Morgunblaðið - 12.02.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021
Fermingar-
myndatökur
Einstök
minning
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is |
Opið alla virka daga kl. 10-17
Við förum eftir öllum
sóttvarnartilmælum
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Hæstiréttur féllst í gær á skaðabóta-
kröfu Jóns Höskuldssonar og skaða-
bótaskyldu ríkisins gagnvart Eiríki
Jónssyni. Báðir sóttu þeir um embætti
dómara við Landsrétt þegar dómurinn
var stofnaður, en fengu ekki skipun
þrátt fyrir að hafa verið taldir meðal 15
hæfustu umsækjendanna af hæfnis-
nefnd.
Íslenska ríkið var dæmt til að greiða
Jóni miskabætur og að greiða þeim
báðum málskostnað. Jón og Eiríkur
töldu báðir að þáverandi dómsmála-
ráðherra hafi brotið lög með því að líta
fram hjá þeim við skipun dómara í
embætti. Þeir hafa nú báðir verið skip-
aðir dómarar við Landsrétt.
Fram kemur í dómi Hæstaréttar í
máli Jóns að ríkið skuli greiða honum
8,5 milljónir króna í skaðabætur auk
einnar milljónar króna í miskabætur og
3,5 milljóna króna í málskostnað.
Fastir dómarar við Hæstarétt viku
sæti í málinu.
Héraðsdómur dæmdi á sínum tíma
íslenska ríkið til að greiða Jóni fjórar
milljónir í skaðabætur og 1,1 milljón í
miskabætur vegna málsins. Í héraði var
skaðabótaskylda í máli Eiríks viður-
kennd. Landsréttur sagði hins vegar
ekki skaðabótaskyldu í málinu og felldi
skaðabæturnar út í máli Jóns. Hins veg-
ar voru miskabæturnar staðfestar.
Hæstiréttur taldi að Jón hefði leitt að
því nægar líkur að forsvaranlegt mat
ráðherra á umsókn hans og samanburð-
ur á hæfni hans og annarra umsækj-
enda um embætti dómara við Landsrétt
hefði leitt til þess að hann hefði verið
skipaður dómari umrætt sinn.
Dómarar höfðu betur
Íslenska ríkið greiði tveimur dóm-
urum skaðabætur í Landsréttarmáli
Jóhanna Vigdís
Guðmundsdóttir,
varaþingmaður
Samfylkingar-
innar, hefur sagt
sig úr flokknum
og sagt af sér
varaþing-
mennsku. Hún
greindi flokks-
mönnum frá
þessu með bréfi í
gær. Jóhanna skipaði annað sætið á
lista Samfylkingarinnar í Reykjavík-
urkjördæmi suður fyrir síðustu
kosningar. Hún er ósátt við ferlið við
val á lista flokksins. Uppstillingar-
nefnd var falið að velja lista flokks-
ins, en þó þannig að hún skyldi hafa
til hliðsjónar könnun sem gerð var
meðal félagsmanna. Jóhanna hafði
gefið kost á sér í könnuninni, en ekki
fengið sæti sem henni hugnaðist hjá
uppstillingarnefnd.
Varaþingmaður segir
sig úr Samfylkingu
Jóhanna Vigdís
Guðmundsdóttir
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Nokkrir íslenskir fjárfestar taka
þátt í hlutafjárútboði Arctic Fish
Holding, nýs móðurfélags Arctic
Fish á Vestfjörðum. Mun innlendum
fjárfestum fjölga þótt stærsti hlut-
hafinn, Norway Royal Salmon
(NRS), muni halda sínum helmings
eignarhlut og jafnvel bæta við hann.
Búið er að tryggja sölu á stórum
hluta þess hlutafjár sem ætlunin er
að selja.
Útboð á hlutafé í Arctic Fish hófst
í gærmorgun og lýkur síðdegis í dag.
Ætlunin er að selja um 600 milljónir
norskra króna sem svarar til 9,1
milljarðs króna. Stærstu liðirnir í því
eru útgáfa á nýju hlutafé fyrir 350
milljónir norskra, 5,3 milljarða ís-
lenskra, og sala á hluta eignar ann-
ars stærsta hluthafans, Bremesco
Holding Ltd. sem er félag pólska at-
hafnamannsins Jerzy Malek, fyrir
um 200 milljónir norskra króna.
Hlutur hans minnkar úr 47,5% niður
undir 29% eða lægra hlutfall.
Búið er að tryggja fyrir fram sölu
til tveggja núverandi hluthafa, NRS
og Novo ehf., fyrir 200 og 45 milljónir
norskra kr. Neil Shiran Thorisson,
fjármálastjóri Arctic Fish, hefur
skráð sig fyrir hlut upp á 41 milljón
norskra króna og aðrir stjórnendur
saman fyrir 4,6 milljónum. Þá hefur
verið gengið frá því að inn koma nýir
kjölfestufjárfestar, Nordea eigna-
stýring, lífeyrissjóðurinn Birta með
28 milljónir NOK, Lífeyrissjóður
Vestmannaeyja með 15 milljónir,
tryggingafélagið Vörður með 4 millj-
ónir. Svo á eftir að sjá hverjir sækj-
ast eftir hlutum og fá að kaupa.
Áframhaldandi vöxtur
Arctic Fish verður skráð á Euro-
next Growth-markaðinn í kauphöll-
inni í Ósló. Útboðsgengið er 61,20
krónur á hlut sem þýðir að heildar-
verðmæti núverandi hlutabréfa er nú
1,6 milljarðar norskra króna sem
svarar til 24 milljarða íslenskra.
Aukningin verður aðallega notuð til
að fjármagna vöxt og þróun fyrir-
tækisins, meðal annars í fjárfesting-
um í búnaði og framleiðslu, auk eigin
vinnslu.
Sækja 5 milljarða í hlutafé
Lífeyrissjóðir og fleiri íslenskir fjárfestar til liðs við Arctic Fish á Vestfjörðum
Stór hluti hlutafjárútboðs seldur fyrir fram Bremesco minnkar sinn hlut
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Patreksfjörður Arctic Fish er með
eldi í nokkrum fjörðum Vestfjarða.
„Valsmenn, léttir í lund – leikum á sérhverri
stund,“ segir í kvæðinu og það var sannarlega
létt yfir stelpunum á fótboltaæfingu á Hlíðar-
enda á dögunum. Hressandi útiæfing í góðu
veðri er svo sannarlega ekki sjálfsagður hlutur á
Íslandi í febrúar. En þegar svo vel ber í veiði
kvartar enginn þótt færa þurfi mörkin eða safna
saman boltum, allir hjálpast að. Og sumarið er
bara rétt handan við hornið.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Allir hjálpast að á Hlíðarenda
„Ég hef trú á
fyrirtækinu. Ár-
angurinn til
þessa hefur ver-
ið mjög góður,
sérstaklega á
síðustu tveimur
árum. Markaðir
eru erfiðir en
við stóðum okk-
ur vel í að ala
fiskinn og slátr-
un gekk vel. Allar forsendur eru
fyrir hendi til að byggja á því og við
gerum ráð fyrir að markaðir glæð-
ist á ný á seinni hluta ársins,“ segir
Neil Shiran Thorisson, fjár-
málastjóri Arctic Fish, en hann hef-
ur skráð sig fyrir 41 milljón
norskra króna í hlutafjárútboði fé-
lagsins en það svarar til 620 millj-
óna íslenskra króna.
Neil Shiran
Þórisson
Hef trú á
fyrirtækinu
Útlit er fyrir oddvitaslag hjá
Sjálfstæðisflokknum í Norðvestur-
kjördæmi. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins sækjast Haraldur
Benediktsson og Þórdís Kolbrún
Reykfjörð Gylfadóttir bæði eftir
því að leiða lista flokksins fyrir
alþingiskosningarnar í haust, en
þau munu hafa greint frá því á
fjarfundi með sjálfstæðismönnum
á Vestfjörðum í vikunni.
Haraldur er oddviti flokksins í
kjördæminu, en Þórdís er ráð-
herra og varaformaður flokksins
og þykir það vinna með henni.
Þórdís hafði fyrir nokkru staðfest
að hún hygði á framboð í Norð-
vesturkjördæmi, án þess að gefa
upp hvaða sæti hún stefndi á, en
Haraldur hafði ekkert gefið upp
um áform sín.
alexander@mbl.is
Þórdís Kolbrún
R. Gylfadóttir
Haraldur
Benediktsson
Oddvitaslag-
ur hjá Sjálf-
stæðisflokki
Þórdís og Har-
aldur vilja bæði leiða