Morgunblaðið - 13.02.2021, Blaðsíða 44
Lífljómun nefnist fræðslu-
sýning sem opnuð hefur
verið í Náttúru-
fræðistofu Kópavogs.
Sýningin er gerð af
Ríkeyju Hlín Sævars-
dóttur, yfirnáttúru-
fræðingi Náttúru-
fræðistofu, og Dagrúnu
Guðnýju Sævarsdóttur teikn-
ara. Í brennidepli eru „lífljómandi“
dýr – marglyttur, eldflugur, sæ-
djöflar,“ eins og segir í tilkynningu.
Á sýningunni má sjá tólf teikn-
ingar Dagrúnar Guðrúnar. Mynd-
unum „fylgir skemmtilegur
og áhugaverður fróðleikur
um eiginleika og innra
ljós veranna. Úti á túni
fyrir framan Náttúru-
fræðistofu er yndislegur
ratleikur fyrir fjöl-
skyldur þar sem þær geta
rekist á verurnar ljómandi.
Leikurinn teygir sig alveg upp
að Kópavogskirkju og hentar sér-
staklega vel þegar tekið er að
rökkva og vasaljósið fær að fljóta
með í för,“ segir í tilkynningu frá
Kópavogsbæ.
Lífljómun í Náttúrufræðistofu Kópavogs
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 2021
»Sigurgeir Agnarsson sellóleikari flutti selló-
konsert Josephs Haydns á tónleikum Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands í Eldborg Hörpu á fimmtudag
undir stjórn Evu Ollikainen, aðalhljómsveitar-
stjóra sveitarinnar. Ollikainen stjórnar fimm tón-
leikum SÍ til viðbótar á næstu þremur vikum.
Sellókonsert Haydns fluttur á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Listafólk Sigurgeir Agnarsson sellóleikari og Eva Ollikainen hljómsveitarstjóri hneigja sig með hljómsveitinni í Eldborg Hörpu.
Tilhlökkun Angela Georgina Roberts og Eydís Dóra Sverrisdóttir. Eftirvænting Halla Hreggviðsdóttir og Þórunn Ólöf Sigurðardóttir.
Alda Rose Cartwright opnar mynd-
listarsýninguna Reminiscence/
Endurlit í sal Íslenskrar grafíkur í
Tryggvagötu 17 í dag, laugardag,
kl. 14.
Samkvæmt tilkynningu frá sýn-
ingarstað birta verkin á sýningunni
„mynd náttúrufyrirbæra sem eru
einangruð frá sínu náttúrulega um-
hverfi og veitir þeim ákveðið
þyngdarleysi í yfirnáttúrulegum
helgiljóma. Myndefnið hefur
fígúratívan eiginleika með ýktu
litaskema.“ Verkin eru öll unnin í
annaðhvort vatnslit eða olíu.
Sýningin stendur yfir til 28. febr-
úar. Opið er frá laugardegi til
þriðjudags á milli kukkan 14 og 17.
Kuðungur Ein mynda Öldu Rose Cart-
wright á sýningu í sal Íslenskrar grafíkur.
Endurlit Öldu Rose
hjá Íslenskri grafík
Sigurður Árni
Sigurðsson verð-
ur með leiðsögn
um sýningu sína
ÓraVídd á Kjar-
valsstöðum á
morgun, sunnu-
dag, kl. 14.
Vegna samkomu-
takmarkana þarf
að skrá þátttöku
sína og fer
skráning fram á vef Listasafns
Reykjavíkur. „Sigurður Árni á að
baki áhugaverðan listferil og hefur
hann útfært verk sín með fjöl-
breyttum hætti. Hann hefur alla tíð
spunnið stef við málverkið og tekist
á við eiginleika þess miðils,“ segir í
tilkynningu frá safninu.
Leiðsögn um
ÓraVídd á morgun
Sigurður Árni
Sigurðsson
Undirlög nefnist einkasýning sem
Sunneva Ása Weisshappel hefur
opnað í Þulu listgalleríi á Hjarta-
torgi, gengið inn frá Laugavegi.
Sunneva útskrifaðist af myndlistar-
braut við Listaháskóla Íslands
2013. Málverk, gjörningar, innsetn-
ingar, myndbönd, búningar og leik-
myndahönnun hafa verið tjáningar-
form Sunnevu og hefur hún hlotið
fjölda verðlauna og tilnefninga fyr-
ir verk sín.
Í sýningunni Undirlög sýnir
Sunneva verk sem unnin eru í ferli.
„Strigi sem er saumaður saman og
hvert lag meðhöndlað á ólíkan
máta. Saman mynda lögin verk sem
er marglaga, hrátt og tímatengt.
Striginn verður eins konar gjörn-
ingur og það sem gerist inni í
stúdíóinu hefur ekki fastmótaðan
upphafspunkt og er skapað í flæði,“
segir í tilkynningu frá Þulu.
„Viðfangsefni mín í málverkinu
eru efni lifandi stunda og ytra og
innra ástand manneskjunnar. Ég
vinn með samruna hugans og lík-
ama og nota lífið sem rannsóknar-
vettvang,“ segir Sunneva um verk
sín í sömu tilkynningu.
Sunneva sýnir
Undirlög í Þulu
Sunneva Ása Weisshappel sýnir í Þulu.
Starfsmaður Samtímalistasafns Strasbourg í Frakk-
landi, MAMCS, stendur við kassa sem búið er að pakka
listaverkum í en í baksýn sést skúlptúrinn „Elizabeth,
Nana“ eftir fransk-bandarísku listakonuna Niki de Sa-
int Phalle í einum sýningarsalanna. Í vikunni var unnið
að því að taka niður viðamikla sýningu í safninu sem
hafði verið tileinkuð franska rithöfundinum Joris-Karl
Huysmans. Öllum sýningum lýkur einhvern tímann en
það sem gerði þessa sýningu, sem sett var upp í sam-
starfi við Musee d’Orsay í París, óvenjulega er að sýn-
ingin var sett upp í október og síðan tekin niður núna,
nær fjórum mánuðum seinna, án þess að nokkur gestur
hefði fengið að sjá hana. Ástæðan er kórónuveiru-
faraldurinn en aldrei fékkst leyfi til að hleypa gestum í
safnið. Nú varð samt að skila verkunum til eigenda eins
og samið hafði verið um.
AFP
Sýning sem enginn fékk að sjá