Morgunblaðið - 13.02.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.02.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 2021 Laugavegi 178,105 Rvk. | Sími 551 3366 | www.misty.is Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl.10-14 Smoothease ONE-SIZE buxur frá Fantasie Nærbuxur í einni stærð, henta XS-XL Sérstaklega mjúkar og teygjanlegar Nokkrir litir í boði. Verð 2.850,- stk. Daði Már Kristófersson, varafor-maður Viðreisnar, hagfræði- prófessor og tilvonandi frambjóð- andi, var í viðtali á Stöð 2 á miðvikudag, þar sem hann flutti þann fyrirsjáanlega boðskap, að sér þættu veiðigjöld of lág og því yrði að breyta með stjórn- arskrárbreytingu, enda hefði nágrannalöndunum vegn- að betur með öðruvísi gjaldtöku.    Rökvísin þar að baki er óljós, Al-þingi getur fiktað í veiðigjöld- unum að vild án fyrirmæla í stjórn- arskrá. Eins sætir sjávarútvegur í nágrannalöndunum ekki sérstakri gjaldtöku umfram aðra atvinnuvegi líkt og hér. Öðru nær, því þar er sjávarútvegur alls staðar rækilega niðurgreiddur af skattgreiðendum. Varla er það það, sem Viðreisn vill?    Helgi Áss Grétarsson lögmaðurspyr í grein í Vísi til hvaða ná- grannalanda hafi verið vísað, þar komi Færeyjar einar til greina. Hann segir: „Ástand verðmætustu botnfisktegunda (þorskur, ýsa og ufsi) á færeysku heimamiðunum [hefur] lengi verið óviðunandi. Sókn- ardagakerfi hefur verið við lýði við stjórn þessara veiða og hefur enginn auðlindaskattur verið lagður á þá sem stunda þær. Árið 2016 [setti] færeyska heimastjórnin hins vegar […] tiltekið magn aflaheimilda á uppboð í uppsjávartegundum og í tegundum sem eru veiddar utan færeysku fiskveiðilandhelginnar. [… Þessi] stefna er á engan hátt óumdeild í Færeyjum og ekki hefur verið sýnt fram á, með ótvíræðum hætti, að hún hafi skilað þeim árangri sem vænst var.“    Hér kemur aðeins tvennt tilgreina: Frambjóðandinn og fræðimaðurinn veit þetta ekki eða, sem verra er, hann veit betur. Daði Már Kristófersson Fræðimaður fer í framboð STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Bótaskylda þýska eftirlitsfyrirtæk- isins TÜV Reihnland gagnvart 203 íslenskum konum sem höfðuðu mál vegna skaðlegra brjóstapúða var viðurkennd fyrir áfrýjunardómstól í Frakklandi í vikunni. Lögmaður kvennanna segir að um mikilvægan áfangasigur sé að ræða. Yfir 400 íslenskar konur fengu svokallaða PIP-púða í brjóstastækk- un hér á landi á árunum 2000 til 2010. Síðar kom í ljós að púðarnir láku og voru fullir af iðnaðarsílíkoni sem ekki er ætlað til lækninga. „Auðvitað er þetta ótrúlega mikill áfangasigur í þessu máli. Að því sögðu þá geri ég fastlega ráð fyrir því að TÜV Reihnland áfrýi til Hæstaréttar Frakklands,“ segir Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður kvennanna. Hún ítrekar að málið snúist ein- ungis um viðurkenningu á bóta- skyldu TÜV Reihnland. Það verði síðan lækna að meta fjárhæð bóta í hverju tilfelli fyrir sig. Mikilvæg niðurstaða Saga segir mikilvægt að vinna málið hjá áfrýjunardómstóli, en í fyrri málsókn vegna púðanna tapað- ist málið á því dómstigi. Hún segir að til skoðunar sé að bæta fleiri konum við, en fyrst verði farið yfir forsendurnar í þessu máli. „Þetta er búið að vera í umræðunni og það hefði örugglega verið gert fyrr ef ekki væri fyrir Covid-19, en maður vill stíga varlega til jarðar áð- ur en maður gerir fleiri konum það að fara að afla gagna,“ segir Saga. Í umfjöllun þýska miðilsins DW kemur fram að TÜV Rheinland þurfi nú að greiða milljónir evra í bætur til alls 13.000 kvenna í kjölfar dóms áfrýjunardómstólsins í gær. Saga segir að íslensku konurnar séu hluti þessa hóps, en að ekki sé um nýja niðurstöðu að ræða. liljahrund- @mbl.is „Mikilvægur áfangasigur“  Bótaskylda vegna brjóstapúða viðurkennd AFP Gallaðir PIP-brjóstapúðar. Töluvert hægði á fasteignavið- skiptum á landinu í janúar síðast- liðnum og fækkaði gerðum kaup- samningum um 28,8% frá því í desember og fasteignaveltan lækk- aði um 8,1%. Á höfuðborgarsvæðinu fækkaði samningum um 30,7% á milli mán- aða og veltan lækkaði um 37,7%. Þetta kemur fram í upplýsingum sem Þjóðskrá hefur tekið saman og birti í gær um veltu á fasteigna- markaði eftir landshlutum í seinasta mánuði. Fleiri kaupsamningar en í sama mánuði á síðasta ári Fram kemur að fjöldi fasteigna sem gekk kaupum og sölum á land- inu öllu var 967 talsins og var upp- hæð viðskiptanna um 68,6 millj- arðar króna þegar miðað er við útgáfudagsetningu. Fasteigna- viðskipti dragast oft saman í fyrsta mánuði ársins miðað við undan- gengna mánuði. Heildarvelta fast- eignaviðskipta í janúar sl. á höfuð- borgarsvæðinu nam tæplega 36 milljörðum króna og voru 25,7 milljarðar vegna íbúðarkaupa í fjölbýli. Kaupsamningar á höf- uðborgarsvæðinu voru 620. Til samanburðar voru gerðir 529 kaup- samningar í janúar í fyrra á höf- uðborgarsvæðinu og heildarveltan nam þá rúmum 27 milljörðum. Hægði á fasteignaviðskiptum í janúar  Kaupsamningum fækkaði um 28,8% og veltan lækkaði um 8,1% milli mánaða Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.