Morgunblaðið - 13.02.2021, Side 40

Morgunblaðið - 13.02.2021, Side 40
40 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 2021 Breiðablik fer liða best af stað í Lengjubikar karla í fótbolta í ár. Liðið vann öruggan 4:0-sigur á Leikni Reykjavík á Kópavogsvelli í gærkvöldi. Höskuldur Gunnlaugs- son, Thomas Mikkelsen, Davíð Ingvarsson og Viktor Karl Einars- son voru allir á skotskónum hjá Breiðabliki. Þróttur vann Fjölni 4:3 í Laugar- dal, Víkingur Reykjavík og KR skildu jöfn, 1:1, á Víkingsvelli og Afturelding vann öruggan 3:0-sigur á Víkingi frá Ólafsvík á heimavelli sínum í Mosfellsbæ. Breiðablik skor- aði fjögur mörk Morgunblaðið/Eggert Skotskór Höskuldur Gunnlaugsson skoraði eitt marka Breiðabliks. Pólska knattspyrnufélagið Lech Poznan staðfesti í gærkvöldi komu Arons Jóhannssonar til félagsins. Framherjinn skrifaði undir samning við félagið sem gildir út árið, með möguleika á átján mánaða framleng- ingu. Aron skoraði tólf mörk í 22 leikjum í sænsku úrvalsdeildinni með Hammarby á síðustu leiktíð en hefur verið án félags síðustu mánuði. Aron, sem er uppalinn í Grafarvogi, fæddist í Bandaríkjunum og hefur leikið 19 landsleiki fyrir Bandaríkja- menn. Lech Poznan er í tíunda sæti pólsku úrvalsdeildarinnar. Ljósmynd/Lech Poznan Pólland Aron Jóhannsson er kom- inn til Lech Poznan í Póllandi. Aron kominn til Lech Poznan KÖRFUBOLTI Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Bandaríski skotbakvörðurinn Ty Sabin hefur komið eins og storm- sveipur inn í Domino‘s-deild karla í körfuknattleik á tímabilinu. Í fyrsta leik hans, naumu tapi gegn Tinda- stóli, stimplaði hann sig rækilega inn með því að skora 47 stig. Eftir það hefur það talist til tíðinda ef Sabin hefur ekki skorað í kringum 30 stig í leik. Hann er enda með besta stiga- meðaltalið í deildinni, 28,7 stig, auk þess að vera stigahæstur með 258 stig í níu leikjum. Sabin hefur verið drjúgur í stigaskorun á ferli sínum og setti fjöldann allan af metum á háskólaárum sínum, þar sem hann lék fyrir Ripon Red Hawks í Ripon- háskólanum í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum. Þá var Sabin stigahæstur allra með 731 stig í 33 leikjum í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili þegar Wetterbygden Stars lenti nokkuð óvænt í 5. sæti deildarinnar. Í haust samdi hann svo við KR en spilaði ekki sinn fyrsta leik fyrr en í janúar vegna frestunar Íslands- mótsins af völdum kórónuveiru- faraldursins. En hvernig kom það til að Sabin endaði hjá KR og samdi út tímabilið? „Ég og umboðsmaðurinn minn vorum að leita að stöðum fyrir mig að fara til og það var svolítið erf- iðara vegna kórónuveirunnar, vegna þess að sumar deildir voru ekki að spila yfirhöfuð og aðrar voru að byrja seint. Þess vegna var töluvert meiri óvissa en venjulega, en við vorum ánægðir með tilboðið frá KR. Við áttum að byrja í október, það gekk augljóslega ekki eftir þegar tímabilinu var frestað fram til jan- úar. Ég skrifaði undir samninginn, fór heim og kom mér í gott stand, kom aftur í janúar og núna erum við að spila á fullu, sem ég er mjög ánægður með. Þannig æxlaðist þetta,“ segir Sabin í samtali við Morgunblaðið. Sigurhefð hjá KR Eftir að hafa útskrifast árið 2017 hefur hann spilað í Danmörku, Spáni og Svíþjóð áður en hann kom til Íslands. „Ég spilaði í þriðju deild í NCAA [bandaríska háskólabolt- anum] þannig að þegar ég útskrif- aðist úr háskóla þurfti ég í raun að sanna mig. Hann stóð sig vel í þriðju deild en hvernig mun hann standa sig í atvinnumennsku með stærri leikmönnum? Það gekk frekar vel í Danmörku, ég skoraði 17 stig að meðaltali þar. Svo var gott að vera á Spáni, það var mjög lærdómsríkt. Liðið okkar stóð sig verr en búist var við en við vorum með nokkra góða, reynslu- mikla leikmenn þannig að ég lærði heilan helling. Ég sá tækifæri þarna, fór að skora svolítið meira og varð líka skipulagðari og liðssinn- aðri í leik mínum. Það var góð reynsla. Svo fór ég auðvitað til Sví- þjóðar og náði að bæta minn per- sónulega leik nokkuð. Þetta hefur verið svona leiðin mín hingað til,“ segir hann. Sabin ber liðsfélögum sínum vel söguna og segir það augljóst að mik- il sigurhefð sé í herbúðum KR. „Þetta hefur verið frábært hingað til. Það er auðvitað svolítið öðruvísi að mæta til liðs og fara strax í að byrja leiki í stað þess að vera með langt undirbúningstímabil. Að venj- ast því var ekki endilega erfitt en það var öðruvísi. Sem betur fer eru allir strákarnir hérna afskaplega fínir. Þeir eru allir með eitt markmið og það er að vinna Íslandsmeistaratitilinn í júní. Það er augljóst að þeir hafa unnið mikið af titlum því það endurspeglast í kúlt- úrnum sem þeir hafa skapað sér. Það er gott að vera hluti af því. Þetta eru allt vinalegir strákar og okkur kemur mjög vel saman. Það er gott að hafa þannig hóp af leik- mönnum þegar umspilið hefst.“ Sabin sjálfur er vitanlega með sama markmið og liðsfélagar hans. „Það er markmiðið okkar að vinna Íslandsmeistaratitilinn, að vinna þann sjöunda í röð. Það er það sem við tölum um og það er sem það við vinnum að.“ Hver einasti leikur erfiður Aðspurður segir hann Domino‘s- deildina vera erfiða, en að það sé eitthvað sem honum líki vel. „Hún er góð og erfið. Hver einasti leikur er stríð. Það skiptir ekki máli þó maður spili við sigurlaust lið eða topplið, ef þú ert ekki klár í slaginn verður þér skellt. Ég kann mjög vel við það. Þú getur ekki gert neitt með hálfum hug, þú verður að vera tilbúinn að spila, annars verður þetta erfitt fyrir þig. Það er eftirlæti mitt við deildina, hversu samkeppn- ishæf og erfið hún er.“ Hvað telur Sabin að framtíð hans beri í skauti sér? „Ég reyni að hafa ekki of miklar áhyggjur af því. Það hljómar eins og klisja en ég tek bara einn dag fyrir í einu og velti því fyrir mér hvernig ég ætli að tækla næsta dag, hvernig ég geti orðið betri næsta dag. Ef þú hugsar vel um smáatriðin þá munu stærri atriðin sjá um sig sjálf. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að svara þessari spurn- ingu þar sem ég tek raunverulega bara einn dag í einu og þegar allt kemur til alls trúi ég því að það sem er ætlað að gerast gerist.“ Það er í það minnsta ljóst að hann stefnir hærra. „Mig langar bara að halda áfram að bæta leik minn og fara upp á við. Hvort sem það yrði í Evrópudeildinni eða annars staðar. Ég veit það ekki alveg og svo vil ég ekki setja óþarfa pressu á sjálfan mig. Maður veit aldrei en ég er alla- vega spenntur fyrir framtíðinni,“ segir Ty Sabin að lokum í samtali við Morgunblaðið. Ætlum að vinna sjöunda Ís- landsmeistaratitilinn í röð Morgunblaðið/Árni Sæberg Öflugur Sabin er stigahæstur í deildinni í vetur og er hér í leiknum gegn Stjörnunni á fimmtudag.  Bandaríkjamaðurinn skorar og skorar  Deildin samkeppnishæf og erfið Tyler Sabin » Staða: Skotbakvörður » Fæddur: 15. október 1994 í Nýju-Berlín, Wisconsin, Banda- ríkjunum » Lék með Ripon-háskólanum í Bandaríkjunum og skoraði þá 26 stig að meðaltali í 3. deild NCAA. » Hefur sem atvinnumaður leikið með Hørsholm 79ers í Danmörku, Leyma Básquet Coruña á Spáni og Wetter- bygden Stars í Svíþjóð. » Hefur leikið níu leiki með KR í vetur og skorað 28,7 stig að meðaltali í leik. Þýskaland RB Leipzig Augsburg ............................. 2:1  Alfreð Finnbogason lék ekki með Augs- burg vegna meiðsla. Staðan: Bayern München 20 15 3 2 58:26 48 RB Leipzig 21 13 5 3 37:18 44 Wolfsburg 20 10 8 2 32:19 38 Eintr.Frankfurt 20 9 9 2 41:29 36 Leverkusen 20 10 5 5 37:21 35 Dortmund 20 10 2 8 39:29 32 Mönchengladb. 20 8 8 4 37:31 32 Freiburg 20 8 6 6 35:33 30 Union Berlin 20 7 8 5 34:25 29 Stuttgart 20 6 7 7 37:34 25 Werder Bremen 19 5 7 7 24:27 22 Hoffenheim 20 6 4 10 30:37 22 Augsburg 21 6 4 11 21:34 22 Köln 20 5 6 9 20:33 21 Hertha Berlín 20 4 5 11 25:36 17 Arminia Bielefeld 19 5 2 12 15:32 17 Mainz 20 3 4 13 19:40 13 Schalke 20 1 5 14 15:52 8 Ítalía Bologna Benevento ................................. 1:1  Andri Fannar Baldursson var allan tím- ann á varamannabekk Bologna. Danmörk B-deild: Fredericia................................................. 4:0  Elías Rafn Ólafsson var ekki í leik- mannahópi Fredericia.  Dominos-deild karla Njarðvík – ÍR........................................ 95:80 Valur – Keflavík.................................... 85:72 Staðan: Keflavík 10 8 2 914:815 16 Þór Þ. 10 7 3 984:876 14 Stjarnan 10 7 3 952:879 14 KR 10 6 4 915:929 12 Njarðvík 10 5 5 862:872 10 ÍR 10 5 5 886:896 10 Tindastóll 10 5 5 922:926 10 Grindavík 10 5 5 874:911 10 Valur 10 4 6 813:839 8 Höttur 10 3 7 888:941 6 Þór Ak. 10 3 7 876:934 6 Haukar 10 2 8 833:901 4 1. deild karla Álftanes – Skallagrímur ...................... 87:61 Breiðablik – Sindri ............................... 99:79 Hamar – Hrunamenn......................... 132:92 Staðan: Álftanes 8 6 2 704:630 12 Breiðablik 7 6 1 683:589 12 Hamar 6 5 1 620:542 10 Sindri 7 3 4 598:593 6 Vestri 7 3 4 622:666 6 Skallagrímur 7 2 5 577:599 4 Fjölnir 5 2 3 445:462 4 Hrunamenn 7 2 5 597:715 4 Selfoss 6 1 5 450:500 2 Spánn B-deild: Real Canoe – Forca Lleida ................. 68:93  Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði 10 stig, tók tvö fráköst og gaf þrjár stoðsend- ingar á 25 mínútum með Canoe. Þýskaland Bayern München – Fraport ............... 84:58  Jón Axel Guðmundsson skoraði sjö stig, tók þrjú fráköst og gaf tvær stoðsendingar fyrir Fraport á 21 mínútu. Litháen Alytaus Dzukija – Siaulai ................... 87:81  Elvar Már Friðriksson skoraði 24 stig, gaf fimm stoðsendingar og tók tvö fráköst hjá Siaulai á 30 mínútum. NBA-deildin Golden State – Orlando.................... 111:105 Portland – Philadelphia ................... 118:114 Boston – Toronto .............................. 120:106 Houston – Miami ................................ 94:101 Detroit – Indiana ................................ 95:111   HANDKNATTLEIKUR Olís-deild karla: Vestmannaeyjar: ÍBV – KA...............S13:30 Höllin: Þór Ak – Grótta ......................S16:30 Safamýri: Fram – Selfoss...................S19:30 Austurberg: ÍR – Afturelding ...........S19:30 Olís-deild kvenna: Vestmannaeyjar: ÍBV – HK..............L13:30 Kaplakriki: FH – Haukar ..................L13:30 Framhús: Fram – Valur .........................L15 Mýrin: Stjarnan – KA/Þór......................L16 Grill 66 deild karla: Víkin: Víkingur – Hörður........................L15 Grill 66 deild kvenna: Selfoss: Selfoss – ÍR ...........................S13:30 Fjölnir-Fylkir – Valur U ....................S17:30 Kórinn: HK U – Fram U.........................S18 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Ísafjörður: Vestri – Hamar-Þór.............L14 Seljaskjól: ÍR – Tindastóll ......................L16 UM HELGINA!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.