Morgunblaðið - 12.02.2021, Page 24

Morgunblaðið - 12.02.2021, Page 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021 ✝ Jens Andrés-son fæddist 9. apríl 1952 í Reykjavík og ólst þar upp. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 27. janúar 2021. Foreldrar hans voru Andrés Guð- jónsson, f. 13.6. 1921, d. 22.1. 2009, fyrrverandi skóla- stjóri Vélskóla Íslands, og kona hans Ellen Margrethe Guð- jónsson, f. 20.2. 1925, hjúkr- unarfræðingur frá Fjóni í Dan- mörku. Jens átti tvo bræður, Ívar, f. 1954, d. 1977, og Grím, f. 1955. Jens kvæntist 6. janúar 1996 Kristínu Þorsteinsdóttur, f. 6.1. 1956, félagsliða og eiga þau eina dóttur, Önnu Kristínu, f. 1992. Fyrir átti Jens, Óskar, f. 1974, Ágúst, f. 1977, Ívar, f. sín taka í samstarfi norrænna ríkisstarfsmanna og varð fyrst- ur Íslendinga til að gegna for- mennsku í samtökum þeirra. Árið 1997 var Jens kjörinn varaformaður BSRB og var hann varaformaður bandalags- ins til 2006. Auk þess gegndi hann fjölmörgum trúnaðar- störfum fyrir SFR, BSRB og verkalýðshreyfinguna í heild. Kom hann mjög að vinnuvernd- armálum, endurmenntun starfsfólks, orlofsmálum og mörgum öðrum málasviðum. Árið 2007 réðst Jens til starfa hjá Elkem, járnblendi- verksmiðjunni í Hvalfirði, og gerðist hann öryggisstjóri fyrirtækisins. Jens lét af störf- um hjá Elkem og fór á eft- irlaun árið 2019. Hann var félagi í Akóges frá árinu 2000. Jens verður jarðsunginn frá kirkju Óháða safnaðarins í Reykjavík í dag, 12. febrúar 2021, klukkan 14. Vegna að- stæðna hefur verið boðið sér- staklega til athafnarinnar. 1977, og Ellen Margrethe, f. 1980. Fyrir átti Kristín Jón Þorstein, f. 1980, og er hann fóstursonur Jens. Jens lauk prófi í vélvirkjun frá Iðn- skólanum í Reykja- vík 1973 og útskrifaðist sem vélstjóri frá Vél- skóla Íslands 1976. Hann var síðan til margra ára á sjó bæði á hvalveiðiskipum og togurum. Árin 1983-1986 var hann á Grænhöfðaeyjum við þróunaraðstoð og starfs- maður Vinnueftirlits ríkisins frá 1986. Jens sat í stjórn Starfsmannafélags ríkisstofn- ana, SFR, frá 1990 til 1996 þegar hann var kosinn formað- ur félagsins. Formaður SFR var hann til 2006. Lét hann til Jæja Jens minn. Þá ert þú farinn frá mér. Kletturinn sem er búinn að vera mér stoð og stytta í gegnum súrt og sætt í 32 ár. Ekki óraði mig fyrir því að þú værir farinn þegar ég kom heim úr vinnu þann 27. janúar. Við sem vorum að fara að halda upp á silfurbrúðkaupið okkar og þú varst búinn að velja matinn fyrir kvöldið 28. janúar með Guðmundi og Dóru. Þú hlakkaðir til að geta aðeins breytt til og við vorum svo alsæl þegar ég kvaddi þig um morg- uninn. En þetta kom svo óvænt og er svo mikið högg að ég er engan veginn búin að ná mér. Einu get ég lofað þér, að ég passa upp á Önnu Kristínu og held utan um Ívar og Jón. Það var það sem þú vildir og lagðir þig fram við að gera allt til síðasta dags. Jens minn, það passaði hins vegar enginn betur upp á mig en þú og þess mun ég sakna mest. Takk fyrir umhyggju, ástina og hlýju sem þú veittir inn í líf mitt og fjölskyldu okkar. Takk fyrir öll skemmtilegu ferðalögin og óvæntu uppákomurnar í þeim. Því mun ég aldrei gleyma. Skal ég segja sögur af því í komandi fjölskylduboðum. Þar er skarð fyrir skildi. Góða ferð Jens minn, takk fyr- ir allt! Kristín Þorsteinsdóttir. Elsku pabbi! Þú kvaddir þennan heim allt of fljótt, þú áttir eftir að aðstoða mig við svo margt, nú þarf ég til dæmis að fara með skattframtal- ið mitt til miðils. Þú varst kletturinn í lífinu mínu og ég gat alltaf talað við þig þegar ég var í vandræðum með lífsins spurningar og sjálfan mig. Þú leiddir mig inn á rétt svör og stappaðir í mig stálinu. Þú hringdir í mig á hverjum degi bara til að heyra í mér og líka til að aðstoða þig við ýmis verkefni. Eftir að ég eignaðist stelpuna mína þá spurðir þú alltaf fyrst hvernig stelpan og mamman hefðu það, eins og þú orðaðir það „hvernig hafa stelpurnar mínar það“ og „hugsaðu nú vel um þær“. Nú get ég ekki lengur hringt í þig en núna er ég svo þakklátur að eiga fullt af minningum eins og árin í Afríku og apann sem þú gafst mér. Þú hefðir verið frábær afi stelpunnar minnar. Ég ætla að láta hana kynnast þér með sögum af þér og heim- sóknum til ömmu Kristínar. Ég elska þig pabbi ! Ívar Jensson. Hvert á ég að hringja núna þegar ég get ekki lengur hringt í Jens? Síðan ég sá þig á gólfinu um- kringdan bráðaliðum að reyna að koma þér til lífs aftur hef ég hugsað um hvernig ég redda þessu lífi án þín, hvert á ég að leita, hvað á ég að gera? Þegar pabbi minn dó varst þú þarna eins og klettur, stóðst við hliðina á mér, hélst utan um mig og lagðir til hluti til að gera allt betra. Gleymi því aldrei hvað það var gott að hafa þig við hliðina á mér til að klára hlutina og vinna þá vel. Síðan sagðir þú við mig að loknum öllum verkefnum við andlát pabba: „Nonni minn, svo gerum við bara lífið saman.“ Í minningunum felst ódauð- leikinn og þær eru margar, allt sem þú gerðir var til að lyfta okk- ur upp, gefa okkur rými til að fá að blómstra og gera mistök. Þeg- ar þú komst um morguninn til mín í vinnuna og sagðir stoltur að nú væru hlutirnir komnir á góðan rekspöl og ég þyrfti bara halda áfram og styðja við þá sem væru mér næstir vissi ég ekki að þetta væru síðustu metrarnir með þér. Mér efst í huga er ferð sem við fórum saman til að ná í bíl. Þar fórum við saman um æskuslóðir þínar í Danmörku, þar ferðuð- umst við saman og þú sagðir mér sögur frá æskuslóðunum, afa þín- um og öllum strákapörunum. Hvað þá ferðin til Möltu, allar stundirnar saman. Allar minn- ingar með þér lifa með mér núna og söknuður vegna þeirra sem áttu að verða til. Jens, þú varst ómetanleg við- bót við líf mitt sem viðbótar- pabbi, faðmur þinn var kærleiks- ríkur og öxl þín styrkur inn í líf ungs manns sem ómetanlegt var að hafa hjá sér. Þú varst ráðgjafi sem gafst manni uppbyggjandi ráð, hönd þín kærleiksrík þegar á bjátaði í lífinu og þegar allt virt- ist vonlaust gekkst þú fram fyrir skjöldu og ýttir við myrkrinu og kveiktir ljós. Þú varst vitinn okk- ar sem næst þér stóðu og leiddir okkur fram hjá helstu skerjunum og leiðbeindir okkur. Ég gæti sagt ótal orð en það væri eins og hljómandi málmur eða hvellandi bjalla því kærleikurinn sem þú gafst er það sem eftir situr og styrkir hjartað á þessari stund. Jens, við Svetlana söknum þín meira en orð fá lýst. Hafðu okkar bestu þakkir fyrir allt og allt. Megi ferð þín yfir í austrið eilífa verða þér farsæl og ég veit að Gutti ætlar að ganga með þér á þessari nýju vegferð sem þú nú gengur á. Takk pabbi! Jón Þorsteinn og Svetlana. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. Hvað jafnast á við andardráttinn þinn? Hve öll sú gleði’ er fyrr naut hugur minn er orðin hljómlaus utangátta’ og tóm hjá undrinu að heyra þennan róm, hjá undri því, að líta lítinn fót í litlum skóm, og vita’ að heimsins grjót svo hart og sárt er honum fjarri enn, og heimsins ráð sem brugga vondir menn, já vita eitthvað anda hér á jörð er ofar standi minni þakkargjörð í stundareilífð eina sumarnótt. Ó, alheimsljós, ó, mynd sem hverfur skjótt. (Halldór Kiljan Laxness) Ellen Margrethe Holm. Í dag kveðjum við Jens Andr- ésson. Hann var skyndilega kall- aður burt frá fjölskyldu sinni, allt of snemma að manni finnst. Framtíðin virtist svo björt eins og hún blasti við þeim Kristínu, þrátt fyrir þetta einkennilega ástand sem nú grúfir yfir heims- byggðinni. Kristínu er ég búin að þekkja frá því hún var unglingur. Hún var besta vinkona Áslaugar syst- ur minnar heitinnar. Það gladdi mig innilega þegar þau Jens rugluðu saman reytum sínum. Kidda er óvenjuleg og sterk per- sóna og hún fann verðugan maka þar sem Jens var: þar mætti kvikur og frjór hugur öðrum á sama róli, þau urðu hvort öðru kjölfesta og kunnu líka að ljá hvort öðru vængi. Þau hjónin bjuggu sér fallegt heimili í Grænumýri, þangað var notalegt að líta inn. Þá var nokk- uð öruggt að fara í Sundlaug Vesturbæjar árla dags, á vísan að róa, Kidda að synda kílómetrann sinn og Jens að teygja úr sér í pottinum. Jafnan urðu þar fagn- aðarfundir. Jens var sannkallað prúð- menni, höfðingi heim að sækja og æðrulaus þegar á móti blés. Þau hjónin studdu hvort annað í einu og öllu, samhent og greinilegt var að þau uxu saman. Þau voru komin á þann stað í lífinu að geta leyft sér að ferðast og lyfta sér upp án þess að vinna baki brotnu, börnin flogin og sjúkdómar að baki. Elsku Kidda, hann Jens siglir nú vestur á undan þér. Á strönd- inni handan hafsins fagna honum ýmsir kunnuglegir englar. Jens lifir áfram í sterkri og ljúfri minningu. Ólöf Pétursdóttir. Kæri Jens minn! Það var mik- ið áfall þegar Nonni frændi hringdi í mig og sagði mér þau sorgartíðindi að þú værir dáinn. Og síðasta skiptið sem ég sá þig hafi verið í matarboði hjá ykkur Kristínu. Það eru sjö ár síðan ég kynnt- ist þér þegar ég fór út í það að kaupa mér búðina mína árið 2014 og man alla þá hjálp sem þú bauðst fram. Og ófá voru þau skiptin sem mér hefur verið boð- ið heim til ykkar Kristínar í mat- arboð síðan. Ég man líka eftir því þegar þú komst með mér upp í Borgarnes að skrifa undir kaup- samninginn. Ótrúlegt að það séu næstum sjö ár síðan! Það var alltaf svo þægilegt að tala við þig því þú vildir alltaf hugsa málið til enda og ekki ana að neinu. Ég mun ætíð minnast mannsins í bílnum með hundinn í aftursætinu, Gutta eða Vír. Og þær mörgu ferðir sem þú skutl- aðir mér í ýmis erindi. Þú varst alltaf tilbúinn að rétta mér hjálp- arhönd þegar ég bað þig að að- stoða mig. Og alltaf var gott að leita til þín. Einhvern veginn sá ég alltaf fyrir mér að þið Kristín ættuð eftir mörg góð ár saman í ellinni, bæði ferðalög og annað. En lífið er svo fljótt að breytast! Ég mun ætíð minnast Vínartón- leikanna með ykkur Kristínu sem voru yndislegar jólagjafir og skemmtilegt að fara með ykkur í Hörpuna. Og Möltuferðin 2018 með ykkur og fjölskyldu er ógleymanleg ferð. Hvíldu í friði Jens minn! Ég votta Kristínu, Ellen, Ív- ari, Hafdísi, Jóni Þorsteini, Svet- lönu, Önnu Kristínu og fjölskyld- um mína dýpstu samúð. Margt ég vildi þakka þér og þess er gott að minnast að þú ert einn af þeim sem mér þótti gott að kynnast. (Guðrún Jóhannsdóttir frá Braut- arholti) Inga Jónsdóttir. Árið 2008, það merka ár, flutt- um við fjölskyldan í Grænumýri á Seltjarnarnesi. Þar fengum við aðeins stærra rými fyrir okkur, en það langbesta sem við fengum við kaupin voru ekki aukafer- metrarnir heldur næstu ná- grannar okkar, þau Kristín og Jens. Þau urðu mjög fljótt ekki bara nágrannar heldur nánir vin- ir okkar, sem hefur haldist þann- ig til þessa dags. Það hefur í stuttu máli verið ómetanlegt að eiga þau að alla tíð frá flutnings- deginum árið 2008. Við fjölskyld- an höfum líka reynt að endur- gjalda þeim fyrir okkur; hundurinn þeirra, hann Gutti, átti þannig oft skjól hjá okkur meðan „foreldrar“ hans voru er- lendis og þá ósjaldan á slóðum þeirra spæjara Morse og Lewis í Oxfordskíri Englands en Kristín og Jens höfðu dálæti á þeim fé- lögum. Við komum á „vöruskipt- um“ milli okkar nágrannanna, þau skutust til okkar ef eitthvað vantaði á númer 28 og við til þeirra ef eitthvað vantaði á núm- er 22; Jens sagði reyndar oft að þetta væri mjög ánægjulegt hlið- arhagkerfi við þetta venjulega ís- lenska. Jens var vélfræðingur að mennt, og strákarnir okkar Lísu lærðu mjög fljótt að vélfræðing- urinn gat lagað allt. Strákarnir fóru þannig bara sjálfir yfir á 28 með það dót sem þurfti að laga, bönkuðu upp á og auðvitað gat Jens lagað það. Jens vildi allt fyr- ir strákana okkar gera, og strák- arnir fundu það. Hann taldi held- ur aldrei eftir sér að aðstoða afar óhandlagna heimilisföðurinn á nr. 22 við hinar ýmsu fram- kvæmdir, og gerði það þannig að ég lærði af því í leiðinni. Þetta gerði Jens á sinn hægláta og hlýja hátt, og alltaf jafn velkomið og aldrei tekið í mál að taka neitt fyrir nema ef ég gat troðið upp á hann kannski einum bjór frá heimahögum forfeðra hans í Danmörku. Við Jens höfðum báðir áhuga á pólitík, og við ræddum þau mál yfir mörgum kaffibollum. Jens kom úr jarðvegi verkalýðshreyf- ingarinnar og hallaðist til vinstri, ég úr gamla Sjálfstæðisflokknum meðan sá flokkur var ennþá fjöldahreyfing og hallaðist til hægri; þetta breytti því ekki að við vorum næstum alltaf sam- mála, merkilegt nokk, um póli- tískar stefnur og strauma. Ég ber að auki mikla virðingu fyrir Kristínu og Jens vegna baráttu þeirra fyrir sjálfsögðum mann- réttindum dóttur þeirra í bæjar- félagi þar sem þau réttindi eru ekki sjálfsögð, þar gaf Jens ekk- ert eftir – það er ekki hægt annað en að bera sjálfkrafa mikla virð- ingu fyrir slíkum manni. Og nú er Jens allt í einu farinn, óvænt, og höggið er þungt. Þótt við fjölskyldan höfum flutt á nýj- ar slóðir síðastliðið haust eiga Kristín og Jens sinn stað hjá okk- ur. Þannig verður það alltaf. Við vottum Kristínu, Önnu Kristínu og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúð. Hlynur, Lísa, Egill Smári og Kjartan Nói. „Sæll, ég heiti Jens og ég er annar af tveimur kommúnistum á Seltjarnarnesi,“ sagði Jens þegar hann tók í höndina á mér í fyrsta skipti. Handtakinu, sem var hlýlegt og traust, fylgdi breitt bros. Þetta voru okkar fyrstu kynni árið 2010 og gaf tóninn fyrir það koma skyldi í okkar samstarfi. Jens og ég unnum saman í mörg góð ár. Jens var afskaplega traustur og heilsteyptur. Aldrei neinn gassagangur eða óþörf læti. Hann var eins og klettur við sjóbarða strönd sem haggaðist ekki sama á hverju dundi. Ef upp komu áskoranir var hann ávallt reiðubúinn að stíga fram sem öldubrjótur og ef upp kom ágreiningur hafði hann einstakan hæfileika til að lægja slíkar öldur með augnaráðinu einu saman. Hlátur Jens var alltaf einlæg- ur og smitandi því hann var mik- ill húmoristi. Eftir því sem við kynntumst betur kom í ljós mað- ur sem barmaði sér ekki þrátt fyrir áskoranir lífsins og maður sem var skuldbundinn fjölskyldu sinni umfram allt. Hann talaði ávallt hlýlega og af stolti um Kristínu sína og börnin sín. Þar sem nokkur aldursmunur er á okkur Jens þá bjó hann yfir lífsreynslu sem hann deildi á hógværan hátt. Á þeim stundum varð hann lærifaðir minn og er ég honum ævinlega þakklátur fyrir það veganesti sem hann deildi með mér. Þær eru margar minningarn- ar um Jens en ein af mínum uppáhalds er veiðiferð sem við fórum saman í Skagafjörð. Sem ungur maður hafði Jens tengsl við fjörðinn og átti greinilega góðar minningar þaðan. Veiði- ferðin var góð því þar sátum við saman undir heiðskírum himni og áttum í djúpum heimspekileg- um umræðum um lífið og til- veruna. Þessar minningar tökum við sem þekkjum þig með okkur inn í framtíðina þar til við hittumst aftur undir bláhimni kæri vinur. Farðu í friði kæri Jens. Gestur Pétursson. Kæri samstarfsfélagi. Okkur var brugðið að heyra af andláti þínu sem bar svo skyndilega að. Þú ætlaðir svo sannarlega að njóta lífsins og ferðast um heim- inn eftir að þú hættir að vinna hjá okkur. Við erum þakklát því að þú náðir að byrja ferðalagið þó svo að frekari plön þurfi nú að víkja. Þú hófst störf hjá Elkem Ís- land 1. mars 2007 í stöðu öryggis- fulltrúa og var það mikið lán fyrir okkur starfsmenn á Grundar- tanga. Þú varst okkur góður samstarfsmaður og við sem vor- um að taka fyrstu skrefin gátum alltaf leitað til þín þar sem þú hlustaðir með athygli og veittir okkur fagleg og föðurleg ráð. Þú varst okkur, nánasta samstarfs- fólki þínu, hvetjandi og leiðbein- andi í senn en tókst sjálfur til- sögn þó svo þú værir gamalreyndur sjómaður, hokinn af lífsreynslu. Þú varst einstaklega þægileg- ur í samskiptum þar sem þú nálgaðist málefnin á yfirvegaðan og mjúkan hátt en steigst fast til jarðar þegar þess var þörf. Þú varst góður í að hlusta á aðra, þannig náðir þú árangri í að leysa málin og þau verkefni sem þú tókst þér fyrir hendur svo allir skildu sáttir. Þú varst maður fólksins og varst ekkert að æsa þig yfir litlum hlutum. Þú náðir að vera báðum megin við borðið og skilja önnur sjónarmið en þín eigin. Þegar þú tókst til máls hlustuðu allir á og talaðir þú aldrei fyrir daufum eyrum. Með rökfærslu og skynsemi náðir þú að þjálfa samstarfsfólk þitt með öryggi í fyrirrúmi. Þú upplifðir margt á ævinni sem kom þér að góðum notum. Oftar en ekki var stutt í gamla sjóarann sem vildi drífa málin áfram og rumdi í þér ef hart blés á móti. Menn komu ekki að tóm- um kofa þegar þjóðmál eða póli- tík bar á góma, þú hafðir einlæg- an áhuga á þeim málum og sterkar skoðanir sem oftar en ekki studdu verkalýðinn. Þú varst alltaf til í fíflaskap og vit- leysu. Hlátur þinn er hvað minn- isstæðastur, sérstaklega þegar þú sagði sögur, en þær voru oftar en ekki skemmtilegar, léttar og bráðfyndnar og svo hlóst þú svo dásamlega mest að þeim sjálfur. Þú varst ljúfur, skemmtilegur og traustur félagi og vinur sem samstarfsmönnum þínum þótti vænt um. Við kveðjum með sökn- uði góðan dreng sem sárt verður saknað. Kær kveðja. Fyrir hönd samstarfsfélaga hjá Elkem Ísland, Sigurjón Svavarsson. Kæri vinur. Það eru enn svo óraunverulegar fréttirnar um að þú sért farinn frá okkur. Það að hverfa svo skyndilega á braut er ekki þinn stíll, þú sem varst van- ur að gera alla hluti svo yfirvegað í rólegheitunum og af öryggi. Alltaf var hægt að leita til þín með hvað sem var og reyndist þú alltaf svo úrræðagóður. Þegar ég leitaði til þín um hvort væri tíma- bært að fara að taka út eftirlaun þrátt fyrir að vera í fullri vinnu þá tókstu þér góðan tíma til að velta því fyrir þér. Þetta er allt spurning um: hvað ætlar þú að lifa lengi? Þeirri spurningu getur enginn svarað og þar kaupum við okkur hvorki inn eða út úr röð- inni. Svo að til að eiga séns á ein- hverjum eftirlaunum er best að byrja strax. Svo varstu með alls konar vangaveltur um hvað við ættum nú mikið eftir að gera saman. Vinskapur okkar Jens Andr- éssonar nær allt aftur til 1983, vorum við ráðnir saman til Þró- unarsamvinnustofnunar Íslands til þess að vinna í verkefni sem var verið að fara af stað með á Grænhöfðaeyjum. Það var nú ýmislegt brallað á Grænhöfða- eyjum og eitt af því minnisstæð- asta er þegar ekki var hægt að fá nautakjöt í kostinn í eina veiði- ferðina og fengum við fyrirmæli um að ná í nautakjötsbita til bæj- arins Pedra Badeju á eyjunni Santiago sem er ein af Græn- höfðaeyjum. Þegar þangað var komið beið okkar naut á fæti og eina í stöðunni hjá okkur var að slátra nautinu og flytja það um borð í bátinn. Okkur fórst þetta vel úr hendi og engum varð meint af. Árið 2010 fórum við saman til Grænhöfðaeyja ásamt eiginkon- um okkar og var það frábær ferð þar sem við rifjuðum upp gömul kynni af okkar fyrrverandi sam- verkamönnum. Það var gaman að ferðast með Jens og Kristínu og höfum við farið í nokkrar ferðir saman. Gaman var að sigla saman um í Englandi þar sem við fórum í siglingu um héruð þar sem farið Jens Andrésson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.