Morgunblaðið - 12.02.2021, Page 10

Morgunblaðið - 12.02.2021, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021 Immortelle blómið. Dýrmætur æskuelixír náttúrunnar Gullna andlitsolían okkar inniheldur nú hið nýja Immortelle ofurseyði sem unnið er úr lífrænum Immortelle blómum sem er náttúrulegur valkostur fyrir retínól. Olían hjálpar sýnilega við að draga úr hrukkum, endurheimtir ljóma húðarinnar og gerir hana silkimjúka. Hver þarf tilbúið innihaldsefni þegar náttúran getur gert enn betur? Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is aeilíf ! Guðni Einarsson gudni@mbl.is Notkun tóbakslausra nikótínpúða hefur aukist mikið og virðist hafa slegið verulega á notkun íslensks neftóbaks sem munntóbaks. Ungt fólk virðist vera að færa sig yfir í nikótínpúðana. Þetta kom fram á morgunfundi Náum áttum, samstarfshóps um fræðslu- og forvarnamál á miðvikudag. Efni hans snerist um notkun nikótíns í nútímasamfélagi. Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá embætti landlæknis, fjallaði um þróun á tóbaks- og nikótínnotkun fullorðinna. Hann fór yfir þróun reykinga, rafrettunotkunar, notk- unar á tóbaki í vör og nikótínpúða. Ungar konur setja púða í vör Viðar sagði ekki skrítið að nikó- tínpúðar væru að ryðja burt nef- tóbakinu hjá ungu fólki því púð- arnir væru mun ódýrari en tóbakið. Ungar konur eru alveg að ná ung- um körlum í notkun á tóbakslaus- um nikótínpúðum og getur ein ástæðan verið að notkun þeirra er snyrtilegri en að taka munntóbak í vörina. „Reykingar hafa dregist saman og mældust 7,3% árið 2020 hjá 18 ára og eldri en voru 8% árið 2019. Reykingar hafa minnkað um nær eitt prósentustig á ári undanfarin ár. Rafrettunotkun hefur staðið í stað og jafnvel heldur minnkað. Þeim fjölgar sífellt sem hafa notað rafrettur en síðan hætt því. Notk- un tóbaks í vör er áfram mikil en hefur þó minnkað. Mikil notkun, sérstaklega ungs fólks, á nikótínp- úðum er alveg ný,“ sagði Viðar en nikótínpúðarnir eru settir í vörina. Á meðfylgjandi línuriti sést hvernig dregið hefur úr þróun dag- legra tóbaksreykinga. Margar þjóðir stefna að því að færri en 5% reyki daglega. Viðar segir að nikótínpúðar lúti ekki sömu lögum og tóbak og raf- rettur. Í vinnslu er frumvarp sem miðar að því að nikótínpúðar og aðrar nikótínvörur, sem ekki hafa markaðsleyfi sem nikótínlyf, verði felld undir lög um rafrettur og áfyllingarefni fyrir þær. Verði frumvarpið að lögum verður bann- að að auglýsa nikótínpúða, eins og er gert í dag. Þá verður einnig bannað að hafa vöruna sýnilega á sölustöðum nema í sérverslunum og þá aðeins þegar komið er inn í verslunina. „Sala á íslenska neftóbakinu, sem hefur verið notað mikið sem munntóbak, féll úr 46 tonnum árið 2019 í 25,5 tonn í fyrra,“ sagði Við- ar. „Það er ekki skrítið að notkun á tóbakslausum nikótínpúðum vaxi og að ungt fólk færi sig úr neftób- akinu í notkun þeirra. Þessi vara er mun ódýrari en íslenska neftób- akið.“ Allt að 28% nota púðana Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, sagði á fundinum frá rannsóknum í grunnskólum og ný- legri könnun í framhaldsskólum. Viðar sagði að niðurstöður fram- haldsskólakönnunar Rannsókna og greiningar rímuðu ágætlega við mælingar sem Gallup hefur gert fyrir embætti landlæknis. „Notkun á nikótínpúðum í yngsta aldurshópnum okkar, 18-24 ára, sýnir að um 25% karla í þess- um hópi og 21% kvenna nota nikótínpúða daglega. Ef við tökum saman þá sem nota nikótínpúða daglega eða öðru hvoru þá eru kynin jöfn og 28% nota nikótínp- úðana daglega eða öðru hvoru,“ sagði Viðar. Hann sagði að mikil nikótínpúða- notkun væri einnig í aldurshópnum þar fyrir ofan, það er 25-34 ára. Í þeim hópi nota 18% karla og 7% kvenna nikótínpúða daglega. Unga fólkið notar nikótínpúða æ meir  Náum áttum, samstarfshópur um fræðslu- og forvarnamál, fundaði í vikunni um notkun nikótíns í nú- tímasamfélagi  Nikótínpúðar eru mun ódýrari en neftóbakið  Áfram dregur úr tóbaksreykingum Hlutfall þeirra sem reykja daglega 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% 1990 1995 2000 2005 2010 2015 2020 2025 Heimild: Embætti landlæknis 2020 7,3% Daglegar reykingar 18-89 ára 1991-2020 Viðar Jensson Morgunblaðið/Golli Reykingar Landsmenn hafa breytt neyslu sinni á nikótínvörum. Páll Magnússon, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins í Suðurkjördæmi, segir að Jarl Sig- urgeirsson, for- maður full- trúaráðs flokksins í Vestmanna- eyjum, ætti að hafa þyngri áhyggjur af stöðu flokksins í Eyjum en í Suður- kjördæmi. Eyjafréttir höfðu í blaði sínu í gær eftir Jarli að vantrauststillaga á Pál, sem lögð var fram árið 2018 eftir síð- ustu sveitarstjórnarkosningar, væri enn í gildi og væri raunverulegt vandamál sem taka þyrfti á innan flokksins. Páli var vikið úr fulltrúaráði sjálf- stæðisfélagsins í Eyjum í júní 2018 en hann lýsti ekki yfir stuðningi við lista Sjálfstæðisflokksins í bænum heldur studdi Írisi Róbertsdóttur, oddvita klofningsframboðsins Fyrir Heima- ey, sem vann góðan sigur og myndaði nýjan meirihluta með Eyjalistanum. „Það vekur sérstakar áhyggjur hjá mér hversu margir sjálfstæðismenn lýsa yfir þungum áhyggjum af fram- boði Páls, þar sem fólk óttast áfram- haldandi sundrungu og hefur ýmist sagst ekki geta stutt flokkinn, ekki geta unnið fyrir flokkinn eða hrein- lega myndu yfirgefa flokkinn vegna þessa,“ segir Jarl í blaðinu. Ummælin lét Jarl falla í kjölfar þess að Páll sagðist sækjast eftir end- urkjöri sem oddviti Sjálfstæðis- flokksins í Suðurkjördæmi. „Líklega ætti Jarl nú að hafa þyngri áhyggjur af stöðu Sjálfstæð- isflokksins í Vestmannaeyjum, þar sem hann er formaður fulltrúaráðs- ins, en stöðu hans í Suðurkjördæmi,“ sagði Páll meðal annars í gær. Nánar á mbl.is. Vantraust á Pál sagt enn í gildi  Fleiri ættu að hafa áhyggjur, segir Páll Páll Magnússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.