Morgunblaðið - 12.02.2021, Page 19

Morgunblaðið - 12.02.2021, Page 19
Arðrán Evrópu- sambandsins Nýverið bárust fréttir af kaupum Evr- ópusambandsins á veiðiheimildum við Grænland. Slær vefrit- ið Kjarninn því upp að „ESB borg[i] mun meira fyrir fiskveiðar heldur en íslenskar út- gerðir“ og reiknar eins og enginn sé morgundagurinn út þorskígildi og verð á kíló. Þetta er villandi samanburður og því vil ég fá að tiltaka nokkra þætti. ESB er ekki útgerð eða fjöl- skyldufyrirtæki úti á landi og gerir ekki út báta, hvorki í Evrópu né við Grænland. ESB borgar fyrir veiðiheimildir við Grænland úr sameiginlegum sjóðum ríkja- sambands sem um leið styrkir og niðurgreiðir útgerðir í sínum lönd- um og styður þannig við óhag- kvæmar útgerðir. ESB kaupir veiðiheimildir fyrir tugi milljarða króna á hverju ári, allt frá Græn- landi í norðri til Falklandseyja í suðri, til handa útgerðum sinna landa og til að geta boðið „evr- ópskan“ fisk í sínum löndum. Túr- istar sem telja sig vera að snæða rækjur á suðurströnd Spánar eru líklega að borða fisk veiddan við Vestur-Afríku af spænskum togara eða frá Grænlandi. Á spænsku skipunum sem veiða við Angóla eru yfirmennirnir spænskir en sjó- mennirnir innfæddir. Þeir fá greidd laun eftir því hvort eitthvað fæst upp í kostnað við veiðarnar og ef vel veiðist og menn eru heppnir geta þeir fengið hátt í 2.000 krónur fyrir daginn1). Meira er það ekki. ESB nýtir allar leiðir til að ná í fisk og kemst gjarnan yfir veiði- heimildir með gylliboðum um þró- unaraðstoð og styrki til viðkomandi ríkisstjórna eða hreinlega mútar ráðamönnum eða ráðandi öflum. Hika sendimenn ESB ekki við að arðræna auðlindir fátækra þjóða og henda fyrir borð því sem lítið fæst fyrir. Þannig kaupa þeir veiði- heimildir í Senegal, Angóla, Márit- aníu, Fílabeinsströndinni og Mar- okkó, svo einhver lönd séu nefnd. Skráning á afla er oft og iðulega fölsuð og eftirliti með lönduðum afla verulega ábótavant. Fara þeir sjaldan eftir vís- indalegri ráðgjöf um hámarksafla og ganga illa um auðlindir með skipulögðu brottkasti. Meira að segja kaupir ESB veiðiheimildir við Sómalíu þar sem stjórnleysi ríkir og heimamenn einna þekktastir fyrir sjó- ræningjastarfsemi sína. Íslenskar útgerðir geta ekki keppt við fjölþjóða- samsteypur eða ríki sem sniðganga reglur, þvert á móti þurfa þær að verjast þeim og keppa við undirboð þeirra, tæknilegar viðskiptahindr- anir og gæðakröfur sem meðal ann- ars ESB setur á okkur. Er ég nokkuð viss um að fæst skip sem Spánverjar, Frakkar og Grikkir nota við veiðarnar í Afríku kæmust inn í íslensku skipaskrána eða fengju veiðileyfi hjá Fiskistofu vegna brota á öryggisreglum eða gæðaeftirliti og aldrei kæmust ís- lenskar útgerðir upp með að greiða þau laun sem þeir bjóða sínum sjó- mönnum. Það hefur ekki reynst þjóðum vel að semja við ESB um veiðiheim- ildir eða hleypa þeim inn í sína landhelgi, en sumar þjóðir gera það þegar þær sjá peningana og gylli- boð ESB. Víða við strendur Vestur- Afríku ganga þeir svo nærri fiski- stofnum að strandveiðimenn eru hættir að fá í soðið og svelta á meðan yfirvöld fitna á styrkjum og mútum frá ESB. Að bera fisk- veiðistjórnun ESB saman við auð- lindagjöld íslenskra sjávarútvegs- fyrirtækja er hvorki rétt né sanngjarnt. Þvert á móti er nöt- urlegt að fylgjast með hvernig ESB gengur um auðlindir annarra ríkja. Það er ekki til eftirbreytni. 1) The End of the Line eftir Charles Clover, Random House 2005. Eftir Svan Guðmundsson »ESB-sendimenn hika ekki við að arð- ræna fátækar þjóðir eða múta ráðamönnum. Svanur Guðmundsson Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins ehf. svanur@arcticeconomy.com UMRÆÐAN 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021 Í útvarpinu um daginn var viðtal við framtíðartónfræðing. Rætt var um hvernig tölvur geta framleitt tónsmíðar af ýmsu tagi. Það vekur enga furðu lengur. Ég var hins vegar dálítið hissa á því hvernig ein spurning sem hann fékk hljómaði: „Er þá kannski hægt að semja tónverk án þess að læra til dæmis á fiðlu í tíu ár?“ Þetta var kannski fljótfærni hjá þeim sem spurði. Ég fór samt að hugsa hvort menn teldu almennt að það væri hljóðfæranám sem gerði menn að tónskáldum, hvort fáir vissu af því að það er til sér- stakt fag sem heitir tónsmíðar. Og það þegar við vorum að enda við að halda upp á afmæli Beet- hovens? Það er hægt að semja tónlist – sjálfur eða með aðstoð tölvu – án þess að læra tónsmíðar, rétt eins og það er hægt að stunda allar aðrar listir án þess að fara til þess í menntastofnun. Nám getur þó flýtt mjög fyrir árangri og aukið hann. En það er eins og almenn- ingur eigi auðveldara með að sjá fyrir sér kennslu í myndlist en í sköpun tónlistar. Líklega er skýr- ingin einmitt í þessum orðum: við sjáum fyrir okkur myndlist- arverkið, nemandann að glíma við að túlka einhverja fyrirmynd í teikningu, skyggingu, lit, eða all- tént að vinna í höndunum eitthvað sem ber sýnilegan árangur. Á hinn bóginn hefur alltaf loðað við tónlistina hugmyndin um að hún væri tungumál sálarinnar sem sprettur bara fram ef guðleg for- sjón hefur ætlað henni það. Furðu oft hef ég einmitt verið spurður hvort hægt sé að kenna tónsmíðar. Svarið er að tónsmíðar eru fag sem reiðir sig jafn mikið á handverk og aðrar listir. Hand- verk mætti líka kalla tækni (þótt þá haldi margir að verið sé að tala um tölvutækni). Handverk á hér ekki við um færni handanna held- ur kunnáttuna við að birta og raða saman hugmyndum sínum, rétt eins og ljóðlistin á sitt handverk sem hefur harla lítið með hendur að gera. Sá sem ekki hefur lært myndlist hefur litla þjálfun í blöndun litanna eða notkun ólíkra efna. Þannig er það með byrjandann í tón- smíðum að hann notar einkum tilbúna liti og efni, svona eins og það sem myndlist- armaður getur keypt í túpum. Nú er hægt að gera ágætis málverk með því að nota ein- ungis tilbúna liti, og það sama gildir í tón- listinni. En sá sem lítur á listina sem leit eða ferðalag verður að æfa sig í að blanda, hræra, þynna, klína eða skvetta eða hvað það nú er. Eftir á getur hann notað litinn beint úr túpunni, af því hann hef- ur kosið það, ekki af því hann kann ekkert annað. Ég hef kynnst því við tónsmíða- kennslu að í byrjun veit nemand- inn varla af öðrum hljómum en þeim sem algengastir eru, veit ekki að lag getur verið í fleiri en einni tóntegund, eða engri, að lag getur skipt um takt í miðju, verið í fleiri takttegundum á sama tíma eða engri. Og varla hvað það er sem gerir lag frekar að tónverki. Þessu síðastnefnda má svara á eftirfarandi hátt: Ímyndaðu þér að þetta sé kvikmynd, nema hún er bara til að hlusta á. Til að gera svoleiðis mynd dugar ekki að spila bara það fyrsta sem manni dettur í hug. Það þarf að ákveða hver söguþráðurinn er, hversu margar hugmyndir eru þar, hvenær á að vera spenna og hvenær ekki o.s.frv. Í stuttu máli þá þarf að skipuleggja verkið. Þetta er nokk- uð sem allt of fáir virðast tengja við tónlist, að hún er ekki bara spiluð, heldur skipulögð. Annað virðast of fáir vita: Þess háttar vinna er tímafrek, enda liggur tónskáldið yfir smíðinni – þessari kvikmynd fyrir blinda – svo vikum eða mánuðum skiptir. Sá sem leiðbeinir við tónsmíðar segir ekki nemandanum hvernig á að semja músík. Hann opnar ein- faldlega fyrir honum verkfæra- kassann fullan af hljómum, hryn og hljóðum, bendir á kosti og galla hvers verkfæris og hvetur nem- andann til að þjálfa sig í notkun þeirra sem helst gætu gagnast honum. Flestir þeir sem læra tónsmíðar eru búnir að læra á hljóðfæri í nokkur ár. Almennt má segja að við leiðbeinendurnir sjáum og heyrum fljótt að það er til góðs, en dugar ekki. Að túlka og að skapa er nefnilega býsna ólík iðja. Maður var að vona að Beethoven hefði kennt okkur það. Eftir Atla Ingólfsson » Svo virðist sem enn viti ekki allir af því að til er sérstakt fag sem heitir tónsmíðar. Og var þó verið að fagna stórafmæli Beethovens í fyrra. Atli Ingólfsson Höfundur er tónskáld og prófessor í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands. atliingolfs@lhi.is Hvað er tónverk? Öll berum við nafn sem ætlað er að auð- kenna okkur og að- greina frá öðrum. Nafnið fylgir okkur út lífið og það hefur oftast tilfinningalegt gildi fyrir nafnber- ann og fjölskyldu hans. Það ætti því að teljast sjálfsögð kurt- eisi og háttvísi að sýna öllum nöfnum virðingu. En á því er stundum misbrestur eins og sjá má í frétt um nöfn í Morg- unblaðinu þann 26. janúar með fyrirsögninni „Vill sérstaka skrá yfir sérviskunöfn“. Fyrirsögnin er sérlega grípandi um leið og hún opinberar fordóma í garð nafna. Rætur flestra fordóma liggja í tví- hyggju eða sterkum hugmyndum um hvað er rétt og rangt. Á bak við fordóma liggur ávallt einhver flokkun eins og sjá má í fyrirsögn- inni þar sem lagt er til að fólk sem heitir eða vill heita ein- hverjum nöfnum fái „sérstaka“ skrá. Í fyrirsögninni felst einnig augljóst yfirlæti þar sem mæland- inn telur sig hæfan til að flokka og meta nöfn annarra og setja á þau merkimiða. Sem nafnberi óal- gengs nafns las ég fréttina gaumgæfilega og taldi nauðsynlegt að benda á þá aug- ljósu fordóma sem þar birtast. Þá kalla ég nafnafordóma. Þar er notuð orðræða skringileikans þegar nöfn eru sögð, „sér- stök, skondin“ og síð- an bent á að sumir vilji heita sér- viskunöfnum. Þessi ummæli eru einkar gildishlaðin og fordæmandi og þá sérstaklega í ljósi þess að sá sem þau mælir, Sigurður Konráðs- son prófessor, situr í manna- nafnanefnd. Sigurður segir orð- rétt: „Það er stór galli á reglunum að öll nöfn sem samþykkt eru fara inn á mannanafnaskrá. Eftir það getur hver sem er notað þau. Með öðrum orðum skiptir engu hvort sá sem er að breyta um nafn sé fertugur karl á fylleríi eða ung- barn. Það væri mikill fengur í því að fá sérstaka skrá fyrir þá sem vilja taka upp sérviskunöfn.“ Að Sigurður vilji fela nöfn til að koma í veg fyrir að séu notuð, og aðra skrá fyrir sérvitringa, hlýtur að teljast „skrítið“ vinnulag. Ætlar Sigurður sjálfur að búa til skrána eða fá til þess sérvitringa? Að úti- loka einhver nöfn frá manna- nafnaskrá til að aðrir noti þau ekki hlýtur að teljast forræð- ishyggja. Í fréttinni er einnig tal- að um „skondin“ nöfn og þá er nær ómögulegt að skilja nefnd- armanninn og prófessorinn og hans skráaráráttu. Skrárnar hjá Sigurði geta þá orðið minnst fjór- ar: 1. mannanafnaskrá sem er skrá um nöfn sem eru honum og mannanafnanefnd þóknanleg. 2. Skrá yfir sérstök nöfn. 3. Skrá með skondnum nöfnum. 4. Sér- viskunafnaskrá sem ætluð er sér- vitringum. Eftir lestur fréttarinn- ar er eðlilegt að velta fyrir sér vinnubrögðum mannanafna- nefndar og hversu margar skrár hafa orðið til frá stofnun hennar árið 1996. Það er, eða ætti að vera, sjálf- sögð kurteisi að bera virðingu fyr- ir nöfnum annarra. Ekki bólar á slíkri virðingu hjá Sigurði sem vill ýmist fela nöfn frá manna- nafnaskrá eða búa til fleiri skrár. Líta má á þessa þrá hans eftir sérviskunafnaskránni sem tilburði til ritskoðunar og þöggunar. Við getum ekki öll heitið Sigurður en margir sem bera önnur nöfn eru oft spottaðir og smánaðir vegna nafns síns og þurfa að bregðast við álíka fordómum og flokkunum sem prófessorinn opinberar í fréttinni. Ummælin eru fordæm- andi og ala um leið á því öráreiti, sem margir nafnberar óalgengra nafna verða fyrir. Öráreiti er skil- greint sem stutt og síendurtekin samskipti, stundum meðvituð en oft ómeðvituð. Þessi samskipti fela oft í sér neikvæðar og niðrandi at- hugasemdir, oft sett fram sem spaug eða léttvægar spurningar. Öráreitið sem nafnberar óal- gengra nafna verða fyrir er fjöl- breytt, oft er gert grín að nöfn- unum í þeirra áheyrn, þeir beðnir að skilgreina nafnið sitt og oft er nafnið flokkað með orðræðu skringileikans líkt og Sigurður gerir og nafnið sagt skrítið, sér- stakt og sérkennilegt. Ég tel, að vegna tilvistar mannanafnanefndar séu lífseigir hérlendis þeir nafnafordómar sem nefndarmaðurinn opinberar. Öll- um er að sjálfsögðu frjálst að hafa alls konar skoðanir og tjáning- arfrelsið er dýrmætt. Ég tel hins vegar farsælla að Sigurður, sem prófessor og nefndarmaður, dundi sér við skráargerð sína fyrir sjálf- an sig. Stöðu hans vegna væri heppilegra fyrir hann að finna sér annan vettvang til að opinbera augljósa fordóma sína en dagblöð. En sem nefndarmaður í lýðræð- isríki sem hefur það að leiðarljósi að útrýma hvers kyns fordómum tel ég skaðlegt að hann tjái sig um nöfn með þessum hætti og um- mælin gefa ærna ástæðu til þess að endurskoða setu Sigurðar í mannanafnanefnd. Einnig renna þessi ummæli og fréttin öll enn frekari stoðum undir þá tillögu dómsmálaráðherra að leggja niður mannanafnanefnd. Hvaða þjóð vill hafa nefnd á sínum vegum sem el- ur á og viðheldur fordómum? Eftir Eiríksínu Eyju Ásgrímsdóttur Eiríksína Eyja Ásgrímsdóttir »Ummælin eru for- dæmandi og ala um leið á því öráreiti, sem margir nafnberar óal- gengra nafna verða fyr- ir. Höfundur er barnakennari og bók- menntafræðingur. eiriksina@gmail.com Við getum ekki öll heitið Sigurður Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.