Morgunblaðið - 13.02.2021, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.02.2021, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 2021 FASTEIGNIR Fasteignablað Morgunblaðsins Efnistökin er t.d þessi: • Hvernig er fasteigna- markaðurinn að þróast? • Viðtöl við fólk sem elskar að flytja. • Hvernig gerir þú heimili tilbúið fyrir fasteignamyndatöku? • Viðtöl við fasteignasala. • Innlit á heillandi heimili. • Góðar hugmyndir fyrir lítil rými. Pöntun auglýsinga: Sigrún Sigurðurdóttir 569 1378 sigruns@mbl.is Bylgja Sigþórsdóttir 569 1148 bylgja@mbl.is KEMUR ÚT 26. feb Til að fyrirbyggja það að tveggja manna tal, t.d. í hanastéli, fari úrböndum og breytist í hávaðarifrildi, má komast af með eftirfarandiþrjú tilsvör:„Þú segir það.“ „Það er sjónarmið.“ „Það má deila um það.“ Ég ráðlegg mönnum sem vilja forðast óþarfa uppákomur á mannamótum að prófa þetta. Auðvitað verður slíkt samtal aldrei líflegt; jákvætt má þó telja að það stendur aldrei lengi. En fúkyrðaflaumur á netmiðlum er áhyggjuefni og sennilega erfitt að upp- ræta hann nema þá helst með þögninni. Hressileg rökræða er eftirsóknarverð, en það er eins og landinn sé ekkert mjög leikinn í þeirri list. Algengara er að menn skiptist á skotum og beiti kaldranalegri fyndni sem lyftir lundinni og getur orðið minnisstæð. Mér datt í hug á dögunum að leita í timarit.is að klausu í áramótagrein Bjarna Bene- diktssonar forsætisráðherra fyrir meira en hálfri öld – og viti menn: það kom í ljós að ég mundi hana nokkurn veginn orðrétt – og hef ég þó ekki gott minni. Bjarni ræddi þar um klofn- ing í Alþýðubandalaginu og kostulega atburðarás þar á bæ sem tengdist sér- framboði áhrifamanns innan bandalagsins vorið 1967. Í ljós kom eftir kosningarnar að hollir flokksmenn og klofningsmenn stóðu saman en ekki sundraðir þegar kom að nefndakjöri á alþingi (sjá Morgunblaðið 31. des. 1967). Eftir að hafa hæðst að andstæð- ingum sínum og talað um þessar vendingar þeirra sem „einhvern ljótasta skollaleik, sem þekkzt hefur í íslenzkum stjórnmálum“, skrifaði forsætisráð- herrann: „ og eru þó allar horfur á, að Alþýðubandalagið sé endanlega splundrað. Um það skal samt enginn vera viss, því að það er alkunnugt, að sumar óæðri lífverur skríða aftur saman, þó að búið sé að sundurlima þær.“ Rúmum tveimur mánuðum áður en þetta var skrifað hafði Magnúsi Kjart- anssyni, ritstjóra Þjóðviljans og nýkjörnum alþingismanni Alþýðubandalags- ins, verið veitt viðurkenning úr Móðurmálssjóði Björns Jónssonar ritstjóra og ráðherra (föður Sveins Björnssonar, forseta Íslands). Morgunblaðið birti um það hlutlausa frétt þann 10. okt. 1967. En sama dag birtist í blaðinu þessi klausa í öðru samhengi: „Magnús Kjartansson tekur sæti Einars Olgeirs- sonar, ekki litríkur persónuleiki eins og Einar, en maður sem hefur unnið sér landsfrægð fyrir skæðan penna og neyðarleg skrif um andstæðinga.“ Þess má geta að tíu árum áður en Magnús Kjartansson fékk umrædda við- urkenningu úr Móðurmálssjóði Björns Jónssonar, hlotnaðist Bjarna Bene- diktssyni, þá ritstjóra Morgunblaðsins, sami heiður. Andstæðingarnir Bjarni Benediktsson og Magnús Kjartansson voru á kaldastríðsárunum „skæðir pennar“, hvor á sínum miðli, helstu fulltrúar tveggja ósættanlegra hugsjóna. Þeir beittu kaldhæðni af mikilli list og gátu verið stórskemmtilegir. Stílvopnið kom þeim báðum, og einnig Birni Jóns- syni sem Móðurmálssjóðurinn er kenndur við, til æðstu metorða. Skæðir pennar Tungutak Baldur Hafstað hafstad.baldur@gmail.com Ítilefni af því að árið 2019 voru 75 ár liðin frá stofnunlýðveldis á Íslandi var stofnað til fimm ára átaks-verkefnis um þverfaglegar rannsóknir á ritmenn-ingu íslenskra miðalda. Ríkisstjórnin myndaði sjóð til að styrkja rannsóknir á þessu sviði, m.a. með því að efla rannsóknir á heimildum um ritunarstaði miðaldahandrita á Íslandi og þá sérstaklega á þeim lærdómsmiðstöðvum og klaustrum þar sem ritmenning blómstraði. Fyrstu styrkir voru veittir úr sjóðnum í fyrra. Að styrk- veitingunni kemur sérstök úthlutunarnefnd en Snorra- stofa í Reykholti annast umsýslu vegna verkefnisins. Hún auglýsti nýlega eftir umsóknum vegna styrkja ársins 2021 en í auglýsingu vegna þeirra segir að áætlað árlegt ráð- stöfunarfé sjóðsins sé 35 m.kr. á tímabilinu 2020 til 2024. Verkefnið skiptist í tvo verkþætti: Annars vegar að rannsaka menningarminjar og umhverfi tengt ritmenn- ingarstöðum miðalda og hins vegar handrita- og bók- menningu þeirra. Í fyrra runnu stærstu styrkirnir, 7 m. kr. hver styrkur, til rannsókna á þremur stöðum, styrkþegar voru: Elín Ósk Heiðarsdóttir fyrir hönd Fornleifastofnunar Íslands vegna verkefnisins Staðarhóll í Dölum: Höfuðból í minjum, sögu og sagnaritun, Steinunn Kristjánsdóttir fyrir hönd Há- skóla Ísland, vegna verkefnisins Þingeyraklaustur: Hjarta rit- menningar í fjórar aldir, og Helgi Þorláksson fyrir hönd Oddafélagsins vegna verkefn- isins Oddarannsóknin. Snorrastofa hefur umsýslu verkefnisins vegna þess að þar hefur á undanförnum ald- arfjórðungi verið unnið að því að festa menningarafrek miðalda í sessi með því að tengja þau sögustað, Reykholti í Borgarfirði, og minningu Snorra Sturlusonar. Starf Snorrastofu var forsenda Reykholtsverkefnisins sem reist er á fornleifarannsóknum og margvíslegum öðrum rann- sóknum til að leiða þennan forna stað inn í samtíðina og gefa honum nýtt gildi í krafti fortíðar. Við alla uppbygg- ingu höfðu sr. Geir Waage og samstarfsmenn hans allt frumkvæði, án sambýlis við Reykholtssöfnuð og sóknar- prest hefði Snorrastofa aldrei náð að dafna. Stofan stendur ekki aðeins að rannsóknum og umsýslu á innlendum vettvangi heldur einnig alþjóðlegum. Forn trúarbrögð Norðursins er verkefni sem birtist í sjö binda verki um norrænu goðafræðina á ensku. Bergur Þorgeirs- son, forstöðumaður Snorrastofu, hefur í 12 ár haldið utan um þetta mikla og metnaðarfulla verkefni og aflað til þess fjár. Rannsóknasjóður í Ástralíu styrkti það til dæmis veg- lega. Þess var minnst 1. desember 2020 að þann dag árið 1990 var Oddafélagið stofnað. Í Oddafélaginu eru áhugamenn um endurreisn menningar- og fræðaseturs að Odda á Rangárvöllum. Tilgangur félagsins er að gera Odda að miðstöð menningar á nýjan leik með áherslu á sögu stað- arins og mikilvægi hans um aldir. Oddafélagið hefur ráðið Friðrik Erlingsson rithöfund sem verkefnastjóra félagsins. Í vikunni birtist viðtal við Friðrik hér í blaðinu. Hann sagði að Oddafélagið stefndi að því að byggja nýja Odda- kirkju og menningar- og fræðasetrið Sæmundarstofu í Odda á Rangárvöllum. Mannvirkin og starfsemi í þeim yrði menningarmiðja Suðurlands. Þar yrði rúmlega þús- und ára sögu og mannlífs staðarins gerð skil. Aðeins eru tólf ár þar til 900 ára ártíðar Sæmundar fróða, frægasta sonar Odda, verður minnst. Sæmundur fróði er sveipaður dulúð áhrifamanns á bak við tjöldin. Margir hafa rýnt í sögu hans og nú hefur Ás- geir Jónsson seðlabankastjóri gefið út að næsta bók hans verði um Sæmund fróða. Friðrik Erl- ingsson segir að víða megi sjá fingraför Sæmundar. Framgangur ritmenning- arverkefnisins ber vott um ánægjulega grósku í rannsóknum og áhuga á menningarlegri gull- öld miðalda hér á landi. Víðtækur almennur áhugi á miðaldamenn- ingunni birtist meðal annars í fjölmenni sem sækir fyrir- lestra á vegum Miðaldastofu Háskóla Íslands. Gildi þess að geta tengt menningarafrekin við staði á borð við Reykholt og Odda er ómetanlegt og stuðlar að al- mennri kynningu og vitund um rætur menningarinnar og erindi hennar við samtímann. Á líðandi stund er til dæmis fráleitt að líta þannig á að fræði Snorra Sturlusonar höfði aðeins til þeirra sem horfa til fortíðar. Vitneskja um efni þeirra auðveldar skilning á verkum samtíðar. Krúnuleikarnir, Game of Thrones, runnu sitt skeið sem vinsæl og heimsfræg þáttaröð í sjónvarpi á árinu 2019. Þeir lifa þó enn í hugum margra. Skipulagðar eru ferðir um Ísland til að sjá hvar sum atriði í þáttaröðinni voru kvikmynduð. Hitt væri ekki síður merkilegt að kynna þræði sögunnar aftur til Snorra Sturlusonar á nútímalegri sýningu. Snorrastofa og Háskóli Íslands ýttu árið 2016 úr vör al- þjóðlegu rannsóknarverkefni: Heimskringla og fram- haldslíf Snorra Sturlusonar. Undir merkjum þess er leit- ast við að kortleggja hvernig verk Snorra lifa í bókmenntaverkum, tónverkum, teikni- og myndlist og kvikmyndum allt fram á þennan dag þegar dreifing þeirra eykst en minnkar ekki. Snorri Sturluson ólst upp hjá höfðingjum í Odda og hlaut þar menntun og menningu í arf frá Sæmundi fróða. Að endurvekja vitundina um afreksmenn íslenskrar menningar í alþjóðlegum straumum miðalda er verðugt og gefandi verkefni fyrir samtímann. Sæmundur fróði og Snorri Framgangur ritmenningarverk- efnisins ber vott um ánægjulega grósku í rannsóknum og áhuga á menningarlegri gullöld mið- alda hér á landi. Af innlendum vettvangi … Björn Bjarnason bjorn@bjorn.is ÍMorgunblaðinu 27. janúar 2021kennir Ólafur Sigurðsson, fyrr- verandi fréttamaður, nýfrjálshyggju um flest það, sem aflaga hefur farið í heiminum síðustu fimmtíu árin. En minna verður á, að þetta tímabil er eitthvert mesta framfaraskeið mannkynssögunnar: Fátækt hefur minnkað stórkostlega, hungurvof- unni verið bægt frá þrátt fyrir ótal hrakspár um hið gagnstæða, barna- dauði minnkað og margvísleg önnur stórvirki unnin í læknavísindum (nú síðast með hinni ótrúlega öru gerð bóluefna gegn kórónuveirunni frá Kína). Ólafur hefði gott af að lesa tvær bækur, sem komið hafa út um þetta á íslensku síðustu árin, Heim- ur batnandi fer eftir Matt Ridley og Framfarir eftir Johan Norberg. Hver er þá vandinn? Að sögn Ólafs er hann ójafnari dreifing auðs og tekna. Nú er það raunar rangt á heimsvísu. Alþjóðleg tekjudreifing (til dæmis mæld á kvarða Ginis) hef- ur orðið jafnari af þeirri einföldu ástæðu, að mörg hundruð milljónir manna hafa brotist úr fátækt í bjarg- álnir í suðrænum löndum. En hitt er rétt, að þessi dreifing hefur orðið ójafnari á Vesturlöndum. En það er ekki vegna þess, að hinir fátæku hafi orðið fátækari, heldur vegna hins að teygst hefur á tekjukvarðanum upp á við. Lífskjör allra tekjuhópa hafa batnað, en tekjur tekjuhæsta hóps- ins í flestum löndum hafa hækkað miklu meira og hraðar en tekjur sumra hópanna fyrir neðan hann. Ein skýringin er hnattvæðingin. Einstaklingar með sérstaka og ein- stæða hæfileika, til dæmis söngv- arar, leikarar, íþróttahetjur, upp- finningamenn og frumkvöðlar, hafa nú aðgang að miklu fjölmennari markaði en áður. Mikil breyting hef- ur líka orðið á hinum ríku. Fyrir fjörutíu árum höfðu um tveir þriðju milljarðamæringanna í heiminum erft auðæfi sín samkvæmt upplýs- ingum Forbes. Nú hefur þetta snúist við: um tveir þriðju þeirra hafa skap- að auðæfi sín sjálfir. Berum saman tvö lönd, sem við getum kallað Svíþjóð og Minnesota. Kjör hinna verst settu eru svipuð í löndunum tveimur, en munurinn sá, að hinir tekjuhæstu eru miklu tekju- hærri í Minnesota en Svíþjóð. Tekju- kvarðinn teygist þar miklu lengra upp á við. Í hvoru landinu myndi duglegt og áræðið fólk vilja búa? Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Nýfrjálshyggjan og tekjudreifingin Af innlendum vettvangi fellur niður Föst grein Styrmis Gunnarssonar, Af innlendum vettvangi, fellur niður í dag vegna veikinda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.