Morgunblaðið - 12.02.2021, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021
Sími 557 8866 | pantanir@kjotsmidjan.is | www.kjotsmidjan.is Opnunartími7.30-16.30
Saltkjöt
Frábært úrval
af saltkjöti fyrir
sprengidaginn
Kíktu í verslun okkar
að Fosshálsi 27
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur
ákveðið að ekki verði gerðar breyt-
ingar á núverandi aðalskipulagi sveit-
arfélagsins til að veita heimild fyrir
Einbúavirkjun í Skjálfandafljóti.
Þess í stað hefur breytingartillögunni
verið vísað til heildarendurskoðunar
á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem
nú stendur yfir.
Þetta þýðir að virkjunarfram-
kvæmdir frestast, í það minnsta um
ár. Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri
Þingeyjarsveitar segir að ákvörðunin
sé tekin vegna innkominna at-
hugasemda frá ýmsum aðilum. Sam-
tök um náttúruvernd á Norðurlandi
(SUNN) fagna ákvörðuninni og segja
að ákvörðun sveitarstjórnar sé til eft-
irbreytni og fáheyrt að brugðist sé
við umræðu með þessum hætti.
Einbúavirkjun er fyrirhuguð 9,8
MW vatnsaflsvirkjun í Skjálfanda-
fljóti, um sjö kílómetra ofan við Goða-
foss í landi jarðanna Kálfborgarár og
Einbúa í Bárðardal. Virkjunin myndi
veita um 47 rúmmetrum á sekúndu af
flæði Skjálfandafljóts úr farvegi sín-
um á 2,6 kílómetra kafla með stíflu
þvert yfir fljótið.
alexander@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Skjálfandafljót Myndin er tekin fremst í Bárðardal en virkjunin yrði ofar.
Virkjunin frestast
Einbúavirkjun í Skjálfandafljóti sett
í biðstöðu um sinn vegna athugasemda
Samkvæmt samantekt á vefnum
Our World in Data samsvarar fjöldi
bólusetninga hér á landi rúmum 5%
af þjóðinni, sem er svipað hlutfall
og í mörgum
ríkjum Evrópu.
Nokkrar þjóðir
skera sig úr, eins
og Ísraelar, með
bólusetningar til
jafns við nærri
70% íbúa. Í Bret-
landi er þetta
hlutfall 20%, 47%
í Sameinuðu ar-
abísku fursta-
dæmunum, 13,4% í Bandaríkjunum
og 11% í Færeyjum. Sjá nánar á
meðfylgjandi korti, en heimsmeðal-
tal um bólusetningar af íbúafjölda
er aðeins 1,9%.
Í gær hafði ekkert innanlands-
smit greinst hér á landi á und-
angengnum sólarhring. Einungis
þrjú virk kórónuveirusmit höfðu
greinst innanlands síðustu vikuna,
samkvæmt því sem fram kom í
gær. Enginn lá þá á Landspítalan-
um með virkt smit.
Frjálslegt í sumar?
„Ef okkur tekst að halda ástand-
inu eins og það er núna og tryggja
það að við fáum ekki smit í gegnum
landamærin munum við náttúrulega
reyna að hafa umhverfi og allt líf
eins frjálslegt og hægt er í sumar.
Ég er nú bara tiltölulega vongóður
með það,“ sagði Þórólfur Guðnason
sóttvarnalæknir á upplýsingafundi
almannavarna í gær.
Skv. nýjustu tölum hér á landi er
búið að bólusetja með 18.740
skömmtum sem nemur 5,5% af
íbúafjölda. En 13.377 eru hins veg-
ar búnir að fá einn eða tvo
skammta, sem eru 3,9% af íbúa-
fjölda
Heilbrigðisráðuneytið greindi frá
því í gær að búið væri að semja við
fimm framleiðendur bóluefna. Efni
þriggja þeirra, Pfizer, AstraZeneca
og Moderna, eru komin með mark-
aðsleyfi og bólusetning með þeim
hafin hér. Gert er ráð fyrir að í lok
mars hafi borist bóluefni fyrir sam-
tals 45.000 manns.
Fjöldi bólusetninga við Covid-19 sem hlutfall af íbúafjölda
0 0.01 0.03 0.1 0.3 1 3 10 30 100
Bretland 20,0%
Færeyjar 11,0%
Malta 9,8%
Serbía 9,4%
Danmörk 6,1%
Ísland 5,5%
Rúmenía 5,0%
Litháen 5,0%
Írland 4,9%
Spánn 4,8%
Sviss 4,8%
Pólland 4,7%
Ítalía 4,6%
Noregur 4,2%
Finnland 4,2%
Þýskaland 4,2%
Svíþjóð 4,0%
Frakkland 3,5%
Austurríki 3,5%
Búlgaría 0,9%
Rússland 0,7%
Ísrael 69,5%
Sam. arabísku
furstadæmin 47,4%
Barein 12,9%
Singapúr 4,4%
Tyrkland 3,3%
Kína 2,8%
Bandaríkin 13,4%
Grænland 4,5%
Kanada 3,1%
Kosta Ríka 1,5%
Mexíkó 0,6%
Síle 5,6%
Brasilía 1,9%
Argentína 1,3%
EVRÓPA
MIÐ-AUSTURLÖND OG ASÍAS-AMERÍKA
N-AMERÍKA
%
H
ei
m
ild
: O
ur
W
or
ld
in
D
at
a
Þrjú smit á vikutíma
Bólusetningar á Íslandi rúm 5% af íbúafjölda Hlutfallið
20% í Bretlandi Bóluefni fyrir 45.000 fyrir lok mars?
Þórólfur
Guðnason
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
„Loðnuvertíð fylgir alltaf stemning
og nú fer þetta að fara í fullan gang,“
sagði Sigurður Grétar Guðmunds-
son, skipstjóri á grænlenska upp-
sjávarskipinu Polar Amaroq, í gær.
Þeir voru þá inni á Reyðarfirði að
frysta afla sem þeir fengu í fyrrinótt
á Hálsahrauni skammt frá Hroll-
augseyjum. Þriðja löndun vertíðar-
innar var svo ráðgerð á Eskifirði í
dag.
Túrinn byrjaði á Lónsvík austan
Stokksness, en þar var erfitt að eiga
við loðnuna í leiðindaveðri og því var
haldið norður á bóginn. Yst í Seyðis-
fjarðardýpi fengust um 600 tonn í
troll, að mestu í þremur holum, og
segir Sigurður að þar hafi verið tals-
vert af loðnu. Í lokin hafi verið farið
aftur suður fyrir og í fyrrakvöld
fengust um 200 tonn í nót við
Hrollaugseyjar. Þar voru einnig Ta-
sillaq frá Grænlandi og fæeysku
skipin Nordborg og Finnur fríði.
„Næstu daga er spáð leiðinda-
veðri með álandsvindi við Suð-
austurlandið. Eftir það held ég að
kraftur komist í veiðarnar og ís-
lensku skipin fari að byrja. Loðnan á
Hálshrauninu var stór, um 35 stykki
í kílói, og hrognafylling um 14%. Það
á bara eftir að bæta í þarna á
grunninu og það sem við sáum var
ekki magnið sem við bíðum eftir.
Það geta svo liðið einhverjir dagar
áður en loðnan þjappar sér almenni-
lega saman og tekur strauið á fullri
ferð vestur,“ segir Sigurður Grétar.
Hann segir að starfsfólk Tandra-
bergs verði væntanlega ekki nema
um tólf tíma að landa um 670 tonn-
um af frystum afurðum á Eskifirði í
dag. Aftur verður haldið út í kvöld.
Loðnubæirnir lifna við.
Á heimasíðu Síldarvinnslunnar í
Neskaupstað segir að þar ríki ótví-
ræð loðnustemning. Norsk skip hafa
landað þar undanfarið og vertíð ís-
lenskra skipa verið undirbúin.
„Ef einhver fiskur kemst nálægt
því að skapa þá stemningu sem
fylgir síldinni þá er það loðnan. Þeg-
ar loðna tekur að veiðast færist bros
yfir mörg andlit og loðnubæirnir
lifna við. Forsvarsmenn fyrirtækj-
anna verða glaðir og sömuleiðis
verkafólkið og sjómennirnir.
Þá færist vellíðunarsvipur yfir
andlit sveitarstjórnarmannanna sem
sjá fram á betri tíð. Það eru ekki síst
þeir sem hugsa um hag hafnarsjóðs-
ins sem fyllast kæti og sjá fram á
betri tíma og jafnvel auknar fram-
kvæmdir,“ segir á heimasíðunni.
Í brúnni Sigurður Grétar Guðmundsson, skipstjóri á Polar Amaroq.
„Nú fer þetta að
fara í fullan gang“
Loðnustemning 14% hrognafylling