverkefni þessu
var hleypt af stokkunum árið 2006.
Neyðarkallinn 2021 var kynntur í
gær við athöfn þar sem leitar-
hundar þefuðu uppi þau Guðna Th.
Jóhannesson forseta Íslands og El-
isu Reid konu hans.
Upphaflega stóð til að kallinn
góði yrði seldur í nóvember síðast-
liðnum, en vegna Covid-19 var söl-
unni frestað fram á nýtt ár. Neyð-
arkallinn er úr plasti og er hann-
aður af Margréti Einarsdóttur
Laxness, rétt eins og verið hefur frá
upphafi.
40 hundar á útkallsskrá
Innan fjölmargra björgunarsveita
er öflugt starf í þjálfun hunda til
leitar og björgunar. Alls eru um 40
hundar á útkallsskrá sem eru þjálf-
aðir til leitar á víðavangi og þar sem
snjóflóð hafa fallið. Einnig hafa ver-
ið þjálfaðir sporhundar sem rekja af
nákvæmni slóð fólks sem týnist.
Hagnaður af sölu Neyðarkalla
rennur beint til björgunarsveita og
er notaður til að efla búnað og
styrkja alla þjálfun björgunarsveit-
arfólks. Það sama fólk verður á fjöl-
fjörnum stöðum næsta daga og sel-
ur Neyðarkalla. sbs@mbl.is
Slysavarnafélagið-Landsbjörg með árlega fjáröflun
Leitarhundur besti
vinur Neyðarkallsins
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Neyðarfólk Forsetahjónin Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson tóku við
Neyðarkalli í gær. Forsetinn er verndari Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Neyðarkallinn Nú í 15. sinn og er
hannaður af Margréti Laxness.
Fulltrúar launamanna í stjórn
Birtu lífeyrissjóðs
Valnefnd Birtu lífeyrissjóðs auglýsir eftir frambjóðendum til þess að
taka sæti í stjórn sjóðsins kjörtímabilið 2021 til 2023.
Samkvæmt samþykktum Birtu lífeyrissjóðs (gr. 5.9) hefur valnefnd m.a. þann yfirlýsta
tilgang að tryggja að stjórn sjóðsins endurspegli fjölbreytni og breidd í hæfni, reynslu
og þekkingu stjórnarmanna sem og að tryggja gagnsæi í málum um tilnefningu
stjórnarmanna.
Fulltrúaráð launamanna Birtu kýs tvo stjórnarmenn og einn varamann til tveggja ára
í stjórn sjóðsins.
Áhugasamir geta gefið kost á sér með því að senda inn framboð á útfylltu
framboðseyðublaði, sem er að finna á vefnum birta.is, á netfangið
valnefnd@birta.is fyrir kl. 16.00 fimmtudaginn 18. febrúar 2021.
• vera launamenn sem greiða iðgjald í Birtu lífeyrissjóð.
• ekki vera sjálfstætt starfandi atvinnurekendur/einyrkjar.
• vera fjárhagslega sjálfstæðir og búa yfir nægilegri þekkingu og starfsreynslu skv.
31. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi
lífeyrissjóða og 6. gr. reglna FME nr. 180/2013 og fullnægja að öðru leyti þeim
kröfum sem gerðar eru um hæfi og hæfni stjórnarmanna skv. framangreindum
lögum, reglum FME, samþykktum sjóðsins og starfsreglum valnefndar.
• Skila inn útfylltu framboðseyðublaði með drengskaparyfirlýsingu um að þeir
uppfylli skilyrði til slíkrar stjórnarsetu.
Allar nánari upplýsingar um stjórnarkjörið, framboðseyðublaðið/yfirlýsinguna og
sjóðinn má finna á vefnum birta.is
ÞEIR SEM GEFA KOST Á SÉR SKULU
Birta lífeyrissjóður I Sundagörðum 2 I 104 Reykjavík I 480 7000 I birta.is