Morgunblaðið - 13.02.2021, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 2021
Inngangur: Sam-
kvæmt breska tímarit-
inu The Economist hef-
ur lýðræðið átt undir
högg að sækja víða um
heim á tímum kór-
ónuveirunnar. Þótt
tímaritið telji að Ísland
standi í fremstu röð lýð-
ræðisríkja tel ég að sú
ályktun gefi Íslend-
ingum ekki tilefni til of-
lætis. Á hátíðarmálþingi Orators 10.
febrúar sl. þar sem fjallað var um „Ís-
land og Evrópu“ færði ég fram varn-
aðarorð um að lýðræðisleg ásýnd
dugi skammt ef framkvæmd lýðræð-
isins er veikburða. Þar sem þetta efni
á brýnt erindi við allan almenning
birti ég ábendingar mínar hér til
áminningar um að heilbrigt lýðræði
grundvallast ekki á glysi í erlendum
miðlum, heldur virkri þátttöku al-
mennings með tilheyrandi aðhaldi og
gagnrýni.
Lýðræðið hvílir á stjórnar-
skrárvörðum rétti manna til sjálfs-
ákvörðunar, þ.e. að við séum fær um
og okkur sé treystandi til að mynda
okkur skoðun og taka ákvarðanir. Á
þessum grunni lýðræðis og sjálfs-
ákvörðunarréttar byggir einnig vald
ríkisins, enda er það sótt til þjóð-
arinnar og valdhafar fara með ríkis-
vald í umboði fólksins.
Lýðræðið er uppskriftin að því
hvernig fella má saman rétt lands-
manna til sjálfsákvörðunar og sam-
búð okkar í þjóðfélagi. Í þessu sam-
hengi eiga allir borgarar jafnan rétt
til að skapa og verja það sem kalla má
undirstöður góðs samfélags.
Frá frelsisstríði Bandaríkjanna
hefur þróunin hér á Vesturlöndum
stefnt að auknu lýðræði á þessum
grunni.
Samkvæmt framanskráðu er við-
urkennt að stjórnskipun Íslands
grundvallast á lýðræðislegum und-
irstöðum. Í því felst nánar m.a. að al-
menningur taki þátt í þjóðmála-
umræðu og stjórnmálastarfi.
Stjórnarskráin ver þennan rétt okk-
ar, sbr. ákvæði hennar um tjáning-
arfrelsi, fundafrelsi o.s.frv. Í sam-
ræmi við þetta kýs almenningur
fulltrúa á þing, en þingmenn setja lög
og svara til ábyrgðar gagnvart kjós-
endum. Þannig er búið til gagnvirkt
kerfi knýr gangverk lýðræðisins.
Ísland, EES og
stjórnarskrá lýðveldisins
Að gefnu tilefni hef ég ritað all-
nokkrar greinar á sl. árum til að
beina athyglinni að
þessum undirstöðum.
Til að minna á nauðsyn
þess að raunveruleg
tengsl, hvað varðar um-
boð og vald, séu milli ís-
lenskra kjósenda og
þeirra sem setja okkur
lagareglur.
Þegar ég var í laga-
deild HÍ var lögð mikil
áhersla á allt þetta. Í
því samhengi var mikið
rætt um nýtt mál sem
þá var að rísa við sjón-
deildarhringinn, þ.e. EES-samning-
inn. Spurt var: Felur hann í sér
framsal á ríkisvaldi, þannig að fram-
angreindu samhengi teljist raskað?
Til að verja fyrrgreindan grundvöll
stjórnskipunar okkar settu Íslend-
ingar fyrirvara í EES-samninginn
um það að við gætum hafnað löggöf
og reglum sem passa okkur ekki eða
samræmast ekki íslenskum þjóð-
arhagsmunum. Þetta var meginfor-
sendan fyrir því að við gengum inn í
EES.
Í þessu samhengi er rétt að minna
á að unnin voru tvö lögfræðiálit á sín-
um tíma, sem bæði fjölluðu um það
sama, þ.e. hvort aðild að EES fengi
samræmst stjórnarskrá lýðveldisins.
Báðir lögfræðingahóparnir voru sam-
mála um að við gætum ekki farið inn í
EES nema við hefðum neitunarvald
um hvaða tilskipanir við tækjum inn í
íslenskan rétt.
Af þessum sökum hringdu allar
viðvörunarbjöllur hjá mér þegar ég
sá hvernig standa átti að innleiðingu
þriðja orkupakka ESB 2019 (OP3) og
jafnvel fullyrt að Íslendingar gætu
ekki sótt um undanþágur! Ljóst var
að stór hluti almennings var á móti
innleiðingunni og hreyft var sjón-
armiðum um að OP3 fæli í sér fram-
sal ríkisvalds sem stæðist ekki stjórn-
arskrá. Gagnrýni var svarað með því
að færa athyglina að smáatriðum,
með útúrsnúningum eða með beinum
rangfærslum.
Þegar til kastanna kom var OP3
innleiddur með þingsályktun en ekki
formlegu lagasetningarferli. Látið
var að því liggja í umræðum innan og
utan þings að samningsbundið neit-
unarvald Íslands væri aðeins gilt í
orði en ekki á borði. Sú skemmri
skírn sem málið fékk á Alþingi varð
til þess að stjórnskipulegir varnaglar
um aðkomu forseta lýðveldisins voru
sniðgengnir og málið var aldrei borið
undir hann til samþykktar eða synj-
unar, sbr. ákvæði 26. gr. stjórnar-
skrárinnar nr. 33/1944.
Mér er tjáð að nú sé svo komið að
hátt hlutfall nýrra lagareglna öðlist
gildi með þessum óvandaðri hætti. Ef
satt er, þá má sú þróun teljast verð-
ugt rannsóknarefni fyrir lögfræð-
inga. Hver eru þá rökin fyrir því að
þingsályktun sé veitt sama gildi og
lögum sem hlotið hafa þinglega og
stjórnskipulega rétta meðferð?
Stenst þessi framkvæmd gagnvart
lögum nr. 55/1991 um þingsköp Al-
þingis? Stenst hún stjórnlög? Með
innleiðingu þriðja orkupakka ESB
samþykkti Alþingi að tilskipanir ESB
á því sviði skuli gilda hér sem laga-
heimildir og Alþingi viðurkenndi í
framkvæmd að ekki væri nokkur leið
að breyta þessum tilskipunum. Við
stöndum m.ö.o. frammi fyrir því að
Alþingi hefur gengið svo langt að við-
urkenna að útilokað sé að þaðan komi
minnsta breytingartillaga við efni
slíkra tilskipana. Ef Alþingismenn
nálgast innleiðingu EES-réttar með
slíku hugarfari, þ.e. að Ísland hafi í
reynd ekki neitunarvald, þá er veru-
leikinn sá að við getum breytt öllum
lögum sem eru í gildi hérlendis, nema
þeim sem eiga stoð í EES-samn-
ingnum, vegna þess að við höfum
engan aðgang að því valdi sem setur
reglur á grundvelli EES. Lesendur
þurfa ekki að vera mjög vel að sér í
lögfræði til að skynja háskann í slíku
fyrirkomulagi.
Umræðan um málið, bæði í fjöl-
miðlum og á Alþingi, einkenndist af
skoðanahroka, einstrengingshætti og
valdboði, m.ö.o. af allt öðru en frjáls-
lyndi, sem þó var notað sem skraut-
fáni þeirra sem mæltu með innleið-
ingunni. Framgangan var í stuttu
máli í bága við þær undirstöður sem
ég nefndi hér fyrst.
Þegar ég svo var kallaður fyrir
þingnefnd rann upp fyrir mér að nán-
ast allir flokkar töluðu einni röddu.
Málefnalegri gagnrýni var hafnað án
viðunandi röksemda. Sjónarmiðum
um þróun Evrópuréttar og áhrifa-
leysi EES-ríkja var svarað út í hött.
Enda fór svo að málið var keyrt í
gegn.
Alvarlegast er þó sennilega það, að
þrátt fyrir alla þá athygli sem beind-
ist að OP3 þá náði stóra álitamálið,
þ.e. veik staða íslenska lýðveldisins –
og íslensks lýðræðis – innan EES,
ekki almennilega upp á yfirborðið. Ís-
lendingar hafa enn ekki vaknað til
vitundar um þá varasömu stöðu sem
hér er uppi.
Í kjölfarið hef ég velt því upp af
fullri alvöru hvort við stöndum mögu-
lega frammi fyrir því að einhver ný
tegund stjórnarfars sé að ryðja sér til
rúms, þar sem valdið kemur ekki
lengur frá þjóðinni, heldur að ofan;
frá miðstýrðu, fjarlægu yfirþjóðlegu
embættisvaldi, þar sem samnings- og
lagaákvæði eru aðeins til skrauts, þar
sem menn taka sér vald í krafti emb-
ættis og sæta sjálfir engri valdtempr-
un. Að þessum sjónarmiðum hefur nú
nýlega verið vikið í almennri umræðu
með því að gefa í skyn að þau séu
fornfáleg, afturhald, furðuleg og að
menn megi ekki verða „steintröll“.
Þjóðaröryggismál
Umfjöllun um veika stöðu Íslands
á vettvangi EES er ekki sett fram
vegna einverrar fortíðarþrár, heldur
vegna hagsmuna Íslands bæði í nútíð
og framtíð. Í reynd er hér um aug-
ljóst þjóðaröryggismál að ræða. Allir
mega sjá hversu óhollt og háskalegt
það er í reynd að búa þannig um
hnútana að enginn tempri valdið. Í
ljósi framanritaðs hafa grandvarir
menn lýst áhyggjum af því að Íslend-
ingar séu nú, á grundvelli EES og
MSE, að selja burtu fullveldið í sneið-
um og játast undir það að erlendar
stofnanir sölsi undir sig vald sem
stjórnarskrá okkar ætlar íslenskum
yfirvöldum einum.
Hvaðan er aðhalds að vænta þegar
svona er komið? Getum við gengið að
því vísu að Íslendingum sé betur
borgið í umsjá erlendra embættis-
manna og yfirþjóðlegra stofnana en
lýðræðislega kjörinna handhafa ís-
lensks löggjafarvalds og ráðherra
sem bera ábyrgð gagnvart þingi og
þjóð? Getur örríki eins og Ísland ekki
tryggt hagsmuni sína í alþjóðlegu
samstarfi án þess að fórna fullveldi
sínu? Þessu má mögulega svara með
skírskotun til reynslu okkar af
NATO. Aðild Íslands að NATO hefur
reynst okkur happadrjúg og ekki
skert fullveldisrétt okkar, eins og
margir spáðu þó. Norrænt samstarf,
með aðkomu Eystrasaltsþjóðanna
sem hafa sjálfstæðan hag af slíku
samstarfi, má einnig teljast haldreipi
í hinum alþjóðlega ólgusjó.
Lýðræðið er ekki úrelt
Alþjóðlegt samstarf hlýtur að eiga
að vera á jafnréttisgrunni, en ekki á
grundvelli þegnskapar. Ég vona að
enginn maður sem hefur sjálfsvirð-
ingu framselji sjálfsákvörðunarrétt
sinn til þess eins að geta kallast „nú-
tímalegur“. Með sama hætti getur
engin þjóð gengist erlendu valdi á
hönd með yfirborðsskírskotun til
„framþróunar“. Innihaldsleysi og
skrum megna ekki að leysa upp hið
flókna en dýrmæta samhengi frelsis
og ábyrgðar.
Miklir hagsmunir eru við það
bundnir að Íslendingar átti sig á
þeirri undiröldu sem mótar opinbera
umræðu. Vísbendingar eru nú um að
þar styrkist straumar sem eru ekki
lýðræðislegir og hirða ekkert um
klassískt frjálslyndi, heldur sigla
áfram undir flaggi gervifrjálslyndis
og gervilýðræðis.
Eru þetta stórar yfirlýsingar?
Ekki stærri en svo að ég fann óvænt-
an stuðning við þetta í bók sem ég
rakst á eftir að hafa skrifað síðustu
grein mína um þetta efni. Bókin heit-
ir Framfaragoðsögnin og er eftir
finnska heimspekinginn Georg Hen-
rik von Wright (fyrst útg. 1993). Ég
læt fylgja nokkrar tilvitnanir sem
eiga vel við í því samhengi sem hér
um ræðir:
„Bandalag vísinda, tækni og iðn-
aðar mætti nefna tækniveldi. Til-
hneiging þess er að verða alþjóðlegt
og hafið yfir landamæri. Þar með
verður það einnig sífellt óháðara því
félagslega og pólitíska kerfi sem
þróast hefur innan þjóðríkjanna og
reist er á menningarlegum og þjóð-
ernislegum venslum. Aukin spenna
milli hins þjóðlega og hins yfirþjóð-
lega, milli hins pólitíska stjórn-
arforms og tækniveldisins, er eitt af
dæmigerðum þjóðfélagseinkennum
menningarinnar í lok tuttugustu ald-
ar.“ (Bls. 102)
„[…] við lifum á tímum þegar
tækniveldið er um það bil að taka
völdin af pólitíska kerfinu. Ákvarð-
anir sem teknar eru innan hins síð-
arnefnda eru oft aðeins staðfesting á
því sem hrundið hefur verið í fram-
kvæmd innan hins fyrrnefnda.“ (106)
„[…] Í hinu ríkisrekna mennta-
kerfi kemur hugtakið þjálfun (til
starfs) í stað hugtaksins menntun
(ræktun einstaklinganna). Á sam-
svarandi hátt er sjálfstæði ein-
staklingsins ógnað af nauðsyn þess að
laga sig að þvingun almennings-
álitsins og reglum sem hann á sjálfur
enga hlutdeild í að móta og skilur iðu-
lega hvorki upp né niður í. Ein-
staklingarnir fjarlægjast ópersónu-
legar, félagslegar stofnanir sem stýrt
er af sjálfbirgingslegum skriffinnum.
Lífheimurinn þrengist og hið raun-
verulega frelsi er skert og fær á sig
mynd sjálfsupptekinnar dýrkunar á
ytri táknum stöðu og velmegunar í
mynd munaðarvöru og efnalegra
gæða.“ (106-107)
„Tækniveldið stefnir að heims-
umsvifum, um allan hnöttinn, milli
ríkja eða öllu heldur þvert yfir landa-
mæri. Pólitíska kerfið er samkvæmt
hefð skipulagt innan þjóðríkja. Með
einföldun má kalla stjórn tækniveld-
isins tækniræði, stjórn pólitíska kerf-
isins lýðræði. Milli þessara tveggja
stjórnkerfa ríkir margs konar
spenna. [ …] hið þjóðlega pólitíska
kerfi er á góðri leið með að hverfa inn
í hið hnattræna tækniveldi. Ríkis-
stjórnum og þjóðþingum er stillt upp
gagnvart veruleika sem þau hafa átt
lítinn eða engan þátt í að skapa en
neyðast þó til að aðlaga framtíð-
arákvarðanir sínar eftir afleiðingum
hans og kröfum. Hið pólitíska kerfi er
þannig milli steins og sleggju, annars
vegar er fólkið eða kjósendurnir sem
það hefur þegið umboð sitt frá og
hins vegar er þrýstingur ákveðinna
afla sem ríkisstjórnir þjóðríkjanna
hafa engin yfirráð yfir. Þetta skapar
trúnaðarbrest milli fólksins og þjóð-
kjörinna fulltrúa þess. Eitt af sjúk-
dómseinkennunum er það sem í dag-
legu tali kallast leiði á stjórnmálum
og stjórnmálamönnum. Alvarlegara
er að kjósendur hætti að treysta því
að hinar lýðræðislegu stjórnarstofn-
anir séu þeirra leið til að taka þátt í
ákvörðun þess sem gera skal. Upp
kemur ástand sem ekki er ofmælt að
kalla kreppu lýðræðisins (leturbr.
mín). Einstaklingurinn, sem lítur
ekki lengur á sig sem borgara í þjóð-
félagi þar sem vilji hans eða hennar á
aðild að ákvörðunum, verður í staðinn
einangruð einkapersóna sem mænir
á sína eigin spegilmynd.“ (124-125)
Lokaorð
Til eru orðin stór, alþjóðleg fjár-
mála- og hagsmunaöfl sem vilja seil-
ast til áhrifa á vettvangi lýðræðisins,
upplýsinga- og menntamála, hag-
stjórnar og löggjafar, þ.e. inn á svið
sem þó eiga ekki að vera eign hópa
eða hreyfinga, eins og stundum gerist
í einræðisríkjum, heldur tilheyra al-
menningi. Varðstaðan felur í sér að
ekki verði hróflað við grunnstoðum
frelsis, lýðræðis o.fl. Ný ánauð kynni
að vaxa til einhvers sem ekki er betri
en ánauð fyrri tíma.
Grein þessi hófst á umfjöllun um
sjálfsákvörðunarrétt manna og þjóða.
Um lýðræðið. Lesandinn er hvattur
til að rýna í gegnum yfirborð dag-
legrar umræðu í því skyni að greina
þá strauma sem þar bærast. Á end-
anum stöndum við sem einstaklingar
– og sem þjóð – frammi fyrir vali um
hvort við viljum verja og vernda þann
grundvöll sem um ræddi hér í upp-
hafi, þ.e. sjálfsákvörðunarrétt og lýð-
ræði. Ef menn velja að gangast öðr-
um mönnum, þjóðum eða hags-
munum á hönd, þá verður það a.m.k.
að vera meðvituð upplýst og lýðræð-
isleg ákvörðun. Sjálfsákvörðunar-
réttur verður ekki varinn með því að
taka upp stjórnlyndi – og lýðræðið
verður ekki varið með því að taka upp
annað stjórnarform.
Eftir Arnar
Þór Jónsson » Varðstaðan felur í
sér að ekki verði
hróflað við grunn-
stoðum. Ný ánauð kynni
að vaxa til einhvers sem
ekki er betri en ánauð
fyrri tíma.
Arnar Þór Jónsson
Höfundur er héraðsdómari.
Kreppa lýðræðisins?
Margt hefur verið
reynt til að fá karl-
menn til að opna sig
meira tilfinninga-
lega. Að þora að
sýna veikleika og
leita sér aðstoðar í
veikindum eins og
krabbameini, en átta
af tíu körlum með
krabbamein leita
eingöngu eftir stuðn-
ingi frá maka.
Kvennagildrur
Gjarnan er talað um kvenna-
gildrur þegar bent er á kerf-
isbundnar hindranir sem aftra því
að konur nái jöfnuði á við karla.
Dæmi um þetta er þegar hjón
ákveða að konan þurfi að taka út
meirihluta fæðingaorlofs vegna
þess að karlinn hafi hærri laun.
Þetta verður spádómur sem upp-
fyllir sig sjálfkrafa. Afleiðingin
verður að konur eru lengur frá
launavinnu en karlar.
Flestir gera sér grein
fyrir þessu.
Karlagildrur
Færri gera sér grein
fyrir því að það eru
líka til karlagildrur þar
sem karlmennsku-
ímyndin heftir karla í
að leita sér aðstoðar í
veikindum. Þetta á ekki
síst við um karla í
stjórnunarstörfum.
Dæmi um þetta var
þegar Sverker Göranson yfirhers-
höfðingi Svía keyrði sig í þrot fyrir
nokkrum árum og fór í veikinda-
leyfi í kjölfarið. Það leið ekki á
löngu áður en háðsglósur fóru að
heyrast í fjölmiðlum, meðal annars
frá þekktum háttsettum konum.
Innihaldið var eitthvað á þá leið að
það væri augljóst að aumingja
maðurinn hefði ekkert stressþol.
Undir þetta tók einn helsti háðsá-
deiluþáttur sænska ríkisútvarpsins
(Public service). Undirtónninn var
sá að það væri ekki sæmandi karl-
manni, hvað þá hershöfðingja, að
vera að þessu væli.
Mottumars 2021
Krabbameinsfélagið helgar
marsmánuð ár hvert andlegri og
líkamlegri heilsu karla. Að þessu
sinni verður aftur brugðið á leik
og karlmenn hvattir til að safna
skeggi með áherslu á yfirvara-
skeggið, mottuna. Gleðilegan
Mottumars.
Karlagildran og
yfirhershöfðinginn
Eftir Ásgeir R.
Helgason »Dæmi um þetta var
þegar Sverker Gör-
anson yfirhershöfðingi
Svía keyrði sig í þrot
fyrir nokkrum árum og
fór í veikindaleyfi í kjöl-
farið.
Ásgeir R. Helgason
Höfundur er dósent í sálfræði við HR.
Sérfræðingur hjá Krabbameinsfélag-
inu.
asgeir@krabb.is