Morgunblaðið - 12.02.2021, Page 6
frá Arion banka, er þegar tilkynnt
var í vikunni um lokun útibúsins á
Blönduósi frá 5. maí næstkomandi.
Sveitarstjórn lýsti yfir miklum
vonbrigðum yfir skertri fjármála-
þjónustu við íbúa og fyrirtæki í
sveitarfélaginu og nágrenni og
gesti bæjarins. Jafnframt var því
hótað að færa viðskipti sveitarfé-
lagsins annað.
Minni spurn eftir þjónustu
Ástæðan fyrir lokun útibúa, þar
með útibúsins á Blönduósi, er að
spurn eftir þjónustu bankaútibúa
hefur minnkað á síðustu árum
enda er nú hægt að framkvæma
nánast allar aðgerðir með öðrum
og þægilegri leiðum. Í skriflegu
svari frá Arion banka segir að á
Blönduósi hafi mest spurn verið
eftir því að millifæra, taka út og
leggja inn seðla og greiða reikn-
inga. Þetta sé allt þjónusta sem
hægt sé að sinna með öðrum og
skilvirkari leiðum.
Ekkert starfsfólk missir vinn-
una á Blönduósi þar sem starfs-
fólk útibúsins á Sauðárkróki hefur
sinnt þjónustunni. Valdimar O.
Hermannsson, bæjarstjóri á
Blönduósi, bendir á að þjónustan
hafi verið dregin saman á undan-
förnum árum og ekki hafi verið
hægt að fá starfsfólk í það litla
starfshlutfall sem eftir var. Valdi-
mar telur að sveitarfélagið hafi
verið búið að ná samkomulagi við
Arion banka um hálfsjálfvirkt
útibú í verslunarmiðstöðinni í
kaupfélagshúsinu. Telur hann að
ástandið í kórónuveirufaraldrinum
hafi verið notað til að flýta þessari
þróun ennþá meira.
Hugsa þarf um 20 prósentin
Segir Valdimar að þótt margir
nýti sér heimabanka og aðra
bankaþjónustu á netinu þurfi eldri
borgarar, erlent vertíðarfólk í
sláturhúsi, ferðafólk og fyrirtækin
að hafa þjónustu starfsfólks á
staðnum.
Friðbert Traustason, formaður
Samtaka starfsmanna fjármálafyr-
irtækja, segir að þróunin sé eðli-
leg en telur fullgrimmt í hana far-
ið. Þótt meirihluti almennings geti
gert flest viðskipti með tækninni
megi þau 20 prósent sem út af
standa ekki gleymast. Á hann þar
sérstaklega við eldri borgara sem
ekki hafi þjálfun í notkun á tölvum
og sé jafnvel hrætt við að gera
mistök í heimabanka.
Þá þurfi margir af þeim tugum
þúsunda útlendinga sem hér
starfa mikla bankaþjónustu vegna
samskipta við heimalönd sín og
leiðbeiningar við aðlögun að þjóð-
félaginu hér. „Tölvur koma aldrei
alveg í staðinn fyrir lifandi ráð-
gjafa í bankanum,“ segir Friðbert.
Útibúum bankanna fækkað mjög
Margir allstórir staðir án bankaþjónustu eða búa við skerta þjónustu Mótmæla lokun útibúa
Bankarnir segja að spurn eftir þjónustunni hafi minnkað og fólk sæki þjónustuna á netinu
Útibú viðskiptabankanna
Kortagrunnur: Loftmyndir
Útibú
Hrað-
bankar
Landsbankinn 7 24
Arion banki 3 20
Íslandsbanki 3 20
Landsbankinn
Arion banki
Íslandsbanki
Útibú
Hrað-
bankar
Landsbankinn 27 38
Arion banki 12 24
Íslandsbanki 9 15
Útibú
Hrað-
bankar
Útibú og hrað-
bankar alls
Landsbankinn 34 62 96
Arion banki 15 44 59
Íslandsbanki 12 35 47Höfuðborgar-
svæðið
Heildarfjöldi útibúa
og hraðbanka
Utan höfuð-
borgarsv.
Ör þróun
» Upp úr aldamótum þegar
útibúanet banka og sparisjóða
var sem þéttast voru 170 útibú
starfandi.
» Í bankahruninu voru enn um
150 útibú og afgreiðslur en
þeim fækkaði ört með falli
sparisjóðanna og hagræðing-
araðgerðum bankanna eftir
hrun.
» Nú eru útibú viðskiptabank-
anna 61 og öll útibú og af-
greiðslur banka og sparisjóða
innan við áttatíu.
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Útibúum og afgreiðslum viðskipta-
bankanna þriggja hefur fækkað
mjög á undanförnum tveimur ára-
tugum. Nú er svo komið að útibú-
in eru alls um 60 talsins. Athygli
vekur að ríflega helmingur er á
vegum Landsbankans.
Arion banki og Íslandsbanki
hafa gengið harðar fram en
Landsbankinn í að sameina og
loka útibúum, ekki síður á höf-
uðborgarsvæðinu en landsbyggð-
inni. Þannig er hvor þessara
tveggja banka aðeins með þrjár
almennar afgreiðslur á þessu
stóra og fjölmenna landsvæði sem
nær frá Hafnarfirði í Mosfellsbæ.
Íslandsbanki er með níu útibú á
landsbyggðinni og Arion banki tólf
en Landsbankinn sker sig úr á því
svæði, eins og á höfuðborgarsvæð-
inu, er með 27 útibú.
Mótmæla skerðingu
Nú þegar eru margir allstórir
staðir á landsbyggðinni án banka-
þjónustu á staðnum eða búa við
mjög skerta þjónustu. Bankarnir
vísa fólki á að þeir veiti góða þjón-
ustu yfir netið.
Þegar dregið er úr þjónustu á
stöðum á landsbyggðinni gætir
óánægju viðskiptavina og það
kemur oft fram í viðbrögðum
sveitarstjórna þar sem lokun úti-
búa er mótmælt.
Dæmi um þetta er þegar Arion
banki ákvað á síðasta ári að loka
útibúi sínu á Kirkjubæjarklaustri.
Þá skrifuðu 300 íbúar undir mót-
mælabréf.
Annað nærtækara dæmi, einnig
Fjármál Arðsemi eigin fjár bankanna bæði eykst og dregst saman.
Samanlagður hagnaður viðskipta-
bankanna þriggja eykst milli ára.
Hann var 27,8 milljarðar króna árið
2019 en árið 2020 var hann samtals
29,7 milljarðar. Munurinn er næst-
um tveir milljarðar króna, eða sjö
prósent.
Þróunin milli ára er þó ólík þegar
bankarnir þrír eru bornir saman, en
hagnaður bæði Landsbankans og Ís-
landsbanka dregst þó nokkuð saman
á meðan hagnaður Arion banka
margfaldast. Þannig minnkar hagn-
aður Landsbankans milli ára um
42%, hagnaður Íslandsbanka dregst
saman um tuttugu prósent en hagn-
aður Arion banka rúmlega tífaldast,
en bankinn skilaði 1,1 milljarðs
hagnaði árið 2019 en hagnaðurinn
var 12,5 milljarðar árið 2020.
Arðsemi eigin fjár bankanna er
einnig ólík. Þannig jókst arðsemi
eigin fjár Arion banka töluvert á síð-
asta ári. Hún er nú 6,5 prósent en
var aðeins 0,6% árið 2019. Arðsemi
eigin fjár Landsbankans var 4,3% í
fyrra en var 7,9% árið á undan. Arð-
semi eigin fjár Íslandsbanka var
7,6% árið 2020 en var 4,8% árið á
undan.
Hagnaður bankanna um 30 milljarðar
Arion meira en tífaldaði hagnaðinn Hagnaður hinna bankanna dróst töluvert saman árið 2020
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021
Skoðið fleiri innréttingar á
innlifun.is
Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700
Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga innlifun.is ALVÖRU ELDHÚS
Guðrún Ragna
Garðarsdóttir,
framkvæmda-
stjóri Atlants-
olíu, var kjörin
formaður Félags
atvinnurekenda
(FA) á aðalfundi
félagsins í gær.
Magnús Óli
Ólafsson, for-
stjóri Innness, lét
af formennsku eftir fjögur ár í stóli
formanns.
Guðrún hefur setið í stjórn FA
undanfarin tvö ár. Hún hefur verið
framkvæmdastjóri Atlantsolíu frá
árinu 2008. Áður var hún aðstoð-
arfjármálastjóri fyrirtækisins. Guð-
rún starfaði þar á undan sem fjár-
málastjóri Heildverslunar Ásgeirs
Sigurðssonar. Guðrún Ragna er
með meistaragráðu í fjármálum frá
EADA í Barcelona á Spáni, MBA
frá Háskóla Íslands og er viðskipta-
fræðingur frá HÍ. Hún er gift og á
þrjú börn.
Nýr formaður Félags
atvinnurekenda
Guðrún Ragna
Garðarsdóttir