Morgunblaðið - 12.02.2021, Qupperneq 34
34 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021
Meistaradeild Evrópu kvenna
32-liða úrslit:
Bröndby – Vålerenga.. 6:5 eftir vítak. (1:1)
Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leik-
inn með Vålerenga og skoraði í vítakeppni.
Vålerenga. Amanda Andradóttir var ekki
lögleg með liðinu.
Heimsbikar félagsliða
Úrslitaleikur:
Bayern München – Tigres....................... 1:0
Leikur um 3. sæti:
Al Ahly – Palmeiras ...... 3:2 eftir vítak. (0:0)
England
Bikarkeppni, 16-liða úrslit:
Wolves – Southampton ............................ 0:2
Barnsley – Chelsea................................... 0:1
Belgía
Bikarkeppni, 16-liða úrslit:
Union St. Gilloise – Anderlecht ............. 0:5
Aron Sigurðarson kom inn á hjá Union
St. Gilloise á 69. mínútu.
Danmörk
Bikarkeppni, 8-liða úrslit:
OB –Midtjylland....................................... 1:2
Aron Elís Þrándarson kom inn á sem
varamaður á 64. mínútu hjá OB, Sveinn Ar-
on Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi
liðsins.
Mikael Anderson kom inn á sem vara-
maður á 64. mínútu hjá Midtjylland.
Olísdeild karla
Afturelding – Stjarnan......................... 26:23
ÍR – Selfoss ........................................... 18:28
Staðan:
Haukar 7 6 0 1 204:170 12
FH 8 5 1 2 231:206 11
Selfoss 7 5 1 1 191:166 11
Afturelding 8 5 1 2 199:200 11
Valur 8 5 0 3 234:218 10
ÍBV 7 4 1 2 203:191 9
KA 7 2 3 2 183:167 7
Stjarnan 8 3 1 4 209:217 7
Fram 8 3 1 4 190:196 7
Grótta 8 1 3 4 197:204 5
Þór Ak. 8 1 0 7 186:221 2
ÍR 8 0 0 8 179:250 0
Meistaradeild Evrópu
A-RIÐILL:
Meshkov Brest – Kielce ...................... 35:30
B-RIÐILL:
Zagreb – Barcelona............................. 33:37
Þýskaland
Essen – Melsungen .............................. 28:35
Arnar Freyr Arnarsson skoraði 1 mark
fyrir Melsungen. Guðmundur Þ. Guð-
mundsson er þjálfari liðsins.
Minden – Bergischer........................... 29:36
Arnór Þór Gunnarsson skoraði 2 mörk
fyrir Bergischer.
Balingen – Coburg .............................. 34:26
Oddur Gretarsson skoraði 2 f. Balingen.
Stuttgart – Ludwigshafen.................. 26:29
Viggó Kristjánsson skoraði 3 mörk fyrir
Stuttgart en Elvar Ásgeirsson ekkert.
Danmörk
Mors – SönderjyskE............................ 22:25
Sveinn Jóhannsson skoraði 2 mörk fyrir
SönderjyskE.
Frakkland
Aix – Cesson Rennes ........................... 33:28
Kristján Örn Kristjánsson lék ekki með
Aix vegna meiðsla.
Dominos-deild karla
Þór Akureyri – Þór Þorlákshöfn......... 75:91
Tindastóll – Grindavík ......................... 88:81
Höttur – Haukar................................... 90:84
KR – Stjarnan..................................... 100:91
Staðan:
Keflavík 9 8 1 842:730 16
Þór Þ. 10 7 3 984:876 14
Stjarnan 10 7 3 952:879 14
KR 10 6 4 915:929 12
ÍR 9 5 4 806:801 10
Tindastóll 10 5 5 922:926 10
Grindavík 10 5 5 874:911 10
Njarðvík 9 4 5 767:792 8
Höttur 10 3 7 888:941 6
Valur 9 3 6 728:767 6
Þór Ak. 10 3 7 876:934 6
Haukar 10 2 8 833:901 4
Spánn
Bikarkeppni, 8-liða úrslit:
Real Madríd – Valencia ...................... 85:74
Martin Hermannsson skoraði 10 stig
fyrir Valencia og gaf 2 stoðsendingar.
NBA-deildin
Washington – Toronto .................... 115:137
Dallas – Atlanta ................................ 118:117
Brooklyn – Indiana............................. 104:94
Memphis – Charlotte ....................... 130:114
Minnesota – LA Clippers ................ 112:119
Chicago – New Orleans.................... 129:116
Denver – Cleveland............................ 133:95
LA Lakers – Oklahoma ................... 114:113
KÖRFUBOLTINN
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Leikmenn Hattar á Egilsstöðum
ætla greinilega að selja sig dýrt í
Dominos-deild karla í körfuknatt-
leik á þessu keppnistímabili. Lið
sem á undanförnum árum hefur
flakkað á milli efstu og næstefstu
deildar hefur nú unnið þrjá af síð-
ustu fjórum leikjum sínum. Höttur
vann Hauka í gær 90:84 og er liðið
með 6 stig eins og Valur og Þór Ak-
ureyri. Með sigrinum skildi Höttur
lið Hauka eftir í botnsætinu en
Hafnfirðingar eru með 4 stig.
Fram undan virðist vera blóðug
barátta um að halda sér í efstu deild
en síðustu árin hefur deildin stund-
um þróast þannig að eitt lið hefur
orðið eftir í botnsætinu og átt litla
möguleika. Baráttan á síður eft-
irsóknarverða enda deildarinnar
stefnir í að verða áhugaverð. Höttur
hefur að undanförnu lagt bæði Þór
Akureyri og Hauka að velli og þessi
stig gætu átt eftir að reynast dýr-
mæt.
Velgengni Þórs frá Þorlákshöfn
heldur áfram og er liðið með 14 stig
eftir nokkuð öruggan sigur á Þór
Akureyri fyrir norðan í gær 91:75.
Þórsarar frá Þorlákshöfn eru í bull-
andi toppbaráttu eftir gott gengi að
undanförnu og renndu sér upp að
Stjörnunni með þessum sigri og eru
aðeins tveimur stigum á eftir topp-
liði Keflavíkur. Þorlákshafnarbúar
hafa spilað glimrandi vel í sókninni
undanfarnar vikur og léku 91 stig
duga í kvöld eftir að hafa skorað 51
stig í fyrri hálfleik.
KR vann Stjörnuna 100:91 í
Frostaskjóli og fór með sigrinum
upp í 4. sæti með 12 stig. KR-ingar
náðu miklu forskoti í fyrri hálfleik
og komu sér þannig í góða stöðu.
„KR-ingar mættu ákveðnir til
leiks og voru fljótt komnir með 11:2
forystu. Þeir voru ekkert á því að
gefa hana eftir og bættu raunar
bara í eftir að hafa tekið leikhlé í
stöðunni 21:13, skoruðu enda næstu
10 stig og voru með 18 stiga forystu
að loknum fyrsta leikhluta, 31:13.
Stjörnumenn tóku betur við sér í
öðrum leikhluta og var talsvert
meira jafnræði með liðunum, en þó
náðu Stjörnumenn aðeins að
minnka muninn um tvö stig þegar á
hólminn var komið og fóru KR-
ingar því með 16 stiga forystu í hálf-
leik. Stigamuninn mátti einna helst
skrifa á það að Stjörnumönnum
gekk bölvanlega að hitta úr þriggja
stiga skotum sínum í fyrri hálf-
leiknum með aðeins 17 prósent nýt-
ingu,“ skrifaði Gunnar Egill Daní-
elsson meðal annars í umfjöllun
sinni um leikinn á mbl.is.
Tindastóll hefur unnið þrjá af síð-
ustu fjórum leikjunum rétt eins og
Höttur en í gær unnu Skagfirðingar
góðan sigur á Grindavík, 88:81. Lið-
in eru þá bæði með 10 stig en Skag-
firðingar virðast líklegir að klifra
frekar töfluna þótt erfitt sé að spá
fyrir um framvinduna í deildinni.
Þriðji sigurinn
í fjórum leikj-
um hjá Hetti
Barist bæði við toppinn og botninn í
deildinni KR-ingar minntu á sig
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í Vesturbæ Björn Kristjánsson með boltann en Tómas Þórður Hilmarsson
gefur honum lítið svigrúm. Tómas er nýkominn heim eftir dvöl á Spáni.
Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðs-
kona í knattspyrnu, mátti sætta sig
við sárt tap í 16 liða úrslitum Meist-
aradeildar Evrópu í knattspyrnu í
gær. Lið hennar Vålerenga mætti
danska liðinu Bröndby og var jafnt
1:1 eftir venjulegan leiktíma og
framlengingu. Var því gripið til
vítaspyrnukeppni og fór Ingibjörg
fyrst á punktinn og skoraði úr
spyrnunni. Reyndist það skamm-
góður vermir því Bröndby vann
vítakeppnina 5:4 og komst áfram í
16 liða úrslit. Var þetta síðasti leik-
urinn í 32 liða úrslitum.
Súr niðurstaða
fyrir Ingibjörgu
Morgunblaðið/Eggert
Meistaradeildin Ingibjörg Sigurð-
ardóttir er úr leik í keppninni.
Bæjarar bættu í gær við enn einum
bikarnum í bikarasafnið hjá sér í
München þegar Bayern München
sigraði í Heimsbikarkeppni fé-
lagsliða. Bayern mætti Tigres frá
Kólumbíu í úrslitaleiknum en
keppnin var útkljáð í Katar.
Benjamin Pavard skoraði sig-
urmarkið eftir stoðsendingu frá
Robert Lewandowski á 59. mínútu.
Bayern München hefur þá tvívegis
sigrað í keppninni en liðið vann
einnig árið 2013. Bayern sigraði í
Meistaradeildinni síðasta sumar án
þess að tapa leik.
Bikar bætist í
safnið í München
AFP
Fyrirliðinn Manuel Neuer fer fyrir
sínum mönnum í fagnaðarlátunum.
Arnari Þór Viðarssyni, landsliðs-
þjálfara karla í knattspyrnu, hefur
borist liðsauki því Knattspyrnu-
sambandið hefur komist að sam-
komulagi við Svíann Lars Lag-
erbäck um að gerast tæknilegur
ráðgjafi hjá karlalandsliðinu.
Lars Lagerbäck þarf vart að
kynna fyrir íslensku íþrótta-
áhugafólki en til upprifjunar má
nefna að hann var landsliðsþjálfari
frá 2011 til 2013 og komst Ísland þá í
umspil um sæti á HM 2014. Í fram-
haldinu stjórnuðu Lagerbäck og
Heimir Hallgrímsson liðinu saman
til 2016 og undir þeirra stjórn fór lið-
ið í 8-liða úrslit á EM 2016. Ári síðar
tók Svíinn við landsliði Noregs og lét
þar af störfum í fyrra. Lagerbäck er
72 ára og fyrr á ferlinum stýrði hann
landsliðum Svíþjóðar og Nígeríu.
„Lars býr yfir gríðarlegri reynslu
sem mun gagnast okkur vel í kom-
andi verkefnum. Hann þekkir ís-
lenska landsliðsumhverfið og okkar
kúltúr frá tíma sínum sem þjálfari
íslenska liðsins og hefur auðvitað
þjálfað önnur landslið og farið á
mörg stórmót. Ráðning Lars styrkir
starfsteymi liðsins enn frekar og
mun hjálpa okkur að ná okkar mark-
miðum,“ er haft eftir Arnari Þór í til-
kynningu frá KSÍ. Haft er eftir Sví-
anum að hann muni í starfi sínu
styðjast við tæknina á meðan ekki
hefur verið komið böndum á kór-
ónuveiruna. „Vonandi get ég ferðast
til Íslands á næstu mánuðum til að
taka enn virkari þátt í starfinu og til
að fínstilla samstarfið með Arnari og
starfsliðinu,“ er meðal annars haft
eftir Lagerbäck. kris@mbl.is
Lars Lagerbäck snýr
aftur til Íslands
Morgunblaðið/Eggert
Fögnuður Lars Lagerbäck á sviði á
Arnarhóli sumarið 2016. Gylfi Þór Sigurðsson og sam-
herjar í Everton fá verðugt verk-
efni í 8 liða úrslitum ensku bik-
arkeppninnar, FA Cup. Dregið
var í gærkvöld og andstæðingur
Everton verður topplið ensku úr-
valsdeildarinnar, Manchester City,
og fer leikurinn fram í Liverpool.
Leicester fær Manchester Unit-
ed í heimsókn, Chelsea tekur á
móti Sheffield United og Bour-
nemouth og Southampton mætast.
Leikirnir fara fram 20. og 21.
mars.
16 liða úrslitunum lauk í gær og
þá tryggðu Southampton og
Chelsea sér sæti í 8 liða úrslit-
unum. Southampton vann Wolves
á útivelli 2:0 með mörkum Danny
Ings og Stuart Armstrong.
Chelsea vann Barnsley 1:0 á úti-
velli en lét 1:0 nægja gegn B-
deildarliðinu. Tammy Abraham
skoraði eina markið á 64. mínútu.
AFP
Skoraði Tammy Abraham fagnar sigurmarki Chelsea í gær.
Everton mætir Manchester
City í 8-liða úrslitum