Morgunblaðið - 12.02.2021, Page 27

Morgunblaðið - 12.02.2021, Page 27
Tino Rossi á hvíta tjaldinu sem gerði stemninguna í Ísafjarðar- bíói þetta kvöld svona magnaða, Ave Maria eftir Schubert, fröken Arndís Ólafsdóttir eða sjálfur Sigurður Th. Ingvarsson skal ósagt látið. Næstu áratugi og langt fram yfir þúsöld snarkaði ástin jafn heit sem fyrr, ávextir tóku að vaxa og dafna og skreyttu leiksviðið með lit sín- um, lykt, safa og bragði. Það er komið hlé: „Já, ég man þegar Siddi fór holu í höggi.“ Var hann ekki með lítið reiðhjóla- verkstæði í litla kofanum? „Heyrðu, það er Sidda að þakka að ég sé í myrkri. Hann sagði að maður þyrfti bara að borða grænar baunir.“ Hann Sigurður Th. var alveg ófeiminn við að húkka sér far. “Gleymi því aldrei þegar við fengum að horfa á Hello, Dolly! í gegnum sýning- arlúgu í Ísafjarðarbíói. Heyri enn þá tifið í sýningarvélinni og sé Sidda skipta fimlega um filmu. Lokaþáttur. Það er eldriborg- arabragur yfir sviðsmyndinni og gestir að tínast í salinn. Ljósin eru slökkt, bjarminn af leiksviði lífsins er fagur og hlýr. Við sjáum konu og við sjáum mann. Þau liggja hlið við hlið, annað þeirra á dánarbeði. Hönd í hönd leiðast þau sem fyrr, það glittir í níu og hálfan fingur. Sóttvarna- gríman er fallin. Aðalleikarinn okkar er aftur orðinn lamaður og bíður flug- ferðar. Við heyrum pabba draga sinn síðasta andardrátt í skjóli almættisins. Í fjarska heyrum við Ave María eftir Schubert. Mamma liggur kyrr og ornar sér við hlýjuna frá ástareldinum sem tekur við pabba. Tjaldið fellur. Björk Sigurðardóttir. Nú er fallinn frá góður vinur minn, Sigurður Th., tæplega ní- ræður að aldri. Okkar leiðir lágu fyrst saman er ég 15 ára Hnífsdælingur mætti á æfingu í knattspyrnu hjá Vestra. Þar var ásamt mörg- um öðrum Sigurður Th. eða Siddi eins og hann var oftast kallaður. Tók hann mér mjög vel og leiðbeindi mér með ýmsa hluti á minni fyrstu æfingu hjá Vestra. Síðan þróaðist okkar samband í góða vináttu. Í janúar árið 1970 byrjaði ég að vinna hjá Skipasmíðastöð Marsellíusar Bernharðssonar, þar var Siddi líka að vinna. Var hann rennismiður og vel liðinn bæði fyrir vinnu sína og gott skap. Árin liðu og okkar leiðir lágu víðar saman. Við æfðum og kepptum í badminton ásamt nokkrum góðum vinum okkar, þeim Magnúsi Reyni, Tryggva Guðmunds, Tryggva Sigtryggs, Óla Ingimars og Einari Val. Þar var alltaf mikið fjör og gaman. Við buðum til skiptis heim í þorramat og það var ekki bara góður matur á borðum heldur einnig söngur og leikur. Á seinni árum spiluðum við oft golf saman en Siddi var ágætur golfari með 15 í forgjöf. Við Maja áttum margar góðar stundir með Sidda og Öddu sem við þökkum fyrir. Fallinn er frá góður drengur sem var vinur vina sinna. Við Maja sendum Öddu og fjölskyldu samúðarkveðjur. Björn Helgason og María Gísladóttir. Það er ótrúlega sárt að kveðja afa en við systkinin eigum margar góðar minningar. Frá því við munum eftir okkur fórum við til Ísafjarðar nokkrum sinnum á ári og alltaf var það jafn gaman og vel tekið á móti okkur með heitri súpu og nýbökuðu brauði. Á sumrin fór afi með okk- ur á æfingavöllinn og kenndi okk- ur golf eða spilaði fótbolta með okkur úti í garði. Um páskana skíðuðum við saman í Tungudal og eftir langa skíðadaga fengum við heitt kókó, afakleinur og öm- musnúða. Eins og margir vita hafði afi alltaf gaman af öllum íþróttum og var sjálfur mjög duglegur að æfa og keppa í íþróttum þegar hann var yngri. Á seinni árum hafði hann gaman af því að horfa á íþróttir í sjónvarpinu og okkur fannst sérstaklega gaman að horfa á landsleiki með honum, hvort sem var í fótbolta eða hand- bolta. Það var samt alveg sama hversu sigurstrangleg við vorum; afi hélt alltaf að við myndum tapa leiknum og við gerðum oft grín að honum með það. Þegar amma og afi fluttu til Reykjavíkur vorum við svo hepp- in að fá þau í hverfið til okkar og þá var stutt að fara í heimsókn. Afi var mikill sælkeri og það hitti alltaf í mark að gefa honum sæt- indi sem hann geymdi svo í nátt- borðsskúffunni hjá sér og deildi með okkur þegar við komum í heimsókn. Það var ekkert betra en að kúra með afa en honum þótti afar gott að hvíla sig uppi í rúmi og þá gátum við alltaf farið til hans og fengið knús. Stundum spjallaði maður um lífið og hafði afi alltaf mikinn áhuga á hvernig okkur gengi í skólanum og íþrótt- um en hann var mjög stoltur af öllum barnabörnunum sínum. Þá var dýrmætt að heyra sögur frá því hann var ungur eins og sög- una af því hvernig hann nældi sér í fallegustu stelpuna á Ísafirði, hana ömmu, og hvað þeim þótti gaman að fara saman til Bahama- eyja á sínum yngri árum. Minn- ingarnar um afa munu ylja okkur. Hvíldu í friði elsku afi, þín verður sárt saknað. Þín barnabörn, Hrafnkell, Arndís Rós og Sigurður Davíð. Í dag kveð ég elsku afa minn með hlýju, söknuði og þakklæti. Þakklæti fyrir að hafa átt góðan og skemmtilegan afa. Fyrstu minningar mínar um afa eru frá því að ég bjó á Ísafirði, fyrstu ár ævi minnar. Þá minnist ég þess hversu stolt ég var af því að eiga þennan skemmtilega afa því að puttalausi afi minn var gjarnan hrókur alls fagnaðar í barnaaf- mælum og jólaboðum. Það var töfrum líkast þegar afi boraði puttastubbnum upp í nefið á sér og alltaf var börnum brugðið og skemmt yfir þessum sprellikarli sem „gat“ borað löngutöng lengst upp í heila og var jafnvel „fastur“ með puttann í nefinu, auganu eða eyranu. Gelgjuskeið mitt einkenndist af hlátursköstum og ég man eftir því að hafa hreinlega átt erfitt með að umgangast afa því að ég hló svo mikið að honum. Ég minn- ist þess að hafa heimsótt afa á spítala eftir aðgerð sem hann fór í, þar sat hann rólegur og alvar- legur en á sama tíma reytti af sér brandarana við starfsfólk spítal- ans. Mér þótti vandræðalegt hversu mikið ég hló og gelgjan ég barðist við að hætta að hlæja í þessum aðstæðum. Að horfa á sjónvarp með afa var hin mesta skemmtun því að hann talaði út í eitt við sjónvarpsþulur og sögu- persónur bíómyndanna. Hann hafði sterkar skoðanir og spurn- ingar um allt sem gerðist í bíó- myndinni. Einnig er ég þakklát fyrir langlífi afa og að börnin mín hafi kynnst langafa prakkara og átt mörg ár með honum. Þegar ég spyr börnin mín þrjú um minn- ingar um langafa er þeim efst í huga húmor og brandarar með puttann. Eins og sjá má af minningum okkar um afa og langafa þá stend- ur puttaleysið upp úr. En það er einmitt af því sem ég dreg mik- ilvægan lærdóm og kenni stolt börnunum mínum. Það er hversu mikilvægt það er að taka veik- leika, eins og að missa fingur í slysi, og snúa því yfir í styrkleika með húmorinn að vopni. Afi kvaddi okkur alltaf með sömu orðunum, „Guð geymi þig“, og ég veit að það voru orðin sem þú varst að reyna að segja við mig þegar ég kvaddi þig í hinsta sinn. Guð geymi þig, elsku afi og langafi. Arndís Anna Hilmarsdóttir og fjölskylda. Elskulegi og ljúfi mágur minn, Siddi, hefur kvatt þessa jarðvist og er kominn í aðra til- veru sem enginn veit hver er. Ég bið guð og alla verndarvætti að umvefja hann og vernda hvar sem hann er staddur í þessari hringrás lífs og dauða. Við sem þekktum Sidda eigum um hann ótal góðar minningar. Þegar ég hitti hann í fyrsta sinn var ég um 12 ára. Mamma bað mig að fara með ávaxtadós til Öddu systur sem þá leigði stutt frá heimili okkar og ég þaut af stað. Adda brosti blítt, bauð mér inn og þá sá ég Sidda í fyrsta sinn. Hann virtist vera ansi feim- inn og þá varð ég það líka og flýtti mér út og velti því fyrir mér hvort Adda væri komin með kærasta. Stuttu síðar var það staðfest og gaman að sjá hvað þau voru ástfangin. Okkur í fjöl- skyldunni leist vel á Sidda, hann var svo skemmtilegur og sýndi okkur krökkunum allskonar galdra og var algjör gleðigjafi. Svo talaði hann oft um að hann hafi náð í fallegustu stelp- una í bænum. Fyrir utan vinnuna iðkaði hann badminton, skíði og alls- konar íþróttir. Það var gaman og spennandi að horfa á fótbolta- leiki á gamla íþróttavellinum á Ísafirði, sérstaklega að fylgjast með Sidda því hann var svo flott- ur. Í golfi var hann afbragðsgóð- ur og fór hann tvisvar holu í höggi sem er ósk allra golfara að ná, en fæstir geta (Mbl. 19. des 1987 og Dagur 27. apríl 1988). Svo tók hann líka þátt í Ís- landsmeistaramóti í badminton 1967 og sigraði þar í einliðaleik. Á unglingsárunum var ég mikið á heimili Öddu og Sidda sem voru alltaf tilbúin að spjalla við mig og fræða. Þau bjuggu ná- lægt „Gaggó“ og ég er þeim svo þakklát fyrir að hafa séð um að næra mig í öllum kaffitímum. Þau eignuðust yndisleg börn og ég fékk stundum að gæta þeirra eða bara leika við þau og notaði þá stundum líkt látbragð og Siddi og reyndi eins og hann að gera leikina spennandi. Þar sem ég fluttist ung frá Ísafirði og bjó lengi erlendis og í Reykjavík hitti ég Sidda að- eins þegar ég fór til Ísafjarðar í stuttar heimsóknir. Adda og Siddi tóku alltaf vel á móti mér og við áttum saman góðar stundir. Eftir að Adda systir byrjaði að vinna utan heimilis var Siddi duglegur að sinna heimilisverkum og mig minnir að hann hafi verið fyrsti karl- maðurinn sem ég sá vera að taka út úr þvottavél og hengja upp þvott. Á þeim tíma var það ekki venjulegt. 9. október 2014 áttu þau Adda systir og Siddi demants- brúðkaup og voru því búin að vera hamingjusamlega gift í rúmlega 66 ár þegar hann lést. Eftir að þau fluttu suður var Siddi orðinn ansi veikur og það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir hann að geta ekki stundað íþróttir. Aftur á móti var hann ánægður að vera nær yndislegu börnum sínum og fjölskyldum þeirra sem bjuggu öll hér í Reykjavík. Frá þeim og Öddu fékk hann alla þá umhyggju og aðstoð sem hann þurfti á að halda í veikindum sínum. Við Þorsteinn sendum inni- legar samúðarkveðjur til elsku Öddu, barna hennar og Sidda og fjölskyldna þeirra. Megi minningarnar um Sidda lengi lifa. Hvíl í friði, elsku mágur, og takk fyrir allt. Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir. MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021 Mikið er ég þakklát hvað þú nenntir að hringja oft í mig þrátt fyrir misgóðar undirtektir. Þig þyrsti í að vita hvað við fjölskyld- an vorum að bardúsa eins og og þú orðaðir það. Þú munt aldrei aftur biðja mig að finna fyrir þig fluffuskó sem við vissum báðar að þú varst ekki að fara geta gengið á í seinni tíð en alltaf barst talið að hælunum þegar ég kom til þín. Ég veit það núna að þú varst bara að stríða mér. Þú varst nefnilega sjúklega fyndin og með eindæmum góður penni. Þú byrjaðir að blogga 2007 og varðst fljótt vinsælasti blogg- arinn á Moggablogginu með yfir 3.000 flettingar á dag því þú skrifaðir svo skemmtilega og sagðir frá á svo glettinn, kald- hæðinn og hrífandi hátt. Þú elskaðir okkur dætur þínar og barnabörnin heitt og við þig elsku mamma mín. Ég mun halda minningu þinni á lofti og segja strákunum endalausar sögur af ömmu Jenný og hversu mikið þú elskaðir þá. Þið Einar áttuð svo fallegt og gott samband. Þið voruð bestu vinir og lífsförunautar. Það sem þín verður saknað elsku mamma, við pössum upp á Einar og ég veit þú ert hjá honum í kosmósinu. Ég á erfitt með að sætta mig við þessi örlög þín og þennan endi sem þú fékkst. Ég efast um að ég muni nokkurn tímann gera það. Þú áttir ekki skilið að fara á þennan hátt, svona skyndilega, svona óvænt. Ég er búin að gráta milljón tárum og ég veit þau verða alla vega milljón milljónir í viðbót. Söknuðurinn og sorgin nístir óbærilega og mig verkjar í hjart- að stanslaust, svo mikil er hún. Tárin blinda, sorgin rífur í hjartað en minningarnar verða aldrei frá okkur teknar. Við kveðjum þig í dag á þann hátt sem þú óskaðir eftir með lát- lausri og fallegri athöfn í kyrr- þey. Ég kveð þig samt aldrei elsku mamma mín, ég veit að þú vakir yfir mér í sumarlandinu góða með Aroni og ömmu og afa. Þín dóttir, María Greta Einarsdóttir (Maya). Elsku mamma. Ég get ekki með orðum lýst hversu sorgmædd ég er. Ég sem hélt að ég væri undirbúin. Ég hafði einkennilega tilfinningu fyrir því að þú værir á síðustu metrunum. Ég reyndi eftir bestu getu að hlæja með þér uppi á spít- ala, en það er alveg mesta furða hversu fyndin þú gast verið, sama hversu niðurbrotin þú varst. Það erfiðasta sem ég hef upplifað var að horfa á þig taka síðasta and- ardráttinn. Ég og María sátum hjá þér, strukum þér og sögðum þér að vera óhrædd, að allt myndi verða í lagi og að við elskuðum þig. Ég verð að trúa því að þú haf- ir heyrt í okkur. Þú hefur alltaf haft svo mikil áhrif á mig. Ég er svo stolt af þér, það verður aldrei tekið af þér hversu mögnuð þú varst. Ég man eftir því þegar ég kom heim úr Melaskóla einn daginn og inni í stofu var grænlensk kona með börnin sín. Þú hafðir aðstoðað hana við að flýja til Ís- lands frá manninum sínum. Þú sagðir mér að þau myndu gista heima þar sem ekki var pláss fyr- ir þau í Kvennaathvarfinu og þú sagðir mér að ég ætti að vera góð við börnin. Ég man eftir því að þú sendir mig í Kolaportið að selja barmmerki til styrktar Kvenna- athvarfinu þegar ég var átta ára. Margir komu til mín og sögðu að konur gætu sjálfum sér um kennt. Ég var svo hissa að það væru ekki allir eins og þú. Ég skil núna hversu hugrökk þú varst, alltaf að berjast gegn straumn- um. Ég sé þig alltaf fyrir mér í jakkafötum og háhæluðum skóm, ætli þú hafir ekki verið undir áhrifum Daryl Hannah í mynd- inni Splash? Þú sagðir mér að best væri að mæta í viðtöl í jakka- fötum því það væri þá frekar hlustað á þig og á málefnið. Börn- in í Kvennaathvarfinu kölluðu þig „fínu konuna“. Þau spurðu mig oft: „Er fína konan mamma þín?“ Eftir að tíma þínum lauk í Kvennaathvarfinu, þá brotnaði eitthvað innra með þér. Allt í einu varstu ekki lengur að berjast fyr- ir aðrar konur, heldur varstu far- in að berjast fyrir sjálfa þig. Þú hafðir áður barist fyrir því að konur yrðu ekki þaggaðar í hel en síðan varst þú þögguð í hel. Hversu kaldhæðnislegt er það? Þú varðst aldrei söm aftur. En kjarninn þinn var alltaf sá sami. Þú fannst síðan rödd þína aftur, nokkrum árum síðar, í gegnum bloggið og það má segja að húm- orinn hafi fengið að vera í aðal- hlutverki. Ég les bloggið þitt ennþá og ég ligg í kasti. Jenný Una barnabarnið er byrjuð að lesa bloggið núna og ég heyri stundum í henni hlæja. Eitt er víst og það er að þú verður alltaf mamma mín. Þrátt fyrir alla sorg, erfiðleika og áföll, þá hefur þú verið kletturinn minn og besta vinkona mín. Ég á eftir að sakna þess að heyra í þér fimm sinnum á dag og heimta nýjustu fregnir af ástarlífinu eða til að skamma mig fyrir að hringja ekki oftar í þig og til að minna mig á að vera óhrædd við að standa með sjálfri mér. Þú endaðir öll símtöl á að segja mér hversu stolt þú værir af mér. Ég er líka óend- anlega stolt af þér, mamma. Það sem ég mun aldrei taka sem gefnu er hversu vel þú þekktir kjarnann minn, jafnvel og ég þekkti þinn. Ég elska þig og ég mun aldrei hætta að sakna þín. Þín Sara Hrund. Í dag kveðjum við Jenný Önnu systur okkar sem var stóra syst- irin sem við litum upp til og hermdum eftir á unglingsárunum en Jenný var ávallt mjög mikill „töffari“, fór sínar eigin leiðir og storkaði öllum sem leggja vildu stein í götu hennar eða á ein- hvern hátt hefta hana í sínum áformum. Jenný var bráðgáfuð svo orð fór af og hóf hún lestur bóka fjög- urra ára. Þar sem hún var alin upp hjá langömmu okkar og hennar syni, sem einnig var aldr- aður, höfðu þau allan heimsins tíma og þolinmæði til að kenna námfúsu stelpunni. Hún var inn- an við sex ára þegar hún var búin að lesa allt sem í boði var í bóka- safninu og kunni allar þjóðsögur og gat vitnað í texta úr þeim og fleiri ritum. Alla sína ævi var hún bókaormur og var það altalað, þegar hún vann um tíma í verslun Eymundssonar í Austurstræti, að hún hefði lesið alla búðina eins og hún lagði sig enda las hún það hratt að hún virtist mynda síðuna og fletta síðan. Á tímabili las hún bækur fyrir JPV-útgáfuna og það þótti henni nú ekki leiðinlegt. Jenný var einstaklega skemmtileg, með hráan húmor, kjaftfor, skoðanaglöð, fluggáfuð, pólitísk og barðist fyrir því sem hana skipti máli, hún var einstak- lega vel að sér í flestu sem á góma bar og hafði skoðanir á því líka. Hún var einn af fyrstu starfs- mönnum Kvennaathvarfsins og vann þar af miklum eldmóði við að móta stefnu og setja reglur og var talsmaður athvarfsins í nokk- ur ár. Hún var þar vakin og sofin og tók langar vaktir og skipti þá engu hvort um jól eða áramót væri að ræða. Hún vildi bara hjálpa konum í neyð og eins og allt sem hún tók sér fyrir hendur gerði hún það af miklum krafti. Jenný var mjög ritfær og var einn vinsælasti bloggari landsins á tímabili og hófst sá ferill hennar með bloggi um sinn alkóhólisma sem hún tjáði sig heiðarlega um. Eftir það bloggaði hún eiginlega bara um allt milli himins og jarð- ar, skaut á pólitíkusana og sagði sínar skoðanir blákalt enda eins og hún sagði sjálf: „Ég hef ekkert að fela.“ Það var gott að leita til Jennýj- ar með mál sem þurftu úrlausnar og var nú ekki í kot vísað þar enda manneskjan með þekkingu á öllu mögulegu og ómögulegu. Eiginlega má segja að hún væri gangandi alfræðiorðabók. Hún var hlý, góð og mátti ekkert aumt sjá og að koma á heimili hennar og Einars var mjög notalegt og vel tekið á móti manni. Ekki var verra að Jenný las fólk eins og opna bók og skellti gjarnan í ta- rotlestur. Í dag kveðjum við stórkostlega systur og vottum þeim sem næst standa henni okkar innilegustu samúð. Greta, Ingibjörg Jóna, Guðlaug Björk, Ingunn, Hilma Ösp, Guðmundur og Steinunn. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á út- farardegi verður greinin að hafa borist eigi síð- ar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morg- unblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað út- förin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beð- ið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.