Morgunblaðið - 12.02.2021, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021
Ef þjóðarsjóðir,
„Sovereign wealth
fund“, eru gúglaðir á
netinu kemur í ljós að
þeir sjóðir, sem eru til
í dag og fjármagna
sig á náttúru-
auðlindum, byggjast
að langmestu leyti á
olíu- og gasvinnslu og
í mun minna mæli á
námuvinnslu eð-
almálma. Sjá: https://en.wiki-
pedia.org/wiki/Sover-
eign_wealth_fund
Þetta eru óendurnýjanlegar
náttúruauðlindir, sem skerðast ef
af þeim er tekið, en þola hvíld með
síðari endurupptöku vinnslu ef
verkast vill.
Hvergi á listanum eru endurnýj-
anlegar náttúruauðlindir eins og
t.d. orka í rennandi vatni á landi
eða jarðvarmaorka. Ef vinnsla á
vatnsorku í vatnsaflsstöð er stöðv-
uð tímabundið heldur vatnið bara
áfram að streyma til sjávar án nýt-
ingar, engum til gagns nema
kannski örfáum til að horfa á ef
verkast vill. Sama á við um nýt-
ingu vindorku og hóflega nýtingu
jarðvarma.
Nú er talað um að koma á auð-
lindagjaldi hér á landi. Það fer um
mann hrollur við tilhugsunina þeg-
ar Íslendingar fara að sýna af sér
snilli við að innleiða nýjar aðferðir
eins og auðlindagjald vegna notk-
unar náttúruauðlinda til orkufram-
leiðslu með tilheyrandi þjóðarsjóði
án sambærilegra fordæma frá öðr-
um þjóðum og jafnvel með hug-
myndum um að troða ákvæðum
um auðlindagjald inn í stjórn-
arskrá.
Hvað er náttúruauðlind?
Til að halda því til haga þá var
skilgreining á náttúruauðlind sett
fram í skýrslum auðlindastefnu-
nefndar frá árunum 2000 og 2012.
https://www.althingi.is/altext/146/
s/0666.html. Þar segir m.a.:
„[Náttúru]auðlind er þannig þau
gæði sem efnahagslegur hagur er
af að nýta þannig að
nýting skili meiri arði
(auði) en sem nemur
kostnaði við nýt-
inguna. Þau nátt-
úrugæði sem efna-
hagslega er
hagkvæmt að nýta
teljast þá til nátt-
úruauðlinda.“ […]
„Auðlindagjald í formi
skattlagningar á þá
sem hafa fengið rétt-
indi til að nýta nátt-
úruauðlindir er ein-
göngu lagt á auðlindir sjávar, sbr.
lög um veiðigjöld […] Jafnframt
eru einnig innheimt ýmis gjöld,
svo sem fyrir þjónustu eða aðgang
að opinberum náttúruauðlindum,
t.d. vegna hreindýraveiða og veiði-
korta vegna aðgangs til veiða á
dýrum.“ (…) „Ráðherra hyggst
leggja mat á þann möguleika að
taka upp auðlindagjöld fyrir nýt-
ingu náttúruauðlinda landsins í
sameign þjóðarinnar, svo sem í
tengslum við orkuvinnslu, námu-
vinnslu og nýtingu ferðaþjónustu á
sérstæðri náttúru þar sem um tak-
mörkuð gæði gæti verið að ræða.“
Sem sagt: gjaldtaka af notkun
náttúruauðlindar skal takmarkast
við að nýtingin skili hagnaði.
Ennfremur leiðir þetta í ljós að
til skoðunar er að koma á auð-
lindagjaldi vegna nýtingar á nátt-
úruorku, t.d. við virkjun vatnsorku
til raforkuframleiðslu eða jarð-
varmaorku til húshitunar.
Fiskiauðlindin
Jafnvel fiskiauðlindin er ekki á
fyrrgreindum lista, en hún er of-
arlega í huga margra Íslendinga í
þessu sambandi.
Má ekki nota skattkerfið til að
ná meiri peningum út úr sjáv-
arútvegsfyrirtækjum í stað þess að
vera með aðgangsgjöld að auðlind-
inni í formi auðlindagjalds og
veiðigjalds, bæði þessi gjöld að
frádregnum rekstrarkostnaði?
Fiskveiðikvótinn er annað mál,
en Hæstiréttur er búinn að dæma
um, að það megi að skattalögum
fyrna kaupverð langtímakvóta og
færa til gjalda á fimm árum, sbr.
HRD 1993:2061. Ef útgerðin selur
kvótann og vill losna við að greiða
tímabundið skatt af söluhagnaði er
útgerðaraðila heimilt að færa
skattskyldan hluta söluhagnaðar
til lækkunar á stofnverði fyrtrar
fyrnanlegrar eignar, sem gæti eins
verið verslunarhús á götuhorni í
Reykjavík. Mörgum svíður það en
úr því sem komið er verður ekki
hægt að svipta sjávarútvegsfyr-
irtæki fiskikvótanum bótalaust.
Að lokum
Freistandi er að bera saman
stjórnun fiskiauðlindarinnar,
þeirrar einu sem er í gangi hér á
landi í dag, og orkuauðlindarinnar
ef auðlindagjöld þar væru tekin
upp, en sú nálgun gæti litið þannig
út:
Kvótakerfið í sjávarútvegi
gæti samsvarað heimild til þátt-
töku í raforkumarkaði með upp-
boðsmarkaði og öðrum fjárhags-
legum samningum og ívilnunum ef
einhverjar væru
Auðlindagjald í sjávarútvegi
gæti samsvarað tengigjaldi við raf-
orkukerfið, sem mælt er í kr/MW
Veiðigjald í sjávarútvegi gæti
samsvarað raforkunotkun, sem
mæld er í kr/MWh
Þannig verður til samvirkni milli
fisks og raforku enda hvort
tveggja vara á markaði í samræmi
við skilgreiningu þriðja orkupakk-
ans.
En þetta mun liggja fyrir með
nýju markaðskerfi sem er í hönn-
un hjá Landsneti með aðstoð er-
lendra sérfræðinga og fer þeirri
vinnu vonandi bráðum að ljúka.
Eftir Skúla
Jóhannsson »Alls óvíst er hvort
auðlindagjöld í
tengslum við orkuvinnslu
og með greiðslum í til-
heyrandi þjóðarsjóð séu
þarfar og skynsamlegar
ráðstafanir.
Skúli Jóhannsson
Höfundur er verkfræðingur.
skuli@veldi.is
Auðlindagjald og þjóðarsjóður
Á dögunum aug-
lýstu Sjúkratrygg-
ingar Íslands eftir
áhugasömum aðilum
til að reka fimm
hjúkrunarheimili;
Hlíð og Lögmannshlíð
á Akureyri, Uppsali á
Fáskrúðsfirði, Huldu-
hlíð á Eskifirði og
Hraunbúðir í Vest-
mannaeyjum. Þessi
heimili eiga það sameiginlegt að
sveitarstjórnirnar sem hafa staðið
að rekstri þeirra hafa gefist upp.
Gefist upp á endalausum tap-
rekstri undanfarinna ára og hafa
ákveðið að hætta að greiða með
rekstri þeirra. Enda er rekstur
hjúkrunarheimila á ábyrgð rík-
isins samkvæmt lögum, ekki sveit-
arfélaga.
Nú er það svo að rekstur nær
allra hjúkrunarheimila landsins
hefur verið erfiður undanfarin ár
og ekki bætti Covid-19 úr skák.
Aukinn kostnaður vegna farald-
ursins og minnkaðar tekjur sumra
hjúkrunarheimila hafa gert vonda
stöðu enn verri. Og enn sem kom-
ið er, þegar þetta er ritað í byrjun
febrúarmánaðar, hefur ekki borist
ein króna frá SÍ vegna þessara
búsifja. Stórundarlegt í alla staði.
Staða sveitarfélagaheimilanna, ef
þannig má að orði komast, er enn
verri en þeirra sem eru rekin sem
sjálfseignarstofnanir, þar sem
launakostnaður þeirra
er hærri að meðaltali
en sjálfseignarstofn-
ananna.
Í auglýsingunni
segir: „Æskilegt er að
reksturinn sé á
grundvelli fyr-
irkomulags um sjálfs-
eignarstofnanir eða
þar sem hagnaður er
endurfjárfestur í þágu
starfseminnar.“ Göf-
ugt og skynsamlegt
markmið. En ekki lík-
legt að á þetta reyni. Samanlagður
hallarekstur þessara heimila und-
anfarin þrjú ár nemur rúmlega
1.450 milljónum króna. Tæpum
einum og hálfum milljarði. Það er
talsvert í að þau komi til með að
skila hagnaði, held barasta alveg
sama hver rekstraraðilinn verður.
Stjórnendur SÍ ættu því að geta
sofið rólegir þó að það komi að
þessu einhver aðili sem uppfyllir
ekki framangreint markmið.
Áhyggjur af því að væntur hagn-
aður fari út úr rekstrinum eru að
mínu mati óþarfar.
Áhugavert verður að fylgjast
með rekstri Skjólgarðs, hjúkr-
unarheimilisins á Höfn í Horna-
firði, en sveitarfélagið hefur
ákveðið að skila rekstri þess einn-
ig til ríkisins. Forstjóri SÍ til-
kynnti á dögunum að búið væri að
semja um rekstur þess við ótil-
greindan aðila, sem er reyndar
ekki einkaaðili, heldur ríkisheimili
sem SÍ fékk til verkefnisins. Ég
hef áður bent á að Skjólgarður
greiðir húsaleigu í beinhörðum
peningum til Ríkiseigna vegna
þess húsnæðis sem hjúkr-
unarheimilið er rekið í. Engar
tekjur koma frá SÍ til greiðslna
þeirra tæpu 20 milljóna sem renna
þannig út úr rekstri Skjólgarðs til
Ríkiseigna. Geri frekar ráð fyrir
því að nýr rekstraraðili komi til
með að þurfa að greiða þessar
húsaleigugreiðslur áfram til Rík-
iseigna. Og fái þá til þess auknar
tekjur frá SÍ til þeirra greiðslna,
nú eða samið verði um að hætta
þeim greiðslum. Að halda áfram
óbreyttum húsaleigugreiðslum án
aukinna tekna er líklega ávísun á
áframhaldandi taprekstur.
Hvaða leið sem verður farin í
þessum húsaleigumálum Skjól-
garðs þá mun ég fylgjast með af
áhuga og sýnist stefna í einhvers
konar nýjungar og breytingar hjá
ríkinu í þeim efnum.
Eftir Gísla Pál
Pálsson » Samanlagður halla-
rekstur þessara
heimila undanfarin þrjú
ár nemur rúmlega 1.450
milljónum króna. Tæp-
um einum og hálfum
milljarði.
Gísli Páll Pálsson
Höfundur er forstjóri
Grundarheimilanna.
gisli@grund.is
Óþarfa áhyggjur af hagnaði
Gætum að því
hvernig við tölum um
menn og málefni og
hvernig við skiptumst
á skoðunum. Að sjálf-
sögðu er mjög eðlilegt
að sjá málin frá mis-
jöfnu sjónarhorni og
bara nauðsynlegt er
að fá fram alla vinkla
á málum og taka tillit
til þeirra. En haturs-
orðræða, persónuníð, æsingur, rifr-
ildi, skemmdarverk og heift getur
aldrei skilað neinu farsælu. Hvorki
fyrir málefnið né þá sem eru ósam-
mála, greinir á og takast á til að
leysa mál eða ágreining.
Verum farvegur blessunar
Spyrjum okkur strax við morg-
unverðarborðið þegar við eigum
okkar kyrrðar- og íhugunarstund
hvernig sem hún kann að fara
fram: Hvernig get ég orðið sam-
ferðafólki mínu til blessunar og
heilla í dag? Og verum svo stöðugt
með þá spurningu innra með okkur
þegar við höldum út í verkefni
dagsins.
Ef þú vilt njóta blessunar í líf-
inu, skaltu leitast við að vera til
uppörvunar og blessunar sjálf/ur.
Með því að gleðja, styðja og
hvetja, sýna fólki áhuga, setja sig í
aðstæður þeirra, sýna skilning og
bera raunverulega umhyggju fyrir
fólki.
Þeir sem eru sjálfselskir, sér-
hlífnir og sjálfumglaðir eiginhags-
munaseggir verða einfaldlega ekki
til blessunar. Þeir sem eru sífellt
neikvæðir og með allt á hornum
sér.
Málið er nefnilega ekki að vera
alltaf alls staðar og mega aldrei
missa af neinu eða að gefa sig út
fyrir að hafa skoðanir á öllu, vita
allt best eða að þurfa að eiga síð-
asta orðið í öllum samskiptum. Það
snýst heldur ekki um að reyna að
sýnast eða að vera
eitthvað. Að vera háð-
ur einhverjum per-
sónulegum sigrum eða
titlum, velgengni,
verðlaunum eða mark-
miðum. Heldur ein-
faldlega að þakka fyr-
ir að fá að vera með
og láta gott af sér
leiða. Sjá og gefa með
hjartanu. Vera Guði til
dýrðar, fólki til bless-
unar og þannig sjálf-
um okkur til heilla.
Tökum ákvörðun dag hvern um
að vera til blessunar, því þá líður
okkur öllum svo margfalt betur.
En það getur vissulega kostað þol-
inmæði, úthald og þroskandi aga
sem leiðir til kærleika og friðar,
frelsis og betra lífs öllum til handa.
Ef við stöndum saman og tökum
tillit hvert til annars eins ólík og
ósammála og við kunnum að vera.
Við skuldum sjálfum okkur,
náunga okkar, Guði og jörðinni það
að elska og rækta. Líka okkur sjálf
og sambandið við Guð, annað fólk,
lönd og þjóðir heimsins.
Munum að brosa út í daginn og
hrósa fólki. Því það léttir lífið og
gerir það innihaldsríkara. Biðjum
þess að við mættum vera farvegur
kærleika og friðar, þakklætis, von-
ar og betra lífs.
Með kærleiks- og friðarkveðju.
– Lifi lífið!
Vöndum orðræð-
una og samskiptin
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
» Biðjum þess að við
mættum vera til
blessunar, því þá líður
okkur svo margfalt bet-
ur. Verum farvegur
kærleika, friðar, þakk-
lætis, vonar og betra
lífs.
Sigurbjörn Þorkelsson
Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur
og aðdáandi lífsins.
Bjartsýni er góð, já bráðnauðsyn-
leg og afl til framkvæmda og lífs-
ánægju. En hún getur líka gengið
út í öfgar og flan þar sem skýja-
borgir eru helstu merkin.
Nú gengur yfir mesta vá í
manna minnum og sér ekki fyrir
endann á, þótt bólusetningar séu
það haldreipi sem menn treysta
helst. Gerum það, trúum því að
þetta gangi yfir á þessu ári en
höldum ekki að allt verði eins og
áður var á augnabliki. Það verður
ekki eins og að vakna af draumi
eða martröð, sem hægt sé að hrista
af sér.
Íslendingar eru nokkuð vel settir
eins og stendur, en lítum í kringum
okkur. Í öllum löndum sem við höf-
um spurnir af eru mikil vandræði,
takmarkanir og samdráttur. Það er
barnaskapur að halda að það verði
fyrsta verk þess fólks, þegar plág-
unni linnir, að panta sér ferð til Ís-
lands, eins af dýrustu löndum
heims. Viðspyrna í ferðabransa er
góð en þökkum líka fyrir ef aðrar
greinar geta gengið þokkalega,
greinar sem halda hjólunum gang-
andi.
Svo getum við geymt tölvumynd-
ir af stórhuga plönum þar til virki-
lega birtir til.
Sunnlendingur.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Að peppa upp lýðinn
Skýjaborgir Fólk ætti að koma sér sem fyrst niður á jörðina.