Morgunblaðið - 12.02.2021, Page 29
steins og fengið teikningar sem
hann átti mikið safn af og eða
var fljótur að útbúa. Þrátt fyrir
að vera innritaður á sjúkrahús
sl. 6 mánuði, þá gerði Hafsteinn
aldrei mikið úr veikindum sínum
og var alltaf jákvæður um það að
heilsan myndi lagast og ef það
kom sæmilegt tímabil í veikind-
unum þá fór hann af stað í vinnu,
síðast í Sigölduvirkjun við að
uppfæra gamla rafstöð með nýj-
um stjórnbúnaði.
Um leið og ég þakka Hafsteini
kærlega fyrir öll árin okkar sam-
an bæði í leik og starfi, þá vott-
um við Dísa eiginkonu hans og
fjölskyldunni allri okkar innileg-
ustu samúð.
Minningin um góðan dreng
lifir.
Björn Benediktsson.
Ef ég ætti að lýsa Hafsteini
með einu orði þá er fyrsta orðið
sem kemur upp „hjálpsamur“.
Það má segja að hann hafi
fylgt með þegar stóra systir mín
eignaðist kærasta, hann Gunnar,
litla bróður hans Hafsteins. Ekki
svo að hann hafi einhvern tím-
ann verið fylgisveinn, eins sjálf-
stæður og hann var. Við Gunnar
eignuðumst báðir Skóda og stóð-
um þétt saman þegar gera þurfti
við, enda kunnum við hvorugur
mikið til slíkra verka. Hafsteinn
birtist þá bara einhvern veginn
og vissi alltaf hvernig átti að
gera hlutina. Vélar áttu hug
hans allan og þar kom maður
aldrei að tómum kofunum. Hann
bjargaði okkur skátunum þegar
okkur vantaði rafstöð við skála-
viðgerðir í Krýsuvík. Alltaf var
spjallað og ég man að hann var
heillaður af varmadælum sem þá
þekktust varla hér á landi og
hljómaði eins og eilífðarvélar.
Bílvélar tengdu okkur Hafstein
oft saman, ég var með biluðu
vélina og hann útvegaði aðstöðu
og sérfræðiþekkinguna. Ég hik-
aði aldrei við að rífa hlutina í
sundur, ég hafði fulla trú á að
Hafsteinn gæti bjargað ef illa
færi. Hvað gat farið úrskeiðis
þegar svona snillingur var ná-
lægt? Síðasta vélaævintýrið var
fyrir nokkrum árum þegar hann
sagði sjálfsagt að ég fengi að
setja nýja gamla vél í bíl sem ég
átti á verkstæði þeirra Bjössa.
Þetta varð stórt ævintýri því
skipta þurfti um margt enda vél-
in ekki úr eins bíl. Ávallt tilbúinn
að hjálpa, lána verkfæri og ekki
síst að hrósa og hvetja til dáða.
Já, hann var svo aumingjagóður
og ég naut þess svo sannarlega
og er ég honum ævinlega þakk-
látur.
Ástæða þess að gaman var að
vera í kringum hann var enda-
laus jákvæðni og bjartsýni. Eld-
klár að setja upp og þjónusta
vararafstöðvar og ég hafði á til-
finningunni að ekkert væri
ómögulegt fyrir hann. Gúmmí-
bátum, snjósleðum, flugvélum og
fjallabílum stýrði hann til að
komast til að þjónusta stöðvar á
afskekktum stöðum. Ekki
skemmdu fyrir sögurnar frá
æskuárum hans, frá óhöppum og
öllum prakkarastrikunum sem
vart eru hafandi eftir hér. Og
heyrði ég eflaust aðeins brot af
þeim.
Hafsteinn barðist við sjúkdóm
sinn, sem lengst af gekk ekkert
að greina, af miklu æðruleysi
þrátt fyrir að hann hamlaði hon-
um mikið.
Hann gafst þó aldrei upp og
þegar ég hringdi í hann um ára-
mótin var hljóðið í honum ótrú-
lega gott þó vitað væri að staðan
væri orðin alvarleg. Hann kaus
að horfa þannig á lífið. Þetta
væri allt að mjakast í rétta átt.
Það er erfitt að horfa á eftir
svona hæfileikamanni og góðum
dreng fara allt of fljótt.
Kæra Anna, systkini, börn,
barnabörn og barnabarnabörn
og fjölskylda öll, við Kristjana
vottum ykkur okkar dýpstu sam-
úð og Guð blessi minningu góðs
vinar.
Guðni Gíslason.
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021
✝ Snorri Stein-þórsson, fv.,
matreiðslumaður í
Ráðhúsi Reykja-
víkur, fæddist í
Reykjavík 27. maí
1951 en ólst upp í
Hafnarfirði. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 2. febr-
úar 2021.
Foreldrar
Snorra voru Steinþór Hóseas-
son, f. 6.6. 1916, d. 4.6. 1968,
vélstjóri í Hafnarfirði, og Sig-
urragna Vilhjálmsdóttir, 20.6.
1915, d. 25.7. 1960. Foreldrar
Steinþórs voru Hóseas Árnason
og kona hans Guðrún Þórð-
ardóttir frá Hóli í Biskups-
tungum. Foreldrar Sigurrögnu
voru Vilhjálmur Tómasson frá
Mjóafirði og kona hans Guðrún
Sigmundsdóttir frá Uppsölum í
Vestmannaeyjum.
Seinni kona Steinþórs var
Hallfríður Gísladóttir, f. 23.8.
1911, d. 1.1. 1990. Dætur henn-
ar: Kolbrún Karlsdóttir, Hrafn-
hildur Björk Ólafsdóttir og
Steinunn Inga Ólafsdóttir.
Eftir að móðir Snorra lést
var hann mikið hjá föðursystur
sinni Þórhildi Hóseasdóttur og
inu 1973-75 og hjá matstofu
Miðfells 1975-85. Snorri réð sig
síðan til Reykjavíkurborgar
1985 og var forstöðumaður
mötuneytis borgarskrifstof-
anna, Austurstræti 16, þar til
mötuneytið var flutt yfir í Ráð-
hús Reykjavíkur 1992 og vann
þar til starfsloka 2016. Snorri
kenndi við Hótel- og veitinga-
skólann frá 1985-95. Snorri átti
sæti í trúnaðarráði Félags mat-
reiðslumanna frá 1975-79.
Snorri stofnaði ásamt fjöl-
skyldu sinni Gista ehf., 2006.
Hann hefur verið félagi í Odd-
fellowstúkunni Þormóði goða í
Reykjavík frá 1981 og gegnt
margháttuðum trúnaðarstörf-
um fyrir stúkuna og þar með
talið sem yfirmeistari hennar.
Snorri kvæntist 1.9. 1973
Jónu Helgu Jónsdóttur, f. 7.9.
1952, skrifstofustjóra, en hún
er dóttir Jóns J. Barðasonar, f.
12.5. 1922, d. 21.4. 1981 og
konu hans Erlu Sigurðardótt-
ur, f. 1.11. 1930, d. 16.10. 2008.
Dóttir Snorra og Jónu Helgu
er Dröfn Ösp Snorradóttir-
Rozas stjórnmálafræðingur, f.
9.12. 1978, búsett í Los Angel-
es, eiginmaður Drafnar er
John Warren Rozas, f. 22.1,
1965 og vinna þau bæði við
kvikmyndagerð í Los Angeles
og á Íslandi.
Útför Snorra fer fram í
Dómkirkjunni í Reykjavík 12.
febrúar 2021. Vegna Covid-
fjöldatakmarkana er hún ein-
ungis fyrir boðsgesti.
manni hennar Jó-
hannesi Hallgríms-
syni, búsett á
Hverfisgötu 58,
Hafnarfirði, börn
þeirra eru Sigþór,
Vilborg og Hall-
grímur.
Bróðir Snorra
er Vilhjálmur
Steinþórsson, f.
19.2. 1945, fv. sjó-
maður, búsettur í
Seattle í Bandaríkjunum, dóttir
hans er Sigurragna Vilhjálms-
dóttir og eiginmaður hennar er
Ingi Ó. Ingason, þau eru búsett
í Hafnarfirði, dætur þeirra eru
Birna Ingadóttir og Hildur
Ingadóttir.
Systir Snorra var Dröfn
Steinþórsdóttir, f. 31.1. 1944
en lést langt fyrir aldur fram
6.6. 1959.
Snorri lauk gagnfræðaprófi
frá Flensborgarskólanum í
Hafnarfirði 1968. Sama ár hóf
hann nám í matreiðslu hjá Sig-
ursæli Magnússyni veitinga-
manni og lauk sveinsprófi frá
Hótel- og veitingaskóla Íslands
árið 1972 og meistararéttindi
öðlaðist hann 1978. Hann starf-
aði hjá Flugfélagi Íslands 1972-
73, Tjarnarbúð Oddfellowhús-
Leiðir okkar Snorra Steinþórs-
sonar lágu saman í Oddfellow-
stúkunni Þormóði goða síðla árs
1986, en hann hafði gengið til liðs
við stúkuna tæplega þrítugur að
aldri.
Hann var alla tíð virkur í starfi
stúkunnar og gegndi þar fjöl-
mörgum trúnaðarstörfum, var
m.a. yfirmeistari stúkunnar.
Fljótlega vorum við kjörnir í
þá nefnd stúkunnar sem annast
félagsstörf, Snorri sem formaður.
Hann tók málin föstum tökum,
dagskrá gerð fyrir allan veturinn
og ýmsar nýjungar innleiddar
sem sumar halda enn velli. Þetta
voru okkar fyrstu kynni, sem
efldu mér traust á manninum.
Góðir skipulagshæfileikar hans
og smekkvísi nýttust honum í öllu
því sem hann tók sér fyrir hend-
ur.
Þar var alltaf fagmaður að
verki og ekki spillti létt lundarfar
og glöggskyggni á spaugilegar
hliðar tilverunnar, sem hann
hafði á hraðbergi. Áhugamál
Snorra voru fjölmörg, má þar
nefna ljósmyndun, stangveiði,
lestur góðra bókmennta og ferða-
lög innan- sem utanlands, þar
sem hann kunni góð skil á menn-
ingu og sögu þeirra landa sem
heimsótt voru.
Þá var hann fljótur að setja sig
inn í tækni nútímans sem hann
nýtti sér af áhuga. Það jók á vin-
áttu okkar að við vorum veiði-
félagar á Arnarvatnsheiði í rúm-
an aldarfjórðung.
Matreiðslumeistarinn Snorri sá
að sjálfsögðu um alla matseld fyr-
ir hópinn og var ekki í kot vísað,
eitt sinn skötustappa, engar pyls-
ur þar.
Snorri naut sín vel í því um-
hverfi, þar sem Langjökull og Ei-
ríksjökull renna saman við
ljósbláan himin og Arnarvatnið,
blátt og spegiltært, glóir í sum-
arnóttinni.
Þar var margt skrafað og
skeggrætt. Það skraf geymir nú
ískaldur Eiríksjökull. Með
Snorra Steinþórssyni er genginn
traustur maður og drengur góð-
ur, sem sárt verður saknað úr
stórum vinahópi. Blessuð veri
minning hans.
Magnús Sædal.
Við vinkonur Drafnar vorum
svo heppnar að fá tækifæri til að
kynnast foreldrum hennar og sér-
staklega minnumst við þess hve
Snorri tók okkur opnum örmum
þegar við vorum í háskólanum.
Eftir þreytandi fyrirlestra í
stórum sölum hjá misáhugaverð-
um kennurum fengum við iðulega
að fara með Dröfn í mat hjá
Snorra.
Hann var frábær haukur í
horni, tók manni opnum örmum
og nærði þreytta nemendur.
Snorri var frábær kokkur,
hann var alltaf hress, tók öllum
með skilyrðislausri góðmennsku
og þolinmæði.
Það hefur verið einstakt að
fylgjast með fallegum og sterkum
tengslum Snorra, Helgu og
Drafnar í gegnum tíðina.
Elsku Dröfn, Johnny, Helga og
fjölskylda, missir ykkar er mikill,
blessuð sé minning elsku Snorra.
Þínar háskóla- og æskuvinkon-
ur,
Svanhildur og Hildur
Sesselja.
Elsku Snorri okkar, nú ertu
farinn í draumalandið að lokum,
eftir stutta en hetjulega baráttu
við krabbann. Þú lést engan bil-
bug á þér finna og tókst þessu öllu
með húmor og ótrúlegu æðruleysi
sem var ótrúlegt að upplifa.
Núna ertu kominn heim til for-
eldra þinna og systur sem þú
misstir á unga aldri, það eru
gleðifundir eftir langan tíma,
Snorri minn. Þú varst fljótlega
tekinn inn í tengdafjölskylduna
þína nokkrum árum seinna sem
tók þér sem sínum eigin syni frá
fyrsta degi og elskaði þig mjög
mikið.
Mér þótti alltaf svo vænt um að
hitta þig og Helgu í gegnum árin
og sérstaklega á jólunum, því fáir
menn eru eins skemmtilegir og
klárir og þú! Tala nú ekki um
matinn, þar sem gamli var nú
sannur meistarakokkur að
mennt.
Þú varst mér mikil fyrirmynd
og áhrifavaldur í lífinu öllu og ég
fetaði á endanum í sömu fótspor
og þú og gerðist matreiðslumað-
ur.
Þú áttir svo sannarlega stóran
þátt í því þar sem ég fékk að
hræra í fyrstu pottunum hjá þér
sem ungur gutti í sumarvinnu í
Ráðhúsi Reykjavíkur í nokkur
sumur.
Elsku Korri Snorkur minn,
takk fyrir allt!
Ég mun geyma þig og sakna
þín ávallt.
Ég fer óhræddur inn í framtíð-
ina með þitt hugarfar að leiðar-
ljósi, þú sanni maður! Megi ljós
þitt ávallt skína.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Þinn
Jón Smári
Tómasson.
Snorri
Steinþórsson
✝ Kristín MaríaJónsdóttir
fæddist í Reykjavík
2. maí 1944. Hún
lést á Landspít-
alanum Hringbraut
30. janúar 2021.
Foreldrar hennar
voru hjónin Jón
Óskar Guðsteins-
son, f. 9. ágúst
1916, d. 14. apríl
1975 og Svava
Guðmundsdóttir, f. 6. janúar
1918, d. 19. september 1969.
Systkini Kristínar eru: Örn, f.
1. september 1936. Guðsteinn,
f. 20. desember 1938, d. 9. apríl
1939. Guðsteinn, f. 3. júní 1941.
Guðrún, f. 27. janúar 1943.
Erna, f. 21. nóvember 1947.
Ríkharður, f. 30. desember
1953. Sammæðra er Sigurður
Trausti Sigurðs-
son, f. 6. ágúst
1952. Kristín giftist
Pétri Sigurðssyni.
Þau skildu, synir
þeirra eru: 1. Jón
Óskar, f. 27. apríl
1962, d, 21. nóv-
ember 2007, börn
hans eru 4: Ás-
björn Arnar, f. 11.
júlí 1983, Kristinn
Þór, f. 20. febrúar
1988, Elin, f. 11. mars 1993 og
Anja Nicole, f. 18. desember
1994. 2. Vignir, f. 13. maí 1964,
kvæntur Öldu Þorsteinsdóttur,
börn þeirra eru 2: Íris Dögg, f.
26. ágúst 1988 og Andri Heim-
ir, f. 5. ágúst 1992.
Útförin fer fram frá Fella-
og Hólakirkju í dag, 12. febr-
úar 2021, klukkan 13.
Hvað er mikilvægara en
nærvera sálar? Ég er þakklát
fyrir samferðafólk mitt, og sér-
staklega fyrir þá sem sýna
manni væntumþykju og stuðn-
ing. Kristín mín var slík vin-
kona. Það var heppin ung kona
og sonur hennar sem fluttu á
Týsgötu 4, 101, á hæð milli
tveggja eðalkvenna, Leifu á
efri hæðinni og Kristínar í
kjallaranum. Mikill samgangur
og vinátta var við báðar.
Kristín átti litla og fallega
íbúð sem hún var stanslaust að
gera fallegri og betri. Það tók
mig mörg ár að átta mig á því
að líkamlega var hún fjölveik.
Hún stoppaði aldrei og var
alltaf að skipuleggja og fram-
kvæma næstu breytingar.
Kristín gekk ekki í digra
sjóði en með þrautseigju og
gleði tókst hún á við alla hluti.
Til að geta gert það sem hún
hafði í sínum frjóa huga þurfti
góðan undirbúning og útsjón-
arsemi.
Konan var rausnarleg og
naut þess að gefa öðrum. Hún
var oft byrjuð að kaupa jóla-
gjafirnar í janúar.
Kristín bjargaði sér sjálf,
hún saumaði og gerði við föt,
bar út blöð eins og heilsan
leyfði og leigði út herbergi af
og til eftir að hún flutti í
Dúfnahólana.
Hún var alltaf eldheit í
áhuga sínum á fótbolta og var
nösk á réttu vinningsliðin í get-
raunum með Gunnu systur og
svo stefndi Kristín stöðugt á
skemmtilegar sólarlandaferðir
með systrum sínum. Kristín
sendi m.a. dönskum sonardætr-
um sínum glaðning frá Íslandi
um hver jól þar til flutning-
urinn kostaði meira en jólagjaf-
ir og matur, lax, hangikjöt og
nammi. Þá sendi hún bara pen-
inginn. Kristín lagaði sig að að-
stæðum sem voru oft erfiðar,
sérstaklega þegar hún varð
undirlögð af verkjum í öllum
liðum líkamans. Hún kvartaði
aldrei og var einstaklega björt,
falleg og glaðleg kona. Ég
heyrði hana aldrei tala illa um
neinn nema stjórnmálamenn.
Hún elskaði sitt fólk og
gladdist einlæglega þegar hún
fékk að heyra að þeim liði vel.
Ég vissi að hún bjó um tíma í
Bandaríkjunum með Jóni syni
sínum og vann einnig í Svíþjóð
þar sem hún safnaði lífeyri.
Kristín var nokkuð pólítísk og
var ekki sátt við skattlagningu
þeirra sem minna máttu sín.
Þegar henni var gert að end-
urgreiða hluta af lífeyri sínum
hér heima vegna viðbótar-
greiðslna frá Svíþjóð þá lét hún
Svíana vita að þeir mættu eiga
lífeyrinn, hún tæki ekki þátt í
svona vitleysu.
Kristín vissi örugglega að
endalokin nálguðust en var
ekki að flíka því. Jafnvel milli
morfínskammta á sjúkrahúsinu
gerði hún að gamni sínu í sím-
ann.
Stuttu áður en hún lést sagði
hún mér að hún væri að skipu-
leggja lagfæringar á baðinu
heima. En þegar nær dró talaði
hún meira um fólkið sitt og að
hún væri þakklát fyrir allar
góðu stundirnar með þeim.
Kristín sagði að þrjár konur
hefðu veitt sér mestan stuðning
á lífsleiðinni af sínu góða fólki.
Það væru tengdamamma,
mamma og Erna systir. Kristín
sá um að leiði sonar hennar í
Danmörku væri fallegt og vel
lýst og hún vildi að minning um
hann væri letruð á legsteininn
sinn. Það var það síðasta sem
ég heyrði frá henni því daginn
eftir var meðvitundin farin og
vonandi kvalirnar líka.
Takk fyrir samveruna kæra
vinkona.
Ragnheiður Birna Fossdal.
Nú er komið að leiðarlokum,
kæra tengdamamma, við kveðj-
um þig mín kæra og vitum að
nú eru loksins allir verkir farn-
ir og þú getur flogið um í leit
að ævintýrum, enda algjörlega
óhrædd ævintýrakona. Þú fórst
ung til Bandaríkjanna, bjóst og
starfaðir þar í nokkur ár. Eftir
Bandaríkjadvölina fluttist þú til
Íslands en eftir tiltölulega
stutta dvöl fluttist þú aftur til
útlanda en nú til Svíþjóðar. Þar
starfaðir þú á saumastofu í
nokkur ár. Vegna fjarveru
þinnar frá Íslandi kynntist ég
þér ekki fyrr en nokkrum árum
eftir að við Vignir byrjuðum
saman.
Ég var nú nokkrum sinnum
búin að tala við þig í síma áður
en ég hitti þig í fyrsta skipti, ég
man að þú varst nú svolítið am-
erísk í tali á þeim tíma. Fyrstu
jólagjöfinni gleymi ég aldrei,
risakassi sóttur á pósthúsið, við
héldum að jólapakkarnir til
allra hefðu komið í einum kassa
en nei, annað kom í ljós, þegar
við opnuðum kassann þá var
allt innihaldið til okkar. Við
unga parið nýfarin að búa og
áttum nánast ekki neitt nema
það sem mamma mín og Unnur
amma komu með í hagkaups-
poka í hverri heimsókn.
Upp úr þessum risajóla-
pakka kom fullt af jólaskrauti
frá Svíaríki, það kom líka
hrærivél sem kostaði nú nokkra
þúsundkallana á þessum tíma. Í
kassanum leyndist líka vöfflu-
járn og eitthvert meira smádót,
vorum við agndofa yfir þessum
gjöfum. Er þetta 40 ára gamla
vöfflujárn enn til og allt jóla-
skrautið líka.
Þú hafðir einstakt lag á að
velja góðar og vandaðar gjafir,
Stína mín. Leiðin lá svo aftur
heim, þá fluttist þú á Njálsgöt-
una í sama hús og Jón og Nína
bjuggu í. Alltaf var enski bolt-
inn þér afar hugleikinn sem
mér fannst fyrst alltaf pínu
skrítið því engan kvenmann
hafði ég hitt sem vissi eins mik-
ið um enska boltann og þú. Þú
varst áskrifandi að ensku blöð-
unum til að fylgjast með og síð-
an tippaðir þú á úrslitin, svo vel
upplýst varstu að þú vannst 13
rétta í getraunum sem varð til
þess að þú keyptir þér þína
fyrstu íbúð á Týsgötunni. Ef
mitt minni er rétt þá var vinn-
ingurinn næstum helmingur af
verði íbúðarinnar, geri aðrir
betur í boltanum. Þér fannst al-
veg ofboðslega gaman að
ferðast og hefðir örugglega lagt
í fleiri ævintýri um heiminn ef
þú hefðir ekki fengið þessa gigt
sem hægði mikið á þér, en þú
ferðaðist nú samt þrátt fyrir að
vera örugglega verkjuð alla
daga og hafðir ofboðslega gam-
an af.
Eftir að Jón fluttist til Dan-
merkur með Karin þá áttir þú
mjög erfitt þó að heimsóknirn-
ar til hans slægju kannski á
mesta söknuðinn. Svo voru það
nú systurnar þrjár eða skytt-
urnar þrjár eins og ég kallaði
ykkur. Þið voruð svo nánar og
góðar vinkonur sem var eft-
irtektarvert, ferðuðust saman
erlendis, bjugguð rétt hjá hver
annarri þannig að samgangur-
inn var mikill.
Alltaf var talað um Gunnu
systur og Ernu systur í heim-
sóknum og fór ekki á milli mála
væntumþykjan á milli ykkar.
Árið 2007 kom áfallið, símtal
kom frá Danmörku um að hann
Jón væri látinn. Ég held að þú
hafir aldrei jafnað þig á því,
elsku Stína mín, en nú eruð þið
Jón sameinuð á ný og getið
horft á youtube saman. Hvíldu í
friði, elsku Stína.
Þín tengdadóttir,
Alda.
Kristín María
Jónsdóttir