Morgunblaðið - 12.02.2021, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021
12. febrúar 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 127.99
Sterlingspund 177.06
Kanadadalur 100.82
Dönsk króna 20.868
Norsk króna 15.17
Sænsk króna 15.398
Svissn. franki 143.66
Japanskt jen 1.2217
SDR 184.51
Evra 155.2
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 188.6075
Hrávöruverð
Gull 1843.45 ($/únsa)
Ál 2045.5 ($/tonn) LME
Hráolía 61.21 ($/fatið) Brent
Næst var spurt hvort fjármálaráð-
herra hefði lofað fyrirtækinu 490
milljóna króna framlagi vegna
alþjónustubyrði rekstrarárið 2020.
„Það liggur ekki fyrir loforð um
tilteknar upphæðir til handa Ís-
landspósti frá fjármálaráðherra né
öðrum ráðherrum. Hins vegar hefur
samtal verið í gangi milli Íslands-
pósts, samgöngu- og sveitarstjórnar-
ráðuneytisins, fjármálaráðuneytis-
ins og Póst- og fjarskiptastofnunar
um kostnað vegna alþjónustubyrði,“
sagði Þórhildur Ólöf og rifjaði upp
lagabreytingar í byrjun síðasta árs.
Miðað við útreiknaðan kostnað
„Eftir að ný lög um póstþjónustu
tóku gildi 1.1. 2020 féll einkaréttur
Íslandspósts á bréfasendingum úr
gildi en í staðinn var lögð alþjónustu-
kvöð á fyrirtækið. Fyrir þessa þjón-
ustu greiðir ríkið upphæð miðað við
þann útreiknaða kostnað sem fylgir
alþjónustubyrðinni. Til viðbótar því
ákvað Alþingi að eitt verð skyldi vera
á pökkum um allt land upp að 10 kg.
Kostnaður vegna þessa alls liggur
ekki fyrir þar sem verið er að reikna
hver raunverulegur kostnaður við
þessa þjónustuþætti vegna ársins
2020 var,“ sagði Þórhildur.
Gerði ráð fyrir greiðslum
Spurð hvort Pósturinn hefði bók-
fært þetta framlag sagði Þórhildur
að „Íslandspóstur hefði í áætlunum
sínum gert ráð fyrir að greitt yrði
fyrir veitta þjónustu sem ríkið krafð-
ist af Íslandspósti með útnefningu.
Um leið og úrskurður liggur fyrir frá
Póst- og fjarskiptastofnun um fjár-
hæðir mun vera hægt að klára árs-
reikning félagsins en ekki fyrr.“
Að sama skapi svaraði Þórhildur,
er hún var spurð hvert heildarfram-
lag ríkisins til fyrirtækisins yrði á
rekstrarárinu 2020, að „greiðsla rík-
isins fyrir þjónustu sem krafist var
af Íslandspósti sé í ákvörðunarferli
hjá Póst- og fjarskiptastofnun“.
Í Morgunblaðinu í síðustu viku var
fjallað um gagnrýni Samtaka versl-
unar og þjónustu (SVÞ) á það fyr-
irkomulag Póstsins að hafa eitt
gjaldsvæði fyrir pakkasendingar á
landinu í stað þriggja áður. En verð-
ið var lægst á höfuðborgarsvæðinu.
Hélt Andrés Magnússon, fram-
kvæmdastjóri SVÞ, því fram að með
þessu væri Pósturinn að niðurgreiða
pakkasendingar út á land, allt að 10
kílóum, og með því grafa undan sam-
keppninni. Vísaði Andrés svo til
minnisblaðs Harðar Felix Harðar-
sonar hæstaréttarlögmanns, þar
sem rök voru færð fyrir því að fyrir-
komulagið stangaðist á við lög.
Blaðið ræddi svo við Sigurð Inga
Jóhannsson samgönguráðherra sem
sagði að farið yrði yfir þessi mál.
Umgjörð hefði mátt vera betri
Spurð um þessa gagnrýni SVÞ
vísaði Þórhildur Ólöf til þess að Al-
þingi ákvæði samkvæmt lögum að
hafa eitt verð um allt land.
„Gagnrýni Samtaka verslunar og
þjónustu hefur fyrst og fremst
beinst að þeirri umgjörð sem fyrir-
tækinu hefur verið sett. Við getum í
raun tekið undir að umgjörðin sem
slík hefði mátt vera betur útfærð.“
Spurð hvort gjaldskráin verði
endurskoðuð, í ljósi þessarar gagn-
rýni, sagði hún Póstinn „eins og
hvert annað fyrirtæki að því leyti að
tekjur og kostnaður er í stöðugri
rýni og endurskoðun, sem og hvern-
ig eigi að bregðast við breytingum
þar á sem og lagabreytingum“.
Spurð að lokum hvenær sú
ákvörðun var tekin að eitt verð
skyldi gilda á landinu öllu fyrir send-
ingar vísaði Þórhildur til laga sem
tóku gildi 1.1. 2020. „Póst- og fjar-
skiptastofnun tók ákvörðun um að
það myndi lenda á Íslandspósti að
vera með sama verð um allt land með
bráðabirgðaútnefningu alþjónustu-
veitanda í desember 2019.“
Gera ráð fyrir framlagi
Morgunblaðið/Hari
Við höfuðstöðvarnar Hlutfall pakkasendinga hjá Póstinum hefur hækkað.
Forstjóri Póstsins segir engin loforð hafa verið gefin um 490 milljóna framlag
Þó sé gert ráð fyrir að Pósturinn fái greitt fyrir þá þjónustu sem ríkið krafðist
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri
Íslandspósts, segir ekki liggja fyrir
neitt loforð um hundraða milljóna
króna framlag ríkisins til félagsins.
Tilefnið er umfjöllun í Viðskipta-
blaðinu en þar sagði að Bjarni Bene-
diktsson, fjármála- og efnahagsráð-
herra, hefði tjáð formanni og
varaformanni stjórnar Íslandspósts
(ÍSP) að félagið
ætti að gera ráð
fyrir 490 milljóna
framlagi ríkisins
til félagsins í
áætlunum fyrir
rekstrarárið
2020. Frá þessu
sé greint í fundar-
gerð stjórnar
Póstsins.
Af þessu tilefni
hafði Morgun-
blaðið samband við Bjarna Jónsson,
formann stjórnar Íslandspósts, með
ósk um að fundargerðin yrði afhent.
Bjarni svaraði ekki skilaboðum. Þá
svöruðu Auður Björk Guðmunds-
dóttir, varaformaður stjórnar Pósts-
ins, og Bjarni Benediktsson fjár-
málaráðherra ekki óskum um viðtal.
Því næst var fyrirspurnum um
málið beint til forstjóra Póstsins.
Afhentar á degi aðalfundar
Spurð hvort hægt væri að fá síð-
ustu fundargerðir stjórnar afhentar
sagði Þórhildur að þær yrðu afhent-
ar eftir að Ríkisendurskoðun hefði
yfirfarið þær og endurskoðað árið.
„Við höfum nú þegar afhent fund-
argerðir fyrir hálft ár 2020 þar sem
Ríkisendurskoðun gerði könnunar-
áritun á það í sumar og stefnum á að
afhenda á degi aðalfundar 2021.“
Þórhildur Ólöf
Helgadóttir
● Á síðustu fimm árum hefur raunverð
íbúða hækkað nokkuð meira hér á landi
en í löndunum í kringum okkur. Hækk-
unin mælist yfir 40% í heildina frá 2015
á Íslandi en er á bilinu 1-20% í hinum
norrænu löndunum. Minnst er hækk-
unin í Finnlandi, þar sem verð hefur
haldist nær óbreytt. Þetta kemur fram í
Hagsjá Landsbankans. Þar segir einn-
ig að meiri sveiflur einkenni húsnæðis-
markaðinn hér á landi samanborið við
nágrannaþjóðirnar, hvort sem litið er
til verðþróunar eða uppbyggingar
íbúða. Hækkunin hér á landi er nær öll
vegna hækkana á seinni hluta árs 2016
og 2017. Síðan þá hefur þróunin verið
nokkuð áþekk hér á landi og í löndunum
í kringum okkur.
Raunverð íbúða hækkað
mest hér á landi
STUTT
● Stjórnendur og stjórn SORPU og
Góða hirðisins hafa ákveðið að halda
rekstri verslunar Góða hirðisins á
Hverfisgötu 94-96 áfram.
Í tilkynningu segir að verslunin hafi
verið opnuð í tilraunaskyni um miðjan
nóvember 2020 til að kanna hvort
grundvöllur væri fyrir rekstri útibús
Góða hirðisins. Tilraunin hefur borið
góðan árangur samkvæmt tilkynning-
unni og nú hefur verið samið við eig-
endur húsnæðis verslunarinnar til langs
tíma.
Góði hirðirinn kominn
til að vera á Hverfisgötu
vottun reynsla
ára
ábyrgð
gæði
miðstöðvarofnar
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - sími 577 5177 - ofnasmidja.is
Eigum úrval af
miðstöðvar- og handklæðaofnum
hafðu það notalegt
Hagnaður Landsbankans á fjórða
ársfjórðungi 2020 nam rúmum 9,8
milljörðum króna, sem er 153%
hækkun hagnaðar frá sama tímabili
í fyrra, en þá nam hagnaðurinn um
3,9 milljörðum króna.
Sé horft til ársins í heild sinni
hagnaðist bankinn um 10,5 millj-
arða króna og dróst hagnaðurinn
þónokkuð saman á milli ára, en
hann var rúmir átján milljarðar ár-
ið 2019.
Arðsemi eigin fjár Landsbankans
var 4,3% á árinu 2020, samanborið
við 7,5% arðsemi árið 2019. Mark-
mið bankans er
að ná að lág-
marki 10% arð-
semi eigin fjár.
Heildareignir
Landsbankans
jukust um 138
milljarða króna á
milli ára og
námu í árslok
2020 alls 1.564
milljörðum
króna. Eigið fé Landsbankans nam
258,3 milljörðum kr. í árslok 2020
og eiginfjárhlutfallið var 25,1%.
Landsbankinn jók hagnað
um 152% á 4. ársfjórðungi
Lilja Björk
Einarsdóttir
Tryggingafélagið Sjóvá hagnaðist
um þrjá milljarða króna á fjórða
jórðungi síðasta árs, en það er
nærri þreföld aukning miðað við
sama tímabil í fyrra, þegar félagið
hagnaðist um 808 milljónir króna.
Samsett hlutfall Sjóvár var 96,9%
á fjórðungnum, en fyrir árið 2020 í
heild var hlutfallið 90,4%.
Þegar litið er til ársins 2020 í
heild nam hagnaður félagsins rúm-
um 5,3 milljörðum króna. Hagn-
aðurinn óx um 38% milli ára, en
hann var rúmir 3,8 ma.kr. árið
2019.
Heildareignir
félagsins námu
rúmum 59 millj-
örðum í lok
fjórða ársfjórð-
ungs 2020 og
jukust um 16%
milli ára. Eigið fé
Sjóvár nemur
núna rúmum 21
ma.kr. en það
var rúmlega 16
milljarðar á sama tíma í fyrra. Eig-
infjárhlutfall eftir fyrirhugaða 2,6
ma.kr. arðgreiðslu er 33,1%,
Hagnaður Sjóvár 3 ma.kr.
á fjórða ársfjórðungi
Hermann
Björnsson